Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.08.1959, Qupperneq 3

Frjáls þjóð - 22.08.1959, Qupperneq 3
cJLauyardaýinn 22. ácjúiL /9-5 9 þjóð r AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SÍMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 Cftgefandi: ÞjóOvarnarflokkur Islands. Ritstjóri: Jón Helgason, slmi 1-6169. Framkvæmdarst jóri: Jón Á. GuOmundsson. Askriftargjald kr. 9.00 á mánuði, árgjald 1959 kr. 108.00. Verð i lausasölu kr. 3.00. Félagsprentsmiðjan h.f. Lærisveinar Machiavellis 3 Frakkar finna auðæfi í Sahara fnni í eyðimörkuni Sahara, 600 km fyrir simnan Algler, er * borg, sem er kölluð Hassi Messaoud (Hinn blessaði brunnur). I>ar eru miklar olíulindir, sent ef til vill eiga eftir að gera Frakk- Iand að forysturíki enn á ný. T lok síðasta mánaðar kom hingað til lands í boði Háskólans kunnur þýzkur stjórnmálamaður og prófess-- or, Carlo Schmid, varaforseti sambandsþingsins í Bonn og einn höfuðleiðtogi vestur- þýzkra jafnaðarmanna.Flutti hann fyrirlestur við Háskól- ann um ítalska rithöfund- inn Machiavelli, sem kallað- ur hefur verið „kaldrifjað- asti refur, sem stungið hef- ú ur penna á blað“, en boð- skapur Machiavellis var sá, að í stjórnmálum giltu engin siðalögmál, sem á öðrum sviðum mannlífsins væri reynt að halda í heiðri: al- mennt siðgæði kæmist þar ekki að og tilgangurinn einn helgaði meðalið. Þessi boðskapur Machiavellis hef- j ur haft mjög mikil áhrif á ýmsa stjórnmálamenn ver- aldarsögunnar og verið leið- arljós óprúttnustu einræðis- lierra heimsins, allt frá Filippusi II. Spánarkonungi og Napóleon til þeirra Hitl- ers og' Stalíns. I ★ að, sem Islendingum má þykja athyglisverðast um fyrirlestur prófessors Schmids, er þó ekki greinar- gerð hans fyrir kenningum Machiavellis — slíkt má lesa í handbókum og söguritum — heldur inngangsorð fyrir- lesarans, sem hann beindi sérstaklega til íslendinga. ] Þeir, sem fyrirlesturinn ( sóttu, segja, að undirfurðu- | legur svipur hafi komið á I marga þá stjórnmálaskör- [ unga, sem á hlýddu, þegar prófessorinn hóf mál sitt j með þessum orðum: „Það kann að þykja undarlegt, að þýzkur prófessor skuli halda fyrirlestur á íslandi um við- horf Machiavellis, har sem Island er vígi demókratískra erfðahugmynda og rótgróins siðgæðis á öllum sviðum opinbers starfs, en Machia- velli aftur á móti boðberi samvizkulausrar kenningar, sem afneitar öllu siðgæði í stjórnmálum.“ ★ kki verður hér úr því skorið, hvoi't veslings Carlo Schmid hefur hug- myndir sínar um hið „rót- gróna siðgæði á öllum svið- um opinbers starfs“ á fs- j landi frá íslenzkum vinum I sínum og jábræðrum — eða hann hefur sjálfur smíðað j sér þær eftir almennum lík- ' um: hingað út á hjara heims hafi stjórnmálaspillingin, , sem rekja má til Machia- ; vellis, með engu móti getað ' borizt, og pólitískt siðgæði j hljó.ti að vera ríkjandi í hinu } fámenna sarr|félagi elztu ] jý.ðfæðisþíóðaf ‘ heims, En hvort heldur er, verður að virða hinum þýzka prófessor það til vorkunnar, að hann hefur ekki áttað sig á því, hve rik ítök og trausta fót- festu stjórnmálarefurinn Machiavelli hefur þegar náð á yztu mörkum hins byggi- lega heims, eins og allir ís- lendingar mega svo áþreif- anlega sanna. ★ ða ætla menn, að prófess- or Carlo Schmid hefði komizt svo fagurlega að orði um pólitískt siðgæði íslend- inga, ef honum hefði t.d. verið kunnugt uni feril flokksbræðra sinna í Al- þýðuflokknum íslenzka síðustu misserin: stofnun Hræðslubandalagsins, þar sem þingmenn flokksins reyndu ásamt Framsókn að krækja sér í meirihluta á alþingi með því að auka ranglæti hinna úreltu kosn- ingalaga, sem flokkurinn hafði frá öndverðu talið eitt helzta baráttumál sitt að fá numin úr gildi — yfirlýsing- una um brottflutning her- liðsins, sem svikin var við fyrsta tækifæri og ekki imprað á síðan — svardaga formanns flokksins um, að aldrei yrði mynduð stjórn með kommúnistum og svik þess loforðs ásamt tilheyr- andi sendiherraembætti handa formanninum o. s. frv. endalaust. Eða svo að einstök dæmi séu nefnd: — Hefði prófessor Carlo Schmid gefið íslendingum hið fagra siðgæðisvottorð, ef honum hefði verið kunn- • ugt um, að einn ákveðnasjú og sannfærðasti hernáms- sinni þessa lands frá upp- hafi vega, Guðmundur í. Guðmundsson, lét sig ekki muna um það að ganga til kosninga 1956 undir því merki, að hann ætlaði að' reka bandaríska herinn úr landi, ef hann næði kosn- ingu — og hefði síðan ekki minnzt á efndir þess lof- orðs — eftir að tilgangi.num var náð: að klekkja á Þjóð- varnarflokknum, sem heils hugar barðist í því máli? Og hvað um vottorðið, ef Carlo Schmid hefði þekkt til fer- ils Ffiðjóns Skarphéðinsson- ar, sem lét maddömu Fram- sókn kjósa sig á þing 1956 — í innilegu bandalagi um að misnotaúrelta kjördæma- sldpun — og settist síðan á rniðju kjörtímabili í ríkis- stjórn í því skyni að berjast fyrir réttlætismáli og slátra þeirri sömu gömlu mad- dömu? ★ n það þarf svo sem ekki að tíunda feril Alþýðu- flokksins eins. Eflaust hefðu Fyrir fjórum árum var Hassi Messaoud lítilfjörleg vin í eyði- mörkinni. Nú eru þar 5000 íbúar, og borgin spannar næstum 90 ferkm af eyðimörkinni. Enn eru þar engar konur, kirkjur eða bænahús, en þar eru þrjú hótel, tvö kvikmyndahús og tvær sund- laugar. Flugvöllurinn er nógu stór til að þrýstiloftsflugvélar geti lent þar. Þar eru 24 einka- fyrirtæki, meðal annars þvotta- hús og gosdrykkjaverksmiðja. Á milli húsanna eru grænar lóðir, og gróðrarmoldin hefur verið flutt alla leið frá Algier á flutn- ingabifreiðum. 1 þeim borðstof- um, þar sem starfsfólkið borðar, ganga hvítklæddir þjónar um beina og maturinn er eins og á beztu veiíingahúsunum í Paris að fjölbreytni. Kalifornía Frakklands. Prakkar eru hugfangnir af Sa- * hara. Meir en milljón franskra fjölskyldna hafa lagt fé í oliufyrirtækin í Sahara, og í mánuði hvei’jum sækja þúsundir ungra Frakka um atvinnu i Sa- hara-eyðimörkinni. — Frönsku blöðin tala um Sahara sem Kali- forníu Frakklands og maðurinn, sem hefur verið driffjöðrin í öllu þessu Jacques Soustelle, hef- ur sagt, að þessi eyðimörk muni fyrr en seinna verða Frakklandi jafn mikilvæg og Kyrrahafs- ströndin var fyrir austurströnd Bandaríkjanna á ákveðnu tíma- bili. Soustelle hefur einnig sagt, tvær grímur runnið á Carlo y Schmid, ef hann hefði þekkt ! til Þorvalds Garðars Krist- » jánssonar og fleiri póli- ! tískra stráka Sjálfstæðis- ! flokksins, hins strangheið- * arlega „flokks allra stétta“. Og hvað hefði prófessorinn sagt, ef hann hefði haft hugarflug til að láta sér detta í hug, hvernig stjórn- málasiðgæðið er og hefm' verið á bæ gömlu konunnar í Skuggasundi — að ekki sé minnzt á tvíbýlið við Tjarnargötu — þar sem ann- ar ábúandinn hylur sig í sauðargæru ..Alþýðubanda- lagsins“, en hinn gekk til sambýlisins með rýtinginn í erminni, reiðubúinn að reka hann í sambýlismanninn „imián frá“? ★ ei, það er óþarft að rekja þessa sögu lengur fyrir íslenzka lesendur. Og læri- sveinar Mac.hiavellis á Is- landi geta glatt sig við það, að prófessor Carlo Schmid er horfinn til Þýzkalands, sæll í Sinni barnatrú á „Ultima Thule“, ..vígi demó- kratískra erfðahugmynda og rótgróins, siðgæðis á öllum sviðurn opinbers starfs“ — og' þeir geta haldið óáreittir áfram að feta í fótspor meistarans — eftir að sak- laus einfeldningur sunnan úr Rínarbyggðum ýfði óþægilega upp samvizku- kaunin eina kvöldstund. að það verði hér í eyðimerkur- löndum Sahara, sem örlög franska lýðveldisins verði ráðin. Fjög'ur fet undh’ yfirborði jarðar. Kð undanförnu hafa franskir og " innfæddir verkamenn unnið að því að leggja olíuleiðslu frá Hassi Messaoud til hafnarbæjar í Algier, sem heitir Bougie. Píp- urnar eru 24 þumlungar í þver- mál og eru ekki eftir nema 29 km af vegalengdinni, sem er 665 km löng. Gert er ráð fyrir, að verkinu verði lokið í þessum mánuði. Til þess að vernda leiðsluna fyrir skemmdarverkum er hún grafin 4 fet undir yfir- borð jarðar mestan hluta leiðar- innar. Fyrir þremur vikum setti franski yfirhershöfðinginn 20.000 manna her til að reka upp- reisnarmenn frá þeim slóðum, sem leiðslan á að liggja um. Frá upphafi næsta árs á leiðsl- an frá Hassi Messaoud að flytja hvorki meira né minna en 4,500 þúsund tonn af olíu til strandar og í árslok 1960 á að vera hægt að auka magnið með byggingu nýs skipalægis og olíugeyma upp í 14 milljónir tonna á ári. Ekki er sagan öll með þessum áformum. Fyrir árslok 1960 á einnig að vera komin leiðsla frá Edjelé-svæðinu til La Skhira á Túnisströnd og sú leiðsla á að flytja 10 milljónir tonna á ári. Framtíðardraumar Soustelles. að er engum vafa undirorpið, að þetta hlýtur að valda straumhvörfum í efnahagsmál- um Frakklarids, enda hefur Soustelle sagt eitthvað á þá leið. að franska ríkið hafi eytt ,,um 20 milljónum tonna af olíu á ári, og á næstu árum mun eyðslan fara upp í 36 millj. tonn á ári, en þá munum við geta dælt milli 30—50 millj. frá Sahara." Það er spá Soustelles, að Frakkland muni brátt verða aðalolíuveitandi Vest- ur-Evrópu t. d. með leiðslu yfir Miðjarðarhafið til Spánar og sið- an alla leið til viðtakenda. Einnig er ráðgert að leggja 36 þuml- unga víða leiðslu frá Marseille til Karlsruhe, en sú olía yrði flutt sjóleiðis yfir Miðjarðarhafið. Frá íi§kiðjuveri ríkisins Þeir, sem eiga í geymslu fisk eða önnur matvæli í frystihúsi voru og ekki er sérstak- Iega geymt í leiguskapnum, sem samið hefur verið um, eru beðnir að sækja þau fyrir 1. september n.k. Ef það hefur ekki venð gert fynr þann tíma verða þau fjarlægð á kostnað eigenda. F. h. Fiskiðjuvers ríkísins Bæjarútferð Reykjavíkur. G I P S þilplötur fyrirliggjandi. Marz Tradíng Co, h.f. Klapparstíg 20. - Sími 17373. SMURSTÖDIN SÆTUN 4 Selur allar tegundir smurolíu. Fljót og góö afgreiðsla. - Sími 16227

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.