Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 1
2, apríl 1960 laugardagur 13. tölublað 9. árgangur Beðið eftir Godot FIosi Ólafsson og Guðmundur Pálsson sem Pozzo og Lucky og Árni Tryggvason og Brynjólfur Jóhannson — Estragon og Valdimir. (Sjá leikdóm á 2. síðu). Skriffinskan blómstrar Úr viðtali við Heimdeiling Blessað „nýja efnahagskerf- ið" er nú að komast í eldlínu reynslunnar. Verður ekki ann- að sagt en viðbrögð manna við því séu nokkuð á annan veg, en hrekklausir menn hefðu búizt við. Kaldrifjuðustu andstæðing- ar ríkisstjórnarinnar ganga um skælbrosandi, og hlakkar blátt áfram í þeim yfir öllum ósköp- unum, en fylgismenn ríkis- stjórnarinnar ganga velflestir með samanbitnar varir og forðast umræður um mál- in. — Þó hnussar illilega í mörgum, og sagði einn Heim- dellingur nýlega, að hart væri að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi nú þurfa að leggja á alverstu skattana eins og söluskatinn, sem hann hefði þó drengilegast barizt gegn. Auk þess væri ekki annað sýnna, en að Sjálfstæð- isflokkurinn ætlaði sér að sanna „á einu bretti", að öll verzlunarstéttin lifði á að svindla, ef hann ætlaði sér að taka upp eftirlit með innheimtu söluskattsins í smásölu. Þar að auki kostaði eftirlitið slíkt skrif- finnskubákn, að það nægði eitt til að gera að engu allt tal flokksins um fargan vinstri- flokkanna í þeim efnum. Þá sagði þessi Heimdelling- ur einnig, að eitt bezta dæmið um skriffinnskuæði ríkisstjórn- arinnar og sérfræðinga hennar væri það, að þegar einhver heildsali flytti inn matvörur, færi hann til tollstjóra og krefðist þess að fá 18% niður- greiðslu af verði vörunnar. — Tollstjóri borgaði þetta, heimt- aði kvittun af heildsalanum og ókaði á niðurgreiðslureikning. Síðan krefðist tollstjóri þess af heildsalanum, að hann greiddi NÁKVÆMLEGA SÖMU upp- hæð í söluskatt og toll af vör- unni, gæfi kvittun fyrir og bókaði á reikning yfir inn- heimtan söluskatt. Þessi „Óli Skans" tæki heildsalann ekki nema eins og einn klukkutíma í hvert skipti, og öllu réttlæti væri fullnægt. — Já, það eru vinnuvísindi hjá honum Gunn- ari Thoroddsen. Þetta er bara að verða eins og í bæjarvinn- únfti hjá honum. Jnahagskerfi ríkisstjórnarinnar er þegar tekið að liöast sundur Verzlunarfrelsinu slegið á frest Eins og kunnugt er, hafði ríkisstjórnin lofað stuðn- íngsmönnum sínum, að 60—70% af innflutningi til landsins skyldu gefin frjáls. Var þeim heitið því, að þetta tímabil frjáls innflutnings skyldi hefjast hinn 1. apríl. — Nú er hinsvegar Ijóst, að þetta áform er að engu orSiS, og hefur nú venð ákveðið aS fresta út- gáfu frílistanna til ]-. maí. Kunnugir telja þó, að sér- fræðingar ríkisstjórnarmnar líti nú þegar svo á, að þó að einhverjir frílistar verði gefnir út að nafni til hinn 1. maí eða síðar, þá verði það aldrei annað en til að sýnast, og raunverulegt verzlunarfrelsi eigi langt í land. • Þegar kunnugt varð, hvaða isstjómin, að hér var komið í ráðstafanir ríkisstjórnin ætlaði að framkvæma í efnahags- og fjármálum, var því haldið fram hér í blaðinu, að þetta efna- hagskerfi gæti ekki staðizt og værí sýnilega dæmt til að mis- takast. Rökstuðningur blaðsins fyrir þessari skoðun skal ekki endurtekinn hér að þessu sinni, aðeins minnt á hann. Hvert áfallið af öðru dynur nú yfir ríkisstjórnina og rennir nýjum og nýjum stoðum undir þessa skoðun FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR, og það mun fyrr en menn gerðu almennt ráð fyrir, eða áður en afleiðingar sjálfra bjargráðanna eru fárnar að hafa. teljandi áhrif á líf og starf þjóðarinnar. Hálfur varasjóðurinn eyddur. Blaðið hefur . öruggar heimildir um það, að nú þeg- ar er búið að eyða helming þess gjaldeyrisvarasjóðs, sem fenginn var áð láni út á gengisfellingu þá, sem fram- kvæmd var samkvæmt fyrir- skipunum erlendis frá. Hafa þessar 10 milljónir doll- ara, sem þegar eru horfnar, ein- göngu farið í að greiða óreiðu- skuldir bankanna, sem safnazt höfðu í tíð Alþýðuflokksstjórn- arinnar og þann tíma, sem þessi stjórn hefur setið. Auk þess er ljóst, að sumir þeir, sem bezt höfðu treyst orð- um og athöfnum ríkisstjórnar- innar, hafa þegar gert sínar ráðstafanir í sambandi við hinn mikla dag, 1. apríl, sem' á máli ríkisstjórnarinnar hét D-day (eins og innrásardagurinn í Normandie, því fínt skal það vera), og eiga því nú þegar í pöntun allmikið af þeim vörum, sem gefa átti frjálsar. Er von á þeim til landsins með fyrstu fyrstu skipum í apríl. Frelsinu frestað. Þegar svona vaf komið. sá rík- hreint óefni. Ljóst var, að þegar á fyrsta mánuði frelsistímabilsins mundu bankarnir neyðast til að stöðva yfirfærslur og slík óánægjualda brjótast út, að við ekkert yrði ráðið. Ríkisstjórnin greip því til þess ráðs í miklu flaustri að tilkynna . vildarmönnum sín- um, að af óviðráðanlegum ástæðum yrði að fresta út- gáfu frílistanna mánuð. um enin Dúsa verzlunarstéttannnar. Þetta er meira áfall fyrir ríkisstjórnina en menn munu í fljótu bragði gera sér grein fyrir Verzlunarfrelsið, og hin gífurlega lántaka erlendis til að hrinda því í framkvæmd, átti að sætta verzlunarstéttina við bjargráðin. Þetta var sú dúsa, sem Uþp í hana átti að stinga. Það átti að telja verzlunarstétt- inni trú um, að verzlunarunv setningin mundi dragast minna saman en hið hóflausa „bjarg- ráðaverð" ber tvímælalaust með sér, ef vörur, sem ekki hafa sézt hér í verzlunum árum sam- an'yrðu nú fluttar inn frá Vest- ur-Evrópu og Ameríku. Kaupmönnum var ljóst, að verzlunarveltan mundi minnka stórlega, ef vörurnar, sem þeir höfðu flutt inn frá járntjaldslöndunum, ættu að hækka í verði um 60—90%. Framh. á 8. síðu. Hinn óttalegi leyndardómur Hverjir reiknuðu vitlaust um 100 milljónir? FRJÁLS ÞJÓÐ hefur fengið tækifæri til að lyfta horni á járntjaldi því, sem umleikið hefur sérfræðinga ríkisstjórnar- innar, og skyggnast um sviðið að tjaldabaki. Þess vegna getur blaðið nú veitt lesendum sínum svar við þeirri þrálátu spurn- ingu, sem ásótt hefur menn að undanförnu, en hún er: Hverj- ir reiknuðu söluskattinn í smá- sölu vitlaust um 100 milljónir króna? Þegar bjargráðin voru í und- irbúningi. var Hagstofu fslands falið að áætla veltu þá, sem reikna átti söluskattinn í smá- sölu af, og áætla þar með sölu- skattinn sjálfan. Hagstofan skilaði álitsgerð og komst að þeirri rökréttu nið- urstöðu, að ógerlegt væri að áætla þessa veltu hærri en 7000 milljónir á árinu 1960, og mundi þá söluskattur af því eiga að vera 210 milljónir á ár- inu. Var þó tekið fram, að sam- kvæmt fenginni reynslu, væri óvarlegt að gera ráð fyrir, að reikningsleg velta skilaði sér sem uppgefin velta til sölu- skatts. Við þessari áætlun tóku tveir þjóðkunnir fiármálaspekingar, þeir Gunnar Thoroddsen og Vil- hjálmur Þór. Töldu þeir sig hafa betra vit á þessu en Hag- stofa fslands og áætluðu sölu- skattsveltuna 9000 milljónir og söluskattinn 280 milljónir í smásölu. Þessa upphæð settu þeir svo í fjárlagafrumvarpið og létu þess getið í skýringum, svona til frekara öryggis, að söluskatt í tolli skyldi ekki hækka. Þegar svo átti að fara að ganga frá söluskattsfrumvarp- inu, voru aðalsérfræðingar rík- isstjórnarinnar búnir að fá pata af því, að liér væri maðkur í mysunni, og málið var tekið til nýrrar endurskoðunar af Hag- stofunni, sem leiddi til sömu niðurstöðu og fyrr. Var þá einsýnt, að við sva búið mátti ekki standa, vegna þess að væri þessi vitlausa á- ætlun látin standa, gæti það haft í för með sér GREIÐSLU- Frh. á 6. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.