Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 21.05.1960, Blaðsíða 4
REIMLEIKAR í STJÓRNARRÁÐINU Það er kominn draugur í stjórnarráðið. Feitur, Ijótur draugur. Og ríkisstjórnin Ólavía, sem lengi hefur verið heldur myrkfælin er nú orðin skelfingu lostin — miðillinn, .íónas Haralz getur ekki kveðið hann niður. Þessi draugur í stjórnarráðinu hegðar sér að vísu ekki eins og flestir aðrir starfsbræður lians, ekki alveg eins, því hann gengur aftur á daginn en hvílir sig um nætur, þegar aðrar vofur fara á kreik. En hann er nokkuð haldinn og' ótuktarlegur. Að morgni tylla þeir sér í kringum stóra horðið, Ólafuv og Bjarni, Gunnar og Gylfi með Jónas Haralz sér til ráðu- neytis, sumir jafnvel þreyttir eftir næturannir, og hver er þá ekki mættur, svipþungur og ljótur lil þess að hrella viðstadda með duttlungum sínum. Flestir Islendingar, sem konmir eru af barnsaldri, munu kannast við hundrað milljónirnar, sem týndust hjá sér- fræðingum ríkisstjórnarinnar í vetur. Hagfræðingar og .aðrir fjárspekingar stjórnarinnar voru búnir að grúfa sig í hnapp yfir reikningsdæmið sitt í nokkra mánuði. Loksins var niðurstaða fengin: þetta í vasa útgerðarmannsins, þetta í vasa verkamannsins og' þetta í minn vasa. Og boðskapur jstjórnarinnar var birtur: gengisfall og samdráttur á öllum sviðum. Það var mikil og almenn ánægja á stjórnarheim- ilinu í þann tíð. Því næst kom áfallið. Sérfræðingarnir Jiöfðu reiknað skakkt. Hið ótrúlega hafði gerzt: þeir höfðu gleymt tölunni 1 með átta núllum fyrir aftan. Og vonbrigðin voru sár. Eitt sinn voru þeir ánægðir. En timinn hefur liðið, og nú er öldin önnur. Þessar hundrað milljónir, sem gleymdist að reikna með, trufla nú allar áætlanir. Svo sem flestum mun kunnugt var ráðin bót á Jjessari skekkju með því að leggja á nýjan söluskatt í tolli, þ. e. 8,8% skatt á SIF-verð og toll af öllum innfluttum vörum. (Enn eitt furðulegt dæmi um toll, sem lagður er á tollinn!) Mcð þessu síðasta •bjargráði hækkar því vöruverðið langt fram yfir það, sem reiknað hafði verið með og má i rauninni segja, að skatt- urinn sprengi rammann í áætlunum sérfræðinganna. Þeir, sem eru raunsæismenn og ekki trúa á drauga og afturgöngur geta kannski skilið jjetta fyrirbæri, ef þeir hafa einhvern tíma lært að spila vist. Kunnáttumenn í því spili vita, að það er nauðsynlegt að gefa rétt. Uppgötvi hins vegar einhver í miðju kafi, að sig vanti eitt spil, eru aðeins til tvær skýringar: Annað hvort vantar í stokkinn eða ein- hver hefur l'engið of mikið. Þá er stundum gefið upp á nýtt. Þegar sérfræðingarnir fundu það út í vetur, að eilt spil vantaði (einhver hafði víst fengið of mikið), þótti þeim of seint að gefa á nýjan leik. Þá var gripið iil ])ess ráðs að leggja á söluskatt. Það hefur svipuð áhrif og að lauma tígulkóng í spilin úr öðrum stokk. Allir góðir spilamenn vita, að slíkt er óyndisúrræði, þar eð enginn veit í raun- inni, hvaða spil ])að var, sem vantaði. Spilamaðurinn bjarg- ar sér kannski — erfiðara er ])að fyrir hagfræðinginn. Hann bætir i spili og samt vantar alltaf eitt spil. Hann leggur á skatt og samt vantar alltaf peninga. Þess vegna finnst okkur réttara að kalla þetta draugagang. Skekkja sérfræð- inganna gengur sem sé alltaf aftúr. Svo tekið sé einfalt dæmi má nefna fiskverðið til útgerðar- manna. Þeir eru gramir og þykjast ekki geta sætt sig við þau kjör, sem „viðreisnin“ gaf þeim, þegar söluskatturinn bætist við; segja, að fiskverðið sé of lágt. Kostnaður allur ■hækki hjá þeim, veiðarfæri verði dýrari o. s. frv. og tog- arar og bátar verði reknir með tapi. En fiskkaupendur vilja ékki-gefa eftir, þeir svara því til, að margt hafi einnig hækkað hjá þeim og neita að borga brúsann.-Óánægjan magnast og veldur vaxandi áhyggjum á stjórnarheimilinu. Fiskverðið er ákveðið. Sú afturganga var aldrei kveðin niður. Hún var aðeins borin ofurliði og hlekkjuð, -en hvenær hún brýzt úr böndunum veit enginn. En reim- Ieikárnir í stjórnarráðinú halda áfram. Hundrað milljón- irnar ganga aftur, þær sýna sig í ótal mvndum. Enginn þyrfti að láta sér bregða, þótt einmitt þessi margfræga skekkja sérfræðinganna yrði til þess.að splundra kreppu- kerfi stjórnarinnar. Draugaskipið siglir og ólafur er myrk- fælinn. Jónas miðill hamast á vofunni. Hvar er nú séra Bjami? örn. "1 Hinn 30. apríl s.l. hófu -*-• Loftleiðir reglubundn- ar áætlunarferðir til Helsing- fors. í því tilefni bauð fé- lagið ýmsum gestum til far- arinnar, m. a. flugmálaráð- herra, Ingólfi Jónssyni og frú, Agnari Kofoed-Hansen, flugmálastjóra, Eggert Kristjánssyni, aðalræðis- manni Finnlands og frú, Páli Ásg. Tryggvasyni, deildar- stjóra og ýmsum fleiri auk blaðamanna. Enn fremur voru með í förinni af hálfu Loftleiða Kristján Guðlaugs- son, formaður stjórnar fé- lagsins, og frú, Alfreð Elías- son, framkvæmdastjóri Loft- leiða og frú að ógleymdum fararstjóranum, Sigurði Magnússyni; fulltrúa. Um morguninn kl. rúm- lega 10 lagði hinn nýi og glæsilegi farkostur Loftleiða, „Leifur Eiríksson“ upp frá Reykjavíkurflugvelli í björtu veðri. Ferðin var hafin. Fyrsti áfanginn var Osló. Það er ævinlega skemmtilegt að lyftast upp á háloftin, burt frá hinu daglega striti og svifa um heiðloftin blá og njóta fagurs útsýnis, v'irða fyrir sér fegurð landsins úr lofti, þannig birtist hún að vill fyrst ljóst, að við búum á landi jökla og áss. En það tekur ekki langan tíma að fljúga yfir jökulinn, áður en varir, erum við aftur yfir auðri jörð og brátt kveðjum við landið að sinni, Aust- firðir hverfa og við tekur hafið, þá er flogið ofar skýj- um og ástæðulaust að góna út um gluggann. í vélinni eru nú fram- bornar veitingar, indæll mat- ur og guðaveigar með til að skola honum niður. Brátt fara menn á kreik og skoða farkostinn, öllum gefst kost- Á flugvellinum í Hcls- ingfors beið fjölmenn- ur hópur, sem fagnaði komu vélarinnar og bauð gesti velkomna. Við það tækifæri fluttu ræður innanríkisráð- lierra Finna og Ingólfur Jónsson, flugmála- ráðherra. ingfors. Við nálgumst þúsund vatna landið, síðan er lent á finnskri grund. Þegar stigið er út úr vélinni, er til stað- ar móttökunefnd með innan- ríkisráðherra Finna í broddi fylkingar, sem fagnar hin- um íslenzku gestum og þeim f lugsamgöngum,. sem nú hef- ur verið stofnað til. Flug- Ingíberg J. Hannesson: Með Loftleiðum til Helsi vísu á annan hátt en væri maður staddur á jörðu niðri, en eigi að síður dylst hún ekki, nema síður sé. C% Það var flogið austur ^ • yfir landið, augum rennt yfir búsældarleg héruð og tignarleg fjöll. Allt í einu tilkynnir flugfreyjan, að nú sé vélin stödd yfir Þingvöll- um og þá er um að gera að hafa augun opin og líta vel yfir hinn sögufræga stað. Síðan er ferðinni áfram haldið og ekki líður á löngu, áður en flogið er yfir Vatna- jökul, við blasir hvít flat- neskja, kuldaleg, en full tign- ar. Það er eins og það hvíli hátignarfull ró yfir þessari köldu auðn. Hér yfir þess- ari jöklabreiðu verður ef til ur á að virða fyrir sér öll þau furðutæki, sem staðsett eru í stjórnklefa vélarinnar, við fáum að kíkja í radar- inn og sjáum, þegar Noregs- strendur nálgast. O Brátt lentum við í Osló. Það er skemmti- legt að líta yfir borgina, hús- in virðast standa nokkuð strjált, a. m. k. í útjöðrum borgarinnar,- og trjágróður- inn setur sinn hlýlega og fallega svip á allt. í Osló er prýðisgott veður, 10 stiga hiti, en ekki sólskin. Hér dveljum við aðeins skamma stund, fáum hressingu á greiðastað flugvallarins, síð- an er aftur farið til móts við Leif og ferðinni er haldið á- fram.Og nú er stefnt til Hels- málaráðherra okkar þakkar með ræðu. Eftir þessa mót- tökuathöfn er haldið til gistihúss þess, þar sem við skyldum búa, Palace-hótels, glæsilegrar byggingar, sem staðsett er við Syðri höfnina í Helsinki A Það vakti athygli mína, er ekið var inn í borg- ina, að mikið bar á blöðrum og öðru skrauti, sem helzt er samfara hátíðahöldum. Það kom líka í Ijós, að nú var mikið um dýrðir í borginni, þvií þetta kvöld settu stúd- entar upp sína hvítu kolla og krýndu styttu nokkra á aðaltorgi borgarinnar. Og daginn eftir var 1. maí, en sá dagur er mikill hátíðisdag- ur hjá Finnum. Þá fagna stúdentar " náðu marki eftir erfið námsár, þá fagna Finn- ar komandi sumri og síðast en ekki sízt, þá er hinn al- menni verkamannadagur. Má því segja, að Finnar hafi hér heppilegan hátt á, að sameina hér á einum degi þrjár stórhátíðir og gera þar með þennan dag að hinum mesta hátíðisdegi. Enda voru skrúðgöngur miklar og fólk allt á hátíðaskapi. Kvöldið, sem við kom- • um til borgarinnar, héldu Loftleiðir fagnað með Finnum og fslendingum til að gleðjast yfir nánari sam- Frá kvöldverðarboði Loftleiða "í Helsingfors. Frjáls þjó8 — Laugardaginn 21. maí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.