Frjáls þjóð - 07.11.1959, Side 3
pRjálS
þjóö
AFGREIÐSLA:
INGÓLFSSTRÆTI 8
SlMI 19985
PÓSTHÓLF 1419
oCa uga txlag in n
7. nóvetnler 1959
3
Ctgefandl:
ÞjóBvamarflokkur hlanda.
Ritstjóri:
Jón Helgason, slmi 1-6169,
Framkvæmdarstjóri:
Jón A. GuSmundsson.
Askriftargjald kr. 9.00 á mánuSi,
árgjald 1959 kr. 108.00.
Ver3 i lausasölu kr. 3.00.
Fólagsprentsmiðjan h.f.
Þegjandi samþykki?
T Tmboðsdómararnir, sem
^ rannsakað hafa hneyksl-
ismálin á Keflavíkurflug-
velli, hafa nú birt útdrátt úr
einum þætti rannsóknarinn-
ar. Hann ' snýst allur um
smygl, sem framið hefur ver-
ið í skjóli tollfrelsis þess,
sem innflutningur til hersins
nýtur. Er að sjá, að þarna sé
um milljónir að tefla. Saman
við þennan þátt blandast og
gjaldeyrissvik.
Hér verður ekki f jölyrt um
þá, sem önnuðust fram-
kvæmd smyglsins og afbrot-
anna. En hitt vekur meiri
furðu, að svo er að sjá sem
■sjálft stjórnarráðið og sum-
ar greinar embættisins hafi
staðið álengdar eins og kurt-
eis vitni í sjö ár, án þess að
blanda sér í málið
★
Oamívæmt þessari skýrslu
umboðsdómaranna til-
kynnti Haukur Hvannberg
utanríkisráðuneytinu skiln-
ing sinn á ákvæðunum um
tollfrelsi innflutnings á
Keflavíkurvöll í aprí! árið
.1952 og óskaði staðfestingar
þess á þeim *skilningi. Að
-sjálfsögðu var ekki til nema
eitt svar af hálfu ráðuneytis-
ins. Að skilningur Hauks
Hvannbergs væri fjarstæða.
En honurn var samt ekki
veitt þetta sjálfsagða svar.
Utanríkisráðuneytið gerði
honum þann greiða að þegja,
og' síðan hóf Essó innflutning
sinn í skjóli þagnarinnar, án
þess að greiða tolla. Tollayf-
irvöldin virðast ekkert hafa
vitað, livað fram fór. Skír-
teini þau, sem varningnum
fylgdi, voru afgreidd sam-
kvæmt úrskurði innflytjand-
ans, og stjórnarráðið, sem
gerði honum þann greiða að
gleyma að svara, vissi náttúr-
lega ekkert, hvað um var að
vera. Allir þögðu að fordæmi
utanríksráðuneytisins. Sjálft
hafði félágið þá varúð að láta
stíla sendingai-nar til sín á
nafn hernámsliðsins eða er-
lendra verktaka, því að góð
var samvinnan á allar hliðar.
ekki stafar þetta af því, að
hann hafi þá séð svona snot-
urlega í gegnum fingur sér
við Essó — nema þá að aðstoð
annarra hafi lcomið til. Það
hefur þá einhver annar að-
ili viljað þjóna því með þögn-
inni. Síðan líður ár eftir ár,
stjórnir koma og fara. Bréf-
ið liggur í sinni skúffu, og
veslings tollyfirvöldin virð-
ast ekki hafa hugboð um
neitt óvenjulegt, þaðan af
siður gjaldeyrisyfirvöldin.
Loks er nú komin fram yf-
irlýsing frá lögfræðingi Sam-
bandsins um það, að önnur
hermangsfélög hafi komið
innflutningi undan aðflutn-
ingsgjöldum með aðstoð
stjórnarráðsins. Hvernig ber
eiginlega að skilja þetta?
Ber að skilja þetta sem dæmi
um óheyrt sleifarlag í
embættisfærslu á æðstu
stöðum á íslandi eða vitnis-
burð um annað enn verra?
Reimleíkarnir hjá
Þjóðviíjanum
TT'ið eigum mikið af sögum
' og sögnum um menn,
sem glímt hafa við drauga,
komizt um síðir til bæja bláir
og marðir og aldrei getað á
sér heilum tekið upp frá því.
En flestar eru þessar sögur
frá liðinni öld.
Ritstjórar Þjóðviljans og
Verkamannsins á Akureyri
hafa til skamms tíma vaknað
bráðgáfaðir og sæmilega
taugastyrkir á hverjum
morgni. En nú eftir kosning-
arnar bregður svo við, að
sjaldan sígur svo að nótt, að
þeir komist ekki í mesta
mannháska vegna aftur-
göngu einnar, sem þeir sjá
alls staðar á vegum sínurn.
Nefna þeir þetta ægilega
fyrirbæri „Þjóðvarnaraftur-
gönguna“, og er svo að ^já
sem aumingja mennirnir séu
livergi óhultir fyrir henni.
★
Þ
A ð fenginni þessari vitn-
eskju., sem í ljós kemur
í greinargerð umboðsdómar-
anna, verður mörgum á að
spyrja: Hver er eiginlsga
höfuðsökudólgurinn í þessu
máli?
Það er ráðgáta, hvað því
olli, að utanríkisráðuneytið
svaraði ekki bréfi Hauks
Hvannbergs og leiddi hann í
allan sannleika um, að það
stæði utan hans vei’kahrings
að ákvarða sjálfur, hvernig
skilja bæri lagaákvæði. Ut-
anríkisráðuneytið laut ekki
einu sinni stjórn Framsókn-
arflokksins árið 1952, svo að
kað er auðvitað leitt, ef
mennirnir verða karar-
aumingjar á góðum aldri af
völdum þessarar mögnuðu
afturgöngu. Verður þeirn
ekki annað ráð gefið en
halda sig sem mest inni við í
skammdeginu og reyna að fá
einhverja andagiftarmenn til
þess að vaka yfir sér um næt-
ur, ef það gæti komið í veg
fyrir mannfall í liði þeirra
í draugaglímunum. Sjálfir
segja þeir, að það sé þegar
oi’ðið nokkurt.
Einhverjir brosa kannske,
nú á þessum tímum fordóma-
leysisins, að þeim, sem ekki
geta um þvert hús gengið
vegna draugaásóknar. En það
er ekki mannúðlegt. Þeim er
vorkunn.
Dagur á fundarstað Dauðahafshandritanna
Arvid S. Kapelrud er prófessor i gudfræöi við
Oslóarháskóla. Hann hefur skrifað bók um handrit
þau frá dögum Krists, er fundust í hellunum við
Dauðahafið árið 19i7. IJcr segir hann i stultu máli
frá fcrð, er liann fór sjálfur iil Dauðaliafsins á þær
slóðir, þar sem handritin fundnsf,
Cól skein í heiði og hitinn var
** þrúgandi, er arabíski bíl-
stjórinn sveigði inn á veginn
norðan Dauðahafsins. Það var
dálítil gola í Jerúsalem um
morguninn, þvíaðborgin erháttí
fjöllum,þar semvindar ná sér, en
niðri á Jeríkósléttunni var blæja-
logn. Þar er landið lægra en yf-
irborð sjávar, og hitamollan var
að gera út af við okkur.
Brátt sáum við glitrandi
Dauðahafið. Beggja vegna þess
risu fjöll, Móabsfjöll að austan
og Júdeuhálendið að vestan. En
við gátum lítið skoðað okkur
um. Landið norðan Dauðahafs-
ins var háð hernaðareftirliti, og
við urðum að sýna skilríki frá
Jerúsalem, svo að við fengjum
að halda ferð okkar áfram. Með
okkur var líka lögreglumaður
frá Jerúsalem.
Engin hindrun varð á vegi
okkar, því að öll skilríki voru í
lagi. En án þeirra hefðum við
ekki komizt feti lengra.
Handritahellarnir
1 augsyn.
lTegarnefna sú, sem við höfðum
* ekið, hvarf nú alveg, og brátt
var ekki annað til leiðbeiningar
en hjólaför á dreif um sandinn.
Stundum lá leiðin um þurra
lækjarfarvegi og grjótöldur. Ne-
bófjall gnæfði yfir brattar hlíð-
arnar að austan. Þaðan hafði
Móses eitt sinn horft inn yfir
þetta land. En nú voru það Júd-
eufjöllin, sem við nálguðumst.
„Bráðum komum við að fyrsta
hellinum, sem handrit fundust
í,“ sagði lögreglumaðurinn, sem
hafði farið þetta áður. Hann
benti yfir sléttuna, sem hækkaði
örlítið, er nær dró hlíðunum.
Uppi í bröttum og klungróttum
hlíðarkjamma sást hellismunni.
Þar fann ungur Bedúínadrengur
fyrstu handritin vorið 1947,
geymd í leirkerjum, sem lukt
voru með vaxi og asfalti. Ætt-
menn hans fóru með þau til
Betlehem og síðar til Jerúsalem.
Þar voru sum þeirra seld sýr-
lenzka erkibiskupnum Athana-
síusi Samúel í Markúsarklaustr-
inu, en önnur hebreska háskól-
anum i Jerúsalem. Vísindamönn-
um varð fljótlega ljóst, hve
merkilegur þessi handritafund-
ur var, og fregnir af þeim flugu
um allan hnöttinn.
Rómversk tortíming.
Innan tíðar var efnt til ná-
* kvæmrar rannsóknar við for-
ystu Lankesters Hardings, ríkis-
skjalavarðar í Jórdaniu, ng dóm-
íníkanaprestsins de Vaux, sem
er frægur fornfræðingur. Fleiri
hellar voru kannaðir og þar
fundust handritastrangar hundr-
uðum saman. Peningar, leirker
og leirkerjabrot fundust lika og
greiddu fornfræðingunum veg til
þess að ákvarða aldur handrit-
anna. Þau voru yfirleitt frá
fyrstu öld fyrir og eftir fæðingu
Krists.
Það virðist með sterkum rök-
um mega ætla, að handritin hafi
verið falin í hellunum árið 68
eftir Krist burð, þegar fólki bár-
ust fregnir af komu Rómverja.
Það fórst ekki heldur fyrir, að
hersveitir Rómverja heimsæktu
héruðin við Dauðahafið, og þeir
hafa sennilega eytt þar byggð-
um næsta rækilega, þar eð hand-
ritanna var aldrei framar vitjað.
Rústirnar á klettinum.
Mokkra kilómetra í suðvestur
111 frá hellinum, þar sem hand-
ritin fundust fyrst, eru rústir
stórra húsa. Þær eru á kletta-
hæð, þar sem vel sést yfir slétt-
una og Dauðahafið. Þessar rúst-
ir höfðu ekki verið kannaðar til
fullnustu, þótt um þær væri
kunnugt. Nú hófust fornfræð-
ingar handa um það verk. Meg-
inbyggingin hafði verið stór,
þrjátíu og sex metrar á annan
veginn, en þrjátíu o’g átta á hinn.
Hún hafði verið gerð af steini
og til hennar vandað. Einkum
var grunnur útbyggingar að
norðaustan traustlega gerður, og
var af þvi dregin sú ályktun, að
þar hefði verið turn. Auðséð var,
að byggingin hafði ekki öll verið
jafnhá. Henni hafði verið skipt í
marga hluta til ýmislegra nota,
en þó ekki svo mjög, að þar hafi
hafzt við fjöldi fólks samtímis.
Leifar handrita og brot út leir-
kerjum fundust — meira að
segja eitt ker heilt og mikið af
peningum. Rannsókn færði lík-
ur að því, að þarna hefði verið
miðstöð menningarlífs í þessu
litla samfélagi á Jeríkósléttunni,
þar sem stund hefur verið lögð
á helg fræði. Þarna hafa verið
fundarsalir, bókasafn, skriftar-
salir og skírnarbrunnar, enda
fundust skrifborð með þremur
blekbyttum í. Þau eru nú i safni
í Jerúsalein.
2000 ára gömnl
vatnsleiðsla.
Bjarna höfðu líka verið brennd
* leii’ker. Öfninn fannst,
blár leir, sem vel var fallinn til
leirkeragerðar, var þar hjá.
Brauðgerðarhús hefur einnig
verið þarna.
Vatnsleiðslan var einkennileg.
Vatn hafði verið tekið úr á eða
læk, sem rennur á vetrum um
Wadi Kumran og niður að Khir-
bet Kumran, þar sem rústirnar
eru. Þvi hefur verið safnað í
stóra, grunna brunna, þar sem
óhreinindi i því hafa fallið til
botns. Þaðan hefur það svo ver-
ið leitt um rennur inn í húsin —
i vatnsgeyma og skírnarbrunna,
og eru þrep niður í þá flesta.
Loks eru svo rennur, sem liggja
út úr húsunum.
Hafi áin þornað, var annað
vatnsból niðri við Dauðahafið,
ekki langt í burtu. Þar eru lind-
ir, sem aldrei þrjóta.
Frá dögum Makkabea.
|/umran hlýtur að hafa verið
** mannabústaður alllengi. Þar
er mjög stór grafreitur og auk
þess aðrir minni. Alls fundust
tólf hundruð grafir. Líklegast
þykir, að meginbyggingin hafi
verið reist á þeim dögum,. er
Makkabeahöfðinginn Jóhannes
Kyrkan sat að völdum, 135—104
fyrir Krist. Hún hefur skaddazt
mjög í jarðskjálfta, er varð árið
31 fyrir Krist, og mátti enn sjá
þess glögg merki. Til dæmis var
sprunga mikil í þrepum eins
brunnsins. Byggingin hefur ver-
ið endurreist um svipað leyti og
Kristur er talinn hafa fæðzt, en
loks verið brotin niður og eyði-
lögð af rómverskum hersveitum
árið 68.
Fábreytt líf
— öflug menning. '
jPinkennilegar tilfinningar
“ vakna í brjósti manns, þegar
gengið er um þessar rústir og
horft á þau handaverk þeirra
manna, er eitt sinn hafa gengið
hér um garða. Mann langar til
þess að vita fleira um þá en það,
sem ráðið verður af handritum
þeirra. Mjög hljóta þeir að hafa
verið guðhræddir og trúaðir, og
lifnaðarhættir þeirra hafa verið
einfaldir og fábrotnir hér i eyði-
mörkinni.
Það er vel hægt að gera sér í
hugarlund, hvernig hér hefur
verið umhorfs endur fyrir löngu.
Við gengum suður eftir dálitlum
hrygg við rústirnar, og af hon-
Framh. á 6. síðu.
AugBýsing um
umferð í Reykjavík
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavíkur
hafa bifreiðastöður verið bannaðar í Suðurgötu,
beggja vegna götunnar, frá Vonarstræti að Kirkju-
garðsstíg'.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 31. okt. 1959.
Sigurjón Sigurðsson.