Frjáls þjóð - 13.12.1958, Qupperneq 9
JÓLIN 1958
FRJÁLS ÞJÓÐ
9
drægi hana upp úr og bæri
síðan heim á háhesti. Víking-
ar þessir voru dysjaðir þar,
sem þeir höfðu fallið, og sést
dysin enn í dag. Sjást þess ljós
merki, að þangað hefur grjót
verið borið, því að ekkert grjót
er þar í kring. En grjótdys
þessa höfðu Látramenn lengi
fyrir mið af sjó, og heitir það
Kárni eftir foringja víking-
anna, sem sagt er, að liggi f
dys þessari.
Nú eru engir melar um-
hverfis dys Kárna og félaga
hans; allt er löngu uppgróið;
þarna er komið ágætis beitar-
land. Þetta svæði allt heitir nú
einu nafni Kámafit.
Börn hverfa i Básum.
OVÆÐIÐ fyrir utan Brunna-
núp og að Bjargtöngum
heitir Básar. Nafn sitt draga
þeir af kröppum hamraskor-
um fram við sjóinn, Á Básum
er flatlendi nokkurt. Er sagt,
að býli hafi verið þar að fornu,
en lagzt í eyði í svartadauða.
Það er gömul saga um Bása,
að á hverjum jólum hafi það-
an horfið sveinn eða telpa og
hafi þau verið heilluð. Þessu
til sönnunar áttu að h.afa
fundizt undir Smáhömrum föt
af telpu. Smáhamrar eru lítið
klettabelti rétt fyrir ofan Bása.
Á Bjargtöngum er tíu ára gam-
ail viti, reistur 1948. Skammt
frá vitanum byrjar Látrabjarg.
Er hæð þess fyrst í stað eins
og í hné á meðalmanni, en
strax á móts við vitann er hæð
þess orðin að minnsta kosti
50 metrar. Bjargið allt er 16
km á lengd og nær frá Bjarg-
töngum í Keflavrk.
Fram af Bjargtöngum í haf
vestur streymir hin nafnkennda
Látraröst, um útfall í norður,
en í hásuður um aðfall; er
svipmikið og tignarlegt að sjá
röstina af bjarginu í haf út,
svo langt sem augað eygir,
einkum í norðanbjartviðri og
stórstraumsfjöru, því að þá sést
röstin gleggst sem hvítfossandi
elfur.
Röstin reiðilega
rymur í norðanbyljum.
— Risaboðar brattir
brotna á skipsins þiljum.
Enginn máttur megnar
móti slíku að þreyta;
burt úr rastar róti
reynt er skjóls að leita.
Þannig kveður Bjarni M.
Gíslason um Látraröst.
36 þúsund bjargfuglar.
JARGIÐ er mjög auðugt að
fuglalífi. Fyrr á árum var
svartfuglinn veiddur í þúsunda-
tali og saltaður til átu upp á
veturinn. Árið 1866 veiddust
t. d. í bjarginu 36 þúsund
svartfuglar. Bæði við fugla-
veiðar og eggjatöku urðu oft
slys í bjarginu, enda var stund-
um sigið 225 m niður í bjarg-
ið.
Síðast varð þar slys vorið
1926; fórust þá tveir menn,
sem voru við eggjatöku í Saxa-
gjá. Er lítið vitað, hvernig það
slys bar að höndum, því að
þeir voru þar aðeins tveir.
Fannst lík annars þeirra í
Saxagjárvöllum, sem er gras-
flæmi niðri f gjánni, en lík
hins hafði hrapað alla leið í
fjöru og fannst þar.
Þegar gengið er með bjarg-
brúninni, sitja þar stórir skar-
ar af lunda henni til prýði.
Um 3 km fyrir ofan vitann
skagar hamrabrík æði-sérkenni
leg út úr bjarginu; nefnist hún
Barð; er álitið, að Barðastrand-
arsýsla dragi nafn af þessari
hamrabrík. Barðið er 75 m á
hæð og lengd þess 56 m; breidd
þess er mest rúmir 9 metrar
Frá Barðinu og upp á brún
eru rúmir 180 metrar.
Fyrir ofan Barðið hækkar
bjargið mjög ört upp að svo-
nefndri Heiðnukinn, en þar er
það hæst, 441 metri.
Guðmundur góði
á Látrabjargi.
rpiL ERU margar gamlar
sagnir af bjarginu. Skulu
hér tilfærðar nokkrar þeirra.
Er þá fyrst til að taka, að á
dögum Guðmundar biskups
góða er þess getið, að menn
þóttust þess vísir, að í Látra-
bjargi byggi óvættur, sem
ein vildi fyrir því ráða og
spillti mjög veiði mennskra
manna. Urðu sigmenn þá fyrir
svo miklum slysum, að ekki
þótti einleikið. Kom það oft
fyrir, þá er sigmaður var niðri
í bjargi, að þeir, sem uppi
á því voru og gættu festarinn-
ar, urðu þess varir, að hún
varð allt í einu mannlaus, og
fannst maðurinn síðar dauður
og allur lemstraður undir
bjarginu með nokkuð af fest-
inni við sig. En endar hennar
voru eins og þeir hefðu verið
skornir í sundur með beittu
eggjárni.
Einu sinni sem oftar var sig-
maður niðri í bjargi og sér
þá, að nokkuð fyrir ofan hann
kemur grá, loðin loppa út úr
berginu með skálm eigi litla
og ber hana að festinni, svo
að þegar fara í sundur tveir
þættirnir, en ekki hinn þriðji.
Þorir nú maðurinn ekki að
láta draga sig upp á einum
þætti. Sker hann hana því
sundur með hní'f sínum og
gefur merki til að draga upp
festina, og er það gert. Þeim,
sem uppi á bjarginu voru, brá
í brún að fá festina mann-
lausa og sjá, að hún hafði
verið þverkubbuð í sundur.
Fara þeir með hana heim
að Látrum og fá hana í hend-
ur gömlum, blindum og kar-
lægum manni, er fjölfróður
þótti. Hann þefar úr þver-
skorna endanum og segir síð-
an, að einn þátturinn sé skor-
inn sundur af mennskum
manni, en hinir tveir af ein-
hverri óvætti. Er þá brugðið
við og sigið ofan í bjargið með
festi góða. Finnst maðurinn
þar heill á húfi, því að óvætt-
urin hafði ekki sinnt honum
frekar. Tóku Látramenn nú
það ráð að leita hjálpar Guð-
mundar biskups hins góða.
Kvörtuðu þeir fyrir biskupi
um búsifjar þær, er þeir urðu
fyrir af óvættinni, og sögðu
honum sem ljósast frá vand-
ræðum sínum.
Guðmundur biskup brá
síga eða nytja á nokkurn hátt.
Við þetta létti ásókn bjargbú-
ans, og gerði hann ekki vart
við sig framar, enda var bann
biskups að síga í Heiðnabjarg-
ið ekki brotið í margar aldir.
Kringum aldamótin 1800 er
aftur farið að síga í Heiðna-
bjargið. Sá, sem það gerði
fyrstur, var Björn Bjarnason á
Látrum. Hann var athafna-
maður mikill og lét sér ekki
allt fyrir brjósti brenna. Taldi
hann það hégiljur einar að
siga ekki í HeiðnabjargiJð. En
sagt er, að hann hafi kveðið
eða látið kveða þakkarsálm til
drottins fyrir vernd hans eftir
fyrstu ferðina, sem hann hafði
farið í Heiðnabjargið og ekk-
ert orðið að sök. Eftir það var
tekin upp veiði í Heiðnabjarg-
Báturinn Hrefna frá Látrum kemur að landi með góðan afla.
skjótt við og fór vestur á bjarg.
Stefndi hann bjargbúanum
strax fyrir sig, og kom hann
þeg.ar fram. Ávítaði biskup
hann harðlega fyrir ásóknir
hans og kvaðst mundu reka
hann á brott úr bjarginu.
Bjargbúinn bað sér vægðar og
mælti: „Einhvers staðar verða
vondar kindur .að vera.“ Mýkt-
ist þá skap biskups svo, að
hann spurði bjargbúinn, hve
mikið land hann rnyndi þurfa.
Bjargbúinn svaraði, að biskup
myndi geta því nærri, er hann
segði honum, hve fjölmennt
skyldulið sitt væri. Biskup
spurði þá, hve margt það væri,
og segir þá bergbúinn: „Ég hef
tólf skip fyrir landi; á hverju
skipi eru tólf menn; hver
maður hefur tólf skutla.; fyrir
hverjum skutli verða tólf selir.
Svo sker ég hvern sel í tólf
lengjur og hverja lengju í tólf
stykki, og þá verður stykki á
mann og þar að auki tvtir
um hvern tota (selshöfuð), og
inu sem annars staðar r Látra-
bjargi.
Skotmaður í Djúpadal.
T\JÚPIDALUR liggur á milli
Heiðnukinnar og Kristnu-
kinnar, sem er lítið eitt lægri
en Heiðnakinn. Dalur þessi er
afar grösugur; þykir í honum
gott beitarland, enda sækir
sauðfé Látrabænda þangað
mikið.
Sú saga er sögð hafa gerzt
á þessum slóðum, að eitt sinn
h.afi skotmaður frá Látrum
verið á refaveiðum úti í Djúpa-
dal og orðið þar gott til fanga.
Hann hafði fengið nítján refi
og lá nú í skothúsi sínu.
Fleyrði hann þá sagt í Kristnu-
kinn: „Skal hann lengi líðast?“
Þá var svarað í Heiðnukinn:
„Hann skal gripinn fljótt.“ Þá
v.ar aftur svarað úr Kristnu-
kinn: „Látum hann fylla tug-
inn.“ Stekkur þá skotmaður af
teldu nú, herra.“ Gaf biskup stað og fýsir eigi lengur að bíða.
þá bjargbúanum leyfi til að En nú sér hann, að flagðkona
búa með skylduliði sínu í þeim
hluta bjargsins, sem síðan hef-
ur heitið Heiðnabj.arg. Var
Jretta sá hluti bjargsins, sem
óhægast þótti í að síga eða ganga
fyrir mennska menn og nær frá
Djújradal að Saxagjá.
Harðbannaði biskup bjarg-
búanum að fara út fyrir merki
Jtess. Síðan vígði hann bjarg-
ið allt nema Heiðnabjargið.
En óvígðía hlutann bannaði
hann kristnum mönnum í að
veitir honum eftirför; ætlar
hann þá að skjóta á hana með
byssunni, en hún kveikti ekki.
Slítur hann þá af silfurhnapp-
ana, sem voru á bol hans, og
hefur fyrir hleðslu í byssunni.
Kveikir hún þá, og skýtur
hann á óvættina hverju skoti
eftir annað. Fjarlægðist hún
við hvert skot, en sótti á aft-
ur, svo að átján skotum varð
hann að skjóta á leiðinni heirn
að Látrum, en sein.ast er sagt,
að hann hafi skotið við bæn-
húsið rétt sunnan við bæinn,
og slapp við það.
Skipskaðar við
Látrabjarg.
OKAMMT fyrir inuan Djúpa-
^ dal er annar dalur. Heitir
hann Geldingsskoradalur; er
hann breiðari og grynnri en
Djúpidalur. Það var framund-
an þeim dal, sem enski tog-
arinn „Doon“ strandaði í des-
ember 1947. Eins og flestum
er í fersku minni, tókst Látra-
mönnum, ásamt fleirum, að
bjarga tólf manns af áhöfn-
inni með því að draga þá á
kaðli upp bjargið. Fyrst urðu
Jieir að síga í fjöru og bjarga
Jieim úr togaranum, síðan í
tveim áföngum úr fjöru og
upp á svo nefnt Flaugarnef,
sem er smá-grasgeiri mjög
brattur í miðju bjarginu, og
síðan af honum upp á brún
bjargsins. Þótti þetta vel gert
um hávetur r mesta skamm-
deginu.
Áður en bjarginu lýkur, er
einn dalur enn Jiá' ónefndur;
])að er Lambahlíðardalur,
skammt frá Keflavík. Fram-
undan honum fórst enskur
togari 1936 með allri áhöfn,
eitt lík fannst, og var það jarð-
sett í kirkjugarðinum í Breiða-
vlk; stóð leiðið lengi eitt sér
í norðvesturhorni garðsins.
Fyrsta hópferð
til Hvallátra.
T|AÐ VAR fyrst í fyrra, sem
lokið var við að fullgera
akveg frá Patreksfirði og út að
Hvallátrum. Má segja, að nú
sé fært bifreiðum út á Látra-
bjargsbrún. Síðan sá vegur
opnaðist, hefur verið mikill
ferðamannastraumur að Látr-
um og á Látrabjarg. Fyrsta
langferðabifreiðin, sem lagði
þangað leið sína, var R-3723,
eign Skógarmanna K.F.U.M. ■!
Reykjavík. V,ar hún með ferða-
fólk frá K.F.U.M. og K. Bif-
reiðarstjóri var Hafsteinn
Sölvason; ók hann bifreiðinni
niður á hól þann, er Gottskálk
bóndi barði forðum sviga-
broddunum í og drap víking
í hverju höggi með fjölkynngi
sinni, eins og áður er sagt frá.
Enginn, sem leggur leið sína
á Látrabjarg og er heppinn
með veður, verður fyrir von-
brigðum með útsýnið. Af
bjarginu sér vítt yfir, þaðan
sést allur Snæfellsnesfjallgarð-
ur, hulinn slæðu blámóðunn-
ar. Fremst á honum er jökull-
inn, sem er tignarlegur, þegar
geisladýrð sólarinnar leikur
um hans -hvíta höfuðbúnað. Þá
sést einnig Rauðisandur — að
óglcymdri kaldri Skor.