Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.12.1958, Síða 5

Frjáls þjóð - 13.12.1958, Síða 5
JÓLIN 1958 FRJÁLS ÞJÓÐ 5 jl/lEGINHLUTI íslenzkra ör- nefna er auðskilinn að rnerkingu; sá orðaforði, sem í þeim er fólginn, er enn að mestu leyti lifandi daglegt mál, þótt sum örnefnin hafi verið gefin fyrir meir en þúsund ár- um. Á íslenzkum örnefnum eru yfirleitt engin ellimörk, svo að oft er örðugt að sjá, hvort þau stafa frá Landnáms- tíð eða síðasta mannsaldri. Eitt- hvert elzta örnefni á landinu er Reykja(r)vík, sem virðist ekki vera neitt fornlegra en nafnið Reykjalundur. Ef heimildir væru ekki til um uppruna þess- ara örnefna, væri ógerlegt að segja, hvort væri eldra. í raun- inni er Reykjalundur forn- legra nafn, þar sem orðið lundur er miklu meira notað í eldri nafngiftum en síðar, enda var meiri ástæða til að nota það í örnefnum, meðan skógar voru miklir. En til eru allmörg örnefni, sem eru torskilin, eða að minnsta kosti torskildari en þau virðast vera í fljótu bragði. í Skagafjarðarsýslu er til að mynda bær, sem nú er kall- •aður Melbreið. Ef gamlar heimildir væru ekki til um upphaflegri mynd nafnsins, myndu menn halda, að bæjar- heitið væri samsett með orð- unum melur og breið. En í skjölum frá 16. öld er bærinn kalLaður Mjölbrigðastaðir, og af þvf verður ráðið, að bærinn hefur í upphafi heitið Mel- brigðastaðir, kenndur við mann, sem hét írska nafninu Mel- brigði. Svipaðri styttingu hafa ýmis önnur bæjarheiti sætt, svo sem Dunkaðarstaðir, sem nú heita Dunkur. í þessum tveim bæjarnöfnum hefur styttingin átt sér stað af þeirri ástæðu, að keltnesku mannanöfnin voru sjaldgæf, og þegar fram liðu stundir, hættu menn að átta sig á því, að þ.ar var um mannanöfn að ræða. Auk þess hefur mönnum fundizt sem slyttingarnar færu betur í munni en löngu nöfnin, enda gætir slíkra styttinga mjög víða; einkum er eftirtektarvert, að margir kotbæir hafa orðið fyrir slfkum nafngiftarbreyting- tim. Sumar styttingar eru ef- laust gefnar í háðs skyni. Svo er um Gunnfríðarstaði í Húna- vatnsþingi, en þeir eru stund- um kallaðir Gumpur, sem er furðu óvirðulegt bæjarheiti. Sum elztu íslenzku örnefnin eru torskilin af því, að þau cru dregin af orðum, sem aldrei hafa tíðkazt í mæltu máli íslenzku. Þau eru leifar frá ævafornu málstigi. Landnáms- menn kölluðu suma staði eftir norskum örnefnum, þótt frum- merking örnefnisins hafi ekki lengur verið Ijós. (Slíkra nafn- giftasiða hefur mjög gætt í Vesturálfu og öðrum nýlend- um; menn hafa flutt með sér staðaheiti frá heimahögum, hvort, sem merking nafnanna v.ar auðskilin eða ekki). Til að skýra betur, hvað ég hef í huga, skal ég taka árheiti íslenzk sem dæmi. Meginhluti íslenzkra árheita eru samsett nöfn, síðari hlutinn er oftast á, en stund- um lœkur, fljót, vötn. Fyrri hluti árheitisins er oft lýsandi (Svartá, Breiðá, Varmá, Grjótá, Þverá), stundum eru árnar kenndar við menn og guði (Úlfarsá, Þórsá), stundum við önnur örnefni (Holtsá, Jökulsá, Héraðsvötn) og stundum við gróður og dýr.alíf (Hrísá, Svíná, Laxá) eða eitthvað annað. En auk þessara árheita eru önnur, sem eru ósamsett. Ósamsettu árheitin munu yfirleitt hafa verið gefin eftir norskum ám, en heiti margra þeirra voru ævagömul, þegar landnáms- menn komu til íslands. Öll þessi fornu árheiti eru kven- kyns, og svo er um forn ár- heiti víðs vegar um Evrópu. í Landnámu er getið um tvær ár á Snæfellsnesi, sem heita Lýsa og Fura. Bæði þessi árheiti komu fyrir f Noregi, og einkurn er Furu-nafnið algengt þar. Þessi árheiti sýna fornlegri nafngiftavenju en tíðkaðist á íslandi síðar. í stað nafnsins Lýsu hefði Ljósá verið venju- legra. Nafnið Lýsa er auðskil- ið, það merkir hin ljósa á; en Fura er torskildara, það merk- ir farvegur. Vafasamt er, að Landnámsmaðurinn, sem gaf þessi heiti, hafi valið þau af því, að þau lýstu ánum, heldur er sennilegra, að hann hafi haft norskar ár í huga, sem hétu þessum nöfnum. Dæmi um forn ósamsett ár- heiti á íslandi eru ekki ýkja mörg, en þau sýna þó, ,að land- námsmenn hafa gert nokkuð að því að láta íslenzkar ár heita eftir fornnefndum ám í Noregi. Eftirtaldar ár heyra til þessum flokki: Ljá, Skálm (frummerking þeirra er hin skerandi), Stjórn, Deild. Önnur forn árheiti hafa varðveitzt í samsettum örnefn- um. í Str.andasýslu er dalur, sem heitir Þambardalur, og þykir mér sennilegt, að fyrri hluti nafnsins sé norska árheit- iff Þömb. Annaðhvort hefur áin verið kölluð Þömb eða þá að dalurinn hefur verið heit- inn eftir einhverjum Þambar- dal í Noregi. Dalsheitið Skjálg- dalur virðist geyma annað fornt árheiti: Skjálg. Bærinn FerstikLa minnir á norsku ár- heitin Stikl og Stikla. Eftir ánni Stikl draga Stiklarstaðir í Noregi nafn. Ferstikla er ef til vill heitin eftir norskum bæ, en eftirtektarvert er, að á Hvalfjarðarströnd, í nágrenni Ferstiklu, eru fjórir lækir, sem gátu stuðlað að nafngiftinni. Þetta forna árheiti kemur einnig fram í nafninu Þrístikla, Hermann Pálsson. en svo heita vötn á Auðkúlu- heiði. Árheitið Slenja kemur fram í örnefninu Slenjudalur. í Blönduhlíð er bær, sem heitir Miðsitja, en það er afbökun á upphaflegri mynd nafnsins: Miðskytja. Svo heitir bærinn í Sturlungu. í Sturlungu kemur einnig fyrir örnefnið Slvytja, Mér þykir sennilegt, að hér sé upphaflega um fornnorska ár- heitið Skytja að ræða. Vel má vera, að í Noregi hafi verið bær, s.em dró nafn af einhverri á, sem hét Skytja, og hafi svo bæj.arnafnið verið flutt til ís- lands. Má einnig ætla, að í Blönduhlíð hafi verið þrír bæ- ir, sem svo hétu, en einungis miðbærinn hefur haldizt í byggð. Mönnum hefur þótt nafnið torskilið, og því hefur það breytzt í Miðsitju. í Nor- egi eru til nokkrar ár, sem heita Svörjuð, og er ekki ó- sennilegt, að eitthvert sam- band sé milli þess nafns og Svarfaðardals. Nú segir sagan, að Þorsteinn Svörfuður hafi verið upprunninn úr Naumu- dal, en einmitt á þeim slóðum eru þrír bæir, sem hétu þessu árheiti. Ef til vill hefur Þor- steinn verið kenndur við ein- hvern þessara bæja og dalur- inn síðan dregið nafn af við- urnefninu. Þó er 'hitt hugsan- legt, að Svarfaðardalsá hafi upphaflega verið kölluð Svörf- uð, og dalurinn og viðurnefni Þorsteins væri þá dregið af heiti árinnar. Viðurnefni hafa eflaust átt nokkurn þátt í því, að norsk örnefni fluttust til íslands. Landsnámsmenn voru stund- um kenndir við bæi þá, sem þeir kornu frá í Noregi, en af viðurnefninu voru síðan dreg- in örnefni á íslandi. Meðal landnámsmanna voru tveir hálfbræður, sem voru kallaðir Önundur bíldur og Þorgrímur bíldur. Orðið bildur kemur oft fyrir í norskum örnefnum, en af nafni Þorgríms bílds er dregið Bíldsfell. Bræðurnir virðast kenndir við stað, sem dreginn var af bíldur. í Land- námu er einnig talað um Böð- móð gerpi, en gerpir kemur fyrir í örnefnum, og svo heitir fjall. Af öðrum viðurnefnum fornum, sem benda til örnefna, má minn.a á eftirtalin: Þor- steinn hreggnasi (einnig fjalls- heiti), Þorgeir jarðlangur, Þór- dís stöng, Þorkell kornamúli, Þorbjörn sltagi, Þórhaddur skál, Björn reyðarsíða, Þor- björn strúgur, Eyvindur auð- kúla, Þorgils vámuli, Þórður gnúpa, Þórir keilismúli. Senni- legt er, að flest þessi viður- ncfni séu dregin af bæjarheit- um í Noregi, og svo mun vera um mörg önnur viðurnefni, þótt þau hafi verið skýrð á annan veg. Hins vegar getur einnig komið til mála, að stundum sé um að ræða ör- nefni, sem flutt voru frá Nor- egi, og landnámsmenn hafi síð- an verið kenndir við íslenzka staðinn. Þannig mun vera um viðurnefni Þórdísar stangar. Orðið stöng er oft notað í ör- nefnum í Noregi og á íslandi. Stundum er það bæjarheiti (Stöng í Þjórsárdal), en stund- um er það notað í' samsettum nöfnum, og er þá oft örðugt að vita með vissu, hvað það merkti. Þórdís hefur kallað bæ sinn Stangarholt, og er senni- legt, að hún hafi hlotið viður- nefnið af bænum fremur en bærinn ,af viðurnefni hennar. Einn landnámsmanna hét Þorbjörn bitra, og við hann virðist Bitrufjörður eða Bitra vera kennd. í Noregi kemur þetta árheiti fyrir, og hér ér efalaust urn einhver tengsl við það að ræða. Stundum hafa alþýðlegar skýringar á örnefn- um villt fyrir um uppruna. Hér á landi eru nokkrar ár, sem heita Dögurðarár, og auk þess eru nokkur önnur ör- nefni samsett á svipaðan hátt, svo sem Dögurðarnes og Dag- verðareyri. Um Dögurðarnes í Dalasýslu segir Landnáma, að Auður djúpúðga hafi etið þar dagverð, og því sé nesið svo kallað. Þetta er að visu hugs- anlegur uppruni, en vafasamt1 er, að öll Dögurðar-örnefnin séu svo til orðin. Mér er ekki kunnugt um nein örnefni, sem kennd séu við náttverð, og væri þó ekki ótilhlýðilegra að kenna við þann málsverð en dagverðinn. Ég ætla, að Dög- urðar-árnar feli í sér fornt ár- heiti: Dögurð, sem að vísu er samstofna við orðið dagverð- ur, en merkti á, sem var veitul á mat, veiðiá. í Dalasýslu koma fyrir árheitin Fábeinsá og Fá- skrúð, sem benda til hins gagn- stæða, þær hafa ekki þótt veiðnar. Til samanburðar við þær má minna á fornnorska árheitið Fánýta, sem var svip- aðrar merkingar og fjarðar- heitið Veiðileysa. Árheitið Grjótá kemur víða fyrir, en eftir eldri nafnvenju var einnig til árheitið Grýfa, og virðist það vera fyrsti lið- urinn í bæjarheitinu Grýtu- bakki, og einnig kemur það fyrir sjálfstætt: Grýta í Eyja- firði, en þann bæ hefur Jón Arason gert frægan. í Dala- sýslu heitir Skraumuhlaupsá, en hún er stundum kölluð Skrauma. í fornum heimildum er lengra nafnið notað, og styttra nafnið er talið stytting á því. En það er ekki víst, að svo sé. í Noregi kemur fyrir árheitið Skrauma, og þykir mér sennilegt, að svo hafi áin upphaflega heitið. Skraumu- hLaup hefur heitið einhver hluti árinnar, og við það hefur á svo verið kennd. Nafn henn- ar hefur verið lengt, en ekki stytt. Annað árheiti, sem tí'ðk- aðist í Noregi og kemur fyrir í samsettu árheiti hér, er nafn- ið Hit. Af þessu árheiti virð- ist Hítará draga nafn. Hins vegar hefur það fljótt gleymzt, að Hít var upphaflega árheiti, og því hefur snemma komið fram sú skýring, að Hít væri tröllkonuheiti. Þess eru mörg dæmi, að fornleg örnefni komi af stað tröllasögum, menn hafa ekki skilið merkingu orðs og af einhverjum ástæðum talið það vera heiti á tröllkonu eða

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.