Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.11.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 12.11.1960, Blaðsíða 3
Utvegurinn Framh. af 5. síðu. og má í því sambandi benda á margumtalaða lækkun á fiskimjöli. Væri nú ekki athugandi, • hvort ekki væri hægt að breyta þessum liðum, sem á undan eru taldir, til lækkun- ar, þannig að næstu aðgerðir í þessum málum yrðu „inn- vortis" lækning á þjóðarlík- amanum, þannig að ekki þurfi að skerða kjör sjó- manna, eða þá þannig að laun sjómanna geti hækkað. Nú vill þannig til, að yfir aiiri okkar útflutningsverzl- un liggur mikil hula. Öðru hverju birtast fáorðar frétta- tilkynningar um einhverjar afskipanir á afurðum, og að verð sé þetta mörg prósent hærra eða lægra en árið áð- ur. Yfirleitt er ekki minnzt ú verð í erlendri mynt, frek- ar en; um feimnismál við unglinga á milli vita. En eitt er vist, og hefur oft vakið furðu, að þeim söluhringar, sem myndazt hafa utan um útflutningsverzlunina, hafa yfir óskiljanlegu fjármagni að ráða til fjárfestingar hér heima og erlendis til veizlu- halda og ferðalaga. Meira að segja eru byggðar verk- smiðjur erlendis fyrir millj- ónir, á sama tíma sem fisk- iðnaðinum heima fyrir ligg- ur við stöðvun vegna rekstr- arfjárleysis. Er alveg óskilj- anlegt, hvernig þetta hefur verið liðið af stjórnarvöld- um, og hvernig þessir hring- ar hafa vaðið uppi í þjóðfé- laginu, eins og ríki í ríkinu. Þessir söluhringir eru einn afætuliðurinn á framleiðsl- unni, og mun á þessum lið einum unnt að spara millijón- ir, bæði vegna kostnaðar við rekstur hringanna og vegna þess að ekki er ætíð selt þeim sem bezt býður í vöruna hverju sinni. Það yrði gæfu- stjórn, sem tæki af skarið, heimtaði opinbera rannsókn á rekstri hringanna, tæki af þeim einkasöluréttindin og afhenti hverjum þeim út- flutningsleyfi, sem. nægilegt verð fengi fyrir vöruna. Regnhlífabúðin FRJÁLSRI ÞJÓÐ var boðið fyrir nokkru að senda blaða- mann að skoða hina nýju verzl- un Regnhlífabúðarinnar að Laugavegi 11. Þessi verzlun var áður starfrækt nokkru of- ar á Laugaveginum. Regnhlífa- búðin hefur verið starfrækt um aldarfjórðung. Eigandi hennar, frú Lára Siggeirsdóttir, kvað vera fyrsti framleiðandi regn- hlífa hér á landi, og hefur því gerzt brautryðjandi á því sviði iðnaðar. Blaðið óskar henni allra heilla í hinu nýja húsnæði, að Laugavegi 11. Jón Axel bankastjori - Frh. af 8. síðu. embættinu, enda var það af mörgum talið líklegt, að hann hlyti embættið. Nú hefur Jóni Axel Péturssyni tekizt að skjóta sér fram fyrir Baldvin og knýja fram þann vilja sinn hjá íhaldsmönnum og krötum, að hann fái sjálfur hið virðu- lega bankastjóraembætti. Á Grettisgötu 31 er hár- greiðslustofa, sem heitir Pir- ola. Fréttasnapi blaðsins leit þar inn um daginn og átti stutt viðtal við forstöðukon- una, Ólínu Jónsdóttur. Ólína er 28 ára gömul, gift lækna- stúdent við Háskólann og eiga þau eitt barn. Hún var fimmtán ára gömul, þegar hún fór í Iðnskólann og eftir þriggja ára nám var hún út- skrifuð hárgreiðsludama. Nú á hún þessa stofu og hefur tvær stúlkur í vinnu hjá sér. — Þú hefur fengið arf? segir fréttaspyrillinn og er steinhissa á því, að kornung stúlka geti eignazt svo ágætt fyrirtæki á þessum síðustu og verstu rokktímum. — Nei, nei, segir hún. Við að neita ykkur um flest — að minnsta kosti allan lúx- us? — Jæja, ég hef nú þurft að fá mér allar heimilisvélar Slétt hár og stutt er nýjasta tízka Rætt viö hörkuduglega hárgreiðsludömu vorum tvær stúlkur um tvít- ugt sem slógum lán og keypt- um þessa stofu og síðan hef- ur allt gengið vel. Ég keypti hennar hlut nokkru seinna. — En hefurðu ekki þurft að sjá fyrir manninum? — Jú. Annars héfur hann stundum unnið á sumrin. Og nú er hann að ljúka — verð- ur kandidat vor. — En hafið þið ekki þurft eins og ísskáp og þvottavél og svoleiðis tæki til að létta störfin. Svo eigum við bíl. — Bíl? — Já, ópelinn þarna úti á götunni. Bóndinn vann sér mikið inn eitt sumarið og þá keyptum við bíl. — Ég þarf varla að spyrja að því, hvað þú gerir í tóm- stundum. Þú hefur auðvitað engan tíma aflögu. — Ég hef æft handknatt- leik. — Og kannski keppt? •— Ég hef verið í landslið- inu. Fór út bæði í sumar og fyrrasumar. •— Heyrðu, varstu í marki? — Nei, ég var hægri bakk. — Og hvað gerðirðu við barnið á meðan? — Bóndinn passaði það. Stundum fór ég með það á æfingu og lét það horfa á. — Hvað er í bígerð, þegar maðurinn er búinn að taka próf? — Alveg óákveðið. — Jæja, segir spyrillinn. Hvaða greiðsla er nú í tízku? — Ja, unglingsstelpur svona fimmtán ára og eldri greiða margar hárið eins og Birgitta Bardot — með hár- ið niður yfir andlitið, en þær ráðsettari, svona yfir tvítugt hafa það oft mikið brúsandi — stendur svolítið upp í loft- ið. Nýjasta tízkan frá París er hins vegar stutt hár og slétt, líkt og það var í kring- um 1920. — Missið þið þá ekki at- vinnuna? Verður nokkur vandi fyrir kvenfólk að greiða sér? — Jú, jú. Það er alltaf nóg að gera. Það þarf að jafna hárið og laga það til. En nú þarf ég að flýta mér. Viðtalið varð ekki lengra. Við tökum af henni mynd eins og sjá má hér að ofan,. en fyrst varð hún auðvitað að greiða sér vel og vandlega. Og segi menn svo, góðir hálsar, að æskufólk á íslandi sé letiblóð. RA. UÓLAGETRAUN g F'rjátsrur pjúöur Hver af þessum mönnum er náfrændi Olafs Thors, forsætisráðherra? a) Björn Th. Björnsson, listfr. b) Vilhjálmur Þór, fyrrv. bankastj. c) Thcr Vilhjálmsson, rith. d) Gylfi Þ. Gískison, ráðherra. Ólafur Thors. Gröndal - Framh. af 1. síðu, in eru brunnin í eldi vetnis- sprengjunnar og tveir af hverj- um þrem ibúum landanna lim- lestir og dauðir muni þeir sár- sjúku vesalingar, sem eftir lifa, koma hlaupandi úr austri og vestri til að berjast í síðasta sinn um ekrur og lönd, sem löngu eru orðin óbyggileg vegna geislunarhættu. Þessi furðulegi barnaskapur ritstjórans, er ekkert einsdæmi hér á landi. Utanríkismálum okkar hefur í seinni tíð verið stjórnað með þessu sama liug- arfari. Verjum ísland með því að kalla yfir það vetnissprengju árás! Fiskhringir — Framh. af 1. síðu. undirboð að træða á erlendum mörkuðum. Ríkisstjórninni ber skylda til að láta rannsaka framferði fisk- söluhringanna erlendis. Hvar er reikningshaldið fyrir sölubúð- um og verksmiðjum SH og SÍS erlendis? Hefur gjaldeyriseftir- litinu verið gerð grein fyrir þessari starfsemi? FRJÁLS ÞJÓÐ vill benda á, að fyrr verð- ur ósóminn ekki upprættur; en fisksöluhringarnir verða leystir upp og þeir sviptir allri einok- unaraðstöðu. Leynimakkið og pukrið hefur þegar haft í för með sér of mikla spillingu og óráðvendni. Nafn Heiniilisfang Setji# kross við rétt svar, klippið raiðann út og sendið öll svörin, þegar get- rauninni lýkur í desember til afgreiðshi Fr. þj. Laugavegi 31, Reykjavík. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Aöalf undur fulltrúaráðs Þjóðvarnarfélaganna í Reykjavik verður hald- inn sunnudaginn 13. nóv. 1960 kl. 16,00 á Laugavegi 31, 3. hæð. Venjulega aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.