Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 3
frjáls þjóö Útgefandi: Þjóövarnarflokkur Islands. Ritstjórn annast: Jón úr Vör Jónsson, ábm. Gils Guömundsson. Framkvæmdastjóri: Ingiberg J. Hannesson. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, i lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Leigjandinn mikli ■¥-^ó að ákaflega mikið hafi á það skort, að íslendingar kynnu að fara vel og skynsamlega með alla þá tiltölu- lega miklu fjármuni, sem þeir hafa fengið upp í hendur á síðari árum, sjást þess ýmsar varanlegar menjar, að þjóð- artekjurnar hafa stórum vaxið. Eitt af því, sem tekið hefur ákaflega miklum stakkaskiptum á skömmum tíma, er húsakostur landsmanna. ByggingaframkvEsmdir hafa verið ákaflega örar, enda vantar nú lítið meira en herzlumuninn til þess að þjóðin búi við sómasamlegan híbýlakost. Að vísu er þeim gæðum, eins og mörgum öðrum, ærið misskipt, en umskiptin hafa þó orðið .mikil og ánægjuleg. Fjöldi litt efnum búinna manna hefur raunar orðið að leggja mjög hart að sér til þess að eignast sómasamlegt þak yfir höfuðið, en með atorku hefur mörgum tekizt það. A uk íbúðarhúsa hefur á undanförnum áratugum verið reist hvert stórhýsið á fætur öðru undir margvislegan rekstur og starfsemi. Fyrirtæki og einstaklingar hafa kostað kapps um að byggja vel og myndarlega. En á þessum miklu byggingatímum, þegar nálega hver ' bílaverzlun, skyrtugerð og fatasaumastofa hefur komið sér upp glæstum salarkynnum, lætur íslenzka ríkið algerlega reka á reiðan- um í þessu efni, og vistar æ fleiri stofnanir sínar í mis- jafnlega hentugu en einatt rándýru leiguhúsnæði. Hefur sú saga endurtekið sig hvað eftir annað á undanförnum árum, að stórhuga einstaklingar, sem áttu í örðugieikum við að ljúka mikils háttar byggingum eða voru komnir með þær gersamlega í strand, björguðu öllu við með því að leigja opinberri stofnun hluta húsnæðisins um margra ára skeið og fá drjúgan hluta leigunnar greiddan fyrirfram. Með þessu móti hefur hið opinbera staðið straum af furðu miklum byggingaframkvæmdum fyrir einstaklinga, og af- leiðingarnar eru þær, að tiltölulega fáar ríkisstofnanir eiga sjáifar þak yfir starfsemi sína. Af slíkum ákafa hefur þessi leigupólitík verið rekin, að stofnanir eins og Ríkisútvarpið, Áfengisverzlunin og fleiri, sem vel gátu byggt fyrir eigið fé, fengu ekki leyfi til þess. Um stjórnarráðið sjálft er það að segja, að trúlega væri það r.ú leigjandi hjá Agli Vil- hjálmssyni eða í Morgunblaðshöllinni, hefði ekki stjórr^, Tryggva Þórhallssonar látið reisa Arnarhvol fyrir 30 árum og Danir byggt hér stæðilegt tukthús á oíanverðri 18. öld. Stofnanir þær, sem fræðslu- og menntamál heyra undir, hafa sætt svipuðum örlögum um húsakost og þorri annara ríkisstofnana. Fræðslumálaskrifstofan hefur að vísit verið til húsa í Arnarhvoli, en búið við mikil óþægindi af völdum þrengsla. Ríkisútgáfa námsbóka býr við óhentugt leiguhúsnæði i Hafnarstræti. Menntamálaráð og Bókaútgáfa Menningarsjóðs hafa átt griðland í félagsheimili prentara. Kennslukvikmyndasafnið hefur fengið irtni til bráðabirgða í gömlu húsi við Laufásveg. Nú mun talið óhjákvæmilegt, að Fræðslumálaskrifstofan rými bráðlega úr Arnarhvoli og fái aukið húsrými. Það myndi vera í íullu samræmi við þá stefnu, sem ríkt hefur í þessum málum, ef fyrrgreind rikisstofnun tæki nú á leigu húsnæði hjá framtakssömum húsbyggjanda, sem hefði þannig lag á að láta ríkið hjálpa sér til að koma upp stórhýsi. Ganga og sögur um, að slík lausn málsins sé þegar í athugun. T7'n er nú ekki mál til kómið að breyta hér um stefnu? Verður það ekki betra og hagkvæmara, þegar til lengdar Iætur, að opinberar stofnanir komi sér smám saman sjálfar upp eigin húsnæði, svo að ríkið þurfi ekki um ófyrirsjáanlega framtíð að vera langstærsti leigjandinn? Nú stendur svo á, að ein fyrrnefndra stofnana á sviði menn- ingarmála, sem aðsetur hefur í leiguhúsnæði, á stóra og góða byggingarlóð, en skortir að svo stöddu nægilegt fjár- magn til að hefjast handa um framkvæmdir. Væri hins vegar vaknaður skilningur stjórnarvalda á því, að tíma- bært myndi að hverfa frá leiguhúsnæðisstefnunni, ættu fyrrgreindar stofnanir á sviði fræðslu- og menningarmála í sameiningu að reisa þar hús yfir starfsemi sína. Til þess þyrfti að sjálfsögðu nokkra fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvalds og alþingis, en enginn vafi er á því, að slík lausn á hús- næðisþörf ríkisstofnana er hin eina rétta. Rikið á að byggja sjalft yfir starfsemi sína, ekki íbui'ðarmiklar hallir, þar sem forild og ráðleysi setja svip á hverja framkvæmd, heldur sómasamleg hús og hagkvæm. Ættu þau þó að geta orðið sfnekkleg, enda er einfaldleikimi oftast feguri'i en prjálið. Heimir Þorleifsson Síðari grein LAOS, land og þjóð Laosbúar hafa ætíð búið að sínu og látið hveráum degi nægja sína þjáning. Þeir eru jafnlyndir og engir fram- taksmenn, fresta því gjarnan til morguns, sem gera má í dag. Hvorki sér á þeim sorg né gleði hversdagslega, en vel kunna þeir að halda hátíðir. Einkum er orðlögð frjósemi- hátíðin Bang Fai, sem haldin ei', áður en regntíminn geng- ur í garð. Þá er gleði mikil, flugeldum skotið og bumbur barðar, enda mikið kneifað af samsku, sem er brennivíns- tegund ein, brugguð úr rís. Laosbúar eru ljósari á hör- und og að sumra dómi mynd- arlegri en aðrir íbúar Aust- ur-Indlandsskagans. Einkum hefur ferðamönnum litizt vel á kvenþjóðina, því að fæstir hafa verið sama sinnis og ferðalangur nokkur hollenzk- ur, er um landið fór á 17. öld, en hann mátti sig eigi úr húsi hræra eftir sólsetur, svo mjög óx honum í augum gjálífi innfæddra. Evudætur landsins eru smávaxnar, dökkhærðar og sagðar allra kvenna mittisgrennstar. Nær allir Laotanar eru Búddhatrúar, og halda þeir fast við upphaflegar kenning- ar meistara síns. Er sú grein Buddhatrúarinnar nefnd Hinayana, en það merkir hinn þröngi vegur. Megin- atriði hennar er, að allir séu bræður og eigi að ástunda kærleik til alls, sem lifir. Þessi jafnréttishugmynd hef- ur haft þau áhrif, að stétta- skipting er ekki eins mikil og t. d. í Brahmatrúarlöndum. í hverju þorpi og hverri~sveit er musteri helgað Buddha. Að sjálfsögðu eru þau mis- munandi að ytri sem innri glæsileik eftir ríkidæmi þeirra, er þangað sækja, en li höfuðdráttum svipar þeim öllum saman. Þetta eru opnar byggingar, nær allar úr tré, nema gólfið undir altarinu, sem er úr steini. Þakið eða öllu heldur þökin, því að þau eru oft þrjú, hvert upp af öðru, eru borin uppi af nokkrum teaksúlum, skraut- lega máluðum. Á gafla eí-u dregnar myndir ýmissa kynjavera drekakyns, og eru þær greyptar marglitum steinum. Engir stólar eru í musterinu, því að pregtur og söfnuður sitja einfaldlega á gólfinu við helgiathafnir. Við enda hússins gegnt inn- gangi er altarið og á því líkneski af Buddha í venju- legri hvíldarstellingu, sitj- andi með krosslagða fætur. Líkneskið er ýmist úr tré eða steini, gyllt og með perlu- móðuskeljar fyrir augu. Hinir frumstæðu þjóð- flokkar til fjalla eru hluta- og andadýrkendur og trúa því jafnvel sumir, að þeir séu varúlfar. Þeir gæta þess vandlega að bláðka „phiana“, en það eru dulai'fullir og oft- ast illir andar himins og jarð- ar, og ,,nagana“, s em eru drekar, er 1 ám búa. Landbúnaður er langmik- ilvægasti atvinnuvegur landsmanna, enda er talið, að um 90 af hundraði þeirra fá- ist við búskap í einhverri mynd. Mest er ræktað af rís og vex hann á rökustu svæð- unum, einkum niður við árn- ar. Rísinn er aðalfæðutegund landsbúa, og er nær öll fram- leiðslan notuð í landinu sjálfu. Þar sem hærra ber, vex kaffi og te, einkum í hér- aðinu Bassac syðst í land- inu. Maís er önnur aðalkorn- tegundin, en einnig eru rækt- aðir ávextir og gúmmí á plantekrum. Kínín, karde- mommur og ópíum fæst og frá Laos. Ræktunaraðferðir eru víðast frumstæðar og ný- tízku tækni þekkist varla. Undirbúningur að jarðrækt- inni hefst um þurrkatímann, og er þá brenndur allur skóg- ur á svæði því, sem rækta skal. Askan myndar áburð, er berst ofan í jarðveginn, þegar rigna tekur. Ekki þarf að plægja, en sæðinu er stungið ofan í jarðveginn, þegar rigna tekur. Eftir eina eða í mesta lagi tvær upp- skerur hefur illgresi kæft nytjaplönturnar, og er þá hætt við svæðið, sem brátt vex skógi á ný. Aðferð þessi hefur þann kost, að hvorki er þörf verkfæra né dráttar- dýra. Þá er og lítil hætta á uppblæstri, því að askan myndar bráðabirgða áburð, sem eykur gróður og bindur þannig landið. Á hinn bóg- inn krefst þessi ræktunarað- ferð mikils mannafla og land- rýmis. Þá eyðist og mikið af verðmætum skógi. Kvikfjár- rækt er nokkur, og eru helztu nytjadýrin nautgripir, buffl- ar og svín, en fílar eru not- aðir til að draga trjástofna úr skógunum niður að ánum. Einnig eru þeir notaðir til reiðai', einkum á torfærum svæðum, þar sem öðrum far- artækjum verður ekki við komið. Handiðnaður hefur lengi verið stundaður, einkum silkivefnaður, leirkeragerð. leður- og silfurvinnsla. Ný- tízku sögunarmyllur og korn- mölunarstöðvar eru til, en efalaust mætti auka timbur- iðnaðinn mjög mikið, ef fjármagn og kunnátta væri fyrir hendi, því að auður skóganna má heita ótæm- andi. Tin er unnið úr einni námu, og einnig finnst anti- mon og gull. Vatnaleiðir hafa frá fornu fari verið aðalsamgönguæðar landsins, en fossar og flúðir torvelda víða siglingar. Árn- ar eru hins vegar vel fallnar til timburflutninga. Á síðustu árum hafa fáeinir flugvellir verið gerðir og vegir lagðir, en stundum hafa annarleg sjónarmið ráðið framkvæmd- um. T. d. er sagt, að aðalveg- urinn frá Vientane, höfuð- borg ríkisins, sé aðeins stein- lagður að tennisvelli her- málaráðherrans. Flugfélag, sem að minnsta kosti að nafninu til er innlent, held- ur uppi samgöngum við höf- uðborgir nágrannaríkjanna, Saigon í Viet-Nam og Bang- kok ií Síam. Einnig eru bein- ar flugsamgöngur milli Hong Kong og Vientane. Þjóðvegur liggur eftir landinu endi- löngu allt til Saigon, en út frá honum hliðarvegir til helztu héraða, en þau eru 12 alls. Einnig er vegasamband við Bangkok, sem er aðal inn- og útf lutningshöfn Laos- búa. Það háir mjög samgöng- um á landi, að allir vegir verða illfærir, er regntíminn gengur í garð. Borgir í þeirri merkingu, sem venjulega er lögð í það orð, eru ekki til í landinu. Stjórnarsetrið Vientane, sem stendur við Mekong, hefur aðeins um 30 þúsund íbúa og er lítið annað en samsafn bambuskofa, auk nokkurra opinberra bygginga. Sama má segja um konungssetrið Luang Prabang, Paksí og Savannakhet, en þessir bæir hafa allir færri en 10 þúsund íbúa. Þingbundin konungsstjórn er í ríkinu, og er konungur æðsti yfirmaður hersins og trúarleiðtogi. Hann getur rof- ið þingið, ef honum sýnist svo, og lýst yfir neyðar- ástandi í landinu. Þetta var gert í sumar, er óeirðir urður og litlu seinna lét hinn aldní konungur Sisavang Vong af völdurn, en við tók krón- prinsinn Savang Vatthana. Þingið er skipað 59 fulltrú- um, sem kosnir eru til f jög- urra ára í senn, með al- mennri atkvæðagreiðslu. Flokkar eru margir, og hafa samsteypustjórnir farið mc9 völd. Dómsstig eru tvö, en kon- ungur hefur æðsta dómsvald,. og verður úrskurðum hans ekki áfrýjað. Alþýðumennt- un er á lágu stigi og háskóli enginn, en þó eru um 600 barna- og unglingaskólar £ landinu með yfir 40 þúsund nemendum, og fer kennsla £ Frh. á 6. síðu. Frjáls ;þjó6 — Laugardagirm 21. mal 1960 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.