Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 8
Hellumálið kallað réttarhneyksli Almenningur á heimtingu á viðunandi skýringu Gerðardómurinn frægi, sem nefndur er Hellumálið hefur valcið geysimikla athygli meðal almennmgs síð- ustu tvær vikurnar, og er um fátt meira rætt. Bæði ■dómurinn og meðferð málsins veldur fólki miklum heilabrotum, og því er ekki að leyna að sumir hafa viljað kalla mál þetta réttarhney’ksli. Það er vissulega hæpið að taka sér í munn svo ákveðnar fullyrðingar, en hitt er staðreynd að fáist ekki fliótlega viðunandi skýring frá viðkomandi ráðherrum og hæstaréttar- dómurum er virðing og álit þessara manna í bráðri hættu. Afsakanir Mbl. s.l. sunnudag og miðvikudag eru nánast samhljóða og gefa enga skýringu á alvarlegustu atriðum málsins. Málsatvik. Fyrir tæpum sex árum byggði Kaupfélagið Þór á Hellu verzl- unarhús við þjóðveginn austur ií sveitir í samræmi við staðfest skipulag Hellukauptúns. Nú á að koma ný brú og breyta á veg- inum, svo að verzlunin lendir úr þjóðbraut. Ingólfur á Hellu heimtar skaðabætur af ríkinu. Ráðamennirnir, flokksbræður Ingólfs, setja þá málið í gerðar- dóm, sem dæmir Ingólfi háar skaðabætur en dómararnir fá 57000 kr. í laun. Málið er afgreitt með for- gangshraða á undan öllum j öðrum málum, dómsstigun- ■■ um tveimur er sleppt, en engar viðunandi skýringar fásit. Skaðabæturnar eru dæmdar og greiddar löngu áður en tjónið verður! Vantar Ingóif rekstrarfé ? Mbl. telur upp sl. sunnudag (og í styttu formi á miðviku- dag) fimm röksemdir, sem hafðar eru eftir fjármálaráðu- | neytinu, fyrir því að málið-sé ^sett í gerðardóm. j 1) „Úrslit málsins fengust miklu fyrr með þessu móti,“ er f yrsta röksemd Gunnars Thoroddsen, fjármálaráðherra. ;Nú spyr almenningur: Hvað lá 'á? Allir vita, að brú þessi verð- fram á einum degi — það tekur Ingólf mánuði og ár að verða fyrir þvá tjóni,. sem hann fær nú bætt. Er það nema von, að fólk spyrji, hvort viðreisn rík- isstjórnarinnar sé tekin að sverfa svo að kaupfélaginu á Hellu, að Ingólfur verði þegar í stað að fá rekstrarfé? Gunnar rökræðir. 2) - „Fyrir gerðardóminum var fjallað um nákvæmlega1 sömu atriði og gert hefði verið fyrir hinum reglulegu dóm-1 stólum, það er skaðabótaskyldu og bótahæð." Stórmerkilegt. Og hvernig gat málið litið öðruvísi út? Eða I á þetta að heita röksemd fyrir því að gerðardómur væ heppilegri. Laugardaginn 21. maí 1960 Síðbúin tillaga ur ekki tekin í notkun fyrr en eftir nokkra mánuði, en skaða- bæturnar eru greiddar út strax. Og ekki kemur tekjumissirinn LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 5. viku sumars. Nýju peninga- seðlarnir I sambandi við nýju peningaseðlana er sú aðfinnsla almennust og alvarlegust, að 100 krónu og 1000 krónu seðlarnir séu svo svip- aðir á stærð og blæ- líkir fljótt á litið, að veruleg hætta geti verið á misgripum. Fyrir fáum dögum var höfundur þess- ara lína staddur i mjólkurbúð, þar sem þrjár stúlkur voru önnum kafnar við af- greiðslu. Inn kom kona, sem sneri sér að einni afgreiðslu- stúlkunni og hafði þá sögu að segja, að hún hefði fyrir nokkrum minútum keypt þar mjólkurvörur og borg- I að þær með 500 kr. ; seðli. Þegar heim | kom, hefði hún þegar veitt því athygli, að sér hefði verið gefið skakkt til baka. I stað fjögurra hundr- að króna seðla, hefði hún fengið þrjá, en hinn fjórði var þús- und króna seðill. Af- greiðslustúlkan var fljót að leiðrétta mis- tökin, þreif þúsund krónurnar af konunni og fleygði á nf- greiðsluborðið göml- um og lúnum hundr- KrúkaieiA Þegar ameriski landherinn hvarf með hafurtask sitt af Keflavikurflugvelli, skildi hann eftir nær 200 jeppa, og voru margir þeirra nýleg- ir. Bílar þessir voru boðnir Sölunefnd setuliðseigna til kaups. — Vildi hún greiða 100 dollara fyrir jeppann. Þetta þótti hinum banda- rísku seljendum smán- arboð og brugðust reiðir við. Seldu þeir Útákast Isfirðingar hafa ekki fengið hafra- graut í langan tíma, og er ástæðan sú, að engin hafragrjón hafa sézt þar í 3 mánuði. Að vísu mun einn kaupmáður þar vestra hafa lumað á nokkr- um pökkum, sem hann miðlaði kunn- ingjum sinum — um bakdyrnar—en nú er fokið i öll skjól. Isfirðingar eru þó alténd orðnir reynsl- irnni ríkari um frjálsa verzlun rlkisstjórnar- inpar. að króna seðli. — Það síðan borgaraklædd- er syo önnur saga, að i um amerískum vallar- ekki þótti afgreiðslu- starfsmönnum jeppa stúlkunni taka því að þessa, að minnsta þakka konunni með kosti hina beztu, og einu orði fyrir skilvis- Var söluverðið 100 *na- I dollarar og 10 sent! Upp skal það Útvarpsstjóri er j nú illa um tima fyrir höfðingi mikill, þegar þessari hugsjón. En þvi er að skipta og vill j útvarpsstjóri er harð- gera veg stofnunar I ur karl, ef svo ber sinnar sem mestan.1 undir, og dag einn var Þannig var það, að skiltið komið og þegar útvarpið flutti í hin nýju og glæsi- legu húsakynni vildi útvarpsstjóri láta koma upp risastóru ljósaskilti til að allir mættu sjá hvar þetta óskabarn þjóðarinnar væri hýst. En þegar til kom, neituðu bæði húsráð- endur og byggingar- meistari —. og hafn- arstjórn vegna inn- sigUngarinnar í höfn- ina um leyfi, og horfði skyldi nú hafizt handa hvað sem hver segði. En allt kom fyrir ekki, leyfið fékkst ekki og skiitið komst aldrei upp. Væri ekki þjóðráð, að tylla því á einn vegginn í skrifstofu útvarpsstjóra? Að lokum má geta þess, svona til gam- ans — að skiltið mun hafa kostað allt að eitt hundrað þúsund krónur. Gunnar sparar. 3) „Þessi málsmeðferð var ódýrari en ef málið hefði verið flutt fyrir tveim dómstigum og hefur því sparað ríkissjóði verulegt fé.“ Ef þessi hugsunarháttur á að ráða, hvers vegna er þá ekki öllu dómstólakerfinu breytt úr tveim dómstigum á eitt? Myndi það ekki spara ríkinu mikið fé? Jú, en þó er sú leið ekki farin. Vegna þess að núverandi kerfi er talið öruggara og réttlátara. Vegna þess að menn óttast, að á einu dómstigi yrðu stundum gerð þau mistök, sem aldrei fengjust leiðrétt. T. d. ef vörn- j in í máli stendur sig iila, getur > það haft mikil áhrif jjá úrslit- j in. Með gerðardórrjsleiðinni. fæst slíkt aldrei leiðréjt. Gunn-, ar Thoroddsen lét flokksbróður I sinn standa undir vörninni í Hellumálinu fyrir hönd ríkis- sjóðSj en maður þessi er fyrrv. ritstjóri Mbl. og góðvinur Ing- ólfs á Hellu. Sumum finnst þetta heldur vafasamur sparn- aður. Og hve mikið skyldi svo ríkissjóður hafa sparað á papp- írnum. Undir- og hæstaréttar- dómarar eru á föstum launum hjá ríkinu. Hæstaréttardómar- arnir þrír fengu rúmlega 50 000 ( krónur fyrir ómakið. Var það sparnaður? Þykist ekki vita. 4) „Gerðardómurfinn var skipaður þrem hinna föstu dóm- ara Hæstaréttar. Niðurstaðan hlaut því að verða jafn örugg j og þótt Hæstiréttur hefði um I málið fjallað." Þetta er fjórða' röksemd Gunnars, fjármálaráð- herra. Hann var eitt sinn pró- fessor í lögum við Háskóla ís- lands. Nú þykist hann ekki vita, að hæstaréttardómarar eru van- ir að ræða vandlega málsatriði sín á milli áður en gengið er til atkvæða og þess vegna er vel hugsanlegt að afstaða og rök- semdir eins dómai;a geti haft áhrif á skoðanir samdómara. Gildir þetta ekki sízt um upp- hæð skaðabóta. Það er ekkert sem mælir gegn því, að niðurstaðan hefði orðið allt önnur, ef málið hefði fengið venjulega meðferð. Alþýðubandalagsþingmenn- irnir tíu hafa nýlega flutt á alþingi tillögu . til þingsálykt- unar um brottvísun hersins. Það gléður sahn'árlégá flesta mæta íslendinga, þegar fréttist, að slík tillaga er borin upp við Austurvöll. Samt sem áður er ekki laust við, að tillaga þessi komi ýmsunv á óvart. Sumarið er á næstu grösum, ef ekki komið, og þingstörfum að ljúka. Hvað hefur dvalið þessa tíu þingmenn í vetur? Eitt sinn var það kappsmál sósíalista að verða sem fyrstir að flytja slíka tillögu. Nú má engu muna að þeir missi af strætisvagninum. Tillagan er borin fram í þing- lok, hent fram í hálfgerðu kæruleysi og kannski af göml- um vana. í greinargerðinni, sem fylg- ir þessari tillögu, er öll áherzla lögð á, að alþingi beri að segja upp herstöðvasamningnum vegna framferðis Breta í ís- lenzkri landhelgi. Varla er mál- inu unnið gagn með þessum hætti. Það er rétt, að land- helgismálið liefur sýnt okkur, hverrar hjálpar við megum vænta af bandamönnum okkar í NATO, þegar í harðbakka slær. En er það ætlunin að gera brott- för liersins að tæki okkar í land- helgismálinu, svipu okkar á bandamennina? Landhelgismál- ið er mikið liagsmunamál fyrir þjóðina, en hermálið er bó enn mikilvægara. Rökin fyrir broti- för hersins eru einföld og skýr og Alþýðubandalagsmenn þurfa ekki að halda, að þjóðin sé svo spillt af fjáraustri úr Keflavík, að hún skilji ekki mikilvægi herstöðvamálsins, án þess að fjárhagslegt hagsmunamál sé við það tengt — án þess að þorskurinn sé nefndur í sömu andrá. Það er óþarfa vantraust. Nýlega voru stórmál á döfinni úti í heimi, njósnaflugvél skotin niður í Rússlandi, en stjórn- málamenn um . víða veröld brugðu við. Norðmenn mót- mæltu til dæmis harðlega, að Bandaríkjameim misnotuðu flugvelli í landi sínu, og sterkur grunur lék á að Keflavíkurvöllur væri notaður í sama tilgangi. Hvað gerðu þingmenn stjórnarandstöðunn- ar? Jú, þeir hvíldu sig í þing- stólum. Og Guðmundur í. var í hjarta sínu mjög þakklátur þeim. Þessir menn mættu þó að ósekju vita, að það er ekkí nóg að flytja tillögu á alþingi endrum og eins. Þess er krafizt að þeir, sem gerast boðberar hernámsandstöðu á alþingi, vaki í þingstólum sínum og liggi ekki í dvala. Mega háttsettir bæjararkitektar og verkfræðingar teikna stórbyggingar í frítímum sínum og hafa síðan íhlutue um lóðaval? Lágt settur bæjarstarfsmað- ur, sem ekki er stjórnarsinni, og hefur því ekki fengið bygging- arlóð hjá bænum, þrátt fyrir margítrekaðar umsóknir síð- Hættulegi íordæmL nr 5) „Þess eru ýmis dæmi áður, að ríkisstjórnin hafi talið heppi- legast að semja um, að gerðar- dómur fjallaði um kröfur á hendur ríkissjóði.“ Fimmta og síðasta röksemd- in reynist loks ekki vera nein döksemd. Fæstir munu víst skilja, hvers vegna þessi leið var farin, þótt þeim sé sagt, að hún hafi oft verið farin áðurj Eða er verið að telja almenn-- ingi trú um, að þetta sé erfða- venja, sem látin sé hér ráða að-j eins til þess að halda í heiðri gamalli tradition? Má vera. Og á hvaða tilgangi? Spyrjið Gunn-, ar Thoroddsen. Því miður er svarið ennþá hulið í dularfull-, um undirheimum Hellumálsins.' En hvað sem líður tilgangin-, um er hitt víst, að hér er verið að skapa hættulegt fordæmi í meðferð dómsmála. Það erl krafa almennings ,að fjármála- ráðherra svari því, hvers vegna málið var sett í gerðardóm, en; fékk ekki þá afgreiðslu í tveim- j Framh. & 7, sífftu ustu sex árin, hefur beðið Frjálsa þjóð fyrir eftirfarandi spurningalista:i Getur það verið, að það sé rétt, að nauðsynlegt sé að fá vissa bæjararkitekta og verk- fræðinga hjá bænum til þess að teikna eða skrifa upp á hús- teikningar, ef von á að vera um einhverja úrlausn _hjá bæjar- yfirvöldunum? Ég veit um mann, sem lét gera eftirmynd af gamalli teikn- ingu, sem synjað hafði verið, fékk síðan bæjarstarfsmenn til að skrifa nafn sitt á hana, fyrir góða borgun. Hann fékk þegar lóð. Er það satt að forstjóri Síldar og fiskjar hafi fengið hótellóð á eftirsóttum stað í bænum m. a. vegna þess, að hann hafi lát- ið háttsetta arkitekta hjá bæn- um teikna hótelið? Getur það verið að slíkir bæjarstarfsmenn hafi tillögu- og jafnvel atkvæð- isrétt um húslóðir, meira að segja á óskipulögðum svæðum? Er hér ekki verið að bjóða heim mútuhættu, ef þetta reyn- ist rétt? Frjáls þjóð kemur þessum spumingum hérmeð á fram- færi.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.