Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.07.1958, Page 3

Frjáls þjóð - 12.07.1958, Page 3
i fnjáls þjóö AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 cJ^au^arclaginn !2. jil(í 1958 Útgefandi: ÞjóÖvarnarfloklcur Islands, Ritstjóri: Jón Hélgason, sínii 1-6169, Framkvæmdarst jóri: __Jón A. Guómundsson. Áskriftagjald kr. 7.50 á mdnuði. kr. 90 á ári. Verð í lausasölu kr. 2.00. Félagsprentsmiðjan h.f. _______________________________________________3 3*aul líessnt»s«*irivh : Við fermingu barna í Braftahlið 1‘ííi* sem fyrniöi h|ú Eiríkair rauði, eiga | i 1 | | j I í- I i \ l ! P ir grænlenzkir bændur mi 5ÖÖ0 fjtir. Hermsfiig, leppmennska og hlutleysi TJrottflutningur erlends hers af íslandi og end- urreisn íslenzkrar hlutleys- isstefnu, þ. e. a. s. fráhvarf frá þeirri utanríkisstefnu, sem fyrrverandi og núver- andi ríkisstgórn hafa fylgt, er enn á ný nokkuð á dag- skrá á málþingum. Stuðn- ingsmenn þeirrar stefnu — og henni fylgir að sjálfsögðu þetta blað — komast fljót- lega að raun um, að ekki er vant málefnalegra raka til að sannfæra menn um rétt- mæti hennar. Á kjarnorku- og eldflaugaöld væri herseta 5 þúsund dáta á Keflavíkur- flugvelli nánast orðin hláleg skrýtla — ef henni fylgdi ekki sú alvara, að einmitt dvöl þeirra kallar tortíming- arhættu yfir meginþorra ís- lenzku þjóðarinnar. Og ekki skortir síður rök, ef rætt er um efnahagsleg og siðferði- leg áhrif hersetunnar, og gerist ekki þörf að orðlengja um þau atriði að sinni. ★ ’IT'n hvað er það þá, sem veldur því, að ekki hef- ur tekizt að hrinda fram til sigurs stefnu, sem jafnauð- velt er að finna gild og góð rök? Höfuðnauðsyn er, að allir fylgismenn stefnunnar geri sér það atriði Ijóst, og jafnframt, hvað til þess þarf, að breyting megi á verða. Sigur hernámsstefnunn- ar á Islandi til þessa dags er þannig fenginn, að tæplega verður sagt, að ástæða sé til fyrir fylgismenn hennar að bera höfuðið hátt. Leikurinn hefur sannarlega verið ójafn. Allir vita, að þeir stjórn- málaforingjar og flokkar, sem ábyrgð bera á herset- unni, hafa frá upphafi tekið afstöðu til þess máls frá annarlegu og ósæmilegu sjónarmiði. Þeir hafa þá al- geru sérstöðu meðal þjóða Atlantsháfsbandalagsins ’ að hafa haft svonefndar varnir þjóðar sinnar að féþúfu. Fjárhæðina má nefna — gjaldeyristekjur af hermang- inu nema um 2000 milljón- um íslenzkra króna síðan 1951. Fyrir þessar sakir skortir núverandi og fyrr- verandi valdamenn á íslandi í rauninni allan siðferðileg- an rétt til að taka þátt í mál- efnalegum umræðum um hersetu í landinu. Hitt er svo annað mál, að áhrif hins illa fengna gróða á íslenzkt efna- hagslíf hafa orðið önnur og verri en hina skammsýnu stjórnmálamenn mun hafa órað fyrir í öndverðu. ★ arna hefur verið og er að finna skýringuna á veldi hernámsstefnunnar á fs- landi. Allir núverandi þing- flokkar bera ábyrgð á því, að stórfé hefur verið og er þegið fyrir, að erlendur her situr í landinu. Einn þeirra, sem nú kallar sig „Alþýðu- bandalag“, hefur að vísu óneitanlega nokkra sér- stöðu. Annars vegar hefur hann þótzt vera andvígur hernámsstefnunni, en tekið þó síðustu tvö árin fullan þátt í framkvæmd hennar með því að láta ráðherra sína vinna það til stólanna að samþykkja áframhaldandi hersetu og þiggja milljóna- framlög fyrir, en það athæfi flokksins er mesta tilræði, sem málstað hernámsand- stæðinga hefur verið sýnt til þessa dags. Hins vegar er svo flokkurinn í öllu dagfari algert handbendi annars þeirra stórvelda, sem nú togast á um heimsyfirráð, og nýtur beins og óbeins styrks þess heimsveldis eins og aðr- ir slíkir flokkar. Allt tal full- trúa slíks flokks um her- námsandstöðu og hlutleysi hlýtur því að hljóma í eyrum meginþorra landsmanna eins og fölsk nóta j tónvei'ki. * _ g þá er komið að siðari spurningunni: Hvað þai'f til, að stefnuhvörf megi verða í þessu vandamáli? Ef við lítum til hlutlausra þjóða úti um heim, svo sem íra, Svía, Svisslendinga eða Ind- verja, sjáum við, að hlutleys- isstefna þessara þjóða er boi’- in uppi af stjórnmálaflokk- um og foringjum, sem ekki eru á mála hjá erlendum stórveldum. Frumskilyrði þess, að sama stefna megi á ný verða ofan á á íslandi, er að sjálfsögðu, að nægilega öílug stjórnmálasamtök öðl- ist þann siðferðisstyrk og temji sér þá sjálfsafneituix, sem þarf til að standa sjálf- stæð og óháð frammi fyrir á- gengum erlendum stórveld- um. Hins vegar er að sjálf- ‘sögðu engin von til, að úr rætist, meðan allir íslenzkir þingflokkar, sem til vaida komast, gerast samsekir um að þiggja fé fyrir hersetu í landinu og njóta sjálflr fvíð- inda fyrir, — og eini þing- flokkurinn, sem í orði kveðnu er andvígur hernámsstefnu og fylgijandi hlutleysi, er leppflokkur erlends stór- veldis. ★ A ðeins ein tilraun hefur verið gerð hér á landi til að stofna stjórmnálasam- tök, sem fær væru um að knýja fram sjálfstæða, ís- lenzka utani’íkisstefnu. Sú tilraun var gerð með stofn- un Þjóðvarnarflokks íslands. Allir landsmenn muna, hve / augum sóknarbarna sinna í Narssaq á Grœn- landi er séra GERTH EGEDE spámaður og mikils metinn, enda er hann af œtt Norðmannsins ANDR- ÉSAR OLSENS, en það er þar um slóðir nœstum jafn- gildi aðalstignar i öðrum löndum. í eftirfarandi grein srgir danskur hlaðamaður frá þvi, er séra Egede bauð konum að vera viðstaddur fermingu fimm barna í Kagssiarssuk. Fyrir hér um bil þúsund árum bjó á þeim sama stað Eiríkur hinn rauði, og þar hét þá í BRATTAHLÍÐ. Eftir sex stunda siglingu náum við ákvörðunarstað. Það er langt milli bátsferðanna til Brattahlíðar, en þó hafa íbú- arnir þar haft gleggra auga en nokkrir aðrir á þessari stærstu eyju í heimi fyrir háttum hvítra manna. Hinum megin við fjörðinn sér á ljósgráa rönd, það er flugvöllurinn í amerísku herstöðinni Bluie West 1, Narssarssuaq, þar sem fyrir fáum ái'um voru saman komnir kringum 2500 ein- kennisklæddir Kanar, en nú eru þar aðeins þyrpingar af yfirgefnum hei’mannaskálum og um fjörutíu manna starfs- lið eftir. Við skyggnumst um ofur- lítið og komum þá auga á þorpið. Fram á milli tuttugu lágreistra timburhúsa, sem máluð eru í rauðum, hvítum og bláum lit, kemur flokkur íslenzkra hesta stökkvandi með svarthærða drengi á baki, klædda hvítum úlpum. Eftir þeim renna skozkir fjárhund- ar, og á eftir þeim koma smá- telpur með langar fléttur og smádrengir með svört lömb á öxlinni, en síðast fara hinir fulloi'ðnu. Það er skyggnzt um og veifað og hrópað á klöpp- unuin, sem þarna koma í bryggju stað. Fólkið heilsar spámanninum. Séra Egede tekur í hendur manna og þúar alla. Börnin skjótum og miklum árangri þau samtök náðu í upphafi, og enn fremur er þeim í fersku minni, hvernig gömlu flokkunum tókst með ein- staklega ódrengilegum og ó- heiðai’legum vinnubrögðum að hefta sókn flokksins, ein- mitt á þeim tíma, er mest á reið í sjálfstæðismálinu. Árangurinn af því óþurftai’- verki blasir síðan við öllum hernámsandstæðingum. Þeir verða að minnast þess, að vilji þeir í alvöru vinna stefnu sinni gagn, geta þeir það aðeins með einu móti: með því að taka upp þráðinn á ný og efla þau stjórnmála- samtök, sem ein geta borið sjálfstæða íslenzka utanríkis- stefnu fram til sigurs. bera ferðatöskuna hans með hempunni, er hann stikar upp sjávarkambinn að kirkjunni og heilsar kristinfræðikennar- anum, John Joelsen. Nú á að hlusta á fréttirnir frá nýju út- varpsstöðinni í Góðvon, fyi’st á grænlenzku, síðan á dönsku. En fréttalestui’inn heyrist illa, og alls staðar þrýsta menn eyrunum upp að hátalaranum. Þá er auðveldara að ná sendi- stöðinni í Narssarssuaq, sem útvarpar allan daginn í sí- bylju amerískum dægui’lög- um. Fyrsta kirkja á Grcenlandi. Kristinfræðikennarinn er afsprengi nútímans á Græn- landi. Hann er menntaður í Góðvon, en síðas sendur suður á bóginn til að koma lagi á skólann. Andlitið á honum er sem skorið út í rekavið. Hann reynir m^ög til að tala rétta og góða dönsku, en tekst það aðeins miðlungi vel. Við höld- um inn í miðbæinn að rauð- máluðu, skálabyggðu húsi með ofui’litlum turni. Suðurendi þess er kirkja, norðurendinn skólastofa, þar sem 26 börn- um frá 7 til 14 ára er kennd danska og gi'ænlenzka. í sam- bandi við bai’nafjöldann má geta þess, að íbúar eru þarna alls 78. Fæðingatalan hækkar, en barnadauði fer minnkandi. — Þetta er ekki fyrsta kirkjan hér, segir kennarinn og bendir til skýringar á um- girta steinahrúgu skammt frá. Þegar nær er komið, greinir maður þarna grunn undan stóru steinhúsi og í kring tals- vert af löngum graníthellum. Þai’na stóð fyrsta kristna kirkjan á Grænlandi. Sagan segir, að Leifur heppni hafi eftir för sína til Vínlands árið 1000 snúið heim á stórbýli föður síns í Brattahlíð. Með sér um box'ð hafði hann munk nokkurn. Og svo mikil voru áhrif hans, að Eiríkur rauði, sem þó var óforbetranlegur heiðingi, vogaði ekki að berj- ast gegn hinni nýju trú. Kona Eiriks snerist til kristinnar trúar og skildi við mann sinn, en var þó kyrr á staðnum og reisti hina fyrstu kii'kju. Ummerkin um 500 ára bú- setu norrænna manna eru margvísleg. Rústir af gripa- húsum sýna, að afkomendur Eiríks héldu hesta, kýr og kindur eins og á dönskum herragarði, og í þá daga hefur áreiðanlega verið jafnmann- margt á þessum stað og hú er. Fiskimenn gerast bœndur. Þessar hugleiðingar um leifar fyrri alda verða ekki lengri, þvi að allt í einu gell- ur við hjólhestabjalla, og yngsti sonur Lars Motzfeldts hreppstjóra kemur þeysandi eftir einu götunni í Brattahlíð. Reiðhjólið er mikið óhófs- merki, og reyndar er heimilið í tölu hinna efnuðustu á Grænlandi. Sauðfjárbóndinn Otto Frederiksen reisti sér bæ þarna ásamt konu sinni, Elísa- betu, árið 1924, og þau reyndu með hjálp annarra nýbýlinga að gera bændur úr fiskimönn- unum og nytja gæði landsins. Það kom í Ijós, að umhverfið var vel fallið til sauðfjárrækt- ar, og tilraunin tókst. Ottó gamli dó í fyrra, virtur og dáður. Hann ól upp fjóra syni, og þeir eiga nú bróðurpártinn af þeim 5000 fjár, sem býlinu tílheyra. Lífsbaráttan er höi’ð. Féð gengur úti og leitar sér beitar á landssvæði, sem er stærra en Láland að flatar- máli (ca. 1400 km2). Græn- lendingar smala fcnu í rétt tvisvar á ári, til mörkunar og rúnings á vorin og til slátrun- ar á haustin. Harðir vetur geta höggvið stór skörð í stofninn, og því hafa bændurnir byggt sér fjárhús, en sumartíminn fer í að rækta hafra, baunir og kartöflur á grýttum akui’- bleðlum, sem varla eru stærri en vasaklútar, og veiða smá- fiska í firðinum og þurrka, en það er fjörefnaríkt fóðui’, og fénu þykir það mesta sælgæti. Á þennan hátt geta stærstu fjárbændurnir haft allt að 20 þús. danskar kr. í tekjur á ári, og þótt mai’gt af yngra fólk- inu leiti til bæjanna, er það þó önnur kynslóðin og hin þriðja, sem nú rýr sauðféð. Gatan litla er stolt bæjar- ins og jafnframt ofurlítið dæmi um afstöðu Grænlend- inga til samfélagsins. Ómai'k- að fé er dregið í sameiginleg- an dilk, síðan er hjálpazt að við rúningu þess og sláti'un, og arðurinn af þessu rennur í nokkurs konar hreppssjóð, er meðal annars hefur staðið straum af götulagningunni. í 21 stigs hita Séra Egede er snemma á ferli, og sti’ax klukkan 8,45 hringir kennarinn borgarana til messu'með gamalli skips- klukku. Það er glampandi sól- skin, og hitinn er með mesta móti, 21 stig. Allir hraða sér til fermingarinnar, búnir spai’ifötum, og sumir hafa gengið upp undir 10 km veg. Dyrnar inn í skólastofuna eru opnaðar, svo að allir komist fyrir, því að hvert mannsbai’n er komið til kirkju. Guðsþjón- ustan fer fram eingöngu á grænlenzku, því að einungis presturinn, hreppstjórinn og kennax’inn skilja dönsku. Fermingarbörnunum fimm, sem hafa verið í þrjár vikur í Narssaq til fræðslu hjá sókn- arprestinum, er komið fyrir á bekkjum í kii’kjuganginum, alveg eins og í Danmörku. En klæðnaðurinn er ekki alveg Framh. á 4. síðu.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.