Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.08.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 27.08.1960, Blaðsíða 3
Héraðsnefndir - tii undirbúnings Þingvallafundi Hernámsandstæðmgar hafa stofnað fjölmargar héraSsnefndir síðustu vikurnar til undirbúnings Þing- vallafundi, I síðustu tveim blöðum hefur verið greint frá mörgum þeirra, en sökum plássleysis er ekki unnt að birta að þessu sinni nema hluta af þeim fjölda, sem síðan hefur bætzt við. Stöðvarfjörður, S-Múl.: Guðmundur B|jörnsson, bóksali. Bergur Hallgrímsson, skrifst.m. Sigurður Guðjónsson, kaupfé- lagsstjóri. Kristján Jónsson, hreppstjóri. Björn Kristjánsson, form. ung- mennafél. Fljótsdalur. S-MúL: Jón Kerúlf, bóndi, Hvafnkelsst. Erlingur Sveinsson, bóndi, Viði- völlum út. Rögnvaldur Erlingsson, bóndi, Víðivöilum út. Hallgr. Þórðarson, bóndi, Víði- völlum út. Petra Sveinsson, form. kvenfél. ] Sverrir Þorsteinsson, bóndi, Sigurbjörn Guttormsson, Borg- argarði.. Björgólfur Sveinsson, verkstj. Kristinn Helgason, vélstjóri. Sigurbjörg Sigurjónsd., frú. Vallahreppur, S-Múl.: Hrafn Sveinbjarnarson, oddv. Hallormsstað. Þórný Friðriksd., frú Sigurður Blöndal, skógarv. Jón Bergsson, bóndi, Ketilsstöð- um. Karl Nikulásson, bóndi, Gunn- laugsstöðum. Anna Sigurðard., frú, form. kvenfél. Séra Marinó Kristinsson, Vallanesi. Magnús Sigurðsson, bóndi, Úlfs- stöðum. Haraldur Guðnason, bóndi Ej'j- ólfsstöðum. Þórarinn Árnason, bóndi, Strönd, form. ungmennaíél. Égilsstaðahreppur, S-Múl.: Jón Pétursson, dýralæknir. Hulda Matthíasdóttir, frú. Jón Egill Sveinsson, bóndi. Egilsstöðum. Magna Gunnarsdóttir, frú. Sigurður Gunnarsson, trésm. Páll Sigbjarnars., héraðsráðun. Stefán Scheving Thorsceirissön, héraðsráðun. Kormákur Erlendsson, múrari. Bjarni Linnet, póstmeistari. Ingibjörg B. Linnet, frú. Björn Sveinsson frá Eyvindará. Dagmar Hallgrímsdóttir, frú. Hjaltastaðaþinghá, S-Múl.: Sævar Sigbjarnarson, bóndi Rauðsholti. Valur Þorsteinsson, foim. ung- mennafél. Fram, Sandbrekku. Geirmundur Þorsteinson, Sand- brekku. Guðjón S. Ágústsson, bóndi Ásgrímsstöðum. Bjarni Einarsson, Stóra-Steinsv. Gunnar Sígurðsson, afgr.m. Guðmundur Pálsson, bóndi, Svínafelli. Ingvar Guðjónss.,bóndi Dölum. Gunnar H. Ingvason,bóndi. Beruneshreppur, S-Múl.: Björgvin Gíslason, oddv., Kross- gerði. ■Rósa Gisladóttir, fru, Krossg. Ingólfur Árnason, bóndi, Kross- gerði. Klúku. Jörgen Sigurðsson, bóndi, Víði- völlum fram. ísey Hallgrímsd., húsfrú, Víði- völlum fram. Hrafnkell B(jörgvinsson, bóndi, Víðiv. fram. Bergljót Jörgensd., form. ung- mennafél., Víðiv. fram. Einar Sveinn Magnússon, bóndi, Valþjófsstað. Axel Jónsson, bóndi, Be^sast. Hallgrímur Helgason, bóndi, Droplaugarstöðum, Bæjarhreppur, Stvandasýslu: Lára Helgadóttir, Brú. Steingrímur Pálsson, stöðvar- stjóri, Brú. Jónas Jónsson.bóndi, Melum. Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljót unnarstöðum. Sæmundur Guðjórisson, hrepp- stióri, Borðeyri. Eiríkur Sigfússon, bóndi, Litlu- Hvalsá. Jón Kristjánsson, bóndi, Kjörs- eyri. Þorbjörn Bjarnason, skólastjóri, Borðeyri. Þorbjörg Kvaran, frú, Brú. Eftirfarandi grein birtist nýlega • Sydsvenska dag- bladet. Höfundur hæðist á skemmtilegan liátt að of- rausn fslendinga við útlenda gesti, og er greinin birt hér af því tilefni. Sennilega er engin menn- ingarþjóð jafn lítið þekkt og íslendingar. Kunningi minn, sem er m)jög ómannblendinn og vill yfirleitt vera í friði á járnbrautarferðum, skipi, í strætisvagni eða flugvél, er vanur að svara, þegar hann er ávarpaður á nokkurs kon- Sturlusyni eða Eddu heldur prófessornum hjá Jules Verne, sem lét sig síga niður í eitt eldfjallið þar uppfrá til þess að komast ,,Að mið- punkti jarðar.“ Og hvaða strák hefur ekki dreymt um að leika það eftir? Næstum hálf öld átti þó eftir að líða, þar til ég komst ií nánari kynni við ísland, og það var þá alls ekki til þess að komast gegnum eldfjall að miðpunkti jarðar, heldur var ég í erindum fréttamanns. VEIZLUHOLDIN VORU ERFIÐ ar heimatilbúnu esperanto, að hann sé íslendingur og tali aðeins íslenzku. Menn gjóta þá á hann augum eins og hann komi frá tunglinu og láta hann síðan í friði. Með öðrum orðum: hann hefur verið svo heppinn að hitta aldrei neinn íslending, sem gæti nappað hann, og það verður að játa, að fyrir mann, sem vill ekki láta málgefið samferðafólk trufla sig, er vogandi að leggja út d þá áhættu. ísland er svo stórbrotið land, að það gleður mann að sjá, að þar uppfrá eru þeir í seinni tíð farnir að auglýsa í heimsblöðunum til þess að draga til sín ferðamenn. Sá, sem ferðast til íslands verður ekki fyrir vonbrigðum, því að landið býður upp á allt hið góða, sem það lofar í auglýs- ingum. Fyrstu skemmtilegu ís- landskynni mín sem smá- strákur voru ékki af Snorrá Sjaldan eða aldrei fær „venjulegt“ fólk að njóta þess, að tekið sé á móti því eins og þjóðarleiðtogum, en næstum því það sama fékk ég að reyna á íslandi, þegar ég kom þar í október að ferða- mannatímabilinu loknu. í Reykjavík bjuggu þá innan við 50 þúsund íbúar, ef ég man rétt, og stór hluti þeirra var diplomatar, sem voru orðnir dauðleiðir á að hitta hver annan dag eftir dag í morgunverðarboðum, hádeg- isboðum og kvöldverðum á- samt tilheyrandi næturgleði og voru þess vegna innilega glaðir að fá að sjá nýtt and- lit. Og eins var um forsetann og ríkisstjórnina, að ég tali ekki um blaðamennina, sem gripu tækifærið fegins hendi. Það var stórkostlegt ævin- týri fyrir fréttamann að vera skyndilega orðinn sá mið- depill, er athyglin beindist að, — að vera í heimboði hjá forsetanum, fá gestastúkuna á Þjóðleikhúsinu til umráða, að vera heiðursgestur í ráð- herra- og sendiherraveizlum og vera sá maður, sem allt snerist í kringum í síðdegis- boðum og öðrum veizlum. Menn notast við það sem til er, þegar þá langar til áð sjá einhver ný andlit, og ég var eini gesturinn, sem þarna var staddur. — Þetta skildi ég, og þess vegna beið ég, þrátt ”'1 fyrir allt, ekki tjón á sálu minni. En það er engin furða, þótt ég yrði hrifinn af ís- landi. Sá, sem vill kynnast þessu sama, verður auðvitað að forðast ferðamannatím- ann og koma þangað, þegar síðasti ferðamaðurinn hefur fyrir löngu þurrkað íslenzka vegarykið (já, einmitt rykið) af fótum sér. Auðvitað sam- kvæmt reglunni um framboð og eftirspurn. íslendingar eru vingjarn- legir og hjálpfúsir á öllum árstímum og það sem meira er, þeir skilja sænsku betur en „skandinavisku“, en það er heldur undarlegt, þegar dönsku tímarnir eru hafðir í huga. Útlendingar, sem eignast . marga kunningja í Reykja- vík, og þá eignast allir að haustlagi og um vetur, ættu að taka vandlega eftir, hvað nýju vinirnir heita að for- nafni, því að í símaskránni eru allir símnotendur skráð- ir með tilliti til fornafns. Megi hins vegar finna þar heila tylft af Vilhjálmum, sem allir eru Guðmundssyn- ir, þá er ekkert annað að gera en að hringja bara í þá hvern af öðrum þar til sá rétti er fundinn. En hvers vegna að hringja? Flesta þeirra hittirðu um kvöld- verðarleytið við Austurvöll, þar sem forsetahöl!in(!), dómkirkian og Hótel Borg liggja, eða í Austurstræti. (Sydsvenska Dagbladet). Fimm vildu her - Frh. af 1. síðu. prentun bárust fregnir af ágæt- um fundi austur á Vopnafirði. Um 50 manns sóttu fundinn, en framsögumenn voru Einar Bragi, skáld, Helgi Þórðarson, bóndi, Ljósalandi, Gunnar Valdimarsson, Teigi, Páll Methúsalemsson, Refsstöðum ög Páll Sigurbjarnarson, hér- aðsráðunautur. — Fundarstjóri var Friðrik Sigurjónsson, hreppstj. Ytri-Hlíð. Á eftir hófust fjörugar um- ræður og töluðu margir. Helzt bar það til tíðinda, að Methu- salem Methúsalemsson frá Burstarfelli stóð upp og kvaðst vilja hafa herinn sem lengst. Flutti hann tillögu í því efni en við atkvæðagreiðslu hlaut hún aðeins 5 atkvæði, atkvæði Methusalems og tengdasonar hans og einnig þriggja sunnan- manna, gegn atkvæðum allra annarra, sem fundinn sóttu. — Gengu þeir bá allir af fundi en ályktun gegn hernáminu var samþykkt með samhljóða at- kvæðum. í Vopnafirði var Almenna bókafélagið Út er komið 18. hefti Félags- bréfa Almenna bókafélagsins. Efni þess er sem hér segir: Að- algeir Kristjánson, cand. mag. skrifar um Brynjólf Pétursson, en Guðmundur Steinssön, rit- höfundur, á þarna gamanleikrit í einum þætti, er hann nefnir Líftrygginguna. Gunnar Einarssbn, bóndi, Núpi. stofnuð 24 manna héraðsnefnd Frjáls þjoð — Laagárdaginn 27. ágúst 1960 Þórður Einarsson skrifar um spænska nóbelsverðlaunahöf- undinn Juan Ramón Jimenéz og birtir þýðingu sína úr bók hans Glói og ég. Ljóð eru í rit- inu eftir Sveinbjörn Beinteins- son, en um bækur skrifa þeir Þórður Eirtarsson og Njörður P. Njarðvík. Þá eru í heftinu ritstjórnargreinar, fréttir frá Almenna bókafélaginu o. fl. Auglýstar eru næstu mánað- arbækur félagsins, en þær eru Gi'óður jarðar (Markens Gröde) eftir Knud Hamsun í þýðingu Hélga Hjörvars, og Hugur einn það veit — bók um hugsýki og sálkreppur — eftir Karl Strand, lækni. Huseigendafélag Reykjavíkur Stórt úrval af karlmanna- fötum, frökkum, drengja- fötum, stökum buxum. — Saumum eftir máli. —mmn Bif reiðasalah BÍLLINN V a rðarli ú si n u sími 18-8-33 Þar sem flestir eru bílarnir, þar er úrvalið me?t. Oft góðir greiðslu- skilmálar. BIFREIÐAS ALAN OG LEIGAN INGÓLFSSTRÆTI 9 Símar 19092 og 18963 K.vnnið yður liið stóra úrval, sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. ) • f BIFREIÐASALAN OG LEIGAN i Ingólfsstræti 9. [ Símar 19092 og 18966. i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.