Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.03.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 26.03.1960, Blaðsíða 1
 — 26, marz Iaugardagur 12. tölublað 9. árgangur Heima gestur Eggert Stefánsson söngvarí og. rithöfundur, listamaðurinn góði, sonur Vesturbæjarins, elskhugi íslands og alls þess sem íslands og íslenzkt er, hef- ur verið hér á landi síðustu vik- urnar,ásamt konu sinni. Tíðindamaður Frjálsrar þjóð- ar mætti Eggert í Bankastræti nú á dögunum. Hann sagðist vera að fara aftur til ítalíu, en þar er heimili þeirra hjóna. — Er ekki viðstaðan óvenju stutt að þessu sinni? — Jú, svaraði Eggert og brosti. Það gerir dýrtíðin. Vertu blessaður vinur. Þannig eru alltaf kveðjur Eggerts. Hann er íslandi alltaf til sóma hvar sem hann er. Fáir fslendingar hafa verið sannari ]istamenn en hann, langa ævi, hvern dag, hverja mínútu, ætíð Eggert Stefánsson. hlutverki sínu trúr. — Hann. heldur áfram að lifa íslenzku lífi, þótt hann dvelji fjarri ætt- arlandi sínu. Fari hann og kona hans heil, komi þau aftur heil. GENFARRÁÐSTEFNAN: Ætlar ríkisstjórn íslands að styðja bandarísku tillöguna? Tillögunni um 12 mílna landhelgi vex óðum fylgl Ekki hafa enn gerzt veruleg tíðindi á hafrétiarráð • stefnunni í Genf. Fáar tillögur eru komnar fram. Vafa- laust fara ýmsar áþreifanir fram bak við tjöldin, þótt ekki sé komið í ljós, þegar þetta er ritað, hvað upp af þeim sprettur. Ljóst virðist, að kröfunni um 12 mílna landhelgi hafi vaxið mjög fylgi frá fyrri ráðstefnu. Fram eru komnar á ráðstefn- unni tillögur frá ríkjum, sem vilja tólf mílna landhelgi, svo og tillaga Mexíkó um litla land- helgi en stóra fiskveiðilögsögu að auki. Af hálfu íslenzku sendi- nefndarinnar hefur ekki verið lagt neitt til mála ennþá, og eru menn farnir að leiða getum að því, hver ástæðan muni vera. Búizt er við tillögu Bandaríkja- manna á hverri stundu, og er talið víst, að hún verði í meg- indráttum svipuð og tillaga þeirra á Genfarráðstefnunni síðustu, sex sjómílur og sex í viðbót, með sérstökum veiði- réttindum upp að sex mílum fyrir þjóðir, sem stundað hafa rányrkju á umræddum miðum undanfarin fimm ár. Nú spyrja margir, hvernig íslenzka sendinefndin hafi á- kveðið að haga vinnubrögðum sínum. Er þá einkum mikilvægt, hvort hún hyggst styðja þær mörgu þjóðir, sem vilja fá sam þykkt ákvæði um 12 mílna landhelgi. Rétt er að minna á það að frumkrafa íslendinga á fyrri ráðstefnunni var 12 sjó- mílna landhelgi. Til málamiðl- unar féllust fulltrúar okkar á tillögu Kanada um sex mílna landhelgi og sex mílna f iskveiði- lögsögu þar fyrir utan. Rétt er Frh. á 6. síðu. Stórátök milli he verzlunarfrelsið salanna um Hver reynir að troða skóinn ofan af hinum Undanfarnar vikur hefur geisað stórstyrjöld milli heildsalanna í Reykjavík. Ástæðan til þess er sú, að eitt af stóru loforðum ríkisstjórnannnar var það, að 60— 70% af mnflutningnum skyldi gefinn frjáls, og þar með hefjast gullöld frjálsrar verzlunar í gjaldeyrislausu landi. Aðalbaráttumál heildsalanna í tvo áratugi átti nú að gera að veruleika með aðstoð Alþýðuflokksins. Segja má að þær vikur, sem þetta frílistamál hefur verið á döfinni, hafi frelsið hlotið eld- skírn sína í reynd og þegar beð- ið skipbrot. Hefur áþreifanlega sannast á heildsölunum, að hver þeirra um sig hefur aðeins vilj- að frelsi, ef hann hafði líkur til þess að hagnast á því en HÖFT og meiri höft, ef útlit var fyrir, að einhver stéttarbróðir hans mundi bera meira úr býtum. Baráttan hefst. Ríkisstjórnin skipaði að sjálf- sögðu nefnd sérfræðinga til að undirbúa frílistann. Var þannig til stillt, að einkasérfræðingur nokkurra stærstu heildsalanna í Reykjavík var aðalmaður þessarar nefndar. Fylgdust þeir því með undirbúningi mála frá byrjun, enda til þess ætlazt af ríkisstjórninni. En þá tókst ekki betur til en svo, að höfuðsmenn barátt- unnar fyrir frjálsri verzlun urðu um fátt sammála annað en það að reyna að sjá svo um, að gengið yrði af þeim vísi til iðn- aðar dauðum, sem hér hefur risið upp í skjóli haftanna.. Sumir heilsalarnir höfðu afl- að sér umboða og sambanda fyrir austan járntjald og hagn- ast rétt þægilega á þeim við- skiptum, en aðrir látið þessi tækifæri sér úr greipum ganga vegna þess, að þeir höfðu verið Natóstefnunni trúir. Þeir. scm höfðu sambönd- in fyrir austan tjald umturn- uðust ef nefnt var að setja þær vörur á frílista, sem þeir höfðu keypt þar. Rökstuddu þeir þessar kröf- ur með því, að ekki væri fært að gefa allan innflutning frjáls- an, og þarna væru vörur, sem vel mætti kaupa að austan. Hinir, sem höfðu umboð fyrir þessar vörur vestan járntjalds kröfðust þess, að vörurnar yrðu settar á frí- lista. Rökstuddu þeir kröfur sínar með því, að það yrði ekki fyrir- ferðarmikið verzlunarfrelsið, ef flytja ætti inn jafnmikið frá Frh. á 6. síðu. Nýr ritstjóri vií Tímann? SíSustu tvö árin hafa leið- togar Framsóknarflokksins haldið uppi mikilli leit að manni t'il að taka við ritstjórn Tímans ásamt . Þórarni Þórarinssyni. Allt til þessa hefur sú leit ekki borið sýnilegan árangur. Nú þykir mönnum þar í sveit mál- ið með engu móti þola lengri bið, eftir að Þórarinn er seztur á þing og Tíminn stækkaður upp í 16 síður. Um skeið hafði Eys,teinn Jónsson augastað á Ingvari Gíslasyni á Akureyri til að setjast í ritstjórastólinn, en sú hugmynd hlaut lítinn byr. Síðustu fréttir herma, að ráða- menn í Framsókn hafi lagt fast að Birgi Thorlacius, ráðuneytis- stjóra, að gerast ritstjóri Tím- ans. Fylgir það sögunni, að Birgir hafi ákveðið að taka boð- Friðrik á skák- móti í Argentínti Friðrik Ólafsson stórmeistari er nú lagður af stað til Argen- tínu og mun taka þar þátt í tveim stórmótum á næstunni. Hið fyrra mun hefjast 28. þessa mánaðar og er það hið árlega Mar del Plata-mót. Meðal þeirra, sem boðin hefur verið þátttaka í því móti eru: Pach- mann, Uhlmann, Panno, Naj- dorf, Billicki og tveir Rússar. Þátttakendur verða 15. Síðara mótið. sem hefst í maí, er haldið í sambandi við há- tíðahöld í tilefni af 150 ára af- mæli maí-byltingarinnar, en þá losuðu Argentínumenn sig undan oki Spánverja. Eftirtöld um skákmeisturum mun hafa verið boðið til þessa móts auk Friðriks: Botvinnik, Tal, Glig- oric Szabo, Pachmann, Uhl- mann, Larsen, Najdorf, Eliskas- es, Sanquinette og Wexler. Mót- ið verður haldið í Buenos Aires. og eins og sjá má er hér ekki við neina viðvaninga að eiga. Óskum við Friðriki góðrar ferðar og góðs árangurs á mót- um þessum. Frjáls þjóð gerir sér vonir um að geta í næstu blöðum sagt fréttir af mótinu. TIMARIT ARKITEKTA- FÉL. íslands, Bygginga- listin, er nýkomið út í nýjum húningi, áœtlað er að 2 hefti komi á ári. Með- jylgjandi mynd af Nesti við Elliðavog er sýnishorn af mannvirkjum, sem sagt er frá i ritinu, arkitekt Manfreð Vilhjálmsson.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.