Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.10.1960, Síða 6

Frjáls þjóð - 22.10.1960, Síða 6
Förum að Framh. af 3. síðu. heilbrigt atvinnulíf svo sem matvælaframleiðsla fyrir hungraðan og þurfandi heim hefur borið lægra hlut í samkeppninni um vinnu- aflið við fulltrúa djöfuls og dauða, sem hafa, auk ann- ars, með höndum haft upp- skipun drápstækja í land þjóðar, sem aldrei hefur bor- ið vopn á granna sína, né troðið illsakir við neina aðra þjóð að fyrra bragði síðan á víkingaöld. Með því að leyfa þessum drápstækjum landvist hafa íslendingar í raun réttri ögr- að þeirri þjóð, sem telur víg- vélunum stefnt gegn sér, á ) furðulega andvaralausan j hátt. Bandaríski herinn á ís- j landi, sem um skeið hefur j verið nefndur varnarlið, er ! því enginn verndari, heldur j ógnvaldur. Allt bendir til, i að virki þeirra á Miðnesheiði i hlyti að leiða yfir allan ) þorra fslendinga sömu örlög i og íbúar Hírósíma urðu að j lúta 1945, ef til nýrrar styrj- aldar drægi milli stórveld- anna, enda hafa Rússar ný- lega hótað að skjóta á j hverja þá herstöð eða flug- I völl, sem sendi frá sér j njósnflugvél yfir land j þeirra. Hvaðá tryggingu i getum vér haft fyrir því, að f slíkt yrði ekki gert frá Keflavíkurflugvelli, meðan bandaríski herinn hefur j hann á valdi sínu? Og hvað j þá, ef heimsstyrjöld skylli á? Nýlega var ég viðstaddur vígslu ungra hjóna. í fag- I urri ræðu lagði presturinn í áherzlu á gildi heiðarleik- í ans og hreinleikans í hjóna- bandinu. Og hann ráðlagði ungu h(jónunum að hafa Krist að leiðtoga sínum í líf- inu. Síðu-Hallur vildi hafa Mikael að fylgjuengli, af því að hann launar allt bezt, sem vel er gert. Sagt er, að bandaríski herinn sé vernd- ari vor. Hvernig hefur sá f verndari gegnt hlutverki j sínu? Hefur hann launað bezt I allt, sem vel er gert? Höfum S vér ástundað heiðarleika og hreinleika í skjóli hersins, verndara vors og eins konar fylgjuengils í nærfellt 20 ár, og þó vel það, ef brezka her- setan er talin með — eins og piæsturinn hvatti ungu hjón- in til að gera í lífi sínu? Ég hygg, að enginn, sem til f þekkir geti svarað með góðri f samvizku nema á eina lund. \ Aldrei hefur heiðarleiki í við- ! skiptum átt eins örðugt upp- | dráttar. Gjaldeyrisprettir, 1 gróðabrall og vinnusvik hafa mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi Eg undirr.... óska hér að FRJÁLSRI ÞJÓÐ. vaðið uppi. Aldrei hefur fólki verið hegnt grimmileg- ar fyrir heiðarleika, ráðdeild og sannsögli en þessi 20 ár, m. a. með því að gera spari- fé þess verðlaust og skrökva að því með fláttskap og blekkingum um raunveru- lega orsök hersetunnar, sem er fégirnd, og leyna það spillingunni. Ein af verstu afleiðingum hersetunnar er sú, að vér erum orðin óheið- arleg og ósannsögul þjóð. Bilið á milli boðorðanna og breytninnar hefur aldrei verið svo breitt sem nú. Vér höfum logið oss undan skylduskatti, eigi aðeins til yfirvaldanna heldur og gagn- vart fósturjörðinni og fram- tíð hennar, hvert í kapp við annað. Oss er metnaðarmál að svipta náunga vorn sæmd- inni, unz hann er öllum heiðri rúinn. Vér foreldrar, uppalendur og kennimenn hvetjum börn og unglinga til heiðarlegs lífs, hreinleika og orðheldni, en brjótum sjálf þessi boðorð á blygðunar- lausan hátt. Þessi flærð og lygi, undanbrögð og þögulu svik eru þeir eiturormar sem naga rætur þjóðarmeiðsins meira en flest annað. Og all- ir hafa þeir klakizt út í skjóli hersins. Tungan er í stöðugri hættu, eigi aðeins vegna ofríkis enskunnar í útvarpinu frá Keflhvík, söng og talmynd- um, heldur og sökum æ minnkandi orðauðgi ungu kynslóðarinnar. Þegar born- ir eru saman hæfileikar æskufólks nú á dögum til að skilja íslenzku og klæða hugsanir sínar í íslenzkan búning — þegar þeir eru bornir saman við málkunn- áttu fólks á sama aldurs- skeiði fyrir 10—20 árum, er afturförin augljós og ískyggi- leg. Orsakirnar eru m. a. sí- aukinn reyfaralestur, mann- skemmandi amerískar kvik- myndir og nauðaómerkilegt dægurlagasöngl á kostnað gullaldarbókmennta og sí- gildra Ijóða, sem fæstir ung- lingar lesa framar né læra. Afleiðingar þess eru eigi að- eins málspjöll, heldur og rýrnun heilbrigðs metnaðar, svæfing samvizkunnar, glöt- un íslendingseðlisins, er stafar af skefjalausu flóði hinna erlendu áhrifa, dekri við ódyggðirnar og van- rækslu við að þroska á- byrgðartilfinningu og þegn- skap hjá þeim ungu, fyrst og fremst með góðu fordæmi. Allt þetta má rekjja til her- námsins og hersetunnar. með eftir að gerast áskrifandi (Nafn) (Heimili) FRJÁLS ÞJÓÐ, Pósthólf 1419, Reykjavík. 4 Fyrir nókkrum árum átti ég tal við þingeyskan bónda, sem ólst upp á bæ í Bárðar- dal, þar sem hollt var and- rúmsloft, en fátækt ríkti. Mývetningar voru oft gest- komandi á bænum, á leið úr og í kaupstað, og höfðu frá mörgu að segja, m. a. því hvernig þeir brutu ísinn ber- féettir í votengjunum á haustin. Þeir voru svo glað- ir, að sveinninn ungi, sem hlýddi hugfanginn á sögur þeirra og hlátra, varð af- huga búferlaflutningum til Vesturheims, sem voru þá mjög í tízku: Hann langaði miklu meira upp í Mývatns- sveit. Nú fyrir hittast aldr- ei svona lífsglaðir menn, eins og öldungurinn lýsti Mývetningum 19. aldar. Mér virðist þeirri sönnu lífsgleði hafa stórhrakað s.l. 20 ár, þrátt fyrir allt skemmtana- farganið. Ég kenni það stríð- inu og hersetunni sérstak- lega. Ég hóf mál mitt með því að minna á hina fögru frá- sögn Njálu um Síðu-Hall, þegar hann kaus sér Mikael að fylgjuengli. Vér höfum farið öfugt að: kosið oss ann- an fylgjuengil: stríðsguðinn Mammon, persónugerving á- girndarinnar, því að gull- þorstinn hefur ávallt verið orsök styrjalda. í Njálu er líka önnur frásögn af Halli, ekki síður falleg: Hann lagði son sinn ógildan, þegar allt virtist í óefni komið og horfði til varanlegs ósættis milli brennumanna og and- stæðinga þeirra á alþingi árið 1012. Þessi fagra fórn Halls leiddi til sátta og frið- ar. Vér íslendingar getum líka fært fórn í þágu friðar- ins. Hún er sú að afsala oss héðan af öllum stríðsgróða og segja upp hervarnarsamn- ingnum við Bandaríki Norð- ur-Ameríku. Vér missum við það nokkurt gull. En með því að fórna þessu gulli, los- um vér um þá hlekki, sem smíðaðir voru frelsi íslands 1941, 1949 og 1951. Þetta getum vér aðeins gert með því að verða aftur hlutlaus þjóð. Þeirri stefnu fylgja nú þær þjóðir, sem friðarvinir binda mestar vonir við. Förum að ráðum Einars Þveræings, sem varaði hér- landsmenn við að ljá erlend- um valdhafa fangstaðar á sér. Förum að ráðum Þor- geirs Ljósveningagoða, sem með fortölum sínum fékk hinar andstæðu fylkingar á alþingi árið 1000 til að sætt- ast á það að hafa einn sið, ella mundu þeir slíta frið- inn, og væntanlega einnig standa berskjaldaðir gegn erlendri íhlutun. Förum að dæmi Halls af Síðu, sem kaus sér engilinn Mikael til fylgdar. „Hann skal meta allt það, sem þú gerir, bæði gott og illt, og er svo misk- unnsamur, að hann metur allt það meira, sem vel er gert.“ Þessi engill er ímynd góðrar samvizku. Hallur a£ Framh. á 5. síðu. Tvær bifreiðar til söhi Verðtilboð óskast í tvær bifreiðar, rússneskan jeppa, smiðaár 1957 og 5 manna Skoda bifreið smíðaár 1955. Bifreiðarnar verða til sýnis austan við Sjómanna- skólann kaugardaginn 22. þ.m. kl. 13—10. Tilboðum sé skilað í skrifstofu Veðurstofunnar, Sjómannaskólanum fyrir miðvikudaginn 20. þ.m. Veðurstofa Islands. Skó&zðomin þurfa. koðSa, op góScLÍœrfu BRAUÐOSTUR m /a~ C(/ á/n/\ Prjáls þjáð — Laugardaginn 22. október

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.