Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 3
frjáls þjóð Tjtgeíandi: Þjóðvarnarflokkiir Islands. Rit.stjórn annast: Jón úr Vör Jónsson. ábm. Gils GuOnmndsson. Framkvæmdastjóri: Ingiberg J. Hannesson. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Simi 19985. — Fósthólf 1-419. Askriftarg. kr. 9.00 á mán. Árgj. kr. 108, í lausas. kr. 3.00. Félagsprentsmiðjan h.f. Herleiðing vinstri manna Þegar litið er til baka yfir íslenzka stjórnmálasögu síðari ára, hljóta að vekja sérstaka athygli þau örlög, sem búin hafa verið vinstri sinnuðum kjósendum. Heita má, að vegferð þeirra hafi nú urn hríð verið samfelld eyðimerkur- ganga. Að vísu hafa verið reyndar^’msar leiðir til að fj'lkja 3iði vinstra megin, en árangurinn hefur orðið næsta bág- borinn. Afleiðingin er sú, að hægrisinnaður flokkur pen- ingamanna hefur náð óeðlilega miklu fylgi og lengi haft meiri áhrif á þjóðmálaþróunina en nokkur annar. Um eitt skeið var Alþýðuflokkurinn helzta von róttækra vinstri manna, en það er gömul saga. Nú stendur sá flökkur eða forysta hans við hlið íhaldsins, og keppir við það um hægrafylgið. Margir vinstri menn hafa fyrr og síðar lagt Framsóknarflokknum lið, en jafnan átt við ramman reip að draga, þar sem voru hin sterku öfl áfturhalds og her- mangs innan flokksins. Tilraun Héðins ValdimarssOnar og fleiri til að sameina verkalýðsflokkana í öflugri sósíaliskri lýðræðisfylkingu heppnaðist ekki, þar eð línukommúnistum tókst að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum og halda þeim fram á þennan dag. Sömu örlög hlaut tilraun Hannibals Valdimarssonar og félaga hans, er þeir gengu til samstarfs við kommúnista um stofnun Alþýðubandalagsins. Það hefur ekki orðið sá vettvangur, þar sem vinstri menn gátu sam- einast i voldugri fylkingu, af þeirri einföldu ástæðu, að Moskvutrúarmenn höfðu þar frá upphafi bæði tögl og hagldir og réðu mestu um starfsaðferðir og stefnu. — Um Þjóðvarnarflokkinn er það að segja, að honum hefur ekki tekizt að safna undir sitt merki nema mjög takmörkuðum hópi vinstri sinnaðra kjósenda, og þvi skort bolmagn til að verða sú brjóstvörn gegn íhaldi og hernámi, sem nauðsyn- leg er. Höfuðmein íslenzkra stjórnmála er enn sem fyrr það, að hér er ekki til öflugur, þjóðhollur og stefnufastur vinstriflokkur, búinn öllum skilyrðum til að fylkja undir merki sitt þorra alþýðufólks og menntamanna. Oft hefur þörfin fyrir slíkan flokk verið brýn, en aldrei meiri en nú, þegar mæta þarf ákafri sókn afturhaldsins með ríkisvaldið að bakhjarli. ■VTmsir töldu, að innan Sósíalistaflokksins væri vaxandi skilningur ó því, að eina færa leiðin til að koma hér upp öflugum og róttækum íslenzkum stjórnhiálasamtökum, væri sú, að dýrkendur kreddubiindins kommúnisma kæmu þar hvergi nærri. Þess vegna var frétta af, nýioknu þingi Sósíahstaflokksins beðið með nokkurri forvitni. Lýðræðis- sinnaðir sósíalistar innan flokksins höfðu að þessu sinni tækifæri til að láta koma tii uppgjörs við kreddumennina að 'bjarga samtökum sínum úf langvinpri herleiðingu. En þeir létu það ógert. Brynjólfur Bjarnason og félagar hans fóru þar með sigur af hólmi. Sósíalistaflokkurinn eggjar nú vinstri menn lögeggjan að sameinast undir merkjum hans og Alþýðubandalagsins til baráttu gegn hægri öflunum og ríkisstjórn þeirra. Vissu- lega er engin nauðsyn brýnni í íslenzkum stjórnmáium en öfJugur vinstri flokkur, sem fær sé um að taka upp bar- áttu fyrir bættu stjórnarfari í landinu og leiða hana til sigurs. En Jýðræðissinnar innan SósíalistafJokksins verða að slviJja það, að flokkur eða fJokkasamsteypa, þar sem kommúnistar eru einhvers ráðandi, vinnur aldrei tiltrú fjöldans og er í eðii sínu allsendis ófær um að gegna því hlutverki, sem róttækut', íslenzkur flokkur einn getur gert. Hve lengi ætla vinstri menn að dreifa kröftunum og láta halda sér i herleiðingu? Sú spurning er áleitnari nú en nokkru sinni fyrr. Þjóðvarnarflokkui'inn tjáir sig reiðu- búinn til að draga strik yfir gamlar væringar og ágreining um minni háttar atriði, ef verða mætti til að flýta fyrir þeirri þróun, sem verður að eiga sér stað og hlýtur að koma, fyrr eða siðar. Hann hefur jafnan lýst sig fúsan til þess að eiga aðild að myndun nýrra stjórnmálasamtaka, sem hefðu skilytði til að halda á lofti merki róttækrar vinstri stefnu af fullum myndugleik. Innan slíkra samtaka mun menn að sjálfsögðu greina á um ýmis atriði, en því aðeins getur vinstri flokkur orðið öflugur og áhrifaríkur, að hann sé óháður erlendu valdi. Honum má hvorki fylgja grýla kommúnismans né fjötrar hernámsstefnunnar. En takizt að mynda á breiðum grundvelli flokk, sem er laus við þessa höfuðannmarka, bíður hans mikil framtíð. Eldlands og Islands Dr. Björn Sigfússon: Fjárbúamunur Við verðum sælli, íslend- ingar, við að hugsa hlýtt til aumari landa en við eigum. Það hitar á þorra að hugsa til fjarlægari báginda með Jón- asi:1 Þar er eí nema eldur og ís, allt í h .. . brennur og frýs. Frá bernsku höfum við margir kjörið Grænland og Eldland til að aumka og vor- kennt eirrauðu stríplingunum þar syðra, þangað til þeir dóu út eða hurfu í Andesfjöll af feimni. Enn er þar talsvert um jökla á fjöllum. Vestangarr- inn mæðir mjög á suðurenda Ameríku. Þar er fjallgarður þessi siginn svo í sjó. að vatn- ar í miðjai' hlíðar og ekkert er undirlendi lengur. Sé ekki súld eða slydda, er það af því, að hann er að skella á með rok í staðinn og lengstum er ekki hundi út sigandi fyrir rigningu. Þannig lýsa menn kjarri klæddri suðvestur- strönd Eldlands og tilheyrandi smáeyjum, og una þar ekki óneyddir nema vitaverðir. Austan fjalla tekur við beitiland með hér um bil frostlausri veðráttu árið um kring bæði á Eldlandi sjálfu og um Austursléttuna miklu norðan Magellansunds, en hún er sneið, sem Chile á sunn- an af hinni argentínsku Pata- góníu. Argentína á jafnstóra sneið austan af Eldlandi, og fellur hún utan greinar minn- ar. En ég ræði hér eft-r urn Magellanfylki allt, sem er dálítið stærra en ísland og liggur að einum þriðja á Eld- landi. Þetta er svðsta land- stjórnarumdæmi í Chile. Höfuðstaður fylkis og mið- stöð alls, sem hrærist, er Sand- eyri, Punkta Arenas á spænsku landsmanna, ný- tízkulegui' 45 þúsunda bær á miðri norðurströnd hins 550 km langa Magellansunds, sem er skipaleið milli Atlantshafs og' Kyrrahafs. Veðrátta á Sandeyri er hóti mildai'i á vetr- um en er í Vestmannaeyjum og sumarhiti sami og í Reykja- vík, en sólfar oft meira. Regn- belti fjallanna nær ekki alveg að borginni. Hvað kjósa lesenaur að vita um þetta fylki rneð íslenzkt veðui’far? Eigum við að skaða nánar sameiginleg auðkenni lands og sameiginlegar rán- yrkjuaðfei’ðir tveggja mikilla sauðfjárþjóða? Hugsa um beitai’þol og á hvorum staðn- um kind þarf rýmra land? Ekki er rúm til þess ahs í blaðinu. Og það sparar rúm að taka fram strax, að við þurf- um ekkert að læra af Eldlend- ingum í búfræði, en erum skyldir að játa, að hinn kapí- talski rekstur fjárbúa þar er miklu háþróaðri en hér hefur þekkzt, og við skulum hætta að aumka þá. Frá Sandeyi’i má aka um öldótt land eða slétt og kollótt- ar hæðir, sem skriðjöklar ís- aldar hafa heflað, norður til Puerto Natales, sem er menn- ingárlítil hafnai'stöð, Kyrra- hafsmegin, og nýtur veður- blíðu allt árið. Láglendi þetta austan fjalls væri ágætt til margvíslegs búskapar og xnun ekki vera minna en allar byggðir á Suðurlandi og kring um Faxaflóa, en auk þess eru ískógóttu, tindafjöllin, sem enginn notar til neins. Víða mætti i’ækta þarna korn með sama árangi’i og austan fjalis í Noregi og jafnvel hveiti bregzt ekki mjög (hætta á haust- frostum engin). Eldland er varla miklu lak- ara fyrir fé en Austursléttan, en meðalhiti sumarmánaðanna lágur, sífelldir næðingar og landið óblómlegt. Til eru væn- ir beykiskógar. Hm grýtta slétta er mikinn hluta árs eins og sviðin væri ,en með gras- toppum hér og hvar. Um gi'óðui’far og einkura. með tilliti til tegundaflutn- ings þaðan til íslands má vitna til Sturlu Friðriksson- ar grasafræðings í Ársriti skógræktarfélagsins 1952. Öll eru landsvæði þessi óræktuð og fábyggð. Þrátt fvr- ir öi'an innflutning hvítra manna í nokkra mannsaldra og eigi sízt um miðju 20. ald- ar, er hið ágæta Mageilan- fylki stórum fámennara en ís- land. Nautgi'iparækt, akuryrkja, skógarhögg og fiskveiðar landsmanna eru miðuð við heimalandsnotkunina eina og þurfa lítillar frásagnaf. Sama er að segja um rafvirkjanir og námugröft, þótt miklu hafi ráðið um myndun borga í landinu á tímabili. En merk- ustu útflutningsvörur eru sauðfjárafurðir, og hefur kapp verið' lagt á ullarframleiðsl- una. Smábænda- og veiðimanna- stéttin, sem kom fótum und- ir þessar byggðir á 19. öld og var mun íneir kynjuð frá Júgóslavíu, Skotlandi, Wales og víðar úr Evrópu en úr C.hile sjálfu, hlaut að lifa af fram- leiðslu sinni sjálf, en skorti bolmagn til stórfyrirtækja og einbeitingar að útflutnings- framleiðslunixi. Til þess að valda því hlutvei’ki voru mynduð hlutafélög með er- lendu fjái’magni, sem komst síðar a. m. 1. í hendur manna í höfuðstað Chilerikis, sem hlóð undir félögin með séi’- leyfum og hagstæðri land- leigu. og skal þess getið bet- ur. Alls ekki samyrkjubú — og þó? Fjárjarðir í Magellanfylki hafa þá stærð, sem Rússar mæla með nú fyrir samyrkju- bú á gresjum sínum. En þessu kom amerisk hugsjón í verk miklu fyrr í gósenlandinu norður af Sandeyri. Það var 1901, að til valda kom sú Chilestjórn, sem sagði, að all- ir bændur á leigulitlum ríkis- jörðum þarna syðra m.ættu til að verða sjálfstætt fólk, og auglýsti allar jarðir til sölu. Salan fór fram noi’ður í höfuð- stað landsins og í stórslumpum til hæstbjóðanda, og var ábú- endum sagt, að ef þeir væxu ekki tilbúnir að kaupa og greiða (stjórnin þurfti pon- inga), gætu þeir eins keypt býlin seinna af hlutafélögun- um, sem af ríkhiu hefð'u keypt; lifi fijjáls samkeppni. Árin 1903—06 seldi ríkið þannig um 4.400 þús. ekrur eða 1650 ferkílómetra af grónu landi í þessum hluta fylkisins einum, og í stað 3 shillinga meðalvei’ðs á ekru til að byi’ja með voru félögin komin 1907 upp í 10 shillinga meðalvei’ð á ekru (umreikn- að í enskt gengi; gengisfall varð í Chile á meðan). Þeir vildu raunar heldur eiga land en selja það ábúendum íyrir það verð. Aðeins liðlega 20 munu þeir bændur hafa vei’ið á svæðinu, sem náðu ábýlum sinum til eignar á þessu ára- bili. Og verðbólga þjáði»þá. Flestum öðrum þótti létttaær- ara að ráða sig lausamenn í ýmsa atvinnu. Fimm hlutafélög, sem enn. eru að starfi og eiga lönd víð- ar en þetta (m. a. á leigu frá ríkinu, mest af Eldlandsslétt- unni), náðu þá eða síðar und- ir sig nær öllu landi, sem hag- bezt var. Þau lögðu niður fjölskylduábýlin og samein- uðu þau í stærri og stærri býli með mikla f járfesting í húsum og vegum og áberandi ofbeit í mílnafjarlægð út frá hvei’ju stórbýli. Tvö af félögunum áttu þegar 1906 rúma 5/9 af öllu sauðfé'fylkisins. Svo í’ót- tæk var sameiningin, semx auðfélögin framkvæmdu, að í 50 ár hefur hún sett sinr* svip á alla hagþi'óun landbún- aðar. félagsmál og stjórnmál landshlutans.1) Eftir geysi- hraða fjárfjölgun um alda- mótin stóð sauðfjártala nokk- uð í stað, með tilviljunarsveifl- um einum, frá því eignabylt- ingin 1903 var hafin og fram yfir 1930, enda alls ekkert aukin ræktunin á landi sauð- jarða og kindum ekkert hey ætlað. Nú hefur fjölgun sein- ustu 25 ára numið að jafnaði. 1% á ári og ekki sökum rækt- unar, heldur gei'nýtingar á beit, því að tíðari tilfærsla fjái’hópanna milli girðingar— hólfa og jafnvel milli. lands- i) G. J. Butland: Thé humam geographý of Southern Chile- London 1957, bls. 61. Frh. á 4. siðu. l Prjáls þjöS — Laugardaginn 2. apríi 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.