Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.10.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 29.10.1960, Blaðsíða 5
ggnað kaupmanni með því, að hann skyldi -beita sér fyr- ir stofnun lyfjabúðar á Ak- ureyri, og er að sjá, að þeir hafi slitið tali sínu með tals- verðri þykkju. Um þetta leyti lá skip með fögru nafni innarlega á Ak- ureyrarpolli. Það hét Friður & Eining. Þetta skip var á vegum verzlunar Lynges og átti að feirna það kjöti og sláturáfurðum. Nokkur stuggur stóð mönnum af þessu skipi, sem hét svo vel. A því var nefnilega maður, sem sagður var veikur af sárasótt, en Akui'eyringar höfðu tveimur áratugum áð- ur fengið slæma reynslu af þeim sjúkdómi. Lynge kaup- inaður hafði sjálfur tjáð Jóni Jakobssyni sýslumanni, hversu ástatt var. Nú hefði virzt eðlilegt, að Ari læknir, sem staddur var /J r a'Akureyri, væri fenginn til þess að sinna sjúklingnum eða Jón Pétursson að öðrum ;ureyri á fyrra hluta 19. aldar. kosti sóttur vestur í Skaga- fjörð. En Lynge kaupmaður var stórreiður hinum lærðu læknum og vildi engin af- skipti þeirra af málum, sem hann snertu. Þess vegna fékk hann komið ár sinni svo fyrir borð hjá Jóni sýslumanni Jakobssyni, er hann var í pnldu vinfengi við, að Grím- ur græðari var kvaddur til þess að fara út í Frið & Ein- ingu til þess að skoða pilt- inn og gera viðeigandi ráð- §tafanir, áður en Ari hefði spurnir af málinu. Átti hann áð hafa með sér tvo votta við skoðunina, svo að lögfullar sannanir yrðu færðar á allt, sem gerðist, en með því að hraðan þurfti að hafa á, voru vottarnir teknir úr hópi þeirra, sem voru við slátur- störf á blóðvelli verzlunar- innar. JL ‘ . . ( Ari, lækpir rhafði .gistingu hjá öðrum kaupmanni á Ak- ureyri, og ívétti liann þégar ura’ icvöldið af athöfnum Gríxns og Lynges. Þótti hort- tr um skörin farin að færast upp i bekkinn, er Grímur græðari var tekinn fram yfir hann áf sjálfum sýslumann- inum við rannsókn kynsjúk- dóma, endá bjóst hann við, að þekking Gríms á því sviði væri í minnsta lagi. Er sýni- legt, að Ari hefur orðið ofsareiður yfir þessari ósvífni. Ekki.bætti úr.skák, hvern- ig ferð Gríms hafði tekizt. Var Ara sagt, að hann hefði tekið slátrarana frá gálgan- um eins og þeir stóðu, blóð- uga og goruga, og haldið með þá til skips. Þegar hann kom upp á skipið með þessa förunauta sína, hefði hann heimtað, að sjúklingurinn sýndi sig umsvifalaust uppi á þilfari fýrir allra augum, en við þessa aðför græðar- ans og síátraranna hefði hann orðið svo hræddur, að hanh gekk nær af vitinu. Ari hafðist þó ekki að fyrr en morguninn eftir. Þá skrif- aði hann Grími bréf og krafðist tafarlaust sagna um ýmis atriði. Vildi hann'fá að vita, hvenær sýslumanns- skipunin hefði verið.dagsett, hvort maðurinn hefði verið sjúkur og mikil brögð hefðu verið að veikindum hans, hvernig rannsókninni hefði verið hagað, hver væru kennimerki sárasóttar og á hverju Grímur þekkti hana frá öðrum meinsemdum og loks hversu háttað væri lækningaleyfi senctimanns- ins. Grímur var heppinn að því leyti, að hann gat komizt hjá þvi að gera grein fyrir rann- sókn sinni. Hann kvaðst hafa komið á skipið og farið þess á leit, að hann mætti tala við sjúklinginn í einrúmi, en • það hefði hann ekki fengið ■ fyrir skipstjóranum, er hann varð þess áskynja, að sjúkl- ingnum var það nauðugt. Sagði hann og, að sjúkling- ■ urinn hefði líka þegar orðið óður og ær og tekið upp hnif, er náðist þó af honum . um. síðir, Mejra , varð ekki úr rannsókninni. Þó lét Grímur fylgja syolátandi - lýsingu á manninum: • „Andlitsfarfi hans var mó- grár,- óþrútinn. •• Grannleitur var hann í andliti, -friskur - var hann að sjá á fæti, og eins var hann sagður við allt erfiði“. ' • Sýslumannsskipunina kvað hann hafa verið dagsetta sáma dag og hann fór í skipið. Loks klykkti hann út með lýsingu á sárasótt og ein- kennum hennar, en Ari kvað hana orðrétta þýðingu úr danskri lækningabók, er Lynge kaupmaður hafði lán- að Grími, áður en hann skrif- aði bréfið. V. Ari vildi ekki láta þetta mál niður falla. Að fáum dögum liðnum skrifaði hann landlækni kæru á Lynge kaupmann fyrir óviður- kvæmilega og hættulega lyfjasölú, og í öðru bréfi kærði hann Grím Magnús- son fyrir óleyfilegar skottu- lækningar. Kvað hann Grím stinga á fólki, ef honum byði svo við að horfa, og fást við sjúkdóma, er hann yrði sjálfur að játa, að hann bæri ekki skyn á. Tjáði Ari land- lækni, að hann færðist með öllu undan að taka við dauð- vona sjúklingum, sem Grím- ur hefði haft undir höndum og gengið frá, þegar í óefni væri komið. Eitt dæmi um lækningar Gríms færði Ari sérstaklega fram. Haustið 1795 var hann kvaddur til sjúklings, sem var lamaður. Lét Grímur sem hann myndi geta lækn- að hann og ætlaði, að hann væri ormaveikur. Gaf hann honum síðan sterk uppsölu- lyf dag eftir dag og kvaðst, að sögn Ara, sjá ormana færa sig upp eftir manninum. Batinn kom þó ekki, og greip þá Grímur til kröftugs úr- ræðis. Hann gaf manninum vænan uppsöluskammt og setti honum jafnhliða stól- pipu svo rösklega, að stól- pípulúturinn gekk fram af vitum sjúklingsins. Eftir þessa meðferð var maðurinn meðvitundarlaus daglangt og hafði ekki eðlilegar hægð- ir upp frá því. Um veturinn var Ara vit,j- að. Var maðurinn þá svo langt leiddur, að hann fékk vart mælt, en kona hans lýsti aðförum Gríms við lækninguna. Játti sjúkling- urinn því, að satt væri frá. skýrt. Litlu síðar dó hann, og virðist Ara ekki grun- laust um, að honum hafi verið hallmælt fyrir það, að maðurinn skyldi deyja í höndum hans, en Grímur uppskórið aukna tiltrú al- mennings. VI. Jón Sveinsson landlæknir • sendi’þéssar kærur áfram til ■ stiftamtmanns, -sem leitaði umsagnar Stefáns amtmanns Þórárinssonar. Af svari amt- manns má ráða, að hann var hlynntur. þeim báðum, Lynge - Franth. á 3. síðu. Það má með sanni segja, að sjaldan hefur verið eins dökkt í álinn og nú, að því er varðar sjávarútveginn, enda eru útgerðarmenn ekki bjartir á brún. Enn eru ekki allir útvegsmenn búnir að gera upp að fullu aflahluti sjómanna sinna frá sumrinu, og það kemur ekki af mann- vonzku þeirra, sem gera út skipin, heldur hreinlega af getuleysi, alvarlegra getu- leysi heldur en nokkru sinni fyrr. Það er svo sem ekki ný bóla, að útgerðarmenn séu ,,blankir“ í landi voru, en nú mun ástandið hvað alvarleg- así. Margir vilja kenna um aflaleysi á síðustu vertíð og verðfalli á fiskimjöli, og svo aftur aflaleysi r sumar á síldveiðunum, en það er ekki hin beina orsök, þar eð marg- ir þeir sem fengu yfir 800 tonna meðalafla, gátu ekki náð endum saman, þegar upp var staðið í vertíðarlok- in. Hið sama er að segja um sumarsíldveiðarnar, afla- hæstu skipin geta ekki greitt að fullu reikninga sína, hvað þá vátryggingariðgjöld eða afborgun af láni Fiskveiða- sjóðs, sem fellur hjá flest- um 1. nóv. Yfirleitt má ekki reikna með að vertíðarafli verði nokkru sinni betri en hann var á s.l. vertíð. Vandamál útvegsins verða því ekki eingöngu kennd við aflatregðu og verðfall á er- lendum markaði, heldur til þess grundvallar, sem hann er rekinn á, þótt það megi einkennilegt heita eftir svo róttækar aðgerðir, sem voru gerðar í febrúar s.l. Sann- leikurinn er sá, að þeir menn, sem um þessi mál fjölluðu, höfðu alls ekki skilning á þörfum útvegsins. Síðan voru samtök útvegsmanna sniðgengin, þar til um sein- an, en fengnir þrír menn til ráðuneytis, valdir eftir pólitískum lit, í stað þess að fá menn, sem þekktu inn á •útgerðarmál. Eftir að L.Í.Ú. hafði fengið uppkastið að „viðreisninni“, sáu forkólfar þess strax marga og augljósa galla, en of seint, frumvarp- ið varð að hespa í gegn, enda vertíð þegar byrjuð. Hins vegar klöppuðu siiálfstæðis- mennirnir i ríkisstjórn flokksbræðrum • sínum í stjórn L.Í.Ú. á öxlina og sögðu, að þetta yrði allt lag- að, þegar meira jafnvægi væri komið á, en þetta jafn- vægi hefur aldrei fengizt, vegna þess að reiknings- skekkjan var of stór. Mis- reiknunin liggur í því að hækkanir á öllum tilkostn- aði og þjónustu, sem útveg- urmn verður að kaupa, urðu miklu meiri en gert vár ráð fyrir. "- Nú má segja að.í sjávarút- veginum ríki neyðarástand, en-forystumehn í Lahdssam- tf bandi íslehzkra útvegsmanna sitji uppi algjörlega ráða- lausir, því að það er ekki auðvelt að deila á sína eig- in stjórn. Aðgerðir L.Í.Ú. hafa verið að fá ríkisstjórn. til að greiða vátryggingarið- gjöldin fyrir yfirstandandi. ár, að fá Hlutatryggingai'sjóð til að greiða út nú þegar; vegna síldveiðanna, að veití: verði lán út á síldarnætur til lengri tíma, t. d. 3—5 ár. Hins vegar hefur sjávarút- vegsmálaráðherra algjörlegss neitað hingað til að greiða. vátryggingariðgjöldin;' þar sem með því væri brotinn. kjarni viðreisnarlaganna, að> útvegurinn eigi að standa á; eigin fótum. Til þess að> Hlutatryggingars/jóður fáisti til að greiða út vegna síld- veiðanna, þarf að breyta lög- um sjóðsins. Allar tölur í reglum sjóðsins eru allt ’of! lágar vegna margra gengis- fellinga. Bankarnir þykjast! skilja að útgerðarmenn; þurfi lán út á nætur sínar, en svarið er einfalt, svo mik- ið fé sem til þarf, hafa við- skiptabankarnir ekki undir* höndum. Sá „kvóti“ sem seðlabankinn skammtar við- skiptabönkunum er löngu. uppurinn, en „yfirdráttinn*** verður að greiða með 16% vöxtum til Seðlabankans.. Þetta er regla sem Alþjóða- bankinn setti í sambandi við* stóra lánið, sem tekið var eft-> ir síðustu áramót, um leið og; „viðreisnin" var sett á Ir.gg- irnar. : Þó að þessi þrjú atriði yrðu leyst, sem minnzt er á. hér á undan, er það aðeins til að leysa sárustu neyðina. Allan kostnað við yfirdrættii og aukin lán getur útgerðin. ekki borið til lengdar. Það> er rekstrargrundvöllurinn, sem verður að bæta, en sann— leikurinn er sá að það vant- ar meira á nú að grundvöll— ur sé fyrir útgerð, heldur er>. á síðustu vertíð. Nú þurfa forvígismenni L.Í.Ú. að leggja niður inn- flutnings-,,bissnessinn“ át vegum samtakanna um. stund, og fá sína beztu menn, án tillits til í hvaða flokki. þeir standa, eða jafnvel þ6 þeir væru ópólitískir, til að*' leggja á ráðin og gera til- lögur til bóta. Mál sjávarútvegsins er mál allrar þjóðarinnar, svo að! þau mál verður að leysa át farsælan hátt. Greiðsluvand- ræði útvegsins eru keðju- verkandi, ekki einungis fyr- ir sjómennina, sem ekki fú hluti sína greidda, heldur fyrir . allt annað vinnandi- fólk í þjóðfélaginu. Enda höfum við þegar fengi6' smjörþefinn, þvi að fjöld* fyrirtækja er í hættulegunx grejðsluvandræðum, sem át einn eða / anhan hátt rekja til vandkvæða sjávar- útveg$ips. . ...... Karl úf veri. 5 Frjála þjóí — Laugardaginn 29éoktób«jr W60

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.