Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 20.08.1960, Blaðsíða 6
Framh. af 5. síðu. [ aS glápa á myndina, heil | lengi. Við ökum í leigubílum til j Lindos. Broadhjónin hafa j sýnilega móðgast meira en lítið hvort við annað, því nú fara þau sitt í hvorum vagni. Róðos er eidfjallaeyja, — landslagið síbreytilegt og svipmikið. — Ef Reybjanesið væri aldingarður, þá myndi það líkjast Róðos. — Á einni fjallsgnípunni, frammi við sjó, stendur klaustur. Leið- j sögumaður okkar þýðir frá- sögn bílstjórans um að í vor hafi helgimynd Skoris flutt sig sjálfkrafa úr klaustri á Kýpur upp í þetta klaustur j á fjallsgnípunni. Grikkir eru mjög trúaðir. En Albert seg- ir að séi' sé sama hver segi það, Ruth eða anybody, hann. trúi þéssu eklci. Á Delos. Á Delos kemst ekki nema helmingur fólksins í land.. j Það gerir vindbáru, og bát- j urinn, sem flytur okkur, er lítill. Hér verður Albert eftir um borð en Ruth fer í land. . — Við skoðum hér borgar-. rústir. Hér fæddist Apolló og Artemis, og hér má enginn fæðast og enginn deyja að fornumjögum. Okkur gfengur illa að kom^ | ast um borð, —- batsmenu gera níu atrennur áður en það tekst. Og á meðan þessu fer fram segir Andrés Revesz okfur" frá því hvernig hann , varð svona. — Hann er bú- inn að vinna við ABC í Mad- rid í 30 ár, og í borgarastyrj- öldinni tólcu lýðveldissinnar fimmta hvern blaðamann við ABC og skutu hann. — Ein- hver spyr hvers vegna þeir hafi ekki skotið hann líka, en það segir Revesz að hafi verið af því hvað þeim þótti hann elskulegur og skemmti- legur maður. ,,En þeir gerðu annað við mig, sem var miklu verra,“ segir hann. ,,Þeir settu mig í fangelsi. Þeir héldu mér í einmenningsklefa í þrjá mánuði. Aleinum með engan til að tala við.“ — Það segir hann að hafi verið hræði- legt. Á Patmos skoðum við fyrst hellinn þar sem Jóhannes er sagður hafa skrifað guðspjall sitt. Munkur sýnir okkur fleti guðspjallamannsins á hörðurn steininum, krossinn, sem hann er talinn hafa höggvið í vegginn. í fram- hluta hellisins er kapella, ævaforn og fögur. Hellirinn er aðeins lýstur með kerta- ljósum. Hann er þurr og rakalaus, og það er hátt undir loft nema í miðjunni, þar sem þakið bungar niður svo mað- ur skynjar ægiþunga fjalls- ins yfir höfði sér, og finnst einhvern veginn að opinber- un eða eitthvað annað stór- kostlegt sé ekki sennilegra í öðru umhverfi en þessu. Helgi þéssa hellis varð ' upphaf að 'miklu munklífi, sem verið hefur á Patmos síð- an á fjórðu öld fyrir Krist. Klaustnð. Sjálft klaustrið stendur uppi á íjallinu, og enn er ferðast á asnabaki. Þegar veldi Jóhannesar- klaustursins á Patmos var mest, voru þar yfir 400 múnkar. Hvergi munu vera samankomimneiri auðævi- í einu klaustri, — fyrst og fremst í handritum, en einn ig í gulli og dýrum stein- um, sem þjóðhöfðingjar grísk-kaþólskra landa hafa sent þangað á liðnum öldum. Þetta klaustur hefur aldrei verið vanhelgað. Sjálfur páf- inn í Róm lýsti yfir því bless- un sinni, þótt það lyti aust- rænu kirkjunni. Og jafnvel Tyrkinn dirfðist ekki að hrófla við því af ótta við alls- herjarfordæmingu Evrópu- þjóða. Hér eru nú aðeins 25 munkar eftir, og innan fárra ára verður þetta klaustur orðið að minjasafni. — Hér var geymt handrit að Lýð- veldi Platós — þar til ein- hver Grikklandsvinurinn kom því í háskólabókasafn- ið í Oxford. Hér eru kynst- ur ævafornra handi’ita, sem enn hefur ekki gefizt tdmi til að rannsaka. Við fáum að fletta papírus handritum frá því á fimmtu öld eftir Krist. Og við erum beðnir fyrir skilaboð til fi’æðimanna landa okkar, um að hingað séu menn velkomnir til rann- sóknar- og vísindastarfa. Um kvöldið ná menn sér niðri á Andrési Revesz, og láta hann heyra það misk- unnariaust, að það voru monks — sem þýðir munk- ar — í klaustrinu. Ekki monkeys, sem þýðir apakett- ir — eins og hann sagði. Myconos. Myconos er síðasta eyjan, sem við heimsækjum. Þar eru 350 íbúðarhús og 365 kirkjur. Þessi mikli kii'kju- fjöldi er þannig til kominn, að fiskimenn staðarins hafa gert áheit um kirkjubygg- ingar í hafsnauð og staðið við þau. Minnsta guðshúsið er kallað Kirkjan kattarins. Hana byggði fátækur fiski- maður af svo litlum efnum, að inn í hana kæmist ekki Stærri skepna en köttur, hvað þá skrýddur þrestur. Þó ér þetta fullgild kii’kja og er messað úti fyrir henni einu sinni á ái'i. Niðri við höfnina er hópur sjómanna að bæta hringnót. Tilburðirnir eru alþjóðlegir, — netanálin í handai'krikan- um meðan skorið er úr, — vasahnífurinn í munninum meðan bætt er. Ég sit hjá dr. Harrie og Lacamp úti fyrir kaffihúsi á hafnarbakkanum. Við höfum skoðað bæinn, — dáumst að hreinlætinu, sem þarna sem annai's staðar er óaðfinnan- legt, glöðu og hlýju viðmóti fólksins, og þessu dásamlega veðri. 'Oi>! Albert vai'ð eftir um borð I við Myconos — konan hans fór í land. Og nú spyr dr. Harrie Lacamp hvoi’t hann viti hvers vegna Albert sé gjöi-samlega hættur að tala um fulla Tyrki en tali um fulla Svía í staðinn. Og La- camp kann svar við því. Það var í Landstjói'ahöll- inni á Rodos — segir hann. — Hann stóð við hliðina á þeim hjónunum fyrir framan fasistisku madonnumyndina. — Myndin er risastór og ó- smekkleg, og sýnir hina helgu mey ákaflega ólétta með greiparnar spenntar framan á sér. Albert hafði starað lengi á myndina þegjandi, þangað til hann hló í kampinn, hi'ísti höfuðið og sagði: „Well — them crazy Turks!“ — Tja, þessir Tyrkir! Þá var mælirinn fullur. Frú Broad varð alveg æf, og kvað upp þann úrskurð, aít ef hann særi ekki að minnast ekki einu orði á Tyrki fram- ar í fei’ðalaginu, þá skyldi svo sannarlega annaðhvort þeirra fara heirh með flugvél strax í dag: — Þetta með Svíana, — væri aðeins einhvers kon- ar tákn eða symból. Þegar Albei't talaði um fulla Svia þá ætti hann við fulla Tyrki, og nú sæti hann yfir viskíinu sínu um borð í Semíramis. Allt í einu birtist svo fár- legt ski'ipi undan einuni bátnum. Það er í aðalatriðura fugl, — geysistór og þungur á sér. Hann er kynntur fyrir okkur. Þetta er heimaalinn pelíkani bæjarins, heitir Pét- ur og er vinur fiskimanna. Þeir kasta upp í hann smá- fiski og einn gengur til og tæmir bjórflösku upp í ginið á honum. Éyglinn baðar vængjunura og geispar eftir drykkinn, ýfír ótútlegt fiðrið með nef- inu og vafrar burtu, gleið- gengui’, vaggandi og dúar eins og hann þurfi að klóra sér á sitjandanum á götu- steinunum í hverju skrefi, Ivar Harrie er klassískixr fílólóg og hefur verið í einni sæluvímu í fei'ðinni. Hér hef- ur hver steinn sagt honum guðlega sögu og vindgustur hVer arrdað íjoði. Hann hoffir hrifinn á eftir fuglinum, og Lacamp spyL’ hvort honum finnist hann ’ fallégur. „Nei,“ segir ívar, „en Platon hefur það fullum fet- um eftir Alkibíades, að Sókrates hafi verið svona í göngulagi þegar hann gegndi herþjónustu.“ — voðalegt fylliri. Annars var bara bíó. — Þið komið snemma úr síldinni, sagði blaðamaðui'- inn. — Það er von, sögðu þær. — Við vorum reknar! — Voru þið hjá Sveini Ben.? — Það held ég nú, sagði önnur. — Hann var búinn að lofa okkur húsaskjóli og ókeypis ferðum fram og(aft- ur. Svo segir hann bara einn góðan veðurdag, að við get- um farið með allt okkar drasl og neitar að. borga ferðina. — Við unnum nú kannski til þess að vera reknar, seg- ir þá hin. — Það var síld í einn dag og daginn eftir átti að ljúka við að salta hana. Við neituðum að fara út. Við vorum ekki veikar —■ við fórum bara ekkert út. — Voi'uð þið í vondu skapi? — Ætli það ekki. Sveinn var búinn að lofa okkur tímavinnu, þegar litið væri að gera, en ég gæti talið tímana, sem við fengum, á fingi’um mér. — Svo fórum við til Sveins. Hann var ósköp orð- ljótur, blótaði mikið og hót- aði að kalla á lögregluna. Það gerir hann alltaf. Við fengum engar pylsur með brauði og sinnepi, eins og hann er vanur að bjóða uppá, þarna á kontórnum. Við sögðum honum, að við hefð- um alltaf farið út nema í þetta eina sinn. Hann kall- aði okkur fífl og sagði okk- ur að fara á stundiimi. Hann hlýtur þó að skilja, að það hleýþur enginn til Reykjavíkur eða gengur — og auk þess auralaus! — Fenguð þið ekki út- borgað? — Við fengum borgað fyr- ir þessar tunnur, sem víð höfðum saltað í. Það var bara hluti af tryggingunni. Og farið fengum við ekki gi'eitt eins og var lofað. Hann hafði kannski rétt til að reka okkur, ef hann vildi losna við okkur. En hann gat ekki fai'ið svona með okkur. Við vorum svo heppnai', að við þekktum ráðskonuna, hún hjálpaði okkur. Við -náðum í Esjuna á síðustu-stundu og komura til Reykjavíkur í morgun. Staurblankar! — Og nú eruð þið með sjóriðu? — Já, það veltur allt und- ir fótunum á manni. Ónei. Þetta er sérstaklega leiðinlegur bær. Engin vinna — ekki neitt. Sumar vikurn- ar héngum við án þess að gera, nokkurn skapaðan hlut. Það voru allir orðnir hundleiðir. — Var ekki fjör? — Það var fjórum sinn- um ball í sumar og einu sinni landlega hjá bátunum Reknar úr síldinni Rætt við tvær sildarstúlkur Nú í vikunni litu tvær ! ungar stúlkur inn á skrif- ! stofu Frjálsrar þjóðar og j spjölluðu nokkra stund við ! heimamenn. Þær eru systur, ! heita Anna og Guðbjörg, báðar innan við tvítugt og voru að koma úr síld af Raufarhöfn. — Var gaman í síldinni? spurðum við. — Gaman! sögðu þær. — r smmsgSSBBmm « . M • . Frjáls þjóð — Laugardaginn 6. ágúst l&^Q,

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.