Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.02.1959, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 07.02.1959, Blaðsíða 1
annsóknin í eituriyfjamálinu Að undanförnu hefur rann- sóknarlögreglan í Reykjavík haft með höndum könnun á því, hvort hér eigi sér stað eiturlyfjasala. Þessi rann- sókn liófst vegna ummæla, er ungur maður, sem Sigurð- ur Benediktsson listmunasali átti útvarpsviðtal við, lét faila. Mun rannsóknarlög- reglan hafa yfirlieyrt eitt- hvað af fólki, en ekki kom- izt enn að raun um annað alvarlegra en misnotkun vissra tegunda læknislyfja, svo sem amfetamíns og ríta- líns, sem eitthvað af mönn- um virðist herja út úr lækn- um í ríkara mæli en lieppi- legt er. Það er að sjálfsögðu ekki gott, ef menn ástunda það að ganga á milli lækna til þess að prakka sér út sína ögnina af þessum lyfjum hjá hverjum, og hugsanlegt, að einhver, sem ekki notar þau sjálfur, geti gert sér að at- vinnu að afla þeirra til sölu undir einhverju yfirskini. En þó er þetta ekki bað, sem að jafnaði er átt við, þegar tal- að er um eiturlyf. líi/4ist tjssiienga i bah S&eyhvíhinga: Gerðir Sjálfstæðisflokksins á alþingi og í bæjarstjórn Eira Sjálfstæðiskjósendur í Reykjavík tvöföldum fasteignagjöldum og miklu hærri útsvörum en áftur, þegar alll er lækkað með lagaboði? Reykjavíkurbær mnheimtir nú miklu hærn fast- eignagjöld en nokkru sinni fyrr. Gjöld í Sundlaugunum og Sundhöllinm hafa verið hækkuð svo mjög, að nú kostar sex krónur að fara í Sundhöllina, daggjöld á barnaheimilum hafa verið hækkuð og margt annað hef- ur bærinn hækkað. Þetta nemur ekki neinum smá- munum, því að sum gjöldin hafa verið tvöfölduð og önnur jafnvel þrefölduð, en þó er það enn ótalið, sem kórónar þetta allt: Utsvönn eiga að hækka stórkost- lega og voru þó ænð þung fyrir. Ýkjur og falsanir, sern eru ntóðgun við almenning Eíliheimillð í Hafnarfirði rekur hornið út í Garðahrepp Menn liafa veitt því at- hygli, að fram er komið á alþingi frumvarp um tak- mörk lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. En þetta frumvarp er flutt af þeim sökum, að nýlega hefur komið í ljós við ná- kvæmari mælingar en áður hafa verið gerðar, að eitt- hvað af byggingum í Ilafnar- firði er utan lögsagnarum- dæmisins — með öðrum orð- um í Garðahreppi. Þetta gild- ir að minnsta kosti um hluta af elliheimilinu Sólvangi, sem kvað standa á mörkum tveggja lögsagnarumdæma og reka eitt liornið inn í Garðahrepp, þótt Hafnar- fjarðarbær eigi landið báðum megin markanna. Mönnum kom þessi vitn- eskja á óvart, og nú á að kippa þessu í lag, svo að hvert hús standi framvegis óvefengjanlega í sínu sveit- arfélagi og lögsagnarum- dæmi. Þessar hækkanir eru að sjálf- sögðu fullkomin óhæfa. í sama mund og Sjálfstæðismeirihlut- inn í bæjarstjórn og bæjarráði Reykjavíkur skellir þeim á, studdi Sjálfstæðisflokkurinn á alþingi, þar á meðal borgar- stjórinn í Reykjavík, lagaboð um lækkun launa og lækkun verðs allrar þjónustu í landinu. Þetta lagaboð hefur verið talin ill nauðsyn, en þó skárra en nýjar álögur, sem nema mörg- um hundruðum milljóna, og því fylgdu loforð um, að dregið yrði úr kostnaði við rekstur ríkisins. Allir hafa þótzt þess fullvissir, að sveitarfélög í landinu myndu telja sér skylt að taka sín mál sömu tökum og öllum öðrum er ætlað að gera og draga úr rekstrarkostnaði hjá sér eins mikið og frekast er unnt. Engin bæjarstjórn getur nú hækkað gjöld. Sóðaiegur utnbtknaður Þegar hafizt var handa um að bora eftir vatni í kartöflugörð- unum innan við Laugarnesveg- inn, var mold rutt ofan í djúp- an skurð meðfram veginum. Hann hefur staðið fullur af vatni síðan þíddi, og getur það varla verið hættulaust. Að vísu hefur borðum verið lauslega slegið upp kringum borinn, en hvort tveggja er, að vatnið í skurðinum nær langt upp fyrir þessa girðingu og auk þess er hún ekki svo vandlega gerð, að börn komist ekki hæglega í . gegnum hana. — Þennan skui’ð þarf að ræsa fram, áður slys hlýat s£ kQM&Mt launakostnaður nægir ekki til þess. Þessi skylda hefði hvílt á bæjarstjórn Reykjavíkúr, hvaða flokkur eða flokkar sem hefðu haft þar meirihluta, en hún er tífalt ríkari vegna þess, að þar er allt vald í hendi annars þeirra flokka, sem bera meginá- byrgð á hinum nýju ráðstöfun um til lækkunar á öllum laun- um í landinu. Viðhorf í þinghúsi og bæjarskrifstofum. En því fer svo f jarri, að Sjálf- stæðisflokkurinn þekki þessa skyldu sína, að borgarstjórinn, einn af höfuðforvigismönnum hans, skiptir sýnilega um eðli og viðhorf, eftir því hvort hann situr í sæti alþingismanns í þinghúsi eða borgarstjórastól í Framh. á 2. síðu. í sambandi við lækkun þá á kaupi og verðlagi, sem nú á sér stað, liefur það gerzt, að blöðin halda uppi stórfelldum ýkjum og blekkingum á báða bóga. Hér er um að ræða staðreyndir, sem ætti að vera hægt að skýra hlutlaust frá, og þessi loddara- leikur blaða, sem sýnilega leit- ast við að liafa fólk að leik- soppi, hefur vakið almenna andúð — og er það gott og verðskuldað. Þetta karp blaðanna og sá blekkingavefur, sem þau hafa leikið sér að að spinna, er móðgun við dómgreind fólks og lýsir ógrundaðri ofurtrú á auð- tryggni þess, svo að ekki sé sagt heimsku. Sú fölsun talna og staðreynda, sem haldið er uppi, túlkar nefnilega fyrst og fremst fullkomna fyrirlitn- ingu á almenningi, og þess vegna er það rökrétt, að fólk láti blöðin verða vör við þykkju sína. Það horfir líka til fullkom- innar afsiðunar í opinberimr málflutningi, ef blöð og stjórn- málamenn gætu án alvarlegs á- litshnekkis leyft sér stórfalsan. ir og svívirðilegustu blekking- ar með ýkjum og liálfreiknuð- um dæmum og jafnvel beinni lygi í öðru eins máli og þessu. Valafel! til Seyðisfjarðar Brezka stjórnin hefur loks ákveðið, að Valaí'ell skuli fara til íslenzkrar hafnar, og var varðskipið á leið eða komið íil Seyðisfjarðar með togarann, er blaðið fór í prentun. Hafði stað- ið í þófi á fimmta sólarhring. Þess er að vænta, að íslenzkt ákæruvald og dómstólar láti nú togarann einnig sæta ábyrgð fyrir þau landhelgis- brot, sem hahn kanri sánnan- lega að hafa drýgt innan tólf mílna marka á undan þessu siðasta broti. Fiskveiðitakmörk- in í erlendum blöðum Við og við birtast í erlendum blöðum bréf frá lesendum, sem taka málstað íslands í land- helgisdeilunni, og má af því marka, að víða eru menn, sem þykir framferði Englendinga ófagurt og stuðningur sá, er Önnur ríki veita þeim gegn ís- lendingum, óheppilegur. í blaðinu San Francisco Ex- aminer birtist til dæmis eitfc slíkt bréf frá manni að nafni Edward Murnane. Hann segir: „Snúum okkur aftur að deil- unni um fiskveiðitakmörkin við strendur íslands. Þessi litla, sjálfstæða þjóð á líf sitt undir sjónum og byggir tilveru sína á sölu á fiskafurðum. Eins og þér munuð vita, þá er enginn mað« ur ólæs meðal þessarar þrótt- miklu þjóðar, og þetta er eitt elzta þingræðisland heimsins. Af þessum ástæðum og vegna legu fslands í hernaði er það Framh. á 2. síðu. , ' Útsvör manna er þyngsti bagginn, sem á þeim hvílir, næst tollum þeim og yfirfærslugjöld- um, sem ríkið tekur til sín af innfluttum vörum. Ein mestu vandkvæðin, sem eru á fram- kvæmd hins nýja lagaboðs, eru einmitt þau, ef fólk á að borga útsvör, sem leggjast á háa krónutölu, af minnkandi tekj- um á þessu ári, og þess vegna hefði það verið siðferðisskylda bæjarstjórnar Reykjavíkur, sem nýtur hagnaðar af lækk- uðum launum starfsmanna sinna á þessu ári, að lækka til muna útsvarsstigann frá því, sem hann var í fyrra og gera til þess nauðsynlegar sparnað- arróöstftfasir í rekstri. síaum, text iórU siöwft ftftiMftkflftðí Hjálpartæki handa köfurum Nýlega liefur verið sýnt í Lundúnum tæki, sem ætlað er til afnota við köfun, einkum Ijós- myndun neðansjávar. Er kafarinn þá tengd- ur við tækið, sem fer eina sjómílu á klukku- stund, getur komizt á 100 feta dýpi og haldið áfram i tvær klukku- stundir.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.