Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.03.1960, Qupperneq 3

Frjáls þjóð - 26.03.1960, Qupperneq 3
frjáls þjóö Útgefandi: ÞjóSvarnarflokkur íslands. Ritstjórn annast: Jón úr Vör Jónsson, ábm. Gils Guömundsson. Framkvæmastjóri: Ingiberg J. Hannesson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftarg. kr. 9.00 á mán. Árgj. kr. 108, í lausas. kr. 3.00. Félagspœntsmiðjan h.f. Samvizkuspurning Liðið er nú á annan mánuð síðan hér bar gest að garði, langt að kominn og í sérstæðum erindagerðum. Hinn framandi gestur lagði þá spurningu fyrir litla þjóð og ríkisstjórn sextán ára gamals lýðveldis á norðurhjara heims, hvort þaðan væri að vænta stuðnings við frelsis- baráttu lítillar þjóðar suður í heimi. Þetta var samvizku- spurning. Hingað var leitað sakir þess, að fulltrúar sjálf- stæðishreyfingar Njassamanna í Afríku þekktu það til íslenzkrar sögu, að hér hafði smáþjóð öldum saman barizt fyrir íilveru sinni undirokuð og þrúguð af erlendu valdi, en risið upp að lokum og öðlast langþráð frelsi. Þess var því að vænta, að þjóð, er ætti slíka sögu, bæri hlýjar til- finningar í brjósti og hefði djúpan skilning til að bera gagnvart baráttu, sem aðrir heyja gegn kúgunarvaldi. Full- yrða má, að meginþorri íslendinga hafi fundið í brjósti sér hvert væri rétta svarið við ákalli slíku sem því, er hingað barst frá Njassalandi. Margir hafa þegar látið í ljós skoðun sína. En íslenzka ríkisstjórnin þegir. Því er nú spurt: Ætlar hún að hunza þau tilmæli, sem henni bárust og virða þar með að vettugi vilja íslenzkrar þjóðar? Til glöggvunar skulu rifjuð upp meginatriði þessa máls. Beiðni fulltrúa þjóðernissamtaka Njassalands var á þá lund, að íslenzka ríkisstjórnin kæri ríkisstjórn Bretlands fyrir Mannréttindanefndinni vegna ólögmætrar fangelsunar dr. Hastings Banda, aðalleiðtoga þjóðernishreyfingar Njassa- manna. Þar sem ekki er unnt fyrir aðra en aðildarríki Mannréttindanefndarinnar að bera slíkar kærur fram, er Njassamönnum meinað að hreyfa málinu á umræddum vettvangi. Hins vegar er skylt að taka þar fyrir kærur, sem eitt aðildarríki kann að flytja á hendur öðru. Fyrir rösku ári lýsti landstjóri Breta í Njassalandi yfir neyðarástandi í landinu, þar eð hann staðhæfði, að þjóð- frelsishreyfingin hefði ákveðið íjöldamorð á Evrópumönn- um, er þar voru búsettir. Var dr. Hastings Banda þá varpað í fangelsi ásamt rúmlega 1300 Afríkumönnum öðrum. Að- farir þessar vöktu heimsathygli. Meðal annars gerðu brezkir jafnaðarmenn harða hrið að nýlendumálaráðherra Breta í neðri málstofu þingsins. Var þá gripið til þess ráðs að .skipa nefnd undir forystu víðkunns dómara, er Devlin heitir, til að kynna sér af eigin raun ástandið í Njassalandi og flytja brezka þinginu skýrslu um það. Nefnd þessi skilaði áliti í sumar er leið. Nefndarskýrslan .sannaði ljóslega, að þjóðfrelsishreyfingin hafði ekki hvatt til neinnaHjölda>morða. Þá upplýstist einnig', að dr. Banda hafði jafnan barizt af mikilli prúðmennsku og fremur varað við ofbeldisaðgerðum en eggjað til þeirra. Loks sannaðist, að yfirgnæfandi meirihluti Njassamanna er algerlega and- vígur aðild lands síns að Mið-Afríku-bandalaginu svo- nefnda þar sem hvítir landnemar ráða öllu og leitazt við með harðri hendi að halda blökkumönnum niðri, neita þeim um hin frumstæðustu mannréttindi. Freisishreyfing Njassamanna berst fyrir því, að land þeirra verði ekki gert að vígvelli með grimmúðlegri kynþáttalöggjöf, eins og nú er reyndin í Suður-Afríku, með þeim afleiðingum sem daglega berast slíkar fréttir af, að allur siðaður heimur er furðu lostinn. í annan stað berjast Njassamenn fyrir frelsi lands síns úr kúgarahönd- um Breta. Þetta eru helztu staðreyndir þess máls, sem hér um ræðir. Mun vandfundinn sá íslendingur, sem ekki er þess fýsandi, að þjóð hans leggi Njassalendingum lið í baráttu þeirra, sé þess nokkur kostur. Það er einnig ljóst, að við getum sýnt vilja okkar í verki og vakið að nýju athygli alls heims á þeim hróplegu þrælatökum sem' íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir gagnvart Afríkuþjóð. En rikisstjórn íslands þegir þunnu hljóði. Haldinn hefur verið einn fundur í utanríkismálanefnd um tilmæli Njassa- manna. Að öðru leyti er ekki kunnugt um meðferð málsins á svonefndum æðri stöðum. Er ætlunin að stynga því svefnþorn? — Látum ráðamönnum ekki haldast slíkt uppi. Hér er um réttlætismál að ræða, sem íslendingum ber skylda til að taka upp, eftir að hðsinnis þeirra hefur verið leitað. Frjáls þjóð — Laugardaginn 26. marz 1960 Gneistar af brotasilfri sögunnar í nálega 1000 ár hefur íslendingum verið hugstœð sagan af því, er Egill karlinn Skallagrímsson sökkti i mýrarfen í Mosfellssveit kistunum tveim, er Aðalsteinn konungur hafði gefið honum fullar af ensku silfri. Margir hafa leitað þeirra, en enginn fundið. Þótt vér getum ekki vœnzt þess, íslendingar, að jörð vor geymi ,gnótt fólginna fjársjóða á borð við það, sem búast má við hjá margfalt fjölmennari þjóðum, sem búið hafa miklu lengur í landi sínu, megum. vér engu að siður hafa augun opin með fullri aðgát hvarvetna, þar sem jörð er raskað. Glöggt dœmi þess, hvað í Ijós getur komið öldungis óvœnt, er fundur rómversku peninganna í Bragðavöllum. — Greinin er þýdd úr Reynolds News, vikublaði brezkra samvinnumanna. t Kastalasafninu í Norwick * stendur yfir einstæð sýning, þar sem saxneskir silfurpeningar fossa fram úr brotnu leirkeri. Þetta eru 718 peningar og kost- uðu safnið til jafnaðar 42 shill- inga hver eða 1500 pund samtals. Þetta er ævintýralegt, en það var ekki ævintýraleg vinna, sem tveir verkamenn störfuðu að á háskólalóðinni í Morley St. Pet- er, tíu milur frá Norwick. Þeir voru að grafa skólpræsaskurði. Það var þá, sem þeir fundu lukkupottinn, sem grafinn hafði verið fyrir 1500 árum. British Museum kallaði þetta merkasta fornleifafund aldarinnar, en safninu í Norwick tókst að hremma sinn hlut. Hæstu fundarlaunin. J5 ldrei höfðu verkamennirnir unnið sér annað eins inn á einum degi. Þeim var borg- uð stærsta fúlga, sem nokkru sinni hafði verið greidd fyrir fundna forngripi: 2700 pund. Margir stórkostlegir fjársjóðir fyrri tíma hafa fundizt á Bret- landi á síðustu árum. Ef til vill finnur þú auð fjár, er þú átt sveitasetur með rórækt- uðum garði eða ætlar að fara að rækta land, sem aldrei hefur ver- ið brotið. Dýrgripir geta meira að segja bókstaflega stokkið upp í hend- urnar á þér. Mótekjumaður nokkur var að kasta hnaus upp úr mógröf og fékk þá framan í sig þungan, snúinn málmhlut, sem skoppaði, þegar hann kom niður. Þetta var hringur úr gull- og silfurblend- ingi, skartgripur til að bera um hálsinn eða á armi, gerður úr eðalmálmi, snúinn eins og kað- all og lagður saman í hring. Með honum voru þrír pálstaf- ir (axarblöð). Allt var þetta meira en 2000 ára, og hringurinn er nú talinn ómetanlegur. Hann er í British Museum. Fyrir 100 árum var skozkur piltur að plægja, en stanzaði i skyndilega, þegar plógurinn velti upp geysimikilli hrúgu af álíl?a hringum frá því fyrir daga Róm- yerja á Englandi. Hann valdi úr 40 fagi’a armbauga, sem nú eru i þjóðminjasafninu i Edinborg. „Alls staðar, þar sem fólk hef- ur búið, má eiga þess von að finna gneista af brotasilfri sög- unnar,“ segir Kenneth Marsliall safnvörður í Passmoi’e Edwards- safni í Austur-London. Algengust og auðþekkjanleg- legust eru brot af krítarpípum fi’á 16. öld. Koparpeningar finnast tiltölu- lega oft, einkum frá tímum Ge- orgs þriðja, en þá fór skipti- mynd fyrst að verða algeng. Kona nokkur frá Sheffield var á sunnudagsgöngu með sjó fram og fann þá stóran gullpening, sem sleginn hafði verið fyrir El- ísabetu fyrstu. Hann er nú 30 sinnum verðmætari en hann var í upphafi, næstum því eins skír og logagylltur og hann var fyrir fjórum öldum. Gömlu mennii’nir segja, að einu sinni hafi seglskip með dýr- mætum farmi strandað á strönd- inni ögn norðar, rétt hjá Hems- by. En sjórinn brýtur landið á þessum slóðum, og forngripir, sem finnast þar, kunna að vera úr gröfnum fjársjóðum. Silfurkanna. |f inu er ekki að leyna, að fiski- maður þar á næstu grösum fékk í net sitt 90 gullpeninga. Hann keypti sér nýjan bát. Heimildir eru um 400 peninga- fundi á Bretlandseyjum. Bænd- ur, húsasmiðir, grjótkarlar, graf- arar, jafnvel veiðiþjófar í kan- ínuleit hafa grafið þá upp. Rithöfundurinn Regínal Arkell fiskaði upp drykkjukönnu úr silfri frá 18. öld, þegar hann var að hreinsa silungapollinn i garð- inum sínum. Tækni vori'a tíma hefur flýtt geysilega fyrir fornleifafundun- um. í fyrsta lagi eru grafnir ó- teljandi húsgrunnar í bygginga- kapphlaupinu, í öðru lagi skera véldi’egnir plógar helmingi dýpra en hestplóparnir nokkurn tíma gátu. Á bóndabæ. Bóndi nokkur i Austur-Angelíu, ® sem lét djúpplægja akur sinn hérna um árið, rakst á kyn- lega leirkrús, þegar hann var að hlúa að sykuri'ófum 1954. 1 krús- ina hafði verið troðið rúmlega 300 peningum úr silfui'blendingi. Þá höfðu hinir fornu Bretar slegið, sennilega á dögum Krists. Seint á síðastliðnu ári voru plægðir upp 460 silfur- og gull- peningar á öðrum bæ, hjá Lak- enheath i Suffolk. Þeir eru nærri 2000 ára, smáir og hvelfir og hafa ekki verið metnir. Sérfræð- ingar segja, að þeir kunni ef til vill að segja okkur eitthvað meira um það land, sem Boadi- cea réð fyrir. Einhver myndarlegasta pen- ingahrúgan fannst fyrir daga dráttarvélarinnar, fyrir 80 árum, á aki’i nokkrum i Sussex. Ein- hver aðsjáll Saxi hafði látið 2—3 þúsund engilsaxnesk penný i skinnskjóðu, komið henni fyrir í járnkatli og grafið allt saman. Hann ætlaði að vitja auðæfa sinna aftur, en dauðinn varð fyrri til, og er þetta gömul saga I í mannheimi. — Það hefði geng- | ið fi’am af honum, ef hann hefði vitað, hvað átti fyrir auðæfum hans að liggja. Sá, sem fann pen- ingana, hélt, að þeir væru verð- merki, sem bændurnir þar í hér- aðinu notuðu sín á milli. Finnendur bera oft lítið skyn- bragð á það sem þeir finna. Ái'- ið 1948 valt alls konar gullskraut úr plógfari, forngripir frá þvi löngu fyrir Krists burð. Þeir lágu dögum saman i hirðuleysi á akrinum, áður en menn rönkuðu við sér. Einu sinni fann vinnu- maður í Yorkshire hring og batt hann i hálsband hundsins sins. Safnari nokkur sá hann og komst að raun um, að hann átti engan sinn líka. Áletrun á hon- um benti til systur Alfreðs kong- ungs. „Látún“. |\ýrustu skyssuna gerði þó Sidn- ** ey Ford, sem var annar þeirra marina, er fundu hinn ó- viðjafnanlega Mildenhall-fjár- sjóð árið 1942. Ford var landbún- aðarverkfræðingur og var ásamt Gordon Butcher að brjóta nýtt land með véldregnum plógi. Hér og hvar voru gamlir eikarstofn- ar í jörðu niðri, og þess vegna höfðu þeir milli dráttarvélarinn- ar og plógsins spýtu, sem brotn- aði og gaf merki, ef eitthvað sak- næmt var fyrh’. Tvisvar brotnaði spýtan á sama stað, og plógurinn kom við eitt- hvað. „Ég rakst á eitthvað," sagði Butcher og sótti reku. Hann gróf upp hrúgu af ómet- anlegum silfurmunum. Ofan á sýndist honum liggja bakki á hvolfi, meira en 60 sm. í þver- mál. „Stóra fatið“, sem nú er kallað, er skreytt með heilli hers- ingu af myndum frá víndýrkun- unarhátíð, og helmingurinn af fólkinu er léttklæddar dansmeyj- ar. Þeir, sem vit höfðu á, töldu fatið meira en 1500 ára gamalt. — Þarna voru undurfagi’ar skeiðar með höfrungsmynduðu skafti, diskar, bikarar og margs konar annar dýrindis borðbúnað- ur. Sidney Foi’d hélt, að þettá væri úr látúni. Þetta var á stríðs- tímum og söfnin lokuð. Enginn skynbær maður á þessa hluti fékk sagt, hvað þetta í raun réttri var. Hann vissi ekki einu sinni, að skylt er að skýra frá fornleifafundum. Hann geymdi di’aslið i skúffu í fjögur ár. Lög um fornminjar. pord og Butcher fengu 1000 “ punda laun hvor þegar vitað , varð um verðmæti þessara muna 1946. Butcher er nú dáinn. En Ford gengur enn með böggum hildar, að þeir skyldu ekki fá Framh. á 7. síðu. j 3 4 m

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.