Frjáls þjóð - 07.11.1959, Page 8
»
• c^Zíiuýardacjinn 7. noi/qm,
L-1959- trjals ^’dð
Hyldýpi spillingarinnar á Keflavíkurvelli:
Hneykslismál á alþjóð-
legan mælikvarða
Rannsókn Essómálsins sýnir, að yfirmenn hersins aóstoóuðu við smyglið,
en utanríkisráðuneytið svaraði aldrei bréfi Hvannbergs um, hvort það
vildi ekki heimila tollfrjáisan innflutning
Vara, sem að-
etns var tií á
pappírnum
FRJÁLS ÞJÓÐ hefur á-
stæðu til ]tess að ætla, að
stjórnarráðinu sé kunnugt
um fleiri fjársvik á Keflavík-
urfiugvclli en þau, er komið
hafa frani við rannsókn Essó-
málsins.
Að því væri til dæmis vert
að huga, hvort nokkurs sfað-
ar finnast í skápxim eða
skúffum plögg um félag eitt,
er gildir borgarar Iétu ann-
ast verktöku hjá hernámslið-
inu og lagði fram sundurlið-
aðan reikning urn 200 þús-
und króna efniskaup hja fyr-
irtæki einu í Reykjavík og
fengu hann samþykktan og
greiddan syðra með aðstoð
greiðvikinna manna hjá
hernunvenda þótt þessi vara
væri aldrei til nema á papp-
irnum. Enn fremur væri
fróðlegt að vita, hvort rétt sé,
að ungur og óreyndur mað-
ur, sem kallaður var fram-
kvæmdarstjóri fyrirtækisins,
hafi síðan verið hafður fyrir
öllum sökum, þótt sjálfur
hafi hann allt aðra sögu að
segja, en málið að öðru leyti
kistulagt á sama hátt og
stundum er gerð útför þeirra,
er farast á sorglegan og vo-
veiflegan hátt.
I lok síðustu viku varfyrst skýrt opmberlega frá
einum þætti hinna svonefndu Keflavíkurmála, smygli
og gjaldeynssvikum, sem Essó hefur gerzt sekt um á
liðnum árum. Það er áreiðanlega aðems lítið horn tjalds-
ins, sem hefur verið lyft, en eigi að síður er ljóst, að
þarna hefur átt sér stað hneyksli, er mun verða heims-
frétt, með stórfelldri þátttöku bandarískra herstjórnar-
manna, líkt og upp komst í Marokkó á sínum tíma.
Fyrir okkur er þó alvarlegast, að ekki vérður betur
séð en þetta hafi gerzt með eins konar þegjandi sam-
þykki æðstu stjórnarvalda, og nú síðast hafa forráða-
menn Olíufélagsins opmberlega bonð önnur hermang-
arafélög þeim sökum, að þau hafi einnig flutt inn mikið
af varnmgi, án þess að greiða toll, að því er skilst með
vitund og vilja stjórnarráðsins.
Margt er spjallað
Engin töfrabrögð —■
og þó.
„Fjárhags- og dýrtíðar-
málin hljóta að verða kjarni
þeirrá samningaviðræðna,
er nú fara' fram. Á þvi sviði
munu ekki reynast nein
töfrabrögð finnanleg, frekar
en fyrri daginn, engin var-
anleg lausn finnast. Hins
vegar skiptir það þjóðina
öllu, að valin sé stefria, er
gengur í rétta átt, stefnir að
heilbrigðari rekstri höfuðat-
vinnuveganna, tryggir halla-
lausan ríkisbúskap og sem
mest jafnvægi á viðskiptum
við umheiminn. Alls þessa
krefst þjóðin — án þess að
lífskjör hennar verði skert.“
(Forystugrein í Alþýðu-
blaðinu 4. nóv.)
Fágað orðfæri.
„Ung stúlka, sem var við
næturvörzlu í bílstöð í
Keflavík fyrir nærri fjór-
um árum, kærði yfir fram-
komu fjögurra hermanna í
stöðinni, krafðist 42 þúsund
króna í bætur, voru dæmd-
ar 10,650 krónur í undirrétti,
en fékk það með hæstarétt-
ardómi í gær hækkað í
20,650 krónur .... Komu
fjórir hermenn inn saman
og tóku að gera stúlkunni
ónæði.“
(Vísir, 5. nóv.)
Fær nægju sína.
„Allar hugsanlegar var-
úðarráðstafanir yrðu gerðar.
Geislun myndi ekki verða
meiri í 150 kílómetra fjar-
lægð en hámark það, sem
starfsfólk á rannsóknar-
stöðvum léti sér nægja.“
(Tíminn, 5. nóv.)
Stórtækir í kröfunum.
„í Panama virðist þeim
fara allmjög fjölgandi, sem
heimta panamísk yfirráð yfir
Súezskurðinum.“
(Vísir, 4. nóv.)
Almenningur í landinu hefur
'^áreiðanlega gert sér þess grein|
fyrir löngu, að bandarískar her-1
j sveitir hafa hér ekki setu sökum
þess, að það sé eða hafi á neinn
hátt verið hernaðarleg nauð-
syn. Mörgum hefur einnig ver-
jið ljósl, hve ríkan þátt herset-
an á í fjármálaóreiðunni og
verðbólgunni. En það er ekki
fyrr en nú nýlega, að augu fólks
hafa almennt opnazt fyrir því,
að herstöðvarnar og hermangið
hefur revnzt miklum fjölda
manna, sem ekki voru áður
þekktir að misferli, hin versta
tálgröf, svo að þeir koma frá
skiptum sínum við setuliðið
sem afbrotamenn, rúnir sæmd
og mannorði. Keflavíkur-
hneykslin síðustu hafa átt mik-
inn þátt í því, að almenningur
er orðinn skyggnari á þessa hlið
hersetunnar.
LJTJÐ FRETTABLAÐ
Laugardaginn í 3. viku vetrar.
Mihill wt'knta
Sums staðar á og þolgæði alla þá,
Norðausturlandi var sem ekki greiddu at-
heldur litil ánægja kvæði. Kom í Ijós við
með framboð Fram- —________________
sóknarflokksins. Til
dæmis er sagt, að
fimmtungur Fram-
sóknarbænda i einni
kjördeildinni hafi set-
ið heima. Þriðji mað-
ur á listanum var
Garðar bóndi á Rif-
kelsstöðum, og hann
var einnig umboðs-
maður listans við
talningu. Sagt er, að
hann hafi lítið gefið
sig að talningunni, en
í þess stað verið þaul-
sætinn yfir kjörbók-
unum og skrifað hjá
sér af fádæma þreki
þetta, að hann er
verltmaður mikill. —
Skylt er þó að geta
hér, að þetta er sögn
rammra andstæðinga
hans.
Pétur atjiingismaður
Bók Valtýs
Ný bók eftir Valtýr
Stefánsson mun koma
út hjá Bókfellsútgáf-
unni i haust. Er það
sem fyrr safn greina
óg viðtala frá blaða-
jmennskuferli hans.
Það eru horfur á,
að Pétur „alþingis-
maður" ætli að verða
bæjarbúum skemmti-
leg grínfígúra. Fleyg
er orðin sagan af þvi,
er hann hringdi á bil-
stöð eftir talninguna
í Reykjavik og kynnti
sig sem Pétur Sig-
urðsson „alþingis-
ismann'1. Önnur saga
greinir frá því, að
tilrætt hafi orðið í á-
heyrn hans um lausn
ákveðins máls. Þá
sagði Pétur mjög sett-
lega:/ „Við Sjálfstæð-
isþingmenn tökum
það ekki í mál!“
Margir Pétrar hafa
átt sæti á alþingi, en
enginn þeirra hefur
lágt fólki upp í hend-
ur þvílíkt skop um
sjálfan sig frá upp-
hafi. — „Við Angan-
týr reddum því,“ sagði
Ólafur Thors einu
sinni, þegar hann var
að hæða samþing-
mann sjnn og ílokks-
bróður, er honum
þótti ekki mjög mik-
ill garpur.
Sagt er, að lögfræð-
ingur einn i Fram-
sóknarflokknum hafi
lagt til i sinn hóp, að
styttan af Kristjáni
konungi við stjórnar-
ráðshúsið verði flutt
suður í Kópavog $
þann stað, þar sem
erfðahyllingin fór
fram.
Sjö ára svindl.
Af skýrslu rannsóknardóm-
aranna sést, að Essó hóf þegar
árið 1952 innflutning alls kon-
ar véla og tækja, án þess að
greiða af þeim toll, og hafði fé-
lagið þá skömmu áður tjáð ut-
anríkisráðuneytinu þann skiln-
ing sinn á hernámssamningn-
um, að þetta væri leyfilegt, en
utanrikisráðuneytið ekki svarað
neinu til, hvaða sögu sem sú
þögn kann að segja. Slíkum
innflutningi hefur félagið síð-
an haldið áfram í nálega sjö ár,
og fyrst eftir að rannsókn máls-
ins hófst, sótti það um og fékk
innflutningsleyfi fyrir sumu af
smyglvarningnum.
Aðstoð hershöfðingja
og annarra útlcndinga.
Innflutningurinn fór fram
Frh. á 7. siðu.
Kosningaskemmt-
un F-listans
Síðastliðið laugardagskvöld
efndu þjöðvarnarfélögin i Rvík
lil skemmtunar í Silfurtunglinu
fyrir stuðningsmenn Flistans í
Reykjavík.
Þar flutti Gils Guðmunds-
son ávai-p cg mælti hvatningar-
orð til þjóðvarnarmanna að
fylgja eftir þeim árangri, sem
náðist í kosningunum. Um það
yrði ekki deilt, að fylgi þjóð-
varnarmanna væri nú aftur í
hröðum vexti í landinu, og í
næstu kosningum yrði að stefna
hærra en flokkurinn hefur
hingað til haft afl til.
Hjálmar Gíslason leikari söng
gamanvisiu. Síðan var dansað
af fjöri fram eftir nóttu.
Einræöi
Yötiu hnvtitit
1 stúdentaráðskosningunum á
laugardaginn gerðist það, að
Vaka, félag íhaldsstúdenta í
háskólanum, missti meirihluta
sinn í stúdentaráði og fékk að-
eins fjóra menn kosna. Sameig-
inlegur listi Þjóðvarnarfélags
stúdenta, Félags róttækra
stúdenta og Félags Framsókn-
arstúdenta fékk þrjá kosna, og
er Jóhann Gunnai’sson, stud.
philol., fulltrúi þjóðvarnar-
stúdenta af þeim lista. Listi ó-
háðra fékk einn mann og listi
Alþýðuflokksstúdenta einn.
Fulltrúi sá} sem kosinn var af
lista óháðra manna, Þórarinn
Ólafsson, stud. med., er einnig
þjóðvarnarmaður. — Skoðun
þeirra, er þann lista skipuðu,
er sú, að stúdentaráðskosning-
ar eigi ekki að vera pólitískar.
Vaka hefur nokkur undanfar-
in ár haft meirihluta í stúd-
entaráði, en áður hafði hún
misst meirihluta sinn haustið
1953, þegar Þjóðvarnai’félag
stúdenta bauð tyrst fram.
F. U. Þ.
F. U. Þ.
AÐALFUNDUR
Félags ungra þjóðvarnarmanna verður haldinn í
BreiðfirðingabúS, uppi, miðvikudaginn 11. nóv.
n.k. og hefst kl. 8,30.
DAGSKRÁ:
1. Innritun nýrra félaga.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
F. U. Þ.
F. U. Þ.
Þjóðvarnarfélag Reykjavíkur
AÐALFUNDUR
Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur verður haldinn n.k.
þriðjudagskvöíd (10. nóv.), kl. 8,30 í Tjarnarkaffi
(uppi).
Inntaka nýrra félaga.
Venjuieg aðalfundarstörf.
Fjölmennið á fundinn!
* Stjórnin.