Frjáls þjóð - 22.08.1959, Blaðsíða 7
FRJALS ÞJDÐ
— oCauaarífaairtti 22. áaúií Í959
7
Menninprskilyrði -
Framh. af 5. 'síðu.
stjóri var ófvllstur, en þó tölu-
vert drukkinn.
Eftir nokkrar árangurslausar
tilraunir til þess að koma skips-
bátnum innbyrðis, réðu þeir af
að binda hann aftan í skipið
og taka hann upp, þegar betur
stæði á. Með akkerið gekk held-
ur betur, því þar lagði vindan
til kraftana. Þó mátti það ekki
tæpara standa, því þegar það
kom upp úr sjó voru ekki eftir
á þilfari nema þrír menn, skip-
stjóri, ég og einn háseti, sem
oltið hafði um og lá þar flatur
og steinsofandi. Hinir höfðu
allir skriðið ofan í hásetarúmið,
og þurfti ekki að búast við, að \
nokkur þeirra liti út þaðan
næstu tólf tímana.“
Þessu næst lýsir hinn danski
maður ferðalaginu, sem gekk
heldur skrykkjótt til að byrja
með, einkum reyndist erfitt að
fá kyndarana til að kynda tog-
arann um nóttina. Að morgni
gekk allt betur, því að þá risu
skipverjar úr rotinu. Þó segir
Drachmann, að löngum hafi
verið glatt á hjalla á leiðinni.
„Skipverjar, þar á meðal
skipstjóri og stýrimaður, héldu
að mestu leyti til frammi í há-
setaklefa. Þar sátu þeir,
skömmuðust, drukku og spil-
uðu. Það voru engar smáupp-
hæðir, sem spilað var um. En
það verð ég að segja þessum
hálfvilltu mönnum til hróss, að
við mig voru þeir hver öðrum
betri. Þeir réðu mér blátt á-
fram til þess, að taka ekki þátt
í fj árhættuspilinu, sögðu, að
það yrði aðeins til þess, að ég
tapaði öllum peningum mínum,
þeir væru vanari og slungnari
og spiluðu betur. Oft sá ég eins
og blika á gullið í soranum.
Þrátt fyrir allan ruddaskap og
ómenningu höfðu þessir menn
visst siðaskyn og Voru hvergi
nærri sneyddir öllum göfugum
tilfinningum. Það var fyrst og
fremst ömurleiki og innihalds-
leysi lífs þeirra, sem varnaði
oft hinum betra manni að njóta
sín. Þegar við komum til Hull,
fór ég með nokkrum skipverj-
um til og frá um borgina, til að
kynnast betur lífi því, er þeir
lifðu. Þeir gengu á milli ill-
ræmdustu og sóðalegustu
kránna, lentu hvað eftir annað
í rimmum og slagsmálum og
sluppu ekki allir með heilu
skinni. En mér var óhætt í
fylgd þessara manna. Skipverj-
ar mynduðu eins konar lífvörð
í kringum mig, og það var
næsta átakanlegt að sjá, hve
annt þeir létu sér ura, að mér
yrði ekkert að grandi, hversu
fullir og ruddalegir sem þeir
annars urðu. Mér er þetta eft-
irminnilegt, því það var eins
og, lifandi dæmi þess, hve mik-
ið þarf til að drepa með öllu
hinar göfugri hvatir úr manns-
sálinni. Ég er þess fullviss, að
í öllum þessum mönnum bjó
undir niðri þrá til að lifa betra
og hamingj ufyllra lífi. Hefðu
þeir búið við önnur skilyrði til
menningar, er líklegt, að flestir
þeirra eða allir hefðu orðið nýt-
ir borgarar."
Þetta eru orð hins danska
manns.
Svo er hamingjunni fyrir að
þakka, að íslenzk sjómannastétt
hefur aldrei komizt niður á það
stig ómenningar, sem nú var
lýst og orðið hefur hlutskipti
fiskimanna víða um heim. Öld-
um saman var sjómennska að-
eins stunduð hér síðari hluta
vetrar, vor og haust, og þá af
mönnum, sem unnu landbún-
aðarstörf annan tíma ársins.
Þessir menn bjuggu við svjpuð
menningarskilyrði og öll önnur
alþýða landsins, enda skáru
þeir sig að engu leyti úr. Þess
eru mörg dæmi, að greindir al-
þýðúménn hotuðu landlegurn-
ár til bókmenntastarfa að
gömlum, íslenzkum hætti, þrátt
fyrif érfiðá aðstöðu. Þeir afrit-
uðu handrit í sjóbúðunum, hag-
yrðingafhix ortu rímur, kvæði
og stökur, og allur fjöldinn las
bækur sér til dægrastyttingar
og fróðleiks. Það var fyrst á 19.
öld, þegar sérstök sjómanna-
stétt í eiginlegri merkingu þess
orðs fór að myndast, sem sú
hætta vofði yfir, að sjómenn hér
yrðu andlegir öreigar. Til þess
hefur þó aldrei komið. Hins
skal ekki dyljast, að nokkurt
drabbaraorð hefur farið af ís-
lenzkum sjómönnum, en þó
hygg ég, að það sé sízt meira
nú en það var fyrir 30—40 ár-
um. Frásagnir gamalla manna
af sjómannalífinu í landlegum
hér við Faxaflóa um aldamótin
síðustu, eða á skútutímunum,
eru sumar hverjar heldur dap-
urlegar. Einkum var það ofsa-
fenginn drykkjuskapur og
fylgifiskar hans, sem háði sjó-
mönnunum og þjakaði stéttina
tilfinnanlega. Ég hef heyrt sög-
ur af því, að skipstjórar hafi
orðið að láta smala krárnar og
jafnvel bera skipverja fram í
skipsbátinn, þegar léggja skyldi
af stað. Og þess voru dæmi,
að af tuttugu manna áhöfn
voru ekki nógu margir verk-jskiPum 1 millilandaferðum og
færir til að létta akkerum, en með ströndum fram. íslenzka
til þess þurfti fjóra til fimm farmannastéttin er ekki stór
menn. Varð því að láta skip- enn Þá. en Þar er gott mannval.
verja sofa úr sér vímuna um , Fai'menn hafa yfirleitt góðan
borð, áður en viðlit þótti að j tíma til lestrar, og margir
halda af stað. Ég hygg, að í Þeirra, er ég þekkj. eru vel
þessu efni hafi orðið mikil j menntaðir og prýðilega hugs-
breyting til batnaðar. Efast ég andi menn, gæddir l íkri á-
fyllilega um, að íslenzkir sjó- j byrgðarti]finningu i stuttu
menn drekki yfirleitt meira nú ,máli góðir þjóðfc lagsþégnár.
en margar aðrar stéttir þjóð-jSumir hafa notað tímann til
félagsins. Hitt er rétt, að stund-. síálfsnáms og abað sé/ stað-
um ber meira á drykkjuskap I góðrar þekkingar, þótt skipu-
þeirra en annarra manna, eink- lagslaust hafi slík: sjálfsnám
um þar sem þeir koma margir Jverið fram til þess, svo auðýélt
saman til að stytta sér stundir sem mtti þó að vera að koma
við skál eftir langar fjarvistir. J Þar einhverri skipan á, emá og
Svo er það til dæmis, þegar ( kráít verður aö vikíð. Sörstak-
mörg skip liggja inni á Siglu- ieSa þykist ég haía veitt því
firði um síldarvertíð eða land- athygli, að margir vt>V<.ior.,r og
legudagar eru að vetrinum í loftskeýtafhenti éru víðicsnir og
Vestmannaeyjum og á Suðui--
nesjum.
málagarpar, sem fjálglegast
töluðu um „hetjur hafsins“ og
„hermenn íslands“ urðu ólíkt
seinni til að bæta með raunhæf-
um aðgerðum starfskjör og
menningaraðbúð sjómanna. Því
að sannast að segja hefur ekki
verið búið þann veg að sjó-
mönnunum íslenzku, að það
gerði þeim auðvelt fyrir að lifa
heilbrigðu og mannsæmadi lífi.
Ég á hér ekki fyrst og fremst
við launakjörin. Um það efni
hefur oltið á ýmsu. Hafa sjó-
menn alloft borið mikið úr
býtum, en stundum lítið, og
er það að vísu eitt þeirra verk-
efna, sem fyrir liggur, að jafna
á milli, draga úr áhættunni og
auka afkomuöryggið. Þetta at-
riði mun ég þó ekki gera
hér frekar að umræðuefni, en
minni aðeins á það, því sann-
leikurinn er sá, að nokkurn veg-
inn trygg afkoma er einn af
hornsteinum menningarinnar,
og þá fyrst eru góð menningar-
skilyrði sköpuð, þegar óttanum
við skortinn hefur verið bægt
á brott.
En þó að ekki sé mikið að
marka öll faguryrðin um ís-
lenzku sjómennina, sem stund-
um eru fram borin með því of-
forsi, að manni getur orðið flök-
urt af, hygg ég það sannast
sagna, að miðað við allar að-
stæður eigum við enn þá
trausta og tiltölulega heil-
brigða sjómannastétt. — Ég
sagði enn þá, því að eng-
in vissa er fyrir því, að svo
verði jafnan í framtíðinni,
ef ekki er eitthvað verulegt
gert af þjóðfélagsins hálfu til
að skapa sjómannastéttinni auk-
in menningar- og þroskaskil-
yrði. Dæmin eru deginum ljós-
ari frá öðrum löndum, þar sem
sjómennirnir voru á hvað
lægstu stigi allra þjóðfélags-
þegna, fátækastir, drykkfelld-
astir og umkomulausastir.
Farmenn eru þeir menn
nefndir, sem sigla á flutninga-
í
Það er orðin mikil tízka
nú hin síðari árin, að ausa ís-
lenzka sjómenn lofi og hrósyrð-
um, einkum á sjómannadaginn
og aðra tyllidaga. Ekki veit ég
hversu mikil alvara býr að
baki skálaræðunum sumum
hvérjum, én hitt hefur þó stund-
um viljað sanhast nokkuð átak-
aniega, að sumir þeir stjóm-
áhugasamir um almenn' mál.
Sama má raunar segj;. ýmsa
skipstjóralærða mcnn
í síðari hluta <j ■''-<.ar þess-
arar mun ég Teltasi: við að
draga nokkrar á ictanir af
þessum hugleiðingb n, gera
grein fyrir skipulöoðu menn-
ingarstarfi meðal nc ••skra far-
manna og benda á nokkur
viðfan&ééfní tU athugunar og
whréðUí n.
SkáMsögur á góðu verði
Eftirtaldar skáldsögur eru mjög ódýrar miðað við núgild-
andi bókaverð. Margar þeirra fást ekki lengur hjá bóksölum,
enda ýmsar þeirrá á þrotum.
□ Anna Jórdan. Spennandi saga um heitar ástir tilfinninga
ríkra persóna eftir M. Brinker Post. — 298 bls. Ib. 58.00.
□ Auðiegð og konur. Ein af allra skemmtilegustu skáldsög-
um Bromfields. — 418 bls. Ób. 35.00.
□ Brúðarleit. Ákaflega spennandi og viðburðarík saga eftir
Ií. J. White. Verður einna helzt jafnað til „Sigurvegarans
frá Kastilíu“. 366 bls. Ib. 72.0«.
□ Désirée. Hin heillandi skáldsaga Annemarie Selinko um
dóttur silkikaupmannsins, æskuunnustu Napóleons, sem
siðar varð drottnmg Svíþjóðar og formóðir sænsku kon,-
ungsættarlnnar. — 316 bls. Ób. 63.00.
□ Systurnar Lindeman. Sptnnandi ástar- og örlagasaga eftir
Synnöve Christensen. — 428 bls. Ib. 110.00.
□ Drottningin á dansleik keisarans. Heillandi ástarsaga eftir
hinn heimskunna finnska rithöfund Mika Waltari. — 246
bls. i stóru broti. Ób. 25.00, ib. 37.00.
□ Gleðisögur. Bráðskemmtilegar sögur um ástina og mann-
legan breyskleika eftir snillinginn Balzac, prýddar fjölda
ágætra mynda. — Ób. 25.00, ib. 35.00.
□ Hershöfðinginn hennar. Söguleg skáldsaga um ástir og ör-
lög í óveðrum mikillar borgarastyrjaldar eftir Dapline du
Maurier, höfund ,,Hebekku“ — 472 bls. Ób. 35.00.
□ Hertogaynjan. Saga um unga og fagra hertogaynju, sem
var helzt til ástgjörn og tilfinningaheit. — 228 bls. Öb.
39.00, ib. 58.00.
□ Hulin fortíð eftir Therésa Charles. Spennandi, dularfull og
áhrifarik skáldsaga, sem mun lesandanum seint úr minni
líða. — 264 bls. Ib. 98.00.
□ Katrín Mánadóttir. Söguleg skáldsaga eftir Mika Waltari,
áhrifamikil og spennandi, 266 bls. í stóru broti. Ib. 75.00.
□ Kona manns. Hin viðkunna og bersögla ástarsaga Mobergs.
Á þrotum. — Ób. 25.00.
□ Lars í Marzhlíð'. Spennandi sveitalífssaga frá Svíþjóð eftir
Bernhard Nordh. — Ób. 30.00, ib. 45.00.
□ Silkikjólar og glæsimennska. Spennindi saga eftir Sigur-
jón Jónsson. — 279 bls. Ób. 12.00, ib. 20.00.
□ Sumardansinn. Heillandi saga um ungar ástir eftir P. O.
Ekström. Hlaut sænsku verðlaunin í norrænni skáldsagna-
keppni, og kvikmynd gerð eftir sögunni, hefur hlotið al-
þjóðlega viðurkénningu og farið mikla sigurför. — 218 bls.
Ib. 60.00.
□ Svo ungt er lifíð enn. Heillandi saga frá Kina um ungan
amerískan lækni, starf hans og einkalíf, eftir Alice T.
Hobart. — 243 bls Ób. 25.00, ib. 35.00.
□ Lppreisnin á Cayoite. Hörkuspennandi saga, sem sannar-
lega hentar ekki taugaveikluðu fólki. — 224 bls. Ób. 18.00.
□ Við skál í Vatnabyggð. Nútímasaga frá Bandarikjunum,
dularfull og spennandi. — Ób. 8.00.
GULU SKÁLDSÖGURNAR.
Léttar og skemmtilegar skáldsögur til tómstundalesturs,
afar vinsælar. Eftirtaldar sögur fást enn:
□ Þyrnivegur hamingjunnar eftir Stark. Öb. 20.00, ib. 29.00.
□ Gestir í iVIiklagarði eftir Kástner. — Ób. 20.00, ib. 29.00.
□ Brækur biskupsins I—II eftir T. Smith. — Ób. 32.00.
□ LTigfrú Ástrós eftir G. Widegren. — Öb. 20.00, ib. 29.00.
□ Kæn er konan eftir G. Segercrantz. — Ób. 15.00, ib. 25.00.
□ Ást barónsins eftir G. Segercrantz. — Ób. 20.00, ib. 29.00.
□ Elsa eftir Jan Tempest. — Ób. 20.00, ib. 29.00.
□ Skógardisin eftir Sigge Strak. — Ób. 26.00, ib. 39.00.
□ Ég er ástfangin eftir Maysie Greig. — Ób. 28.00, ib. 40.00.
□ Ung og saklaus eftir Ruby M. Ayres. Ób. 26.00, ib. 39.00,
SKÁLDSÖGUR Frank G. Slaughters.
Af hinum vinsælu og eftirsóttu skáldsögum Slaughters fást
þessar enn, af sumum þó aðeins örfá eintök:
□ Ást en ekki hel. — 332 bls. Ób. 50.00.
□ Dagur við ský. — 372 bls. Öb. 50.00.
□ Fluglæknirinn — 280 bls. Ib. 65.00.
□ Erfðaskrá hershöfðingjans. — 280 bls. Ib. 70.00.
□ Líf i læknis hendi. — 481 bls. Ib. 85.00.
□ Þegar hjartað ræður. — 280 bls. Ób. 50.00, ib. 70.00.
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið X í ferhyrn-
inginn framan við nöfn þeirra bóka, sem þér óskið eftir. Und-
irstrikið ib„ ef þér óskið eftir bókunum í bandi. — Ef pönt-
un nemur kr. 300.00 eða meira.gefum við 15% afslátt frá ofan-
greindu verði. — Kaupandi greiðir sendingarkostnað.
Gerið s\-o vel að senda mér gegn póstkröfu þær bækur, senn
merkt er við ' «"=r!vsingunm Hér að ofau.
Nafn...................................................
Heixnili.............................. ................
UékamaTkaður Iðunnar
SkeggjagÖfcu f. — PóSthólf 561. — Reykjavík. — Sími 12921