Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.08.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 27.08.1960, Blaðsíða 5
brennandi krafti og sannfær- ingarþ'unga. ' - : • . í októtser 1896 var starf- semi Hjálpræðishersins haf- in á ísafirði og hefur Herinn starfað þar í bæ óslitið síðan. Annars fóru foringjar Hjálpræðishersins fótgang- andi til_ ýmissa staða í ná- grenni Reykjavíkur og héldu samkomur á fyrstu árunum, svo sem til Hafnarfjarðar, Kálfatjarnar, Njarðvíkur, Keflavíkur, Gerða, Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Statskaptajn Bojsen og frú hans, sem tóku við yfir- stjórninni 1897, hófu rekst- ur gistihúss í Herkastalan- um, þar sem aðkomumenn gátu fengið ódýra gistingu og fæði. Segja má að Hjálpræðis- herinn hafi verið kominn yf- ir helztu byrjunarerfiðleik- ana um aldamótin, og Heróp- ið frá þeim tímum skýrir frá því að pállurinn í Reykjavík hafi verið fullur af her- mönnum og herkonum. Um aldamótin voru fyrstu innlendu foringjar Hjálp- ræðishersins á íslandi farnir að láta talsvert til sín taka, t. d. Sigurþiörn Sveinsson, sem lengi var foringi í Hjálp- •ræðishernum og hefur samið marga af beztu sálmum hans. í sveit einni í Dalasýslu, Fellsströnd, hófst andleg vakning upp úr aldamótun- um. Bóndi nokkur þar í sveit, Matthías Ólafsson á Orrahóli, var staddur hér í Reykjavík, í þeim erindum að reyna að klekkja á nágranna sínum, þeir áttu í landámerkja- þrætum, nágrannarnir. En Matthías kom af tilviljun á samkomu hjá Hjálpræðis- n 65 ára Fyrir framan gamla herkastalann. : 1Æ..' rJ hernum, og þá breyttist.lífs- viðhorf hans. Hann fór heim til sín aftur, sættist við ná- granna sinn og svo kom upp andleg vakning í byggðar- laginu. í maí Herópinu 1901 eru vitnisburðir 28 manna og kvenna á Fellsströnd og Skarðsströnd. í októbermánuði 1902 létu þau Stabskaptajn og frú Bojsen af stjórn Hjálpræðis- hersins á íslandi, en við tóku þau hjónin Adjutant og frú Pedersen, en undir þeirra stjórn var líknarstarfsemi Hjálpræðishersins aukin og efld til mikilla muna. Til dæmis var hafizt handa um það að safna notuðum fatn- aði meðai almennings sem herkonur síðan lagfærðu til úthlutunar á meðal fátækl- inga í Reyk,]avík. Snemma byrjaði Hjálpræð- isherinn á því að halda jóla- tréshátíðar fyrir fátæk börn, gamalmenni o. fl. og heíur því verið haldið við fram á þennan dag, og jólapottar Hjálpræðishersins hafa verið mjög vinsælir á meðal bæj- arbúa, bæði hér í Reykjavík og eins annars staðar á ís- landi, því menn hafa vitað, að það sem í þá hefur runn- ið, hefur verið notað á rétt- an hátt. 30. maí 1904 hóf Hjálp- ræðisherinn starfsemi síná í höfuðstað Norðurlands, Ak- ureyri. Brautryðjendur starf- semi Hjálpræðishersins þar voru þau Kapteinn Sigur- björn Sveinsson og Hóim- fríður kona hans. Hefur Hjálpræðisherinn starfað ó- slitið síðan á Akureyri. í ágústmánuði 1907 tóku norskir foringjar við yfir- stjórninni, þau Adjutant og frú Hj. Hansen, en íslands- deildin tilheyrði þó ennþá Danmörku um margra ára skeið. Adijutant og frú Han- sen voru dugandi foringjar og efldist starfsemin mjög undir þeirra stjórn. Sérstök áherzla var lögð á útgáfu- starfsemi. Herópið var aukið, og ný söngbók gefin út. Hjálp ræðisherinn hóf útgáfu á blaði fyrir börn og æskulýð, sem nefndist „Ungi-Hermað- urinn“ og ýmsar bækur og smárit gefin út á vegum for- lagsbókaverzlunar Hjálpræð- ishersins, en Ajutant Hansen starfrækti smá-prentsmiðju á vegum Hjálpræðishersins. í júlímánuði 1908 var líkn- arstarfsemi Fljálpræðishers- ins mikið efld, þannig, að sérstakur foringi var skipað- ur til þess að annast um hús- vitjanir hjá fátækum og sjúkum. Hef ég í Herópi frá þeim tíma skýrslu um starf þessa eina foringja á einu ári, og get þess hér til fróð- leiks að t. d. var 531 heimili veitt einhvers konar gjöf,294 sjúklingum var hjúkrað og 372 fátæk heimili aðstoðuð með húshjálp og allt var þetta gjört ókeypis með að- stoð fórnfúsra gefenda. Sumarið 1908 hóf Hjálp- . ræðisherinn starfsemi á Siglufirði á meðal hinna mörgu sjómanna sem þar voru við síldveiðar. Fyrstu sumurin voru samkomurnar haldnar í stóru tjaldi sem foringjarnir fluttu með sér þangað norður, en síðar meir byggði Hjálpræðisherinn hús á Siglufirði fyrir starfseml sína, og þó að starfsemin þar í bæ hafi stundum legið niðri, hefur Hjálpræðisherinn rek- ið fasta starfsemi þar hin síðari ár. Stabskaptajn og frú Graus- lund tóku við stjórn íslands- deildarinnar í júlímánuði 1914, og má segja að nýr kafli hefjist þá í sögu Hjálpræðis- hersins á íslandi, því að á þeim 10 árum sem Grauslund hafði stjórnina á hendi voru hin miklu gesta- og sió- mannaheimili Hfálpræðis- hersins byggð. Árið 1916 váí’ háfizt handa um það að rífa gamla Her- kastalann í Reykjavík, sem hafði verið aðsetur starfsemi Hjálpræðishersins um rúm- Frh. á 6. síðu. nd það, sem fram fór. Þeir, sem aðhyllast þessa stefnu, telja NATO mikilvægt samband lýðræðisþjóða gegn veldi þeirra ríkja, sem aðhvllast kommúnisma annaðhvort af fúsum vilja eða af illri nauð- syn. Meðal þessa fólks gætir þó nokkurs uggs í sambandi við herstöðvar Bandaríkja- manna á Bretlandi, sem margir óttast að geti orðið þjóðinni hættulegar. Ástæð- an til þess að þessi mál voru svo mjög á dagskrá var sú, að Rússar skutu niður banda- ríska flugvél, sem kom frá Bretlandi og höfðu í hótun- um við Breta. Gegn þeirri skoðun, sem nú hefur verið lýst, rís all- mikill hluti Breta, sem telja að herstöðvar Bandaríkja- manna geti leitt tortímingu yfir brezku þjóðina ef til kjarnoi'kustyrjaldar kæmi. Rök þeirra eru þessi: Rússar og Bandaríkjamenn búa í svo víðáttumiklum löndum, að jafnvel í kjarnorkustyrjöld er ekki loku skotið fyrir, að einhver hluti þessarra þjóða muni lifa að stríði loknu. Bretlandseyjar eru hins veg- ar svo litlar, að öruggt má telja, að hver einasti Breti myndi láta lífið. Þessari hættu telja fylgjendur þess- arar stefnu bandarísku her- stöðvarnar bjóða heim til Bretiands. Ég hef nefnt þessar mis- munandi skoðanir Breta á gildi bandarískra herstöðva fyrir þjóðina vegna þess, að í þeirn felst í raun og veru hin tvíbenta afstaða Breta til allra heimsmála og hið tví- benta mat þjóðarinnar á sjálfri sér. Bretar hafa öldum saman litið á sjálfa sig sem forustu- þjóð heimsins. Þetta hefur m. a. komið fram í því, að hvar sem Breti hefur ferð- azt um heiminn, er hann aldrei útlendingur. Þeir, sem fyrir eru, eru í hans augum útlendingar. Þeir, sem ferðast um Bret- land og bera afgreiðslu á gisti- og veitingahhúsum saman við sambærilega þjón- ustu t. d. í Hollandi og Norð- urlöndum, munu fljótlega finna, að þar er um .mikinn mun að ræða. Ég á þar ekki aðeins við það, að herbergi á gistihúsum eru um það bil helmingi dýrari en á Norð- urlöndum, yfirleitt verr búin að húsgögnum og óhreinni, heldur hitt, að fjölda Breta, sem við rekstur- gistihúsa og önnur ferðamál fást, virð- ist alls ekki sýnt um neitt, sem kallast megi þjónusta. Það er ekki óalgengt,. að ferðaskrifstofur telji tor- merki á að taka við ferða- ávísun, sem gefin er út af enskum banka og brezku járnbrautirnar taka alls ekki við greiðslu í slíkum ávísun- um. Þegar hringt er til gisti- húsa í úthverfum London og spurzt fyrir um herbergi, getur maður átt á hættu, að spurt sé um hvaða áhrifa- menn maður þekki í þeim borgarhluta og hvort maður geti komið með nokkurra' daga fyrirvara og greitt fyr- ir herbergið. Smásálarskap- ur brezkra tollgæzlumanna er nánast barnalegur í sam- anburði við það, sem annars staðar gerist. Matur á veit- ingahúsum er dýr og sjald- an góður, borið saman við mat á meginlandinu, og kaffi má heita ódrekkandi. Varla þarf að fara í neinar grafgötur með það, að hin lélega þjónusta á brezkum veitingastöðum á rætur sín- ar að rekja til þess, að þjóð- in er vanari að skipa fyrir en þjóna. í augum fjölda fólks á Englandi er fólk, sem ekki er brezkt, annars flokks fólk, jafnvel þótt móðurmál þess sé enska. Það er þó bót í máli ef „útlendingurinn“ á nóg af dollurum. Hins vegar skilja margir Englendingar, að þeir hafa misst af strætisvagninum á sumum sviðum og þurfa að leita sér fyrirmynda utan- lands. Á tæknisviðinu eink- um í Ameríku, í félagsmál- um einkum á Norðurlöndum. Eins og í sambandi við stjórnmálin kemur tvíbent afstaða þjóðarinnar einnig U-.Í-V. fram í afstöðunni til þess, hvort allt sé bezt, sem er brezkt eða hvort eitthvað s.é hægt að læra af öðrum. Stéttamismunur er afar- mikill á Englandi, en fer þó minnkandi. Verðlag á nauð- synjavörum er svo hátt, að illmögulegt er fyrir verka- menn að leggja nokkuð til hliðar og hafi þeir ekki eft- irvinnu megi þeir þykjast góðir, ef þeir komast af. — Óiðnlærður verkamaður hef- ur um 10 pund á viku-, eða um 1060 ísl. krónur. Nauð- synjavörurnar, sem hann þarf að kaupa, kosta hér urn bil sem hér segir: Mjólk tæpar 7 krónur lítri, sykur 8,60 kr. kílóið, hálft kílóið af brauði kr. 12, egg 24.75 kr., eitt kíló frosinn fiskur 55 krónur og eitt kíló af kjöti 35—-55 krónur. Einn pakki af sígarettum kostar 22—23 krónur og góður vind- ill um 70 krónur. Rafmagn er mjög dýrt en gas er ódýrt. Föt eru ódýrari en matur. Kvensokkar kosta 55—110 krónur, kvenkjóll úr ullar- efni 500 krónur og meira, ef um sérstaklega vandaðarp Framh. á 6. síðu. Frjáls þjó’S — Laugardaginn 27. ágúst 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.