Frjáls þjóð - 07.11.1959, Page 2
oCauaarJa
augardaýinn 7. nóuem,
iler 1959~ FRJÁLS BJÍÍQ
Ballettflokkurinn
bandaríski
Þegar þessar linur komast
á þrykk, mun bandaríski
dansflokkurinn, Ballets U.S.
A., sem undanfarna daga hef-
ur sýnt í Þjóðleikhúsinu, vera
um það bil að kveðja landið.
Hér hafa hinir ungu lista-
menn, sem flokkinn skipa,
verið miklir aufúsugestir, og
þökk áhorfenda sinna munu
þeir eiga óskipta.
Það hefur nokkrum sinn-
um borið við á undanförnum
árum, að hingað hafa komið
erlendir ballettdansarar og
sýnt hluta úr stærri, klass-
ískum ballettum, eindansa og
tvídansa. Þannig höfum við
fengið ýmsa ágæta gesti frá
Sovétríkjunum, sem við mun-
um lengi minnast. En banda-
ríski dansflokkurinn, sem nú
er að kveðja, er fyrsti stóri
balletthópurinn, sem hingað
kemur til sýninga.
Jerome Bobbins, sá, sem
stjórnar Ballets U.S.A. og
samið hefur dansana, er
kunnur listamaður i heima-
landi sínu, og hefur hróður
hans farið sívaxandi, ekki að-
eins sem danshöfundar, held-
ur einnig sem leikstjóra. Síð-
ustu afrek hans á því sviði
eru West Side Story, amerísk
nútímahliðstæða Rómeós og
Júlíu, sem hlotið hefur mesta
lof vestan hafs og austan, og
Gypsy, sem hefur ævisögu
frægrar bandariskrar nektar-
dansmeyjar að uppistöðu og
einnig hefur verið mjög róm-
að.
Engum, sem séð hefur
sýningarnar í Þjóðleikhúsinu,
mun heldur dyljast, að þar
hafa meistarahendur haldið
um stjórnartaumana. Agi og
listræn vandfýsi setja yfirleitt
svip sinn á sýninguna, og ég
hef ekki áður séð á sviði svo
marga einstakiinga, sem af
slíkri samhæfni og leikandi
mýkt hafa runnið saman og
myndað eina heild til list-
rænnar sköpunar á svo háu
stigi.
Hreyfingar (ballett í þögn)
nefndist fyrsta verkefni á
leikskrá. Svo sem nafnið
bendir til, er hér um að ræða
tilraun til að láta danslistina
standa eina og óstudda af tón-
listinni, sýna dansinn hrein-
an og ómengaðan. Þessi litli
tónlistarlausi ballett er ekki
laus við myndræna fegurð og
er skilgetið afkvæmi nútim-
ans (eins og raunar öll fjög-
ur atriði efnisskrárinnar). En
einhvern veginn var það svo,
að hinir fimm þættir þessa
balletts vildu ekki auðveld-
lega mynda mér eina heild.
Þeir voru eins og fimm læk-
ir, sem renna hver í sína átt
og falla aldrei að einum ósi,
eins og t. d. var raúnin á um
tvö síðari atriði efnisskrár-
innar. Mig grunar, að verk-
inu sé ætlað að sýna meira
en það hefur að bjóða.
Síðdegi skógarpúkans er
yndislega Ijóðrænn tvídans
við tónlist eftir Debussy, sam-
inn sem draumur, en sviðið
ballettsalur með spe'gli, sem
raunar er sviðsopið fram til
áhorfendanna. Sá frægi Nij-
insky samdi forðum ballett
við þessa sömu tónlist, en það,
sem hér var sýnt, á varla
annað skylt við þann ballett
en nafnið. Hér er um nýja
sköpun að ræða. Wilma Cur-
ley dansaði kvenhlutverkið af
mýkt og hreinleik stíls, en
karlhlutverkið fór John Jones
með, ýturvaxinn og fjaður-
magnaður blökkumaður.
New York Export opus
Jazz hét þriðja og stærsta
verkið á efnisskránni, háame-
rískur ballett, sem túlkar á
áhrifamikinn hátt ugg og
taugaþenslu ungs fólks á
trylltri öld, en jafnframt við-
kvæmni þess og hamingju-
þrá. Þessi ballett er raunar
mikils til sama efnis og West
Side Story, sem áður var
minnst á. Hér falla tónlistin,
sem Robert Prince hefur sam-
ið af snilli, og dansarnir á-
kjósanlega hvort að öðru og
mynda svo samstæða heild,
að vart verður sundur skilið.
Þetta er magnþrungið . verk
og fagurt.
Tónleikarnir eða Hættuspil
hvers manns var síðasta verk-
efnið, bráðhnyttin skopstæl-
ing á mismunandi viðbrögð-
um manna við sama tilefni og
reyndar ýmsum mannlegum
hégómleik yfirleitt. Verkið er
margþætt, og hér munu t. d.
þeir, sem séð hafa Svanavatn-
ið dansað, þekkja mjög
skemmtilega skopstælingu á
þeim fræga ballett. Stundum
gerist háðið allt að því nap-
urt, eins og þar, sem skrum-
skældar eru uppstillingar
danshöfundarins Balanehines.
Regnhlífadansinn er mjög
hugtækt atriði, og táknrænt
er það hvernig allir safnast
að lokum undir eina og sömu
stóru regnhlífina í leit að
skjóli.
Það ber að harma, að sýn-
ingar þessa ágæta dansfólks
skyldu ekki geta orðið fleiri.
Allt of sjaldan gefst reykvisk-
um leikhúsgestum tækifæri
til að njóta hinnar undur-
fögru ballettlistar. Vonandi
lætur Þjóðleikhúsið ekki of
langt um líða, þar til það fær
hingað næsta ballettflokk. Að-
sókn að sýningum banda-
rísku listamannanna sýnir,-að
slíkt yrði með þökkum þegið.
H. H.
--
Tltraumr til
stjórnamynd-
unar —
Frh. af 1. síðu.
minnsta kosti hétu kjósendum
sínum því eindregið á fram-
boðsfundum, að flokkurinn
skyldi ekki fara í stjórn með
íhaldinu.
Ekki bætir það aðstöðu Al-
þýðubandalagsins, að í vændum
mun flokksþing Sósíalista-
flokksins. Það á að minnsta
kosti að halda á þessu hausti,
samkvæmt lögum flokksins.
Líklegt er, að þátttaka í stjórn
með Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum myndi mæta
þar nokkuð harðri andsyrnu,
eftir þeim tón, sem verið hefur
í málgögnum og málpípum Ál-
þýðubandalagsins í garð þeirra
flokka. Þó má sjá það á Þjóð-
viljanum, að nú ber meira á
skömmum um Framsóknar-
flokkinn en áður, og ef til vill
er það undanfari og fyrirboði
stefnubreytingar. Óhugsandi
verður þó að telja, að Alþýðu-
bandalagið sjái sér fært að
ganga að öllum þeim atriðum,
sem Alþýðuflokkurinn setti
fram við Sjálfstæðisflokkinn.
Afiiá
FRJÁLSRI ÞJÖÐ
nýrra
áskrifenda.
Uerkjasala
Blindrafélagsins
verður næstkomandi sunnudag. Þá þarf félagið á góðu
starfsliði að halda, og óskar eftir að sem flestir yngri og
eldri gefi sig fram. Sérstaklega er æskulýð skólanna bent
þarna á gott tækifæri til að leggja góðu málefni lið með
fórnfúsu starfi, part úr degi eða heilan dag.
Öllu sem inn kemur, verður varið til byggingar
Blindraheimilisins. —
Komið á Grundarstíg 11, kl. 9—10 á sunnudags-
morgun.
BLINDRAFÉLAGIÐ.
BEF OPNAÐ
tannlækningastofu
að Skjólbraut 2, Kópavogi.
Skoðun og viðgerð á tönnum skólabarna í Kópa-
vogskaupstað fer fram kl. 9—-12 f. hád. og er sá
tími ekki ætlaður öðrum.
Almennur vitðalstími er kl. 2—7 e.h.,
nema laugardaga.
IJIfar Helgason, tannlæknir
Sími 11998.
lí lk bjbs ti isteý frá
InnfEutningsskrifstofunni.
Veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa er lokið
á yfirstandandi ári, nema sérstakar ástæður séu
fyrir hendi, enda gildistími leyfa bundinn við
áramót.
Umsóknum, sem berast fyrir n.k. áramót,- verður
því ýmist synjað eða frestað til næsta ái’s.
Reykjavík, 2. nóvember 1959.
Innflutningsskrifstofan.
Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÓD
Til leigu
lilliii
í nágrenni við Sandgerði, Hentug fyrir sjómenn,
sem flytja viSja til Sandgerðis yfir komandi vetrar-
vertíð.
ö: pl. ! íiita 375 í Keflavík.
Þessi segulbands-
tæki höfum við
til sölu.
Á b y r g ð
á e n d i n g u
Sendum í kröfu
um land allt.
L
b ú ð i n
Veltusundi I.
(Einkaumboð)
Sími 19-800.
i
►