Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.01.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 16.01.1960, Blaðsíða 4
oCauýarJaginn 16. janúar 1960 — FRJÁLS ÞJOO n Þá held ég þú hefðir hlegið../7 TTm miðbik nítjándu aldar var í Fljótum norður maður sá, sem hét Baldvin Guðmundsson. Enginn var hann garpur og 3ikt á komið um andlegt og lík- amlegt atgei'vi, bæði fávís og burðasrhár, þó stautandi á bók og kallaðist vinriumaður á ýms- um bæjum þar í Fljótum. Eink- * um var hann þó smali á sumr- um, eins og titt var um þá, sem ekki voru miklir fyrir sér né cú'kumenn til annarra verka. Eermingu hafði Baldvin hlotið, þegar hann var sextán ára, með ekki afleitum vitnisburði, og þægðarbarn hafði hann þótt. Baldvin þessi var sonur Guð- mundar Árnasonar, sem bjó á Fyrirbarði, þegar hér var kom- íð sögu, og fyrri konu hans, Bjargar Þórðardóttur. Hafði hann alizt upp í föðurgarði á Steinavöllum, einum hinna innstu bæja í Flókadal, en síð- an farið í vistir hér og þar, er hann hafði aldur til, þótt þroskalitill væri. Guðmundur bóndi var allvel að sér á vísu þeirrar tíðar, þótti greiðamaður og hinn ráðvand- asti í hvívetna, en kallaður „lundskarpur", er mun eiga að tákna, að hann hafi verið skap- harður, er því var að skipta. Mjög var misskipt, hversu börn hans voru að sér ger. Steinn, bróðir Baldvins, sem. bjó að Lambanesi, var til dæmis flest- um betur að sér í þessum sókn- um. Nokkuð mun hann þó hafa yerið hjátrúarfullur, eins og margir samtíðarmenn hans. Oumarið 1859 var Baldvin ^ Guðmundsson í vist á Brúnastöðum hjá Jóni bónda Jónssyni, og hafði hann þar þann starfa, sem hann var vanastur: Hann gætti kvíaánna dag hvern. Þá var hann kom- inn hátt á fertugsaldur. Fljótin eru fannakista hin mesta og talin einhver snjó- þyngsta sveit á íslandi. Þetta sumar hefur snjó tekið seint upp, því að hafis var fyrir Norðurlandi fram eftir öllu sumri. En þótt fönn leysi oft seint í Fljótunum, er sú bót í máli, að jörð kemur að jafnaði græn undan snjónum og gras- vöxtur er furðulega hraður, svo að aðkomufólki þykir undrum sæta. Fannafeldurinn hlífir jörðinni að vetrarlagi og skil-i ar henni rakri og grænni, þíðri og ferskri, þegar vorhretin eru um garð gengin og sumartíð komin. Enda þótt seint sumraði þetta ár, var úthagi oi'ðinn svo sprottinn í fjórtándu eða fimmtándu viku sumars, að bændur tóku að heyja. Tún þóttu þá ekki svo komin til, að vallarsláttur gæti hafizt. i Helgustöðum, bæ austan Fljótaár, ekki langt frá Brúnastöðum, sem eru suð- austan Miklavatns, bjó um þess- ar mundir annar Jón Jónsson, roskinn maður. Hann var far- inn að heyja með fólki sínu í isvonefndum Helgustaðahnjúk, og kom Baldvin daglega við hjá Helgustaðamönnum, þegar hann fór að smala kvíaánum, skrafaði við þá og þáði hjá þeim inátarbita. Virðist Bald- vin hafa verið matgefinn, eins og fleiri menn, sem lífið hossaði ekki hátt á þeirri öld, einkum ef feitmeti var í boði. Tveir synir Jóns á Helgu- stöðum voru með honum á engj- unum, og var þó annar þeirra kaupamaður að hálfu í Lamba- nesi hjá Steini Guðmundssyni, bróður Baldvins, og var hann sína vikuna á hvorúm stað, þar og heima. Enn var fjói'ði maður við heyskapinn, Bjarni nokkur Þorkelsson, ungur maður, ný- kominn í Fljót frá Hólkoti í Ólafsfii’ði. Virðist hann þó hafa heyjað út af fyrir sig handa nokkrum kindum, sem hann átti sjálfur. Bjarni þessi var hesta- ÚTBOÐ Leigutilboð óskast í Garðyrkjustöðina í Reykjahlíð. Útboðslýsing liggur frammi í ski’ifstofu bæjarverk- fræðings í Skúlatúni 2. Tilboðum skal skilað þang- að fyrir kl. 11 fimmtudaginn 21. janúar n.k. og vei'ða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Borgarstjóraskrifstofan í Reykjavík. Frá Skrifstofu ríkisspítalanna. Þeir aðilar, kaupmenn, kaupféiög, iðnaðarmenn o. fl., sem eiga eftir að senda reikninga á i'ikisspítalanna vegna ái'sins 1959, eru hér með góðfúslega minntir á að hraða afgreiðslu þeirra, svo að ijúka megi upp- gjöri þessara viðskipta sem fyrst. Reykjavík, 6. jan. 1960. Skrifstofa ríkisspítalanna. maður, og hafði Jón á Brúna- stöðum fenginn hann til þess að temja fyi'ir sig fola, en á því var hann þó ekki byi'jaður, þeg- ar heyskapurinn í Heigustaða- hnjúki hófst. T^riðjudaginn í fjórtándu eða fimmtándu viku fór Bald- vin að vanda að leita kvíaánna að áliðnum degi. Segir ekki af för hans, nema hvað hann kom venju fremur seint heim, og vantaði þá margt hjá honum. Ekkert sagði hann þó sérlegra tíðinda úr ferð sinni þennan dag, en það heyi'ði fólk, að hann stundi mjög í rúmi sínu um nóttina. Að morgni kvart- aði hann um, að sér væri illt í fæti, en ekki gat hann þess, að hann hefði neitt meitt sig. Fótarmein hans batnaði ekki, og hina næstu daga var hann lítt fær. Var honum þá fenginn hestur til þess að riða á að Hraunum á fund gi’æðara, sem þar átti heima, Björns Pálsson- ar. Á heimleiðinni settist hann upp hjá Steini, bróður sínum, í Lambanesi. Var þá hægri fót- urinn mjög bólginn upp fyi'ir ökla og helblár og tvær stói'ar blöðrur á honum, önnur utan fótar, en hin innan. Stakk Steinn á annarri blöðrunni, og rann þá út dökkleitur vökvi. T>aldvm sat um kyrrt í Lambanesi á aðra viku. Hann skreiddist að vísu í föt og hökti út; og inn, en gat ekki á sér heiltim tekið og kvartaði um vesöld í höfði. Ekki gat hann þó ;um neina orsök eymd- ar sinnar — sagði aðeins, að sigið hefði á fótinn. j. Loks fór hann þó heim að Brúnastöðum, en var engu messai'i en áður. Hann var mjög i|innulítill, gat ekki gengið að IJé né staðið við rakstur í Meytu. Þegar leið á sumarið, ^Sr hann að kvai'ta um tak. íoks lagðist hann alveg í rúm- ip. Svo dó hann eftir ekki langa tegu, nokkru fyi'ir jólaföstuna. " Þetta haust gekk skæð tauga- veiki i Fljótum og fram á næsta ár. Varð hún mörgu fólki að aldurtila. Séra Jón Norðmann á Barði jarðaði smalann frá Bxúnastöðum fáum dögum eft- ií’ andlát hans og skráði í þrestsþjónustubókina, að hann hefði dáið úr taugaveiki, eins ög hitt fólkið, sem hafði sín siðustu vistaskipti um þetta Ieyti. T7' vis var þó fyrir nokkru komið á um banamein Baldvins, er hann geispaði gol- unni. Að Hraunum bjó ungur bóndi, Guðmundur Jónsson að nafni, er litlu síðar fluttist til Siglufjarðar. Hann fékk fyrst- ur manna bendingu um það, hvað komið hafði fyrir Bald- vin. Hann var um haustið stadd- ur í Lambanesi, og var þar heima við rauð hryssa, sem Jóhann bóndi Bjarnason á 111- ugastöðum átti. Fældist Rauðka á Lambanestúninu, og fór drengur þar að elta hana. Guð- mundur á Hraunum horfði á og hló að pratahætti hryssunn- ar. Jóhann á Helgustöðum,. sem verið hafði kaupamaður í Lambanesi að nokkru, eins og áður er sagt, var einnig nær- staddur. Hann vék sér að Guð- mundi og mælti: ,,Þá held ég þú hefðir hlegið, hefðirðu séð, þegar þéir bundu hann Bald- vin á Brúnastöðum aftan í taglið á henni, og hún hljóp með hann út og ofan mýrarnar, svo rokurnar gengu yfir hann.“ Guðmundur spurði, hverjir það hefðu' gert, en Jóhann svaraði út í hött: „Það voru ein- hverjir.“ • Féll svo tálið niður. Framh. Það er hlustað bæði á Islandi og ■ Irak • Útvarpið í Hollandi þykir ékki gefið fyrir það að tefla á fvær hættur. Þar rikir gætni og festa. Margir hristu því höf- uðið, þegar forráðamenn þess ákváðu fyrir þremur árum að fitja upp á óvanalegri ný- breytni. En svo fór, að þessi nýbreytni gafst vel og hefur víða vakið athygli. . Hvaða nýjung var þetta svó? Jú — það er eins konar list- námskeið. Á hverjum mánu-' degi tekur einhver viðurkennd- ur listfræðingur eða listamað- ur Hollendinga til máls og tal-' ar þar í tiu minútur við hina •ósýnilegu nemendur. Þeim, sem vildu njóta þessara nám- skeiða, var gefinn kostur á því gegn ákveðnu gjaldi, og voru þeim þá sendar endur-r prentanir af allmörgum lista- verkum, er þeir áttu að hafa fyrir augunum á meðan þeir hlustuðu. Þegar þessi útvarpsþáttuí hófst, höfðu fjörutíu þúsuncf skráð sig og greitt gjald sittj Það var snotur hópur, að þeinj þótti í Hollandi, en þó ekki stór. En nú eru þeir orðnir 110 þúsund, og því fer fjarri, að það séu allt Hollendingar. Sumí ir eiga heima í löndum í mikj Framh. á 7. siða i Patrekur og framíag vísindanná: írskur hljóðbylgjusendir og þýzk fiskdæla Patrekur var í fyrndinni nafn heilags manns á írlandi. Nú bera margir írar heiti hins forna dýrðlings, en þeir eru ekki allir helgir menn. Einn þeirra er rafmagnsverkfræð- ingur, og er hann nú að sögn í þann veginn að geta sér hinn mesta orðstír fyrir agnarlitinn hljóðbylgjusendi, sem hann hef- ur fundið upp. Þessi hljóð- bylgjusendir getur nefnilega haft stórkostlega þýðingu við fiskirannsóknir, ef satt er það, sgm um hann er sagt. Hann sendir nefnilega frá sér merki tvisvar á sekúndu, og’ þeim á að vera hægt að ná i margra sjömilna fjarlægð. — Tækinu á að koma fyrir í eða á fiski, en síðan skráir sérstakt móttökutæki allar hreyfingar fisksins í sjó eða vatni á sér- stakt kort. Segir í fregninni, að með þessu tæki muni unnt að svipta hulunni af mörgu, sem enn er ekki vitað um háttsemi fiska, til dæmis hvernig varið er ferðum lax og göngusilungs. Enn sem komið er getur tæki Patreks uppfinningamanns þó ekki sent merki sín nema eina viku, en hann eygir möguleika til þess að búa til í það raf- geymi, sem hleðst sjálfkrafa ýið hreyfingar fisksins 1 vatn- inu eða sjónum. Sérfræðingum þykir þetta að sönnu hljóma ævintýralega og vilja ekki hrópa húrra fyrir Patreki á al- mannafæri, fyrr en þeir hafa haft meiri kynni af galdratækj- um hans. Sú hugmynd að festa smá- sendi á ugga fisks eða koma honum fyrir í maga hans, er ekki ný af nálinni. En vandinn hefur ekki þótt auðleystur. Hljóðbylgjur eru fyrir löngu. teknar í notkun við siglingar og fiskveiðar, svo sem allir vita,. og væri til dæmis hægt aS búa til asdikk-tæki á stærð við eldí spýtnastokk, þyrfti írinn Pat- rekur ekki að velta svo mjög vöngum yfir vandamálinu. Eii hafi honum í raun og veru tekr izt að búa til örsmæðarsendi, er gefi frá sér merki, sem ná- anleg séu í mikilli fjarlægð, verður frægð hans mikil og langæ. Slíkt yrði til hinna mestu nota við fiskirannsóknir. Jafnhliða þessu berast frá Þýzkalandi mikilvægar fréttir um notkun rafmagns við fisk- veiðar. Þaðan er nefnilega til- kynnt, að þýzkt fyrirtæki muni bráðlega senda á markað nýjan rafbúnað til fiskveiða. Það er aflmikil dæla, sem sog- ar að sér fiskitorfur, sem áður hafa verið deyfðar með raf- straumi. Þessi búnaður hefur verið fundinn upp í Hamborg og reyndar á Atlantshafi, og þar kvað hafa komið á daginn, að þessi dæla getur ekki ein- ungis gleypt í sig smálest af fiski á mínútu, heldur einnig valið fiskinn eftir stærð. Skipið| leitar uppi torfur með aðstoð bergmálsmæla og rennir síðaij í sjóinn rafbúnaði, sem deyfir fiskinn. Með temprun á raf- straumnum er hægt að stillar svo til, að það sé aðeins stóit fiskur, sem sogast í dæluna, en ungviðíð syndi burt óhindrað.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.