Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.04.1960, Page 3

Frjáls þjóð - 23.04.1960, Page 3
ÞANKAR — Frh. af 2. síðu. En vel á minnzt: Hvar er nú byggðastefnan? Þegar kosning- ar eru á næsta leiti, þjóta fram- bjóðendur fjögurra flokka um aliar sveitir, til yztu nesja og innstu dala, boðandi fagnaðar- erindi um „jafnvægi í byggð landsins". Þarna skuli þetta gert og á hinum staðnum hitt, og það strax, bara ef hæstvirt- ir kjósendur vilji leggja svo lít- ið á sig að kjósa þennan eða hinn flokkinn, auðvitað hinn eina rétta. Svo er kosið. talning fer fram og hinir útvöldu tín- ast hver eftir annan til Reykja- vikur. Kosningaprógrömmin eru læst niður í skúffum á flokksskrifstofunum og bíða þess eins að verða dregin fram- þegar kosningabliku dregur á loft næst. Þannig líða árin, og gullin augnablik líða hjá ónot- uð og koma aldrei aftur. Von- svikið eldra fólk tínist smátt og smátt burtu, þaðan sem það hafði eytt manndómsárum sín- um, ræktað, byggt og alið upp, oft stóran barnahóp. Þrátt fyrir hlunnindi og víða góðan húsa- kost, leggjast nú margar jarðir í eyði. Raforkan er eitt af því, sem fólkið sækist að vonum mest eftir. Því miður sækist hægar en skyldi að rafvæða landið, auk þess sem sýnilega verður að gerbreyta um stefnu í raforkumálunum, ef ekki á að fara eins og þegar hjálp til sökkvandi skips berst of seint. Augljóst er, að rafvæðing dreifðra útkr'álkabyggða frá vatnsaflsvélum er svo langt undan, að óumflýjanlegt er að bjarga þeim frá auðn með því að ríkið veiti því fólki, sem þar býr enn, ljós og yl með tilkomu dieselrafstöðva. Fyrir siðustu gengisfellingu kostaði diesel- rafstöð fyrir meðal sveitaheim- ili um 20.000 kr. Er það litlu eða engu hærri fjárhæð en greiða verður í heimtaugargjald hjá þeim, sem fyrir valinu verða við lagningu rafveitn- anna. Fyrir ríkið væri senni- lega mun hagkvæmara að gefa íbúum dreifðra byggða diesel- rafstöðvar, en að leggja leiðsl- ur um langa vegu, þar sem nær engin byggð er. Það virðist ekki vera seinna vænna fyrir hæstvirta ríkis- stjórn og þjóðarleiðtogana yfir- leitt að gera nú þegar gang- skör að því að safna skýrslum um ástand og horfur í atvinnu-, félags og menningarmálum þeirra byggða. sem verst eru settar, og veita sem skjótasta úrlausn, ef bjarga mætti byggð- inni og þar með mildum verð- mætum, sem ella færu for- görðum. Það getur ekki verið skynsamlegt þjóðhagslega séð að leggja niður heil byggðalög með miklum hlunnindum, bygg- ingum og ræktun, og þurfa.svo að bygffa yfir fólkið í nýjum heimkynnum, byggja upp ný atvinnumannvirki, götur, skóla, siúkrahús o. s. frv. Ég hef heyrt einstaka menn segja sem svo: „Þetta borgar sig ekki,“ þegar eitthvað á að gera fyrir dreifbýlið. í því sambandi ætla ég að tiífæra eitt dæmi. Hér á Tjör- Framh. á 4. síðu. Frjáls þjóð — Laugardaginn 2:>. apríl 1960 3

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.