Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 02.04.1960, Blaðsíða 7
TILKYMMIIMG um söluskatt af innlendum viðskiptum samkvæmt lögum nr. 10, 22. marz 1960 I. Frá 1. apríl 1960 skal greiða 3?ó sölu- skatt af andvirði seldrar vöru og verðmæta og endurgjaldi fyrir hverskonar starfsemi og þjónustu. Til skattskvldra viðskipta telst öll sala eða afhending vöru, þar með talin sala pöntunarfélaga, umboðssala, sala við frjáls uppboð, svo og öll vinna og þjónusta, sem látin er í té af iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, einstaklingum eða stofnunum, er stunda hverskonar sjálf- stæðá starfsemi. Einnig er skattskyld út- tekt eiganda úr eigin fyrirtæki, jafnt vara, vinna og þjónusta. II. Söluskattskyldir eru allir þeir, sem ann- ast söluskattskyld viðskipti og skiptir ekki máli í því sambandi hvort hlutaðeigandi er einstaklingur, firma eða félag, opinber stofnun, fyrirtæki ríkis eða sveitarfélags, eða aðrir aðilar, þótt um'.anþegnir séu skattskyldu samkv. lögum nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignarskatt eða öðrum lög- um. Einnig eru umboðsmenn og fyrirsvars- menn erlendra aðila, sem hafa söluskatt- skvlda starfsemi hér á landi, skattskyldir af slíkri starfsemi. III. Skattskylda er almennt bundin við síðasta stig viðskipta. Það er því aðalregla að sala til neytanda er skattskyld, sala til endur- seljanda skattfrjáls. Neytandi telst sá, sem kaupir vöru, vinnu eða þjónustu til eigin nota eða neyzlu, endurseljandi sá. sem kaupir vöru eða vinnu til að selja aftur eða notar vöruna sem efni í vöru, sem framleidd er í atvinnuskyni. Þetta gildir þó ekki um óvaranlegar rekstrar- vijrur og hjálparefni til framleiðslustarf- semi, sem ekki mynda efnisþátt fram- leiðslunnar, og skal endurseljandi greiðt söluskatt af kaupverði slíkra vara. IV. Því aðeins er heimilt að selja endurselj- anda vöru, vinnu eða þjónustu án söíu - skatts að hann hafi tilkynnt skattyfir- völdum um starfsemi sína og sýni skírteini er sanni að hann hafi heimild til að kaupa viðkomandi vöru án söluskatts sem endur- • seljandi. Eyðublöð þessi ásamt leiðbeiningum fást hjá skattstofum og skattanefndum. Skulu allir söluskattskyldir aðilar, í síðasta lagi 1. mai n.k., hafa tilkynnt skattyfirvöldum um atvinnurekstur sinn eða starfsemi eftir því sem fyrir er mælt og fengið viður- kenningu fyrir móttöku tilkynningar. — Gildir sú viðurkenning sem bráðabirgða heimild til kaupa á vöru án söluskatts. Þeiv sem hefja starfsemi eftir að lögin öðlast gildi skulu tilkynna það áður en starfsemi hefst. Ef söluskattskyldur aðili hættir starf- semi þeirri, sem tilkynnt hefur verið, fell- ur umrædd heimild úr gildi, og skal til- kynnt um það til skattyfirvalda. V. Eftirfarandi sérákvæði gilda um innheimtu söluskatts af neðantalinni starfsemi og við- skiptum: a. Seljendur skulu taka söluskatt af verði allrar vöru og þjónustu, sem seld er í smásölu og skiptir þá ekki máli, hvort um er að ræða sölu til neytenda eða endurseljanda, þó skal ekki innheimta söluskatt af sölu á timbri, trjávörum, steypustyrktarjárni og sementi til end- urseljenda. b. Söluskattur af aðgangseyri að skemmt- unum skal innheimta með skemmtana- skatti. c. Af vörum þeim, sem Tóbakseinkasala ríkisins selur, greiða þeir aðilar, sem hafa með höndum smásölu slíkra vara, einkasölunni söluskatt af þeim vörum um leið og þeir greiða kaupverð var- anna og er skatturinn miðaður við smá- söluverð. d. Innflytjendur olíu og benzíns skulu taka söluskatt við sölu eða afhendingu þess- ara vara til umboðsmanna sinna eða annarra aðila. Skatturinn miðast við smásöluverð. Smásalar og umboðssalar sem að kveldi hins 31. marz 1960 eiga óseldar slíkar vörur skulu innheimta söluskatt af söluverði þeirra og standa skil á honum í ríkissjóð. VI. Skatturinn miðast við heildarandvirði eða heildarendurgjald vöru, vinnu eða þjón- ustu, án frádráttar nokkurs kostnaðar. Verð vöru, vinnu og þjónustu má hækka sem söluskatti nemur, Vanræki einhver að taka söluskatt af skattskyldum viðskiptum, ber honum eigt að síður að standa skil á skattinum. VII. Undanþegin söluskatti er sala eftirtalinna vara og verðmæta: Vörur seldar úr land, nýmjólk, nema í veitingasölu, íiskumbúðir og kjötpokar, fiskinet, fiskilínur, önglar og öngultaumar, (þó ekki sporttæki), salt, annað en í smá- söluumbúðum, beitusíld, tilbúinn áburður, annar en í smásöluumbúðum, grasfræ, fóðurvörur, flugvélaeldsnéyti, innlend dagblöð og hliðstæð blöð, svo og tímarit, sem ekki eru gefin út í ágóðaskyni. Enn- fremur fasteignir, skip, flugvélar og flug- vélavarahlutar, einnig lausafé, sem seljandi hefur notað í eigin þágu eða við starfsemi sína, enda geti salan ekki talist til atvinnu- rekstrar. Ekki skal skattlögð heimilis- notkun framleiðenda landbúnaðar og sjávarafurða á eigin framleiðsluvörum. VIII. Undanþegin söluskatti er eftirtalin starf- semi og þjónusta: a. Vinna við húsbyggingar og aðra mann- virkjagerð eða við endurbætur og við- hald slíkra eigna. Undanþágan tekur þó einvörðungu til þeirra vinnu, sem unnin er á byggingarstað, en ekki til vinnu við framleiðslu eða aðvinnslu bygginga- vara í verksmiðju, verkstæði eða starfs- stöð. b. Vinna við skipa- og flugvélaviðgerðir, vöruflutningar, ennfremur fólksflutn- ingar almennra leigubifreiða á stöð. c. Húsaleiga, þó ekki leiga gistihúsa og samkomuhúsa, útfararþjónusta, rekstur sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsu- hæla og annarra þvílíkra stofnana, sala fasteigna, skipa, flugvéla, verðbréfa og annarra þvílíkra verðmæta. Ennfremur lækningar, lögfræðistörf og önnur hlið- stæð þjónusta, sala listamanna á eigin verkum, sala neyzluvatns, póst- og síma- þjónusta, svo og þjónusta banka og sparisjóða. IX. Allir söluskattskyldir aðilar skulu senda hlutaðeigandi skattyfirvaldi skýrslu um heildarveltu sína hvern ársfjórðung á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýsing- um um einkaúttekt, skattfrjálsa sölu og annað er máli skiptir við ákvörðun skatts- ins. Söluskattskýrsla skal hafa borizt skatt- yfirvöldum í síðasta lagi innan 15 daga frá lokum hvers ársfjórðungs. X. Söluskatt skal greiða til innheimtUmarins ríkissjóðs í síðasta lagi fyrir lok framtals- frests hvers ársfjórðungs. Hafi einhver, sem greiða skal söluskatt, eigi skilað honum til innheimtumanns rík- issjóðs innan mánaðar frá gjalddaga, skal hann greiða lh'í í dráttarvexti fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga. Verði vanskil á greiðslu skattsins. má innheimtumaður láta lögreglustjóra stöðva atvinnurekstur þess, sem eigi hefur staðið í skilum, þar til full skil eru gerð, með því m.a. að setja verkStofur, skrifstofúr, út- sölur, tæki og vörur undir innsigli. Hér eru aðeins rakin höfuðatriði hinna nýju söluskattslaga og því nauðsynlegt að allir söluskattskyldir aðilar kynni sér sem bezt lögin í heild, og söluskattsreglugerð sem birt verður. Reykjavík, 30. marz 1960. Skmtistjóriwun i Mivtgkjjwsrifc Frjáls þjóð — Laugardaginn ° apríl 1960 wSSiKSSUarÉ

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.