Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 6
/ LISTIR BOKMENNTIR Ást og stjómmál Þjóðleikhússið sýnir um S| þessar mundir gamanleikinn Ást og stjórnmál eftir enska höfundinn Terence Rattigan í þýðingu Sigurðar Grímsson- ar. Ekki veit ég, hvort Sigurð- ur hefur reynt að velja nafn þetta í anda leikritsins, sem hann var að þýða, en ef svo er, þá verður að játa, að það hefur tekizt mætavel. Leikrit- ið er sem sagt álíka fiat- neskjulegt og nafnið, og um ást og stjórnmál fjallar það, rétt er það. Að vísu er ekki 11 alltaf Ijóst fyrir venjulegum manni, hvort leikurinn fjalii fremur um stjórnmál eðá ást, en þegar fram. í sækir skiljn þó allir, að það skiptir ekki |! neinu máli, hvort heldur er •— | hvorugu eru nokkur skil gerð.: , Enn hefur Þjóðleikhúsið „ver- I ið óheppið í vali sinu". Þau orð eru þýdd í leikskrá og höfð eftir höfundi, að lik- lega geti hann státað af því, að honum sé gefið að eyða ekki orðum að neinu því, sem ékki hafi þýðingu fyrir rás !Í leiksins eða greiði fyrir skiln- 1 ingi á persónunum. Leikritið | Ást o$ stjórnmál sýnir þó að | höfundi skjátlast allhrapal- Pji lega í þessum dómi um sjálf- 1 an sig, enda er óhugsandi, að 1 hann hafi haft þetta leikrit fi eða önnur lélegustu verk sin í huga, þegar hann mælt*þau orð. Fá leikrit eru fjær því að vera hnitmiðuð og rökrétt í I byggingu en einmitt þetta, og auk þess er engin leið að fá 1 botn í, til hvers það er skrif- að. Það flytur engan boðskap, segir enga merkilega eða skemmtilega sögu, persónurn- ar eim fremur daufar og §.r vekja lítinn áhuga, en áhorf- I endum er nokkurn veginn sama um þær. Þetta allt gerði nú ekki svo mikið til, ef leik- urinn væri fyndinn með S| hnyttilegum tilsvörum og |j gamnaði fólki sæmilega eina kvöldstund. En því miður. Leikurinn er of fátækur af góðri fyndni til þess, að það eitt haldi honum uppi. Nú kynni einhver að halda, að leikritið væri drepleiðinlegt og hér með væri fólki bent á að eyða ekki peningum sínum i slika hörmung, en svo er þó ekki. Terence Rattigan er þrautþjálfaður í þeirri list að skrifa leikrit, hann er atvinnu- maður á þessu sviði, hefur skoptækni sína á reiðum höndum og andrúmsloft gam- anleiksins á tilfinningunni. Á- horfenuur setjast, Ijósin slokkna og ieikurinn hefst. Fyrirhafnarlítið rennur hann áfram, leikandi og léttur. Það er litið hlegið, og fæstir eru mjög spenntir, en fólkinu lið- ur ó.sköp vel svipað og verið ké að hlýða á léttklassiska tón- list. Gamanleikur Rattigans fjallar um enskt heíðarfólk, vandræði þess og .vangavelt- ur. Sýning Þjóðleikhússins á leikriti þessu er þokkalega af hendi leyst en verðskuldar ekki sérstakt hrós. Benedikt Árnason hefur sett leikinn á svið. Hann tekur þann kost- inn að sleppa því að draga frá og fyrir en beitir ljósatækni í þess stað. Nýmæli þetta hefur áhrif á heildarsvip sýningar- innar og lyftir þessum lif- lausa sjónleik upp úr versta drunganum. Um leikstjórn og leik er annars fátt að segja. Allir að- iljar virðast gera skyldu sína, en þó getur enginn átt von á neinum afrekum í þessu leik- riti. Jóhann Pálsson fær hér stærsta hlutverk sitt til þessa, — að vísu nokkuð vanþakk- látt hlutverk, því að persónan er heldur óaðlaðandi. Jóhann lýsir þessum ungling af fjöri og ákafa. Þegar líður að lokum eru menn orðnir úrkula vonar um nokkra skemmtun þetta kvöld. En skyndilega hleypur fjör í leikinn. Þriði þáttur er hálfnaður og þau standa tvö á sviðinu, Rúrik Haraldsson og Inga Þórðardóttir, aðalleik- f endur kvöldsins. í 10—15 mín- útur tekst höfundi, leikurum og leikstjóra að skapa snjall- an gamanleik. Frábær svip- S brigðaleikur íngu, öryggi og li kímni Rúriks, góður hraði og II hnitmiðuð samræða — allt | mætist á sömu stundu. Það er | ljósi punkturinn í sýningunni. | En því miður: ekki nóg. | Ragnar Arnalds. Móðir og sonur — Inga Þórðardóttir og Jóliann Palsson i hlutverkum sínum. Hiísmæður Nú ev ódýrt að baka heima Bökunareggin kosta aðeins kr. 33,40 pr. kg. í smásölu. _ ATHUGIÐ að bökunareggm eru stimpluð með SE 11, SE 55 og SE 88 bfíjjg innan í rauðum hring. Notið þetta einstæða tækifæri til ódýrra matarkaupa, þegar allar aðrar vörur hækka í verði. Fínheitin — Framh. af 5. síðu. Óðamála kerlingar; draug- fullir rónar og hálfvitar vik- um og mánuðum saman. Síminn var fluttur fram til einkadyravarðarins, með millisambandi, og þó með trega. Það var engan veginn nógu jínt að þurfa að láta dyravörð svara kalli háaðalsins og gefa sumband, þó það vœri nú cinkadyravörður. En hvað verður maður ekki að leggja á sig fyrir fínheit- in? En það var sama, hvað reynt var. Það reyndist ó- gerlegt að fá fyllirafta og gleðikonur til að lœra á sím- NÝORPIN EGG. Öbreytt verð, kr. 43,25 pr. kg. í smásölu. Söiufélag garöyrkjumaima ann. Og loks var simanum skilað til föðurhúsanna. Eins og það lclœddi þó vel hvort annað, R-10 og simi 10000f Er Sí Hó. Fiskveroið i Noregi Frh. af 1. síðu. kröfu brýnnli en nokkru sinni fyrr, að framferði fisk- einokunarhringanna verði rannsakað niður í kjölinn. Fáum við lægra verS erlendis? Af þeim upplýsingum, sem skýrt er frá hér að framan, hljóta menn að velta því fyrir sér, hvort við séum að undir- bjóða Norðmenn á erlendum mörkuðum, eða hvort íslenzk- ur fiskur seljist þar í raun og veru á lægra verði. Staðreyndin mun þó sú, að íslenzkur fiskur sé keyptur fullt eins háu verði og sá norski á þessum mörkuðum, þegar verðmunur er, og liggi því allt aðrar orsakir til grundvallar þessu grunsamlega lága verði, sem talið er að greitt sé fyrir íslenzka fiskinn. Hinn 5. marz síðastl. rakti FRJÁLS ÞJÓÐ i stórum drátt- um fjárfestingu Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna erlendis, án þess að viðkomandi aðilar treystu sér til að gera hinar minnstu athugasemdir við skýrslu blaðsins. Og 7. maí sl. upplýsti blaðið einnig, að fisk- vinnslustöðvar í Noregi borg- uðu bátunum allt að helmingi hærra verð fyrir fiskinn upp úr sjó en hér væri gert. Sjómenn og útvegsmenn rændir. Þegar allar þessar upplýsing- ar eru tengdar saman, og margt fleira, sem blaðið hefur flett of- an af í þessu sambandi, virðist óhjákvæmilegt, að sú spurning vakni, hvort hinir löggiltu einokun- arherrar í fisksölumálum okkar hafi um mörg ár purkunarlaust rænt af sjó- mönnum og útvegsmönnum gífurlegum fjárfúlgum fyrir framan nefið á stjórnarvöld- unum og vörðum laga og réttar? Menn komast heldur varla hjá því að leggja fyrir sig þá spurningu, hvort ekki Iiefði verið mögu- legt, að komast hjá hinu mikla skattpíningar- og gengisfellingaræði síðustu ára, ef í þessu efni hefði ver- ið fylgt landslögum uni gjaldeyrisskil? Þá munu og margir spyrja þess, hvort allir gömlu flokk- arnir séu svo flæktir í þessum svikavef, að enginn þeirra sjái sér fært að taka í alvöru upp baráttu fyrir því að brjóta einokunarf jötrana af útflutn- ingsverzluninni, og uppræta þá spillingu, sem þar á sér stað, og taka þá undir með FRJÁLSRI ÞJÓÐ, sem er eina blaðið, sem ótrautt hefur tekið á þessum málum frá þvi, að það hóf göngu sína. Teiknari Sven Erik Jensen er fæddur 13. 8. 1919 í Álaborg og er skreytingameistari. Hann hefur skreytt kaffihús og skemmti- staði í Hróai'skeldu, og hefur stundað nám í 2 vetur í blaða- teikningum í „Akademi for fri og merkantil Kunst“ í Khöfn. Hann hefur tekið þátt í 3 sýn- ingum í Danmöi'ku. Um þessar mundir stendur yfir sýning á teikningum eftir hann í Mokka- kaffi á Sóklavörðustígnum. LAOS - Framh. af 3. síðu. þeim fram á málum inn- fæddra. Fáeinir franskir skólar eru í Laos, til dæmis menntaskóli og kennaraskóli. Heilbi'igðisástand er mjög bágborið. Malaria, húð- og kynsjúkdómar eru einkum skæðir, og barnadauði er svo mikill, að um helmingur lif- andi fæddra barna deyr í bei'nsku eða æsku. En við allri iíkamans kröm bregðast| Laosbúar- stillilega, því að' þeim hefur vei’ið innrætt, að, þeir verði að gjalda í þessuj lifi fyi'ir syndir framdar í öðru lífi. Fjárhagur ríkisins er slæm- ur og viðskiptahallinn við útlönd með fádæmum mikill. T. d. nam innflutningur ár- ið 1957 42 millj. dala, en út- flutningur aðeins einni millj- ón. Helztu útflutningsvörur eru benzoin, lakk, tin, teak og ópíum. Benzoin er viðar- kvoða, sem notuð er í lyf, ilmvötn og liti, en lakkið er unnið úr efni, sem skordýr nokkur gefa frá sér. Mynt landsins nefnist kip, og má fara nærri um það, að hún stendur ekki í miklu gildi. Skýringin á því, að tekizt hefur að halda viðskiptum í horfinu. er sú, að erlend ríki hafa veitt mikla efnahags- aðstoð, einkum Bandaríkin. Hefur þessi aðstoð verið í. sami’æmi við hina svonefndu Colombo-áætlun um efna- hagssamvinnu með þjóðum Suðaustur-Asíu. Laosbúar gerðust aðilar að þessari á- ætlun árið 1950, og fimm ár- um seinna urðu þeir meðlim- ir Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg samvinna hefur þannig haldið innreið sína í þetta lítt kunna, afskekkta Búddhatrúari’íki, og er lík- legt, að sú þróun muni fram halda á næstu árum. Landið hlýtur vegna legu sinnar að vei'ða eitt af átakasvæðun- um milli þeirra meginafla, er nú bei’jast um völdin í heiminum. Ef að líkum læt- ur, mun í þeim átökum lítt farið að viHja Laosbúa sjálfra, heldur munu örlög þess spunriin af sama þræði og ör- lög hinna fólksfleiri og öfl- ugri nágramiaríkja þess, hvort sem þau halda áfram á þeii’i'i braut, sem þau nú flest feta, braut samstarfs við fyrrvei’andi herra sína, vest- rænu stórveldin, eða að þau taka að stýi'a eftir hinni rauðu stjörnu kommúnism- ans. Frjáls þjóð — Laugardagjnn 21. maí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.