Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 25.06.1960, Blaðsíða 7
Eystrasaltsvikan Dagana 3.—10. júlí næstk. gengst þýzka Eystrasaltsnefndin (Komittee der Ostseewoche) fyrir alþjóðlegu móti í Rostock- héraði á Eystrasaltsströnd. Að móti þessu, sem venjulega er nefnt Eystrasaltsvikan, standa þátttakendur frá þeim þjóðum, sem lönd eiga að Eystrasalti, þ. e. Austur-Þýzkaland, Vestur- Þýzkaland, Danmörk, Pólland, Sovétríkin, Finnland og Sví- þjóð, en auk þess er fjölmörg- um öðrum löndum boðin þátt- taka í Eystrasaltsvikunni. Til- gangur mótsins er að treysta gagnkvæm kynni og vináttu- bönd þessara þjóða. Hafnarborgin Rostock er mið- depill mótsins, en ýmiss konar skemmtanir og hátíðahöld fara fram í flestum bæjum og borg- um Rostock-héraðs á þessum tíma. Þarna er ein af þekktari baðströndum Evrópu og eru há- tíðahöldin mjög tengd bað- strandarlífinu, sem þá er í full- .um blóma. íslendingum hefur verið boð- ið að senda 80 manna hóp á Eystrasaltsmótið að þessu sinni, og er m. a. afráðið að hópur sundmanna frá' Ármanni taki þátt í sundkeppni þar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur héðan fari utan 1. og 2. júlí, en komið verði heim aftur 12. og 13. júlí. Kostnaður (ferðir og uppihald erlendis) verður kr. 7,500,00 á niann. Öllum er heimil þátttaka, yngri sem eldri. í íslenzku undirbúningsnefnd- Kiörgar&ur Laugaveg 59 Stórt úrval af karlmanna- fötum, fröklcum, drengja- fötum, stökura buxum. — Saumum eftir niáli. llltíma Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu sénti IS - S - 33 Þar sem flestir eru bílarnir, þar er úrvaliS mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. inni eru Ingi R. Helgason, lög- fræðingur, Guðmundur Magn- ússon, verkfræðingur og Björg- vin Salómonsson. Væntanlegir þátttakendur snúi sér til skrif- stofu nefndarinnar, Tjarnargötu 20, sími 17513, en þar eru gefn- ar allar nánari upplýsingar. Ofbýöur Kristmanni? - Frh. af 8. síðu. hissa á slíku framferði hjá Vís- ismönnum. En þá blöskraði mönnum ofurkapp blaðsins í niíðinu, þegar það fullyrti að 1000 manns hefðu verið á úti- fundinum og gerði sig þannig að ljúgvitni frammi fyrir þeim 10—15 þúsund Reykvíkingum, sem sáu gönguna eða komu í Lækjargötu. Og ekki hikuðu þeir við að segja útvarpið ijúga til þess að hamra lygina betur inn í lesendur. Skipulagn- ingin var sem sagt í fullum gangi. í Morgunblaðinu á þriðjudag er enn á ný hamrað á upplogn- um tölum, en það sýnir hræðslu blaðsins við sannleikann, að myndin, sem það birtir af göng- unni, er tekin í áningarstað, og er aðeins hluti hópsins staðinn upp og kominn út á veginn. Ekki þorir blaðið að birta neina mynd af göngunni í heild eða af fjöldanum í Reykjavík. Morgunbláðið er viíðlesnast blaða og með aðstoð Víáis ræður það yfir miklum áróðursmætti. Nú er mörgum spurn: Hvenær ofbýður þeim Kristmanni og Jóhanni þessi skipulagði lyga- áróður og rísa upp til andmæla? Eða var allt þeirra hjal tóm hræsni? HÚSBYGGJENDUR HÚSEBGENDUR upplýsingar og sýnishorn a£ byggingarvörum frá 47 AF HELZTU FYRIRTÆKJUM LANDSINS opið alla virka daga kl. 1—6 e.h- nema laugardaga kl. 10—12 f.h. einnig miðvikud.kvöld kl. 8—10 e.h- Öllum heimil ókcypis aðgangur. BYGGINGAÞJÓNUSTA A. í. Laugavegi 18 A — Sími 24344. TILK1M3NG frá Menntaskólanum í Reykjavík Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa borizt skrif- stofu rektors helzt fyrir 1. júlí og eigi síðar en 15. ágúst. Landsprófskírteini og skírnarvottorð skulu fylgja umsókninni. REKTOR. KAUPFÉLAG ÞIMGEYIMGA & HU8AV1K FélagiS hefur endurgreitt til félagsmanna sinna, af vöruúttekt á s.I. ári 500.000,oo krónur Ennfremur hefur dagverði vörunnar verið haldið niðri. Þetfa sannar, að stöðugt er verið að framkvæma stefnu frumherja K. Þ. Takmarksð stendur óbreytt: BETRI LÍFSKJÖR FYRIR FÓLKIÐ í LANDINU Hver hefur efni á því að taka ekki þátt í sLku samstarfi ? KAUPFÉLAG ÞINGEYIMGA ■■ ■ ■" ■ ' - ■ ■■■ ( ........." '■ ——1 1 1 1 ...... Frjáls þiójS — Laugardaginn 25. júní 1960 I

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.