Frjáls þjóð - 11.06.1960, Síða 1
Tortryggileg reikningsskil á aðalfundi Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna
Fyrirspurnum svarað meö skætingi og iltyrðum
Það sem vakti sérstaka athygli fundarmanna var,
að engir reikningar voru lagðir fram um fisksöluna á
árinu né rekstur og eignir Coldwater Seafood Co. og
annarra fyrirtækja, sem Sölumiðstöðin er talin eiga
erlendis, {>6 að meðlimum hennar hafi aldrei verið gerð
grein fyrir fjárreiðum þessara fyrirtækja.
Veltu ýmsir fundarmenn því fyrir sér, hvort slík
reikningsskil gætu samrýmzt landslögum.
Það leyndi sér ekki á fund-'
inum, að upplýsingar þær, sem
FRJÁLS ÞJÓÐ hefur að undan-
förnu birt um fiskverðið hér og
erlendis, og framferði fiskein-|
okunarhringanna, voru undir-!
rót þeirrar gagnrýni, sem þar
kom fram á stjórnina, gerðir
hennar og Jóns GunnarssonarJ
Hafa skrif blaðsins, og þó eink-
um þær staðreyndir, sem það^
hefur lagt fram í þessum mál-|
um, vakið slíka athygli, að því
i berast nú stöðugt fleiri og fleiri
gögn til að halda baráttunni á-
, fram fyrir því, að andrúmsloft-
ið sé hreinsað í þessum efnum.
Reikningar
Sölumiðstöðvarinnar.
Þannig hafa blaðinu nú verið
afhentir reikningar þeir, sem
stjórnin lagði fyrir aðalfund-
inn. Voru þeir rækilega merkt-
ir „trúnaðarmál“ og fremur
laumulega með þá farið.
. Hefur blaðið látið ljósmynda.
þessa reikninga og birtast þær
myndir með þessari grein.
Það er vægilega að orði kom-
izt, að þessir reikningar veita
heldur takmarkaðan fróðleik
um þær risavöxnu upphæðir,
sem renna í gegnum hendur
þessa stórfyrirtækis.
Rekstrarreikningurinn
sýnir t. d. ekki annað en um-
búðasölu Sölumiðstöðvarinn-
ar og skrifstofuhald, eins og
myndin ber með sér.
Efnahagsreikningurinn
sýnir aðallega bílaflotann,
svo og það, að Sölumiðstöð-
in hafi fengið að láni um það
bil tvö hundruð milljónir hjá
frystihúsum, sem liún seldi
fisk fyrir erlendis, og lánaði
öðrum aðilum meginhluta
þessarar uppliæðar.
Ekki var það sundurliðað á
neinn hátt á þessum fundi,
Fjölbreytt hátíðahöld á
sjómannadaginn
Sjómannadagurinn verður
hátíðlegur haldinn í 23. sinn nú
á sunnudaginn. Hátíðahöldin
verða mjög fjölbreytt að venju
og hefjast með hátíðaguðs-
þjónustu í Laugarássbíói kl. 10
f. h.. Kl. 13.30 leikur Lúðra-
sveit Reykjavíkur, en kl. 14
hefjast hátíðahöldin við Aust-
urvöll. Þar fara fram ræðuhöld
og verðlaunaafhendingar.
Sjómannakonur munu ann-
•ast kaffiveitingar í Sjálfstæðis-
húsinu frá kl. 14 til ágóða fyr-
ir vistfólk Dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna.
Um kl. 15.45 fer fram kapp-
róður við Reykjavíkurhöfn og
verða verðlaunaafhendingar
þegar að loknum róðri.
Um kvöldið verða skemmt-
anir í ýmsum samkomustöð-
um bæjarins á vegum sjó-
mannadagsins.
Eins og að ofan getur verða
hátíðahöldin fjölbreytt að
venju og er ástæða til að hvetja
bæjarbúa til að heiðra sjómenn
með almennri þátttöku, svo og
að kaupa merki dagsins og Sjó-
mannadagsblaðið.
hvepjir þessir aðilar væru, sem
Sölumiðstöðin hefði lánað þess-
ar fúlgur, því engum skulda-
lista var útbýtt.
Heimildarmenn blaðsins
komust þó að því við eftir-
grennslan bak við tjöldin, að
skuld Einars ríka Sigurðs-
sonar við Sölumiðstöðina
væri 6 milljónir króna og
nokkrir aðrir aðilar skuld-
uðu þar stórfúlgur.
Engir reiknmgar
um íisksöluna.
Árlega flytur Sölumiðstöðin
út fisk fyrir fleiri hundruð
milljónir króna. Þennan fisk
eiga frystihúsin í landinu, sem
eru meðlimir Sölumiðstöðvar-
innar og stofnuðu hána.
Maður skyldi ætla, að það
væri SJÁLFSAGT mál, að
nákvæmir og sundurliðaðir
reikningar yfir þessa verzlun
væru Iagðir fram á aðalfundi
árlega og raunar birtir op-
inberlega, eins og t. d. reikn-
ingar SÍS og annarra hálf-
opinberra fyrirtækja. Það er
liins vegar staðreynd, að eng-
iþ slíkir reikningar voru
lagðir fram á þessum aðal-
fundi.
Gögn, sem FRJÁLS ÞJÓÐ
'hefur einnig undir höndum um
reikningsskil fyrir árið 1957—
1958, sýna, að þar er þessum
upplýsingum svo klóklega kom-
ið fyrir, að engin leið er fyrir
hraðfi’ystihúsin að sjá, hvaða
verð þau áttu raunverulega að
fá fyrir fiskinn.
Fyrir það ár eru birtar skil-
merkilegar skýrslur um fram-
leiðslu frystihúsanna í magni og
eftir tegundum og umbúða-
stærð og gerð, en aðeins ein
heildarupphæð í krónum frá
hverju viðskiptalandi um sig.
Það var þeim mun nauð-
synlegra og sjálfsagðara að
birta um útflutninginn ýtar-
lega sundurliðaða reikninga,
þegar það er haft í huga,
að Sölumiðstöðin selur
SJÁLFRI SÉR mikinn hluta
af fiskinum, sein hún flytur
Framh. á 3. síðu.
EFNAHAGSREIKNtNGUR
E i g n i r :
Peningar í ajóSi........................ Kr. 19.107,3?
Jnnstæða í innlendum bönkum............. '' 4.081.359,71
" f erlendum bÖnkum .................. ' 131.531,89
'* á ábyrgðarreikningum ........... " 1.090. 500, 00 Kr. 5. 322. 498, S?
tnnlendir viðskiptamenn ............... Kr. 104.709.904,91
Erlendir 'r ^ ............. " 62.781,546.32 *' 167, 491. 451,23
Hlutabréf .............................. Kr. 10.681.228,00
Skuldabréf............................... " 4.858.660,70
Stofnfé i ísl. vöruskiptafélaginu...... 100. 000, 00 15.639.888,70
Vörubirgðir.............................. Kr. 17.241.052, 16
Stálflðskur .............................. " 102.000,00 " 17.343.052,10
Fiskreikningar............................................. " 12.927.066, 54
Hæðir í húsinu Aðalstræti 6.................................. ff 9.165.855.92
Birgðageymsla ( í byggingu )................................. 6. 498. 891.46
Fólksbifreiðin R-7388 Kr. 120.988,68 .
- afskrifað -....................... __________80. 155,00 '* 40.833,60
Fólksbifreiðin R-8147.................... Kr. 38.799,24
- afskrifað ........................... J_______31,039,39 w . ?,?59.8$
Fólksbifreiðin R-9421 ................... Kr. 78.090,00
- afskrifað ............................ 41,648,00 36.442,00
Fólksbifreiðin R-5893 . . . ............. Kr. 75.584.60 '
- afskrifað .......................... .J_______26.454,58 '• 49.130.03
Fólksbifreiðin R-9959 ................... Kr. 100.000,00
í» afskrifað ......................... 2, 500, 00 0?. 500, 00
Fólksbifreiðin R-10083 .................. Kr. 111.424,62
- afskrifað ........................... " . 2, 785,62 108.639,00
Vörubifreiðin R-1218......................................... " 21.663.0*
Skrifstofuáhöld ........................ Kr, 863.015,99
- afskrifað ........................... " 238.372,72 “ 624.643,21
Ahöld f vörugeymslu Kr. 227. 900, 58
- afskrifað ........................ " _ 64,214,34 " 163.686.24
Bókhaldsvél ........................... Kr. 27. 520, 19
- afskrifað 24.768,17 2. 752,02
i
Kr. 235. 541. 754.0?
Stjórn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúaajma
Elías Þorsteinason ( aign. 1
Einar Sigurðsaon ( aign. > f
Jón Arnason ( sign.)
1 Sig. AgÚBtsson ( sign.)
Olafur Þórðarson ( sign. )
Slegizt um ,
bankastjórastööur
Benedikt Gröndal, þingmaður og stjörnmálarit-
stjöri við Alþýðublaðið, telur sig víst eiga fullan rétt á
að komast yfir rólegan og vellaunaðan bitling, svo sem
krataforingjar hafa alltaf verið vanir að fá fyrir störf
sín hjá íhaldinu. Hann heimtar nú bankastjórastöðu við
Búnaðarbankann. Sjálfstæðismenn standa gegn því, og
er óvíst um úrslit málsins.
Skömmu áður en alþingi lauk
störfum, var lögum um Búnað-
arbanka íslands breytt, Sjálf-
stæðisflokkurinn hernam bank-
ann, og nýtt bankaráð var
kosið.
Það hefur lengi verið á al-
manna vitorði, að Magnús Jóns-
son frá Mel ætti að setjast í
bankastjórasæti við hlið Hilm-
ars Stefánssonar. Alþýðuflokks-
menn munu þó ekki hafa verið
fullkomlega ánægðir með þá
Frh. á 12. s.
Keflavíkur
a áformu
Nokkrir hernámsandstæðingar í Reykjavík hafa tekið sig saman um að standa
fyrir göngu frá Keflavík til Reykjavíkur sunnudaginn 19. júní til að mótmæla
hersetu Bandaríkjamanna á íslandi og til þess að minnast þess, að 20 ár eru
nú liðin síðan ísland var hemumið. Á 5. síðu er nánar skýrt frá göngunni.