Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.01.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 16.01.1960, Blaðsíða 7
frjXls þjö'ð - ýotít 16. janúar 1960 C landsfundarins Framh. af 5. síðu. að vandamál efnahagslífsins verði ekki leyst til frambúðar, nema allar þjóðfélagsstéttir færi nokkrar fórnir í bili, meðan lagður er traustur grundvöllur að áfkomuöryggi þjóðarinnar. Hitt verður ekki þolað, að þeir aðilar, sem hrúgað hafa saman auði, innan lands og utan, á tím- um verðbólgu og fjármálaspillingar, verði látn- ir sleppa við réttlátan hluta þeirra fórna, sem færa verður, eigi þjóðinni að auðnast að koma efnáhagslífi sínu á heílbrigðan grundvöll. Flokk- urinn telur, að þjóðin verði að gera það upp við sig nú þegar, hvort hún vill vera ölmusuþjóð er- lendra stórvelda um alla framtíð eða gera þau átök og færa þær fórnir, sem til þess þarf, að íslendingar geti lifað sjálfstæðu lífi í landi sínu af þeim gæðum, ér þeir sjálfir afla. Flokkurinn gerir sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd, að því nær sem dregur algeru hruni gjaldmiðilsins og því alvarlegri sem. verðbólguþróunin verður, þeim mun róttækari ráðstafana verður að grípa til og' meiri fórna að krefjast, ef takast á að bjarga efnahagslegú sjálfstæði þjóðarinnar. Af þeim sökum lýsir Þjóðvarnarflokkur íslands yf- ir, að hann telur óhjákvæmilegt, að eftirtaldar ráðstafanir verði gerðar: Fram fari allsherjarrannsókn á rekstrargrund- velli atvinnuveganna,'svo að úr því fáist skorið, hvar þjóðin er á vegi stödd í efnahagsmálum. Það sé meðal annars rannsakað, hve mikil brögð eru að fjárflótta úr Íandi í sambandi við útflutn- ingsverzlunina og hvað mikið mætti hækka fisk- verðið til báta og togara með því að stöðva þennan fjárflótta, með því að lækka flutnings- gjöld frystiskipa og með því að draga úr hóflitl- um rekstrarkostnaði,* sem nú á sér stað í sam- bandi við þessa atvinnúgrein. í sambandi við þessa rannsókn verði ýmsir veigamiklir þættir efnahagslífsins séttir undir opinbert eftirlit og, ef þurfa þykir, feknir af ríkinu, a.m.k. um stundarsakir. Bendir flokk- urinn sérstaklega á ýerzlún með ólíu, vöruflutn- inga að og' frá landinu, rekstur helztu fisk- vinnslustöðva og útflutningsverzlunina. Að þessu uppgjöri loknú verði gerðar ráðstafanir til þess að koma atvinnuvegunum á fjarhags- lega traustan grundýöll, þannig að þeir geti borið sig án styrkveitinga og f jármagn og vinnu- afi þjóðarinnar leiti fyrst og fremst til atvinnu- greina, sem framléiða vörur á heilbrigðum grundvelli til gjaldeyrisöflunar og' spafnaðar á innflutningi. Flokkurinn leggur áherzlu á,. að sett verði löggjöf, sem auðveldi fólki, starfandi við sjávar- útveg og iðnað, að mynda samvinnufélög um rekstur atvinnutækja í þessum greinum, sem tryggi þeim sannvirði vinnu sinnar. Stefna ríkis og banka í fjármálum og pen- ingamálum verði fyrst og fremst við þaðuniðuð að stöðva verðbólguna og efla traust á gjald- miðlinum, svo að sparnaðarvilji vaxi og spari- fjársöfnun aukist. Hvers konar tilkostnaður og verðlag verði fært niður, svo sem unnt er, og dregið úr óhófseyðslu ríkisins. Jafnframt verði stefnan í fjármálum og pen- ingamálum samræmd þeirri almennu endur- skipulagningu efnahagslífsins, svo sem óhjá- kvæmilegt er, ef þjóðin á að geta lifað af eigin aflafé í landi sínu. Öllum hei-naðarframkvæmdum verði þegar í stað hætt og á þann hátt m. a. komið í veg fyrir bein og óbein verðbólguáhrif hernaðarfram- kvæmdanna og þá samkeppni herliðsins við ís- lenzka atvinnuvegi um vinnuafl, er veldur rösk- un á eðlilegum framleiðsluháttum þjóðfélagsins, og hernum tafarlaust vísað úr landi. Samhliða þessum ráðstöfunum verði tekinn upp skipulagður þjóðarbúskapur, samkvæmt fyrirframgerðum áætlunum til nokkurra ára í senn, byggðum á ýtarlegum rannsóknum sér- fróðra manna. Þannig sé það rannsakað af sérfróðum mönn- um, hvað þjóðarheildinni sé hagkvæmast, að g'ert sé hverju sinni við aflafé hennar og erlent lánsfé þjóðarinnar, en happdrættissjónarmio eða algert handahóf ekki látið einrátt í þeim efnum. Lögð sé höfuðáherzla á að rannsaka, hvernig hagkvæmast sé að auka framleiðsluna og efla atvinnuvegina, bæði þá, sem nú eru starfræktir, og nýjar, arðbærar iðngreinar, með það fyrir augum m.a. að draga úr hinum miklu efnahags- sveiflum, sem iðulega hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði. Gerðar séu nákvæmir þjóðhags- og þjóðar- tekjureikningar og rannsökuð afkoma og gjald- þol hinna einstöku atvinnugreina, þannig að al- menningur eigi jafnan greiðan ’ aðgang að ör- uggum upplýsingum um þau mál. Meðan verið er að byggja atvinnuvegi þjóð- arinnar upp á þann hátt, að menningarþjóð- félag verði á þeim reist, án erlendra gjafa og herstöðvavinnu, er óhjákvæmilegt að draga úr nýrri, óarðbærri, opinberri fjárfestingu og hverri annarri fjárfestingu, sem tök eru á að fresta. Þegar sú endurskipulagning atvinnu- og fjár- málalífsins, sem hér um ræðir, hefur farið fram, verðbólgan verið stöðvuð, verðlag fært niður og tryggt eftir föngum, að hinar vinnandi stéttir fái í sinn hlut þann arð, sem framleiðslan gefur, skal afnema styrkja- og uppbótakerfið, aflétta þeirri skattheimtu, sem til þess hefur runnið, en skrá gengi krónunnar í samræmi við það verðgildi, sem hún þá raunverulega hefur. Af þeim ástæðum, sem hér að framan eru greindar, mun flokkurinn beita sér af alefli fyrir því: 1. Að bandarískur her hverfi af íslenzkri grund hið allra fyrsta. 2. Að ekki verði hvikað frá útfærslu land- helginnar í 12 sjómílur. 3. Að ríki og bæjarfélögum séu sett ótví- ræð mörk um það, hve mikinn hluta þjóðarteknanna, reiknað í hundraðstöl- um, hið opinbera megi framast taka. 4. Að seðlaútgáfu bankanna og lánveiting- um verði settar eðlilegar skorður. 5. Að erlendar skuldir verði ekki auknar. þar til efnahagskerfi landsins er komið í heilbrigt horf. 6. Að gjaldmiðill þjóðarinnar verði tryggð- ur, þannig að verðgildi hans geti haldizt stöðugt. 7. Að ekki verði níðzt á fátækasta hluta þjóðarinnar við þær ráðstafanir, sem gerðar verða til leiðréttingar á efnahags- legu öngþveiti og til þess að koma fjár- hagskerfinu í heilbrigt horf. Því er ekki að leyna, að þjóðvarnarmenn og aðrir Vinstrisinnaðir menn í landinu þykjast hafa ærna ástæðu til að óttast, að núverandi rikis’stjórn og flokkar hennar muni ekki þræða þá leið, sem hér er mörkuð tíl lausnar þeim vandamálum, er við þarf að fást. --e Þess vegna skorar 4. landsfundur Þjóðvarnár- flokks íslands á þjóðina að halda vöku sinni og á alþýðu landsins sérstaklega að standa þétt saman um hagsmuni sína og velfarnað, en á því veltur sjálfstæði og framtíðarheill íslenzkrar þjóðar. 4. landsfundur Þjóðvarnarflokks íslands lítur svo á, að þeir atburðir kunni að vera í vænd- um, er leggi þá siðferðisskyldu á herðar íslenzk- um íhaldsandstæðingum, að þeir þjappi sér sam- an í nýrri, öflugri fylkingu, og beri þeim nú þegar að hafa augun opin fyrir því. Ný starfsemi Fiugféiagsins Fyrir nokkru síðan opnaði Flugfélag Islands nýtt eldhús og niatstofu á Reykjavíkurflug- velli. Verkefni þess er að fram- reiða mat handa farþegum og áhöfnum félagsins í millilanda- flugi, áhöfnum í innanlands- flugi, svo og liádegisverð handa starfsfólki félagsins á Reykja- víkurflugvelli. Eldhúsið og matstofan eru til húsa í viðbygg'ingu við flug- skýli nr. 5 á Reykjavíkurflug- velli og eru húsakynni hin vist- legustu. Eldhúsið sjálft er búið hinum fullkomnustu tækjum til starf- seminnar, rúmgóðar matvæla- geymslur auk frysti- og kæli- klefa. Matstofan rúmar um 80 manns, búin smekklegum hús- gögnum frá Stálhúsgögnum h.f. Yíirmatreiðslumaður er Geir Þórðarson, áður yfirmatreiðslu- maður í Nausti; sér hann jafn- framt um allan daglegan rekst- ur. Hefur Geir dvalizt um nokk- um tíma hjá flugfélaginu SAS í Káupm.höfn til þess að kynna sé: matarafgreiðslu til flugvéla. Auk hans vinnur femt í eldhúsi. Sk í að á þessu ári verði framreiddar þarna allt að 80 þús. máltíðir. Félagið hefur á undanförnum árum orðið að leita til ýmissa aðila í bænum um matarinn- kaup og orðið að flytja að ailan mat. Með tilkomu þessa eldhúss er hér ráðin bót á, og mun fé- lagið nú sjálft geta búið til allan mat fyrir farþega, áhafnir og' starfsfólk sitt. Gerir félagið sér vonir um, að þessi bætta aðstaða verði til hagsbóta og að það geti jafn- framt veitt farþegum sínum betri þjónustu. HolSenzka útvarpið — Frh. af 4. s. illi fjarlægð, og eru þar sér staklega tilgi’eind tvö lönd til dæmis xmi þetta — ísland og írak. Og hin varfærna útvarps- stjórn Hollands segir með nokkurri drýldni: Það er ekki satt, að útvarpshlustendur geti ekki við neitt annáð unað en fáfengilegasta Jmíawaeífc Manneklan og hersetan - Frh. af 8. síðu. stundir, sem þannig spöruðust, til þess að íhuga, hvernig út- gerðin yrði leyst úr þeirri snöru, sem Fiskimannafélagið færeyska gat hert að hálsi henn- ar á hvaða vetrarvertíð sem því sýndist. Ef það ráð hefði verið tekið að senda setuliðið brott og losa það fólk, sem bundið var í her- stöðvunum við gagnslausa iðju. hefði blessuð ríkisstjórnin jafn- vel ékki þurft að missa af neinni veizlu. Það hefði nægt, að véi- ritunarstúlku í stjórnarráðinu hefði verið lesið fyrir bréf, sem batt enda á hei’setuna. Þar með hefði útgei’ð á fengsælustu fiski- mið heims verið leyst úr þeim dróma, að vera ekki annað en athvarf þeirra, er ekki var hægt að veita viðtöku í her- stöðvavinnuna. En sökum andvaraleysis og kæruleysis er nú verið, þeg- ar allt er komið í eindaga, á hlaupum úti um öll lönd i leit að fólki, jafnvel í flollandi og Þýzkalandi, að sögn eins stjórn- arblaðsins, enda þótt engar lik- ur séu til, að þar fáist neitt téi.i'- andi af fólki, sem vant er störf- um af því tagi og við þau skji yrðý sem hér er um aS raé'óU. TILKYNNING frá Fdlagsmáiaráðunoytínu um skyldusparnað Samkvæmt ákvæðum gildandi laga og reglugerðar um skyldusparnað skal skyldusparifé, sem nemur 6% af atvinnu- tekjum einstaklinga á aldrinum 16 til 25 ára, lagt fyrir é þann hátt, að kaupgreiðandi afhendi launþega sparimerki hvert skipti, sem útborgun vinnulauna fer fram. Sparifé vegna sambærilegra atvinnutekna við laun skal lilutað- eigandi sjálfxir leggja til hliðar með því að kaupa spai’i- mei'ki mánaðai’lega. Þó eigi síðar en síðasta dag febrúar n.k., vegna slíkra tekna á áx’inu 1959. Sama gildir ef kaup er greitt með fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum þó skatt- fi’.iál. séu. Verðgildi slíkra hlunninda skal miðað við maí skatianefndar til tekna við síðustu ákvörðun tekjuskatts Ef i I jós kemur að sparimerkjakaup hafa verið vanrækt, skal skattayfirvald úrskurða gjald á hendur þeim sem van- rækir sparimerkjakaup, er nema má allt að þrefaldri þeiri'i upphæð, sem vanrækt hefur verið að kaupa spariraerki - fyrir. Atbygli er vakin á því, að samkvæmt 2. mgr, 7. gr. reglu- ■ gerðar um skyldusparnað nr. 116/1959, skal jafnan tæma spi i rimerkjabækur um hver áramót, og þó eigi síðar en 10 janúar ár hvert. Félagsmálaráðuneytið, 12. desember 1959.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.