Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.10.1960, Qupperneq 5

Frjáls þjóð - 08.10.1960, Qupperneq 5
Sást, að maður einn á bláum, ga'pandi samfesting gekk öðr- uAi betur fram og hafði stjórn á hlutunum. Það var réttarstjórinn sjálfur, Guð- ráður í Nesi, maður grann- vaxinn og nokkuð rauður í andliti, röggsamur og hávær með hása rödd, sem skár' sig vel úr öðrum gauragangi. —• Þégar fækkaði í réttinni kall- aði hann til liðs við sig stór- an hóp nianna að króa þær rollur af, sem - eftir voru. Sumir aumingjar eins og fréttamaður blaðsins sátu kýrrir á- réttarveggnum og hlýddu ekki kallinu. Guðráð- ur í Nesi bölvaði .slíkum let- ingjum. Aftan við réttina geymdu bændur hesta sína, bæði reið- hesta og stóðhesta, enda var þetta ekki aðeins fjárrétt, heldur stóðrétt að auki. Við gengum inn í hestahópinn og komum þar, sem skari af börnum og unglingum stóðu kringum • gráan reiðhest. Okkur var tjáð, að hestur- inn væri veikur, enda var engum blöðum um það að fletta, hann vildi ekki standa á fætur og var alltaf að velta sér. Nú var eigand- inn sóttur, og nokkrir menn komu með honum að skoða klárinn. Þetta ei*. hross^sótt, sagði einhver. Látum hann drekka oní sig, sagði annar. Svo var klárinn dreginn á fætur og tveir menn glenntu upp kjaftinn á honum. Eig- andinn tók fram vasahnif og strauk af breiðu blaðinu með fingrunum, tók í neðri vör á hestinum og rak hnífsblað- ið á kaf upp í efri góminn aftan við tennurnar. Hestur- inn kipptist við út úr hönd- um mannanna og börnin tóku andköf. Klárinn stóð kyrr og álútur, blóðið vætlaði út um varirnar. Svo fór hann að súpa blóðið. Þetta er ekki nóg, strákar, sagði eigandinn. Látum hann drekka meira. Og hesturinn var aftur tekinn og hnífurinn rekinn á kaf upp í góminn. Börnin grettu sig og eigandinn strauk blóðið af blaðinu. Hesturinn lagðist á jörðina og saup blóðstrauminn. Þetta var sem sagt hrossalækning. Við gengum niður að rétt- inni og einhver viðstaddur sló því fram, að hesturinn hefði ekkert fundið til. Það vildum við ekki samþykkja, sögðum að fiskur með kalt blóð væri kannski dálítið tii- finningasljór, en hesturinn fyndi mikið til. Nei, nei. Blessaður vertu. Þeir finna ekkert til, sagði lítill karl dökkhærður með fjörleg augu. Fáðu þér sopa, sagði hann við okkur, gretti sig óg otaðr -vásapelanum framan í viðstadda. Við fengúm okkur einn og dæstum á efíir eins og góðra manna er siður, þegar hitn- ar inni fyrir. Við skildum, að hestar hafa tilfinningu, mikla tilfinningu, en það er óþarfi að hafa hátt um það, þegar þeir eiga ' að éta blóðið sitt og læknast af magakvilla. Ætli séu ekki fáir með pelá með sér? spurðum við. Allt of fáir,' sagði bóndi. Heimur versnandi fer. Menn eru alveg hættir að vera full- ir i réttunum. Þú ert þó trúr við gamlan sið? Þetta er nú svo sem ekk- ert, sem ég hef. Rétt til að hlýja manni að innan. Fáðu þér annan. En boðið var afþakkað. Þessi ferð upp í Borgarfjörð var ekki farin til að drekka ‘brennivínið frá bændum þar um slóðir. Við gengum niður að rétt- inni og sáum, að almenning- urinn var tómur og búið að draga safnið í dilka. Réttar- stjórinn stöð upp á vegg og stjórnaði umferðinni, þeir voru að hleypa úr hólfun- um. Eruð þið til, Reykdæla- menn? hrópaði hann hárri röddu og nokkrir Reykdæla- menn komu ríðandi að taka á móti fé sínu. Viljið þið standa þarna einhverjir í hliðinu, hrópaði réttarstjór- inn. Hver þremillinn, það er bara kvenfólk eftir, sagði hann svo, því að nú var karlmönnum farið að fækka í réttinni og margir rekstrar horfnir bak við leiti. Viljið þið standa þarna í hliðinu, stúlkur mínar. Þetta eru indælar stúlkur. Kvenfólkið raðaði sér í hJiðið og féð kom æðandi & móti þeim, vildi.fá að sléppa úr þessarj prísund og var illð. haldið af innilokunarkennd. Nokkrar rollur sluppu strax: i gegnum hindrunina, þá datt hliðgrindin og safnið rann út. úr réttinni fram hjá kven- fólkinu. Gerir ekkert til, hrópaði Guðráður í Nesi, enda voru nú Reykdælamenn tilbúnir að taka á móti þeim. Stóðréttin hófst um leið og seinasti reksturinn hvarf sjónum. Það reyndist ekki sannleikanum samkvæmt, að eingöngu kvenfólk væri eftir i réttinni. Stóðréttin er sem sé karlmannsverk og þar duga engin vettlingatök. Þeir voru ekki margir að glima. við hrossin, en voru furðu fljótir að tæma almenning- inn. Sumir fóru að hestun- um með lagni, mjökuðu þeim. upp að hólfinu, opnuðu dyrn- ar og slógu í, aðrir voru fljótvirkari og réðust á hross- in af dirfsku og ákveðni, gripu upp i kjaftinn á þeim. og þröngvuðu þeir með afli að nálgast hólfin. Þá urðu oft ferleg slagsmál, hestarn- ir prjónuðu og mennirnir lágu flatir í drullunni. En slagurinn stóð ekki: lengi. Brátt voru svo fá hross eftir i réttinni, að mátti reka. þau inn í hólfinu. Við geng- um á brott. Framan við rétt- ina var ungur bóndi að setja. trukkinn sinn í gang. Far- þegarnir í bílnum horfðu á. okkur með sauðasvip gegn- um bílrúðuna. Þrjár rollur stóðu i aftursætinu og sú fjórða við hlið bílstjórans — allar óvanar að sitja í bíl. Það er mikill munur að þurfa. ekki að hlaupa marga lúló- metra heirn til sín efcir svo1 erfiðan dag. Eigandinn nýtir sér tæknina og ekur þeim heim eins og fínu fólki. RA !:í: erum, af eigin raun, hvernig: Bretar fóru að því að.varð- veita sögulega réttinn sinn á íslandsmiðum fyrir og um síðustu aldamót. En afar okkar gátu sagt okkur þá sögu. Og hún er geymd en ekki gleymd, svo falleg sem hún er. Heimildirnar hafa varðveitzt. Hann er ekki myrkur í máli sjómaðurinn af Akranesi, sem letrar þessi orð á blað sumarið 1896: -— Það er ömurleg sjón fyr- ir bláfátæka fiskimenn, sem að öllu leyti eiga lífsfram- færi sitt og sinna undir því, að einhver fiskafli fáist, að sjá aðra menn sér miklu sterkari að öllum útbúnaði, yfirgangsmenn frá öðrum löndum, koma hópum saman til að láta greipar sópa upp að landsteinum allan fisk, smáan og' stóran, svo þar er ekkert eftir af. Þannig hefur það verið í vetur og vor, að ensk gufuskip hafa svifið dag og nótt með botnvörpur um mið Faxaflóa. Þessi voðalegi óaldarflokkur hefur valdið því, að íslenzkir menn hafa engan fisk fcngið. Og það er ■ ekki" einungis að allör fisk-" 4 tegundir séu gjörsópaðar, Y drepnar og svo fleygt því, sem þessir prakkarar- ekki vilja hirða, heldur draga þeir uþp og* sökkva eða stela þorsknetum og lóðum, ef ein- hver hefur verið svo áræð- inn að leggja þessi veiðigögn á hinar vanalegu fiskislóðir. Þessa gjöreyðandi veiðiað- ferð má ímynda sér líkasta því, þar sem óvinaherfyik- ingar fara yfir. Þar er öllu spillt, engu hlift, yfirgang- urinn og járnið eyða þar öllu. Og sjómaðurinn á Akranesi heldur áfram að festa hug- leiðingar sínar á pappírinn: — Hvað skal nú gera? Flýja eignir og óðul og' hverfa til annarra landa, þangað sem lögin tryggja betur atvinnu íbúanna, svo hún fær að vera kfriði? Nei, hinu skulum vér treysta, að stjórn vor vilji og geti bægt botnvörpu-illþýðinu frá og fiskurinn komi þá aftur og sæki á sínár stöðvar og vér megum leita atvinnu vorrar J friði fyrir þessum útlendu vörgum. — Þannig 'gætí ég haldið á- fram allt til kvölds, og enda lerigur, að. vitna í lýsingar forfeðra okkar á aðferðum Breta við að tryggja séi- „hinn sögulega rétt“, sem þeir eru svo brjóstheilir að vitna til. Nei, brezku samn- ingamenn: Við þekkjum hina sögulegu hlið þessa máls. Við vitum, að forfeður okkar hafa átt í harðri og tvísýnni baráttu um líf sitt. Við vit- um, að hér hefur hvað eftir annað legið við landauðn, meðal annars- af völdum brezkrar ágengni. Við segj- um ykkur blákaldan sann- leikann: Afstaða íslendinga hefur fyrr og síðar verið hin -sama - og sjómannsins frá Akranesi, sem. vitnað var til áðan: Þeir kusu að þrauka í Þeirri von, að hægt yrði nð bægja ránshöndinni frá; þá kæmi fiskurinn aftur á sín- ar fornu slóðir, þá væri á ný' hægt að lifa mannsæmandi lífi á íslandi. Þeir tala um fleira en sögulegan rétt, Bretarnir, þeir tala líka um siðferðileg- an rétt. Já, ekki finnst þeim mikið á það skorta, að sið- ferðið sé í lagi. Þeir hafa lát- ið hafa það eftir sér á al- þjóðaþingum og víðar, að annars vegar í Bretlandi, sé um að ræða hagsmuni 50 milljóna manna, hins vegar, á íslandi aðeins 150 eðá 160 þúsunda. 'Hvílíkur málflutn- ingur! Það er satt, íslenzka þjóðin er fámenn. En ættum við ekki fiskimiðin umhverf- is landið, væri hér engin þjóð. 90% allrar útflutnings- framleiðslu okkar eru sjáv- arafurðir. S'amkvæmt skýrsl- um Breta sjálfra hafa þeir -fiskað hér á . íslandsmiðum fyrir 9 milljónir sterlings- punda árlega, þar af eftir eigin áætlun, um 40% innan tólf mílna markanna, áður en fiskveiðireglugerðin var sett. Það myndi nema að aflaverðmæti 3,6 milljónum sterlingspunda á ári. Bretar flytja árlega út vörur fyrir um' 3500 milljónir sterlings- punda. Útkoman úr dæ'minu er þá þessi: Annars vegar ís- land með 90 af hundraði útflutningsframleiðslunnar sjávarafurðir, hins vegar Bretland með þúsundasta part, eitt pro mill,' sem þó er ósýnt að .lækkaði nokkuð verulega þótt þeir færðu skip sín á aðrar fiskislóðir. — Svona er nú siðferðis- grundvöllurinn traustur, þeg- ar litið er á þessa hlið máls- ins. Nei, við íslendingar höfum ekki gert það áf ráðríki eða meinbægni að vísa erlendum. fiskiskipum burt af þeim. hluta íslandsmiða, sem náest eru landinu. Við höfum gert það af brýnni nauðsyn — lífs- nauðsyn. Við höfum taliS skyldu okkar að stiga þetta. skref. Við höfum h'aft til þess fullan rétt. Við höfum; vænzt þess, að aðrar þjóðir virtu rétt okkar og nauðsyn. Það hafa þær líka gert í vérki, allar, nema ein. Ein. var sú þjóð, eða þó öllu held- ur ríkisstjórn — stjóm brezku lávarðanna — sem svaraði með því að sendá hingað vígdreka sína. Nú eru fulltrúar þessarar ríkisstjórn- ar komnir hingað til við- ræðna og segjast vera bjart- sýnir um árangur. Þeir á- ætla, Bretarnir, að samninga- . gerðin taki tíu daga. Þá. hyggjast þeir fljúga heim, er- indi fegnir. Það er undir al- menningi á íslandi komið, ‘ hvort “svo verður. Ofstopa- og æsirigalaust, en- með al- vöru. og festu, verður þjóðin. að gera ríkisstjórninni ljóst, að undanhald kemur ekki til mála. Baráttunni má ekki linna fyrr en landgrunniðt allt lýtur íslenzkri lögsögu. vf' - W } Prjáls þjéð —Laugardaginn 8. o! 1960

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.