Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.01.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 16.01.1960, Blaðsíða 8
s , czCauaarclci augavdayinn tó. /anuai' 1960 — FRJÁLS Þ J □ Ð Viölíka margir menn í herstöövasnatti og útgerðina vantar Útgeröin árum saman í snöru Fiskimannafélagsins færeyska Fyrirsjáanlegt, aö Færeyingar myndu senn spenna bogann svo hátt, að ekki yrði að því gengið, en samt ekki h:rt um varúðarráðstafanir Það eru nú engar horfur á því, að Færeyingar fáist hingað að þessu sinni á togara og fiskibáta eða til vinnu í útgerðarstöðvum, fyrr en þá Fiskimannafélagið fær- eyska kann að breyta afstcðu sinm einhverntíma seint og síðar meir, þegar liðið er langt á vertíð. Af þessu hlýzt að sjálfsögðu stórtjón fyrir báða, fslendinga og Færeyinga. Á sama tíma og þetta gerist er nokkurn veginn sú tala manna, sem á vantar, að Islendingar séu .sjálfbjarga um mannafla á vertíð, bundin við Ker- stöðvasnatt og hermang. Þetta er þó ekki annað en fyrirsjáanlegt mátti vera. Þeg- ar þjóð verður sjálfri sér ónóg um mannafla til þess að reka höfuðatvinnuveg sinn á þeim tíma árs, þegar mest ríður á, að engu tækifaeri sé glatað, og verður ár eftir ár og í sívaxandi mæli að leita á náðir annarrar þjóðar um verkafólk, rekur auð- vitað að því, að samtök í því landi taki að gera býsna harð- ar kröfur. í Færeyjum hlutu menn að hugsa sem ávo: ísland á allt undir því, að fiskiskipin séu mijnnuð á vertíðinni og ekki skorti starfslið í fry.stihúsin. Við getum sett hörð skilyrði, því að afkoma lands og þjóðar er undir mannafla okkar kom- in. íslendingar eru í þeirri úlfakreppu, að þeir hijóta að beygja sig fyrir kröfum okk-. ar, enda bótt við spennum bogann hátt. Því fremur hlaut að því að reka, að Færeyingar settu af- arkosti, að vanefndir hafa oft orðið af hálfu íslendinga á samningum við færeyska fiski- menn á undanförnum árum. Þær vanefndir hafa að sjálf- sögðu stælt Fiskimannafélag- LITIÐ FRETTABLAÐ Laugardaginn í 13. viku vetrar. Deila um gerÖabækur Helgi Hjörvar er um þessar mundir að skrá endurminningar sínar. Hann er einn þeirra manna, sem lengsta starfssögu hafa átt við Ríkisút- varpið, og hann átti ríkastan þátt allra í því að móta dag- Woni I hlýindunum nú að undanförnu hafa blóm lifnað við, svo að þau voru að því komin að springa út, er aftur frysti, svo sem bellísar og fleiri tegundir. Akureyrar- kirkja Á þessu ári eru hundrað ár liðin síð- an konungsleyfi var veitt til þess, að byggð yrði á Akureyri kirkja, sem vera skyldi sóknarkirkja og til hennar leggjast allar eignir Hrafna- gilskirkju, þegar hún legðist niður. Lengi siðan sat þó prestur- inn að Hrafnagili, unz harðar deilur hófust um búsetu hans, svo að hann kaus að flytj- ast brott í annað prestakall. Varð þá séra Guðmundúr Helgason, siðar í Re.ykholti, safnaðarins með bú- setu á Ákureyri skrána um langt ára- bil. Að sjálfsögðu kemur útvarpið því mjög við sögu í end- urminningum hans, og hefur hann því viljað eiga kost á þvi að leita heimilda í gerðabókum útvarps- ráðs, svo að það, sem hann segir um atvik þar, yrði sem traust- ast. En svo brá við, að honum vrar neitað um það. Þá skarst út- varpsráð í málið og gerði um það sam- þykkti, að Hjörvar skyldi eigi meinað að nota gerðabækurnar við ævisöguritun sína. Af þeirri samþykkt hefur sprottið ágrein- ingur um það, hver ráði yfir gerðabókum útvarpsráðs, það sjálft, eða útvarps- Ævintýri vagnstjórans Það bar við eitt sinn, að Kleppsvagn- inn nam mjög skyndilega staðár, þar sem farþegar áttu þess ekki von. Spratt vagnstjórinn á fætur, snaraðist út og gekk fram fyrir vagninn. Þar beygði hann sig niður og kom aftur inn að vörmu spori. Hélt hann þá á loft hundrað króna seðli. Gola var, og hafði vagnstjórinn séð, að vindur feykti seðlin- um eftir götunni, unz hann nam staðar í ljóskeilunni frá vagn- inum við stein eða gangstéttarbrún. ið færeyska og ýtt undir það að vera kröfuhart og ósveigj- anlegt í samningum. Það gegn- ir helzt furðu, að þessir hörðu kostir skuli ekki hafa verið settir í fyrra eða hitteðfyrra. Beðið með hálsinn í snörunni. Enda þótt afarkosta af hálfu Færeyitiga hafi þannig mátt vænta á hverju ári og óhugs- andi væri, að þeirra yrði langt að bíða, hefur alls ekkert ver- ið gert til þess að sjá við illum afleiðingum þeirra fyrir ís- lendinga. Stjórnarvöldunum hefur ekki komið til hugar að stöðva hermangið og her- stöðvasnattið, og þeim hef- ur ekki heldur dottið í hug að greiða fyrir því, að fær- eyskir fiskimenn, sem það kysu, gætu setzt að á ís- landi með fjölskyldur sínar í útgerðarbæjum, fengið þar húsnæði til íbúðar og öðlazt íslenzkan þegnrétt, svo að ekki væri lengur undir högg að sækja. Þótt í hlut ætti sú atvinnu- grein, sem útflutningsverzlun okkar hvílir á, var ekki neitt að hafzt til þess aðjeysa vandann og koma í veg fyrir stórfellt, yf- irvofandi slys. Tómstundir til ákvarSana. Hér er ekki um neitt hégóma- mál að ræða. Svo virðist sem full ástæða hefði verið til þess að sleppa einhvern tíma tveim- ur eða þremur veizlum í veizlu- húsi ríkisst(jórnarinnar við Tjörnina og nota þær kvöld- Svívirðilegar ofsóknir gegn saklausum börnum 2> @ stjóri, sem með engu móti vill leyfa Helga afnot þeirra. Píiss i f i Sií ítn et r Innan skamms mun koma út vandaðasta Útgáfu Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar, er sézt hefur. Það er Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs, er gefur þá út að nýju, og munu fylgja hin gömíu Passíusálma- lög, serri Sigurður tón- skáld Þórðarson hef- ur, safnað, eitt, lag, prestur. j.með, hverjum sálmj., Þá muit bókin verða. skcs-ytt rriynd- um, sem Barbara Árnason listmálari hefur gert. Yfirleitt mun verða vandað svo til þessarar út- gáfu sem föng eru á. Alls hafa Passíu- sálmarnir komið út á íslenzku á milli fimm- tíu og sextíu sinnum á þremur öldum, og auk þess hafa þeir verið þýddir. á. marg,- ar erlendar tungstr ,að meira eða rrrinna ieytr. . . . - Miannsóknnr óskaö Fisksalafélagið í Reykjavík hefur farið þess á leit, að opin- þer rannsókn fari fram á rétt- mæti ásakana um svik í sam- bandi við styrkjakerfið, er fram hafa komið að undanförnu. Það hefur nokkrum sinnum borið við hér á landi, þegar öldur hafa risið hæst í stjórn- málunum og deilur verið hat- ramlegastar, að konum og börn- um hinna umdeildu manna hef- ur tæpast verið óhætt. Hús þeirra hafa verið umsetin og grýtt, og sérstaklega hafa stundum verið mikil brögð að því, að börn þeirra væru of- sótt og hrakin í skólum, svo að þeim var ekki lengur vært meðal jafnaldra sinna. Auðvitað þarf ekki að eyða orðum að því, hv.e fáránlegt er, að slíkt skuli geta komið fyr- ir. Nú eru ekki uppi þvílíkar stjórnmáladeilur, að setzt sé að börnum neinna stjórnmála- manna, svo að kunnugt sé. En þessu líkt getur oftar gerzt en þegar heitast er í stjórnmálun^ um. Það getur einnig borið að, þegar maður, sem til skamms tíma hefur verið. hátt á strái, er skyndilega með miklum gauragangi leiddur til þess sæt- is, þar sem allir keppast um að hrækja á hann — líka þeir, sem sóttust eftir að baka sig við hans elda, áður en spilaborgin hrundi. Þá getur allt farið af stað, svo að konu og alsaklaus- um börnum sé vegna stöðugs aðkasts og aðdróttana gert lif meðal annars fólks óbærilegt. Þetta getur jafnyel náð þeirra, sem aðeins eru eitthvað í ætt eða mægðum við þann, sem verið er að grýta. Það er ef til vill ekki auðvelt að varna því, að börn og aðrir saklausir aðilar sæti slíkum of- iSÓknum af hálfu annarra barna. En lélegt uppeldi ber slíkt þó vitni um, þegar stálp- uð börn og unglingar gera ann- að eins, og fullkomið siðleysi og grimmd, ef fullorðið fólk stend- ur að þvílíkum verknaði. Ó- gæfa kvenna og barna manna, sem af sér hafa brotið, er nógu mikil, þótt fjöldi fólks geri sér ekki leik að því að auka þar á. Þessi orð eru ekki skrifuð af tilefnislausu einmitt nú. Hafmeyjan fallin í verði Hafmeyjan hefur nú skyndi- lega lækkað í verði. Morgun- blaðið skýrði frá því eftir ára- mótin, að hún hefði kostað fjórðung milljónar, og skoraði þetta blað þá á bæjaryfirvöld- in að sundurliða kostnaðinn og gera grein fyrir því, hvert þess- ir peningar hefðu runnið. Nú hermir Vísir, að skýrsla hafi verið lögð fram á bæjarráðs- fundi, og hafi kostnaður við hana þar verið talinn 141 þús- til; und krónur. Hrski á bandartskum herbíl og samkomuhúsgóffi á Suðurlandi Frá því hefur verið skýrt, að| við, að íslenzkur piltur í Reykja- menn úr hernámsliðinu hafi í( vík hræktká bandarískan setu- kringum áramótin haft setur í liðsbíl í grennd við Hótel Borg’. Flóanum með leyfi til skíða- og | Og það var ekki neinn kosta- skautaiðkana. Það voru að.hráki frá Atlantshafsbandalag- sjálfsögðu ekki illa valdar skíðaslóðir. Jafnframt hefur verið greint frá því, að sumir þessara íþróttaiðkenda úr Bandaríkjaher, sem ýmist eru einkennisbúnir eða ekki, hafa stundað íþrótt sína í samkomu- húsum íslendinga austan fjalls af þeirri kostgæfni, að þeir sofnuðu út frá þeim á gólfinu, en af öðrum er hermt, að þeir hafi hrækt fyrir fætur manna, svo sem í kveðjuskyni, áður en þeir gengu út úr samkomu- salnum. í sambandi við þennan kveðjuhráka í félagsheimilinu sunnlenzka rifjast það upp, að fyrir allmörgum árum bar það inu, enda var piltinum haldið dögum saman í gæzluvarðhaldi í tukthúsinu við SkólavörðU' stíg og síðan kveðinn upp yfir honum dómur allharður. Ekki hefur það heyrzt, að hinn virðulegi ,,varnarliðsmaður“ og íþróttaiðkandi austan fjalls hafi neinum viðurlögum sætt fyrir hráka sinn eða yfirleitt verið um það spurður, hvers vegna honum var skilað að tám íslenzkra samkomugesta. Unga fólkið í sveitinni hefur aðeins notið þess heiðurs að þvo^hann af gólfinu, þegar samkomunni var lokið. Hér hlýtur því að hafa ver- ið stórkostlegur hrákamunur. Engir peningar frá Jóakim til þess aó leysa ándrés Önd út • Andrés Önd lendir oft í kröggum, eins og kunningj- ar hans meðal ungu kynslóð- arinnar kannast við. Nú í byrjun þessarar viku var hann í hinuni mestu þreng- ingum hér við Reykjav-íkur- höfn. hiMiutn .vat' «kki hley-pt i hú*Hma«Aái0iðis» tii .þeirra, aem-hiðuvhans ^pmmL-attn- unw var handbær gjaldeyrir til þess að borga það, sem á karlinum hvildi, og leysa hann þannig út. Jóakim ríki er sem kunn- ugt er frændi Andrésar og • samborgari. Geía menti sér - þess.til, .að nú hafi. Jóakipr, - setn .er jafnaðgætmn í fjár- miluia .ag hann.. . . ríkur , vtá-ið fastbetdimLi á aurana, þegar íslenzka ríkisstjórnin bað liann síðast um gjald- evrislán og það ekki einu sinni hrært steinhjarta hans, þótt Atidrés auminginn Önd verði þess vegna að liggja úti á hafnarbakkanum eða í skenunum. skipafélaga, þegar komið er frost. nu

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.