Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.03.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 26.03.1960, Blaðsíða 6
 Félagsheimili Kcpavogs ársgamalt Um þessar mundir er liðið eitt ár- síðan Félagsheimili Kópavogs hóf starfsemi sína með því að teknir voru í notk- un tveir salir, kvikmyndasalur og veitingasalur. En byggingu félagsheimilisins hefur miðað vel áfram og er búið að steypa tvær næstu hæðirnar, en áætlað er að byggingin verði alls fjór- ar hæðir. Á annarri hæð verða skrifstofur bæjarins, heilsu- verndarstöð, sjúkrasamlag og fundaherbergi. Á þriðju hæð- inni verða samkomu- og veit- ingasalir og á þeirri fjórðu og efstu verður veitingasalur og rúmgóðar útisvalir, þar sem ráðgert er að hafa veitingar yfir sumartímann. Starfsemi félagsheimilisins hefur staðið með miklum blóma og hafa forráðamenn vandað val kvikmynda og m. a. tekið upp þá nýbreytni að fella ís- lenzkt tal inn í barnamyndir og hefur það átt miklum vinsæld- um að fagna meðal yngstu kjyi- slóðarinnar. Er nú verið að hef ja sýningar á kvikmyndinni „Eld- færin“, þýzkri mynd sem gerð er eftir hinu kunna ævintýri H. C. Andersen. Rjúkandi ráð Ég hafði frétt að Rjúkandi ráð yiði sýnt í Félagseimili Kópavogs, þegar sýningum í Reykjavík lyki. — Er að koma , einhver afturkippur í það? I Ég veit að margir Kópavogs- búar, sem ekki eiga heiman- gengt hvenær sem er, hafa beð- ið eftir þessari sýningu hér. — Vona. að úr henni verði. Kópavogsbúi. Atök íieildsalanna Frh. af 1. síðu. járntjaldslöndunum og að und- anförnu, og engu að bæta við frá hinum frjálsa heimi. Sögðu •þeir einnig, að það vissu allir, sem fengjust við verzlun, að í flestum tilfellum mætti fá ódýrari vörur að vestan en austan. Það höfðu járntjaldsmenn- irnir ætlað að þegja um, af þeirri einföldu ástæðu, að þeim mun óhagstæðari inn- kaup, sem gerð eru, þeim mun hærri álagning og meiri gróði. Rokk og roll. í nefndinni hefur verið hálf- gert rokk og roll. Einn daginn hefur ákveðin vara verið sett á frílista. samkvæmt kröfu frá afar-áhrifamiklum heildsala. Næsta dag hefur sama vara ver- íð sett á strangasta haftalista eftir kröfu frá öðrum enn sterk- ari heildsala, sem síðastliðin ár hafði látið meira renna í flokks- sjóði Sjálfstæðisflokksins, og þannig hefur dansinn verið stig'- inn. Ef einhver í nefndinni j tuldraði eitthvað um sjónar- mið eða óskir neytenda var blátt áfram hlegið. ínntak freísisins. Segja má, að þessi viðbrögð heildsalanna hafi ekki komið bllum á óvart. í fyrsta lagi getur ekki orðið um neitt raunverulegt innflutn- íngsfrelsi að ræða hjá þjóð, sem býr við sífelldan gjaldeyris- skort, I öðru lagi hefur öllum vinstri mönnum a. m. k. ver- ið það ljóst, að bað frelsi, sem hægriöflin berjast fyrir, er frelsi þess sterkasta til að skara eld að sinni köku, og „reita Iagða úr annars ull.“ Það er það þjóðfélagsástand. þar sem hver reynir að troða skóinn ofan af öðrum, allir berjast við alla og þeir veik- ustu og umkomuminnstu eru dæmdir til að troðast undir. Frelsishugsjón hægriaflanna er þannig mjög náskyld frelsi merkurinnar. í fyrstu umferð hafa þessir sérstöku boðberar frelsisins háð sína styrjöld innbyrðis. og var það ekki óeðlilegt vegna þess, að lög'málið er eitt, hver sem í hlut á. Allt á burrUi Það er svo að vonum, og í fullu samræmi við þetta kerfi, að einn af stærstu heildsölum landsins, eða sá stærsti var mjög kampakátur þegar hann flau g til útlanda fyrir fáum dögum. Við brottförina lét hann þess getið, að nú væri hann á- nægður, og sjaldan hefði sér liðið betur. Allt væri „klappað og klárt“ og allt, sem hann snerti, á þurru. Bátarnir og það, sem hann hefði umboð fyrir austan við tjald væri á haftalistanum. Vörurnar, sem hann hefði um- boð fyrir frá hinum frjálsa heimi yrðu allar á frílista. Og tilsvarandi i&iaðarvörur við þær, sem verksmiðjurnar hans framleiddu yrðu alls ekki fluttar inn, bó svo að allir aðrir íslenzkir iðnrekendur þyrftu að keppa við vöruinnflutning frá Ameríku. „Ég kaus frelsið“! Leiðrétting Sú villa slæddist inn í síðasta Lítið fréttablað, að Eg'ill Jóns- son í Hafnarfirði, sá er íslenzku steinana slípar, var sagður Lár- usson. Leiðréttist þetta hér með. Þing Sósíalista - Frh. af 8. síðu. að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki svikið í hernámsmálun- um og að allt tal um slíkt verði að hætta. Fer sá kafli orðrétt hér á eftir: „4. Brigð Framsóknar og Alþýðuflokks á loforðum um brottför hersins var mikið á- fall fyrir vinstri stefnu og vinstri stjórn í landinu. Sósí- alistaflokkurinn og Alþýðu- bandalagið lögðu ekki nánd- ar nærri nógu mikla áherzlu á að knýja fram efndir á þessum bindandi samnings- atriðum. En hitt var rétt að, slíta ekki ríkisstjórnarsam- starfinu eingöngu vegna þess- ara brigða, eins og á stóð á þessum árum 1956 til 1958, og ásakanir um svik í málinu eru rangar og hættulegar.“ Enn fremur segir svo: „Allir flokksmenn og fylgj- endur flokksins þurfa að sam- einast um að bæta flokkinn, efla hann að þroska og fjölda og gera hann færan um að rækja öll þau miklu verkefni, er hans bíða. (Þetta þýðir: Allt tal og til- lögur um að leggja flokkinn niður verður að hætta. Og um leið verður að hætta allt tal um spillingu hans eða jafnvel svik, en í staðinn að koma heilbrigð flokksleg gagnrýni)“ Karl Eyjajarl óánægður. Nokkrir endurskoðunarmenn una þessum úrslitum illa. Ber þar .mest á Karli Guðjónssyni úr Ey.jum, og fór hann að sögn ekkert dult með það, að hann teldi rétt og nauðsynlegt að víkja Brynjólfi úr flokknum. Húsesgendafélag Reykjavíkur. 1 Langavitleysa Framh. af 5. síðu. Nú eru oss til reiðu hæstu fjárlög, sem þekkzt hafa á Is- landi. Allir hinir gömlu skattar nema tekjuskattur halda vöku sinni, en í viðbót koma 1000— 1100 millj. í nýjum álögum. Allt er þetta af okkur tekið í tollum og sköttum á nauð- þurftir. Það dularfyllsta er þó, að þessu fylgir sama og- engin kjararýrnun, því er jafnvel slegið fram, að sumir launþeg- ar græði á þessu. Hver er svo mikill spekingur, að geta ráðið gátu þessa? Kannski felst þetta i orðum Ritningarinnar: Sælir eru fátækir. Það er dálítið snið- ugt með snuðið, sem nú á að reka upp í öryrkja og barna- fólk. Mér er tjáð, að hjón, sem bæði eru öryrkjar, fái kr. 2158 á mánuði, en einstaklingur kr. 1200,00. Svo er barnalífeyrir. Mér finnst nú ekki réttlátt, að millj- ónerar fái ekki hærra með sín- um börnum, því þau hljóta að verða dýrari í rekstri. Nú skulum við obbolítið at- huga, hvort þessar bætur heyra undir hundsbætur eður ei. Ég þekki konu, sem er öryrki og býr í kjallaraholu. Sty.rkur hennar hækkar um 360 kr. á mán. Hún eyðir á annað tonn af kolum á mán. Fyrir endur- lausnina kostuðu kolin 750 kr. t., eftir hana 1050 kr. Hér stand- ast á strokkun og mjaltir, hún missir alia styrkhækkunina í kolin, allar aðrar hækkanir verður hún að taka á sig bóta- laust. Hætt við, að það verði ekki leikur í svona fólki, þegar allt hækkar um 30—40 og upp í 70%. Því hverju skiptir það, þó eitthvað verði greitt niður? Takið peninga úr brjóstvasa og setjið þá í rassvasa og reiknið svo út, hver þjónustan verður. Barnalífeyrir leggst við tekj- ur manna og hækkar útsvörin. Allar hækkanir verða mun hærri en áætlað er, því það hleðst utan um allar þessar ráð- stafanir jafnt og þétt. Verði reynt að hækka kaup, er okkur heitið því undir rós, að þá hækk- un skulum við fá að greiða með rentum. Styrkjakerfið á að haidast viðkomandi iandbúnaðarvörum, og það þarf ekki stóra spámenn til að sjá útgerðarmenn koma í heiðursfylkingu til ríkisstjórnar innar og heimta fríðindi á ný, og varla verður farið að neita þeim um sakramenti. Og allt er þetta gert í því einu skyni að forða ,,frá hríðum, forða oss frá hríðum“. Ekki vantar nú mannkærleikann. Hún lifir lengi sagan um úlfinn og lamb- ið og alltaf sígild. Þrátt fyrir allan þennan há- fleyga skollaleik, hlýtur hverj- um meðalgreindum manni að vera ijóst, að vefðbólgan, sem nú á að kyrkja, hlýtur að end- urnýja sig á sama hátt og draug- lögtekin — ur, sem drepur mann. Niður- greiðslur og tilfærslur á tölum milli vasa hafa hér enga stoð,. Hinar nýju verðhækkanir verða lostætur biti í dalli verðbólg- unnar og nú fyrst birtist hún með hinu nýja gælunafni hag- fræðinganna, „óðaverðbólga“. Nú munu einhverjir spyrja: Heldur þú, að ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar séu gerðar af ein- skærri illmennsku? Nei, hér kemur ekki til illmennska í þeim vanalega skilningi. Það er annað, sem hangir á spýtunni. Þessar ráðstafanir eiga að slá skjaldborg um þá ríku, gæta fengins auðs og auka við hann. Verðbólga og gengislækkun eru víxlverkandi tæki hinna ríku til að verða ríkari. Allt til þessa hafa hinir ríku og ráðandi grætt á verðbólgunni. Þegar svo verðbólgan er komin á visst stig, það stig, sem hinir ríku telja sér ekki hag- kvæmt, þá er snúið við blaðinu og gengisfelling sett á. Með þessu eru margar flugur slegn- ar í einu höggi. Enginn ríkur maður geymir auð sinn í lausa- fé, heldur í fasteignum í ein- hverri mynd. Eftir hinum dásamlegu hiuta- félagslögum, þar sem hægt er að mynda hlutafélög um alla skapaða hluti, allt niður í hjól- börur, en komast hjá allri á- byrgð, er auðnum rakað sam- an. Hlutafélögin rífa í sig spari- féð, skulda eins mikið og unnt er, en afraksturinn færist á nafn hluthafanna, þar er hann friðhelgur. Með gengisfellingu falla skuldirnar í verði. en eign- irnar hækka að sama skapi, og þó meir af ýmsum ástæðum. Þetta er ekki slæmur ,,bissness“. Stærsta trompið er þó ótalið, og það er að krækja í verðbólgu- gróðann, sem lenti hjá alþýð- unni. Eftir hinu nýja kerfi hljóta framkvæmdir að minnka og atvinna að dragast saman. Hvað gerizt þá hjá hinum mörgu húseigendum? Fylgizt með ,,Lögbirtingi“, þegar að því kemur. Þá kaupa hinir ríku fyrir það verð, sem þeir ákveða, því öðrum verður ekki ,,slegið“. í fáum orðum sagt: Þetta er tangarsókn peningavaldsins í landinu til að halda vígstöðu sinni og styrk<ja öll sín landa- mæri. Hjá þeim er ekki um kjaraskerðingu að ræða, þeir ráða sínu kaupi. Hefði þess- ari stjórn verið alvara með að gera eitthvað raunhæft í efna- hagsmálunum, þá hefðu ein- kennin verið þau, að hinir ríku. sem rifið hafa til sín þjóðar- auðinn, hefðu iagt mest af mörkum. Þá hefði og alþýða manna fúslega tekið sinn bagga. Eins og málin standa nú, verður alþýðan í órofaheild að skipa sér á móti þessum ráð- stöfunum. Hún vei'ður nú að hrista af sér 20 ára mæðiveikis- doða og vopnast á ný. Það væri Framli. á 7. síðu. í'Öóhcunan I unnn INGOLFSSTRÆTI 8 6 Frjáls þjóð — Laugtudaginn 26. rnarz 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.