Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.12.1958, Page 17

Frjáls þjóð - 13.12.1958, Page 17
JÓLIN 1958 FRJÁLS ÞJÓÐ 17 aðist konuna vinalega og sleikti kalda, máttvana hönd hennar. Drummond skenkti glas hálf- fullt af viskíi og fyllti það með sjóðheitu vatni. Hann rétti konunni glasið. „Hana, súptu þetta,“ skip- aði hann og tók við vatnsósa hattkúfi hennar, sem hún hafði tekið ofan. Konan dreypti lítillega á viskíblöndunni og rétti honum jafnskjótt glasið aftur, en hann neyddi hana til að taka við því á ný og drekka úr því meira en helminginn. Gufumökkur tók nú að stíga upp frá rennvotum klæðum hennar. Maðurinn sagði henni að fara úr bleytunni. Hún af- tók það; en sem þau kýttu um þetta, gat hann séð, að það var ekki blygðun, sem hélt aft- ur af henni. Það var eitthvað annað. Loks kom bilbugur á hana, er hann hafði vakið máls. á því, að hún gæti ekki setið í stellunni .alla nóttina, því að með því mundi hún baka hon- um fyrirhöfn og kostnað af að sjá um útför hennar. Hún mændi á hann, og úr augum hennar skein þögul bæn og minnti á augnaráð umkomulauss dýrs. Svo sneri hún sér undan. Það var gott að vera inni í skjóli fyrir stormi og regni. Það var gott að sitja og verma sig við arin- eldinn; það var gott að láta einbeittan karlmann segja sér íyrir um hvert viðvik. Henni var strax farið að líða betur, og hún var greinilega orðin styrkari. „Jæja, þá,“ sagði hún allt í einu og reis á fætur. Hann var ekki með þau látalæti að snúa sér undan. Hún brosti við honum — annarlegu, skældu, daufu brosi, sem var gersamlega laust við a]la léttúð. Hún byrjaði að hneppa frá sér rennvotri treyjufiðunni, sem var hneppt upp í háls. Við annan hnappinn afhnepptan sá hann, að hún var í engu inn- an undir. Hún hélt áfram að hneppa frá sér treyjunni, síðan smeygði hún sér hægt úr henni. Hún var í engu fyrir of.an pils- ið og stóð nú nakin niður að mitti. Það stirndi á vota húð- ina. Þunnar og gisnar flíkurn- ar höfðu ekki veitt henni neina vernd fyrir regninu. „Það var nú það," sagði hún lágt við sjálfa sig. Hann rétti henni handklæði, og hún þurrkaði sér um bol- inn. Eftir það stóð hún hreyf- ingarlaus, en maðurinn mælti ekki orð. Hún fálmaði um pils- haldið. ég? Verð ég?" spurði hún umkomuleysislega. Hann skildi, við hvað hún átti. Hann benti á gufumökk- inn, sem stóð upp af henni, og sagði ákveðinn: „Auðvitað máttu til!" Hún smeygði krók úr lykkju og tók sundur pilsklaufina: pilsið, höfugt af vatni, féll um fætur henni. Ekkert skýldi nú nekt hennar nema óhreinir sokkagarmar og botnlausir skór. Hún lét skyndilega fallast niður í stólinn, laut áfram, huldi andlitið í höndum sér og grét. Maðurinn klappaði á herð- •ar henni og vissi ekki, hvað hann átti að segja. Hann greip handklæðið og lagði það yfir hnén á henni, en hún hreyfði sig ekki, enda þótt hún væri ekki síður holdvot að neðan- verðu en hún hafði verið um bolinn. Hann dró nú aftur fram bað- kerið og tæmdi í það ketilinn og balann; síðan kældi hann það lítið eitt með því að skvetta f það ísköldum vatns- sopa úr fötu. Hann sáldaði mustarði út í baðvatnið og hrasrði í því með hendinni. „Svona nú," lempaði hann hana, en konan grét enn hæg- um gráti í gaupnir sér. Maður- inn horfði niður á hana og kraup síðan á kné. Hann tók handklæðið og þerraði á henni lærin. Hún hreyfði sig, eftir því sem við þurfti, og hallaði sér aftur á bak, en hélt þó enn fyrir augun. Hann bretti lipurlega niður um hana óhreinum sokka- görmunum og færði hana úr þeim. Fætur hennar, sem eitt sinn hlutu að hafa verið fagr- ir, voru hruflaðir, sárum særð- ir, rauðir og þrútnir. Blóð seytlaði úr langri rispu ofar- lega á annarri ristinni. Hann lyfti upp fótum henn- ar, ýtti baðkerinu nær og lét fæturna niður f vatnið. Hann þó henni vandlega um fæt- urna, og þegai' því var lokið, reis hann á fætur, lyfti henni upp úr stólnum, beygði sig síð- Lan með hana yfir baðkerið og- lét hana í hnipri niður í vatn- ið. Hún hló að þessum aðför- um hans í gegnum tárin. Hann baðaði á henni bakið, hélt stór- um, vatnsfullum svampi aftur og aftur að vel sköpuðum lierðum hennar og lét snarp- heitt vatnið hrislast niður um hana. Svo sagði hann henni að standa upp og hjálpaði henni til að rísa á fætur. Hún stóð í baðinu, líkami hennar í gufukófi fyrir framan arineld- inn, eins og föt hennar höfðu áður verið. Hann þerraði hana, hitaði handklæðin fyrir fram- an eldinn, og hún þáði eftir- lát þessa þjónustu hans. Hann tók í burtu óhreina og vota sessuna úr stólnum, og lét aðra sessu í hennar stað. Hann lét konuna setjast nið- ur með fæturna enn í kerinu. Þá lyfti hann fótum hennar, fyrst öðrum og síðan hinum og þerraði þá varlega með fullri gát á skrámum og skurð- um. Hann reis á fætur og færði baðkerið frá. Hún þakkaði honum fyrir allt, sem hann hafði gert fyrir hana, en það rumdi aðeins í honum, og hún hélt jafnvel, að hann væri reiður. Henni fannst hún vera lítið barn, og eins og Htið barn var hún hálfhrædd, þangað til hann kom aftur og rétti henni nátt- fötin sín brosandi. Hún neit- aði að þiggja þau, sagðist hafa bakað honum nóga fyrirhöfn, hann þyrfti sjálfur að nota náttfötin. Hún sagði, að sér væri meira en nógu hlýtt, og þar sem hann hefði séð hana klæðlausa og væri enn að hdlrfa á hana, hefði jafnvel baðað hana og þerrað hana, skipti nekt hennar engu máli. Hann skildi náttfötin eftir hjá henni án þess að hafa fleiri orð um og veik frá til að reiða fram kvöldverð. Hann fyllti skaftpott með mjólk. Og þegar hann kom aftur til að láta skaftpottinn á eldinn, var hún enn nakin og strauk tík- ina. „Hvað heitir hún?" spurði hún. Hann sagði henni það og hóf síðan að bera á borð. Þegar hann hafði lokið því og tekið mjólkina af eldinum, sagði hann henni aftur að klæða sig í náttfötin. Hann sagði, að hún þyrfti hvort sem væri að sofa í einhverju. Við það leit hún upp og spurði, hvar hann ætlaði að sofa og hvernig. Hann sagði: f stólnum og í fötunum. Þegar hún andmælti því og sagði, að svo langt gæti þetta ekki geng- ið, hún fengi ekki af sér að flæm,a hann úr rúmi, það kæmi ekki til mála, þá spurði hann nærri hranalega: „Jæja, þá, hvar ætlarðu þér að sofa?" Hún sagði án þess að hika: -„Hjá þér. Ef þú vilt leyfa mér það. Þú ert vænti ég ekki hræddur, eða ertu það?" spurði hún. Hann hló og henti í hana náttfötunum. „Farðu í þau," sagði hann. „Ég á hreina, mjúka skyrtu, sem nægir mér." Með því að hún var komin til viðurkenningar á þvi, að heimskulegt væri að kýta um þetta lengur, og sér þess með- vitandi, að reyndar var hún fegin að fá eitthvað til að skýla sér í, færði hún sig í treyjuna, og síðan smeygði hún löng- um, fagursköpuðum leggjum sínum í buxurnar. „Þær passa mér ágætlega" — hún reyndi að hlæja — „ég er ekki miklu minni en þú." Hann færði henni hárbursta og greiðu og rétti henni speg- il. Hún þakkaði honum með brosi. „Ég er ekki frá því, að ég eigi jafnvel einhvers staðar í fórum mínum rakduft — talk- um —," sagði hann og rótaði til í skúffu. Hann kom með duftið og rétti henni með því bómullar- lagð, um leið og hann sagði, að lengra kæmist hann ekki í þessari grein. Henni fannst allt ágætt — allt, og dró ekki dul á það. Hún andvarpaði, og hann leit á hana án þess að segja nokk- uð. Hún hugleiddi, hvað úr þessu öllu saman ætlaði að verða og hvað mundi gerast í fyrramálið. Eftir kvöldverðinn, sem þau snæddu að kalla þegjandi, gekk hann að rúminu. „Þú hlýtur að vera þrevtt," var ágizkun hans. Hún bar á móti þvf, enda þótt hún hefði rölt nærri fimmtán mílur þann dag og legið úti á Sévjótheiði nóttina fyrir. Hún gekk líka að rúminu. Hann hafði brett ábreiðurn- ar niður. „Við hvorn stokk- inn á ég að hvíla?" spurði hún hikandi og hálffeimin. „Við hvorn, sem þú vilt. Hafðu alla þína hentisemi." Hún skreið yfir að stokkn- um, sem fjær var. Hann gaf hundinum ruður og mjólkurlögg. Síðan afklædd- ist hann framan við arininn. Úr rúminu blíndi hún á hann, eins og hann hafði horft á hana. Fáum mínútum síðar lagð- ist hann fyrir við hliðina á konunni og gætti þess, að sið- samlegt bil væri á milli þeirra. Hann lá á bakið og horfði á birtuna frá eldinum, sem flökti um bitana í stofuloftinu. Úti geisaði stormurinn af óbreytt- um ofsa. Þau lágu lengi grafkyrr. Þá hreyfði hún sig, og óvart snerti fótur hennar fót hans. Allt í einu fann hann, að hönd henn- ar leitaði handar hans. Hann greip hönd hennar, sneri sér að henni og sá tár glitra i aug- um hennar. Á augabragði fleygði hún sér fast upp að honum. Hún hafði þungan ekka, eins og hjarta hennar væri komið að því að bresta. Og hann var líka nasrri gráti. Hann vafði hana örmum og hélt henni fast að sér, eins og hann væri ráðinn í því að sleppa henni aldrei. í gegnum ekkann andvarp- aði hún: „Guð! Ó, guð!“ Hann hvíslaði að henni slitrótt, og í geðshræringunni varð áherzla orðanna skozk og sjálf orðin skozk, gelisk orð úr norðlægum dalabyggðum fjar- lægrar æsku hans: „A Mháiri a ghráidh, mo chridhe! Tha mo chridhe lán! Ó, María, kona, kona mín, hvers vegna varstu nokkurn tíma að fara frá mér? Og hvar hefurðu verið?" Bif reiðastöðin BÆJARLEIÐIR óskar öllum nær og f jær GLEÐILEGRA JÓLA og gæfuríks kom- andi árs. Þökkum viðskiptin á liðna árinu.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.