Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.12.1958, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 13.12.1958, Blaðsíða 1
JÓLABLAÐ 1958 irtÝrt'eowoie':: ' ' ' í Þjóðminjasafninu í Reykjavík er varðveitt haglega útskorin hurð, sem komin er frá kirkj- unni á Skarði á Landi og hefur sennilega verið þar fyrir altarisskáp. Brynjólfur Jónsson, bóndi á Skarði, sem uppi var um 1600, mun hafa skorið hurðina. Myndin hér að ofan sýnir efri hluta hurðar- innar. Yzt til hægri liggur Jesús í jötunni. María liggur á gólfi, og Jósef stendur hjá. Enn fremur sjást höfuð asna og uxa, og tveir englar svífa yfir. í miðju er Símon og Anna, og heldur Símon á Jesú. Nöfnin Símeon og Anna eru skorin á stoð- ina til vinstri. Yzt til vinstri er sýnd skírn Jesú, og er skorið nafnið Jórdan á bylgjurnar, sem Kristur stendur niðri í upp að miðju. Yfir svífur dúfan. Ofan og neðan við alla myndina er svo- felld áletrun: Jesu Christi fæðingar-, umskurðar- og hans skírnarfígúrur. Matt. 3, Luc. 3. Myndin er birt hér með góðfúslegu leyfi Þjóð- minjasafnsins í Reykjavík. EFNI jólablaðsins m. a Jólahugleiðing eftir séra Braga Friðriksson. i? Rabb um örnefni eftir Hermann Pálsson lektor. Frá Hvallátrum og Látra- bjargi eftir Eggert H. Kristjánsson. Kímilegir spekingar, endurminningar Francis Bulls prófessors. Taflmennirnir frá Ljóð- húsum. Útigöngukona, saga frá Skotlandi, eftir Ronald MacdonaJd Douglas. + Leikir um jólin, heilabrot o. fl, Verðlaunamyndgáta og verðlaunakrossgáta. Jólamynd frá Skarði á Landi Verð í lausesölu 10 krónur

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.