Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.08.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 27.08.1960, Blaðsíða 6
( I i í 1 1 r i i i i i i i i i i i j i i i ] i i i i i i 1 i i i j i t m Hjálpræöisherinn Framh. at 5. síðu. lega 20 ára skeið og margar ógleymanlegait endurminn- ingar voru tengdar við hjá eldri og yngri liðsmönnum, og sama ár var lagður horn- steinn að hinni nýju og veg- legu byggingu, sem síðar meir' var stækkuð verulega og allir Reykvíkingar og fjölmargir fleiri kannast við. Má með sanni segja, að Grauslund hafi unnið að byggingarmálum Hjálpræð- ishersins af frábærum dugn- aði og samvizkuSemi jafn- hliða öðrum málum Hjálp- ræðishersins og landsmanna allra á þau 10 ár, sem hann hafði stjórn Hjálpræðishers- ins á íslandi með höndum, með aðstoð foringja sinna og liðsmanna. Má þar sérstak- lega geta hins frábæra for- ingja Odds Ólafssonar, sem með afburða dugnaði átti mjög mikinn þátt í því að koma upp hinu veglega gesta og sjómannaheimili, Hjálp- ræðishersins á ísafirði, sem mun ávallt setja svip sinn á höfuðstað Vesturlands, en það var vígt hinn 22. júní 1922. Auk Reykjavíkur og ísa- fjarðar var nýtt hús reist í Hafnarfirði, hús keypt á Ak- ureyri og Seyðisfirði. f október 1927 var stjórn íslenzka Hjálpræðishersins falin íslendingi í fyrsta sinn, þar sem Adjutant Árni M. Jóhannesson var skipaður yf- irmaður Hjálpræðishersins á íslandi. Blómgaðist starfsem- in mjög undir 5 ára stjórn Árna og konu hans og margt ungt fólk skipaði sér undir fána Hjálpræðishersins og tók við af hinum gömlu hetj- um, sem nú fóru óðum að týna tölunni. íslenzkur foringjaskóli Hjálpræðishersins var starf- ræktur í Reykjavík á þessum árum, sem útskrifaði 6 Hjálp- ræðishersforingja. Gesta og sfiómannáheimili Hjálpræð- ishersins í Reyk;javík var stækkað mikið og endurbætt og starfsemi Hjálpræðis- Frumherjinn Guðjónía Bjarnadóttir (81 árs), talar á útisamkomu á Lækjartorgi. hersins í Færeyjum tengd föstum böndum við íslands- deildina, en Hjálpræðisher- inn hafði þá nýverið hafið starfsemi sína í Þórshöfn. Um leið og Adjutant Árni M. Jóhannesson og frú hans tóku við stjórn Hjálpræðis- hersins á íslandi og Færeyj- um, varð sú breyting á, að ís- lands- og Færeyjadeildin urðu hluti af umdæmi Stóra- Bretlands í stað Danmerkur, sem áður var, og stóðu eftir það um nokkurra ára skeið í beinu sambandi við Skot- land. Árið 1933 var enn gjörð breyting á stöðu íslands- deildarinnar í Hjálpræðis- hernum og deildin látin heyra beint undir alþjóða að- alstöðvar Hjálpræðishersins í Lundúnum og í því sam- bandi var svo Major og frú Beckett kvödd héðan, en sænskir yfirforingjar, þau Adjutant og frú Molin skip- uð leiðtogar Hjálpræðishers- ins á íslandi. Voru þau hjón- in leiðtogar íslenzka Hjálp- ræðishersins þangað til í byrjun júlí 1936, að Adju- tant Svava Gísladóttir tók við stjórn deildarinnar, en hún var annar íslendingur- inn og fyrsta konan, er tókst á hendur stjórn Islands- og Færey j adeildarinnar. Adjutantinn vann mikið og gott starf þau ár, sem hún var deildarstjóri, en það voru erfið ár, t. d. stríðsárin öll, en hún lét af starfi sem deild- arstjóri í september árið 1945. Síðan 1945 hafa þessir ver- ið deildarstjórar: Brigadér J. C. Taylor, september 1945 til júlí 1948, Brigadér og frú B. Pettersen frá júlí 1948 til ágúst 1951, Major og frú A. Bárnes frá ágúst 1951 til ágúst 1953, Major og frú H. Andresen frá ágýst 1953 til dauðadags 18. september 1954, Major H. Gulbrandsen febrúar 1955 til ágúst 1958 og Brigadér og frú F. Nilsen síð- an. Að öðru léyti vísa ég til greinar minnar, sem birtist í afmælisblaði Herópsins, maí —júlí heftinu þetta ár, en vegna þeirra, sem ef til vill eiga ekki kost á að sjá það blað, skal þess getið, að um það bil 40 íslenzkir foringjar, 90 norskir, 50 danskir, 25 enskir, 5 sænskir og 5 færeyskir hafa starfað við íslands- og Færeyjadeild- ina í þessi 65 ár, auk mörg hundruð Hjálpræðishér- manna, að því að flytja íslendingum og Færeyingum fagnaðarboðskap Krists. Síðan árið 1948 hefur ís- lenzki Hjálpræðisherinn ver- ið í tengslum við aðalstöðv- ar Hjálpræðishersins í Nor- egi, auk þess sem hann til- heyrði Noregi á árunum 1934 —1939. Hjálpræðisherinn hefur rekið margs konar starfsemi í þágu æskulýðsins, svo sem sunnudagaskóla, æskulýðsfé- lög, skátastarfsemi, strengja- og lúðrasveitir, og starfsemi fyrir barnahermenn og flokkskadetta, auk kærleiks- bandsins, þar sem börnin hafa lært margt gagnlegt. Það sem helzt hefur háð Stórveldi - Framh. af 5. síðu. kjól er að ræða, kvenkápa kostar um það bil helmingj meira en kjóliinn. Tilbúin karlmannsföt kosta frá 800 og upp í 2200 krónur. Húsaleiga í bæjaríbúð er kringum 350 krónur á viku, en komi fólk frá öðrum lönd- um til London og leigi sér íbúð, sleppur það naumast með minna en 800 krónur á viku. Hins vegar eru lúxusvör- ur tiltölulega ódýrar og not- aða hluti má fá mjög ódýra, sennilega sökum þess, að fólk, sem yfirleitt kaupir not- aða hluti, á sjaldan peninga til staðgreiðslu, það verður að kaupa með afborgunum ' og þá um leið dýrara. • í viðtali, sem ég skrifaði fyrir nokkru, hafði ég það eftir Jóhanni Sigurðssyni, að landhplgisdeilan hefði ekki vakið mikla athygli í Bret- landi, og sama sjónarmið hef ég séð víðar. Mín reynsla J staðfesti þessa skoðun. Flest- ’ ir, sem ég hitti og vissu, að ég var íslendingur, minnt- ust á landhelgisdeiluna við mig. Afstaða menntamanna virtist mér yfirleitt sú, að þessa deilu bæri að harma og leysa friðsamlega sem allra fyrst. Lítið menntað fólk virtist okkur yfirleitt starfsemi Hjálpræðishersins á Islandi, er skortur á ís- j lenzkum herforingjum, sem sést á því, að af 215 foringj-j um, sem hér hafa starfað, hafa aðeins um 40 verið ís- lenzkir. Um þessar mundir starfar Hjálpræðisherinn í Reykja- vík, ísafirði, Siglufirði og Ak-( ureyri. fslenzka þjóðin á miklar þakkir skilið fyrir allan þann velvilja og stuðning sem hún hefur ávallt sýnt Hjálpræð- ishernum og hann á áreiðan- lega eftir að vinna mikið og heilladrjúgt starf til tíman- legrar og andlegrar blessunar fyrir íslenzku þjóðina. andstætt. Ég varð stundum fyrir því, að farið var niðr- andi orðum um land og þjóð, og byggðist þekking þeirra, sem þannig töluðu, að því er virtist einvörðungu á þeirri ósvífnu áróðursherferð, sem brezkir togaraeigendur hafa haft í frammi gegn okkur, en þeir keyptu sérstakt aug- lýsingafyrirtæki til þess að halda uppi stöðugum áróðri gegn málstað íslendinga. Á blaðamönnum, sem ég hitti í London, skildist mér, að þeir teldu engan vafa á því, að málstaður íslendinga myndi sigra. Ólafur Gunnarsson. Fiskmatið — Frh. af 8. síðu. ofurþunga fiskkaupanna og annarra hagsmunaaðiij a og ekki staðið fast gegn vaxandi tilhneigingu framleiðenda að hafa í frammi vörusvik. Þegar fyrrnefndar breytingar á yfir- stjórn fiskmatsins eru hafðar í huga svo og þessi tilhneyging til vörusvika er ekki nema eðlilegt að sú spurning vakni: Er fisk- mat ríkisins að verða handbendi framleiðenda? Ef svo er mun ýmsum þykja tímabært að stungið sé við fótum. Og æski- legt væri, að fiskmatsstjóri sýndi nú loks þann manndóm að svara fyrirspurnum blaðsins um þeta mál, því að enn stend- ur honum til boða rúm í blað- inu fyrir greinargerð eða aðrar skýringar. Styrkveiting Kvenstúdentafélag íslands hefur ákveðið að veita tvo námsstyrki að upphæð krónur 7.000.00 — sjö þúsund — hvorn á næsta skólaári. Styrkurinn er ætlaður ís- lenzkum kvenstúdentum, sem leggja stund á nám við Háskóla íslands. Umsóknir skal senda for- manni félagsins, Ragnheiði Guð- mundsdóttur, Garðastræti 37 — eða í pósthólf 80 — fyrir 1. október næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Háskóla Islands. Beint a Bremerhaven! Spjallað við 2. stýrimann Fréttamaður blaðsins átti leið íiiður að höfn einn daginn núna í vikunni, þegar sólin var sem glöðust á himninum og kom þá þar, sem verið var að skipa upp Úr og út í togara. Þormóður goði átti að sigla á Þýzkalandsmark- að þá um kvöldið, og var nú verið að fylla hann af kárfa ur öðrum togurum bæjarútgerð- arinnar. Sá, sem skoðar ísfiskinn í togurunum, kemst fljótt að raun um, að meðferðin á aflanum er öálítið ólík eftir því, hvert á að selja fiskinn. Ef Þjóðverjar á Þormóöi goða eiga að fá hann, er hann með- höndlaður nánast eins og postu- lín, en ef ætlunin er að landa honum hér i Reykjavík er vissu- lega enginn pempíuháttur hafð- ur á meðferð hans. Ástæðan er einfaldlega sú, að í útlöndum er fiskurinn boðinn upp og seldur sem viðkvæni verðmæti, hér er verðið fast. Þessi mismunur hlýtur að leiða hugann að því, hvort ekki væri tímabært að fará að bjóða fiskinn upp við skipshlið, éins og gert er í flestum löndum. Að vísu yrði stofnkosinaður nokk- ur, en spurningin er, hvort hann ynnist ekki nokkuð fljótt upp við stórbætta meðferð á aflan- um. Auk þess er enginn vafi á því, að bátafiskurinn yrði jafn- betri, færri net yrðu lögð, en kappkostað að landa fyrsta fl. afla, og kostnaður við veiðar- færi og fiskmat drægist stór- lega saman. En hér er ekki rúm til að ræða það mál frekar. Fréttamaður hitti að máli Jón Kristinsson, annan stýrimann á Þormóði goða, þar sem hann stóð þennan sólbjarta eftirmið- dag við spilið og beið eftir ís- bíl. — Þetta er góður fiskur, sem þið eruð með. — Já, helmingurinn er ýsa, sagði Jón, um 130 tonn, hitt er karfi úr Ingólfi og Mánanum. Við fengum þetta undan Jökl- inum. — Er ekki vandað til þess, sem á að sigla með? — Jú, það er mikill munur. Hver uggi settur á magann í röð hlið við hlið og ísað vand- lega. En annars er venjulega öllu kastað í kös og hent á það einni skóflu af ís. — Hvernig sjóskip er Þor- móður goði? — Fínt sjóskip. Kemur ekki dropi inn á dekkið. Þetta er bæ’ði stórt skip og vel byggt. — Og nú á að sigla. — Já, beint á Bremerhaven, og flestir með kerlingarnar. Við verðum þar í 14 daga. Skipið fer í klössun. Jón Kristinsson, 2. stýrimaiiur við spilið á Þormóði goða. „ i „1 jjlilii 1 >" : Hill V - »>•" » 1 J i "j Sii 1 1 Jb . '"j" 1 J t * '* ’L Frjáls þjóð — Laugardaginn 27. ágúst 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.