Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 2
'* M Allir á Það er á allra vitorði, að hátt settir menn hafa horn í síðu l>ess fólks, sem nú býr sig und- ir að halda fund á Þingvöllum, til áréttingar kröfu sinni um brottför varnarliðsins. Það er bezt að kalla herinn varnarlið,! jþví ekki er fyrir að synja, aðj hann beri það nafn með rentu,' varðandi samherja hans. Það er sem sé ekki óhugsandi ef til styrjaldar kemur, að vestmenn- irnir flytji spekúlantana og for- ustumenn þjóðarinnar vestur um haf; skjóti undir þá flug- þotu af nýjustu gerð. Almúg- inn deyr svo Drottni sínum, og þeir sem eftir lifa, gerast vél- menni í vígbúnaðarfabrikkum! þeim, sem rísa hér að lokinni styrjöldinni. Það hlýtur að vera heimilt öllum þegnum þjóðfé- lagsins að bindast samtökum i þágu friðarins. Slák sjálfsögð mannréttindi ættu að vera um- borin af hinum án óvináttu og getsaka. Friður á jörðu er eitt mesta kyngiafl til alhliða menn- ingar og framfara, sem enn er þekkt. Spámenn mannkynsins, sem voru í nánustu tengslum' við skaparann, Kristur, Mú- hameð og Búddha, áttu það eitt erindi til jai'ðarinnar að boða frið, sjálfir voru þeir í öllu dagfari og kenningu fi'iðurinn persónugerður. Þó ekki væri nema vegna þessarra miklu manna, ættu söfnuðir þeirra að telja sér óheimilt að heyja stríð, því raunverulega er það og- á að vera óheimilt. Það er summa allra glæpa og hermd- arverka, sem sífellt eru að bjástra við að draga mannkyn- ið niður i skítinn. Þær þjóðir, seip viija umfram allt frið, ættu tafarlaust að segja sig úr hvers konar stríðsbandalögum,og efna til bandalags sín á milli, í ör- uggu trausti þess að herþjóð-1 irijar létu þær afskipta'ausar.1 Það er leyfilegt að stantía utan við glæpsamlegan leik, þar sem báðir aðilar eru jafnsekir, og ekki aðeins leyfilegt, heldur siðferðisskylda hvers manns. Sá leikur verður ekki skakk- aður með aðild friðarríkjanna, því hann er glæps-vnlegur, sjálf vitfirringin daufdumb og tillitslaus gagnvart öllu nema sjálfri sér. Bræðra- o- banda- lag friðelskandi þjóða, sem fengju að nota mannréttindi sín í þágu hugsjóna sinna, án' áreitni frá herþjóðunum. myndi verða fyrr en varði sú brim strönd hárra þanka og viti'ænn- ar mannúðar, sem væri þess umkomin að kaffæra illar ráða- gerðir og styrjaldarhugsjónir. Það væri lengi munuð sæmd ef íslendingar riðu á vaðið, og segðu skilið við hvers konar ófriðaraðild, og legðu hlutleysi sitt fyrir fætur friðaraflanna í heiminum. Stríðsspekúlantarn- ir, sem vilja leysa mannleg og alþjóðleg viðfangsefni með styrjöld, eru ekki viðmælandi, þeir eru lægri stétt, án sam- bands við friðaröfl þróunarinn- ar. Allt þeirfa vafstur og öll sú valdmennska, sem hyggst að lækna mein mannanna með drápstækjum, er löngu dautt og ómerkt rugl og þvættingur.! Myrkri verður aldrei útrýmt með meira myrkri. Veila stjórnmálamannanna íslenzku, að treysta sér ekki til að standa einir, verða að halda í höndina á útlendum stjórn- málarefum til að detta ekki, er sá hnútur, sem þarf að leysa er sá hnútur, sem höggva þarf, á, til þess að losni um útlend- ingana á Reykjanesinu. Alþýð- an getur staðið ein, hún er vön-' ust þvi, veit, að hún á vini handan álanna, og þarf ekki að styðja sig við halta og blinda efasemdamenn styrjaldanna, sem virðast ekki þekkja rétt frá röngu. Allir á Þingvöll! G. H. E. Svar frá Jóni Vestdal Norðurland Framh. af 3. síðu. Steinar Þórðarson, Háleggsstöð- um. Sauðárkróki: Áslaug Sigurðardóttir, Vík. Finney Reginbaldsdóttir. Jónas Þór Pálsson. María Hansen, Stefán Sigurðsson. Siglufjörður: Hlöðver Sigurðsson. Ármann Jakobsson. Eiríkssína Ásgeirsdóttir. Kolbeinn Friðbjarnarson. Valgerður Jóhannsdóttir. Jóhann Sigurðsson Guðrún Albertsdóttir. Ólafsfjörður; Halldór Kristinsson. Bjöm Stefánsson. Sigursteinn Magnússon. Ingvj Guðmundsson. Leiðréttingar „Stór-Amerísku“ — en ekki „Stór-Ameríku“.—á að standa aftast í annarri málsgrein f jórða dálks greinar sr. Björns í síð- asta tölublaði. Málsgreinin öll hljóðar þannig: Já, það verður ekki af aum- ingja Mogganum haft, að hann ber mjög af Demókrata-ræfl- unum í Stór-Amerísku! í síðasta blaði Frj. þj., þar sem getið var um stofnun liér-' aðsnefnda í A.-Skaftafellssýslu urðu nokkrar leiðar villur, sem blaðið vill hér leiðrétta og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á. ) í héraðsnefnd Suðursveitar á sætj séra Sváfnir Sveinbjarn- í arson prófastur, Kálfafellsstað, (ekki -dal) í héraðsnefnd í Nesjum eru meðal annarra: Frú Sigurlaug Guðjónsdóttir Bjarnanesi og frú Ragnheiður Sigjjónsdóttir (ekki Sigurjónsdóttir) Brekkubæ. Einnig Friðrik Sigjónsson (ekki; Sigurjónsson). Á Höfn: Einarj •mm^mmm^mmm^mm^^mm^^^mm Hálfdánarson (ekki Hálfdáns- j Laugum S.-Þing., (undirbún- ingsnefnd fyrir Mývatnssveit, Aðaldal og Reykjadal): Ingi Tryggason, Kárhóli. Sigurður Jónssort, Yztafelli. Tryggvi Stefánsson, Hallgeirs- stöðum. Elín Árnadóttir, Brún. Friðjón Guðmundsson, Sandi. Stgingr;imur Baldvinsson, Nesi. Jakobína Sigurðardóttir, Garði. Þráinn Þórisson. Baldursheimi. í blaðinu Frjáls þjóð frá 6. þ. m. er birt feitletruð frétt á öftustu síðu þess efnis, að Sem- entsverksmiðja ríkisins flytji ekki sjálf inn poka til umbúða um sement, en sonur minn hafi „fengið umboð fyrir pok- unum“ og flytji „sérstakt heild- sölutyrirtæki bá inn með álit- legum hagnaði,“ Af tilefni þessarar fréttar blaðsins sé ég ástæðu til að skýra frá innkaupum verk- smiðjunnar á sementspokum, en þau hafa verið sem hér segir: Vrorið 1958, nokkrum mán- uðiira áður en verksmiðjan tók til starfa, voru sementspokar til þarfa verksmiðjunnar boðnir út. Útboðið var auglýst í öll- um dagblöðum bæjarins og rík- isútvarpinu, en erlendum verk- smiðjum, er þess óskuðu, send útboðslýsingin. Tilboðin voru opnuð að bjóðendum viðstödd- um og lægsta tilboðinu tekið, en það var frá S. Árnason & son). I Kristinn Sigurðsson. Sumarrós Helgadóttir. Sigríður Kristinsdóttir. Akureyri: Arnfinnur Arnfinnsson. Jónbjörn Sölvason. Rósberg G. Snædal. Sigurður Óli Brynjólfsson Jón Ingimarsson. Júdit Jónbjörnsdóttir. Sigfús Jónsson. 'Húsavík: ÍPáll Kristjánsson. Þorgerður Þórðardóttir. Áskell Einarsson. Guðmundur Halldórsson. Helgi Hálfdánarson. Dalvík: Hjörtur Eldjárn. Jóhannes Haraldsson. Stefán Björnsson. Daníel Daníelsson. Valdimar Sigtryggsson. Lundi í Axarfirði (undirbún- ingsn. fyrir Axarfjörð, Keldu- hverfi, Núpasveit, Raufarhöfn og Kópasker): Þórarinn Haraldsson, Laufási, Kelduhverfi. Stefán Jónsson, Ærlækjarseli, Axarfirði. Árni Sigurðsson, Hjarðarnesi, Núpasveit. Ragnar Helgason, stöðvarstj. KópaskerL Lárus Guðmundsson. Raufarh. Hrísev:. Séra Fjalar Sigurjónsson. Ósk Hansdóttir, húsfrevja. Þorsteinn Valdimarsson. hrepp- stjóri. Co., Revkjavík, og buðu þeir poka frá finnskum verksmiðj- um. í annað skipti voru sements- pokar boðnir út með auglýsingu i dagblöðum ba'jarins og ríkis- útvarpinu 27. febr. 1960. Var enn hafður sami háttur á og í fyrra skiptið, að erlendum verk smiðjum, er þess óskuðu, var send útboðslýsingin, en tilboð- in voru opnuð að bjóðendum viðstöddum 2. apríl 1960. Alls bárust 20 tilboð frá innlendum cg erlendum aðilum, og. var hiðJgeg&td þeirra frá Nathan & Olsen h/f, Reykjavík. er bauð fyiúr firmað Henrik Mannerfrid AB. Gautaborg, og var samið um kaup á pokum í samræmi við það tilbcð. Hópur manna, sem var við- staddur, er tilboðin voru opnuð í bæði slíiptm, er til vitnis um, að hér er rctt frá skýrt. Frá öðrum fyrirtækjum en jj-im, er aí oi>n greinir, hafa sementspokar ekki verið keypt- ir. Sonur mirn á engan hlut að þeim fvrirta-kjum, sem hér hafa verjð nefr:i. Má af þessu ráða. hve frétt Fr.iálsrar þjóðar tr gersamlega úr lausu lofti gripin. Reykjavík, 6. ágúst 1960. Jón E. Vestdal. ATH.: Samkvæmt bréfi dr. Jóns Vestdals virðist það, sem sagt var um þetta mál hér í blaðinu, vera úr lausu lofti gripið. Þyk- ir blaðinu mjög leitt, að hafa hreift, málinu og biður viðkom- andi afsökunar. Heimildir blaðsins fyrir frétt- inni voru frá Akranesi. þar sem menn ættu að þekkja öðr- um betur ýmiss atriði í sam- bandi við sementsframleiðslu og uggði blaðið þvi ekki að sér um að sannprófa upplýsing- arnar svo sem skyldi og þess er annars vandi. Dr. Jóni Vestdal þakkar blaðið greið svör og mætti það verða ýmsum cðrum til fýrir- mvndar. Húseit;erið2ifé!ag Keykjavíkur Happdrætti Frjálsrar þjóðar 10 vinningar — Verðmæti kr. 123.S00.00 — Dregið 1. október Volkswagen 1960 -■. V ýú-úh - i mmmw >' Skrifborð Flugferð Rvílc—Khöfn—Evík 7° • — 9 • !! P-AA /4A 1 vsnmngar vmir e:i:r eigsn vmf kr. buJ.yy hver. ASsks 3700 miðar — Via:?:iaýsHkiir miklar. . 2 Friáis l>m — Laugardagln: ágúst 10v10

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.