Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 3
Fremur málaflutningsmaður en sagnritarí. Á árunum 1950 og 1952 kom út mikið rit á veg- um Iðunnarútgáfunnar, alls 985 blaðsíður, og heitir „Úr fylgsnum fyrri aldar". Séra Jón Guðnason gaf rit þetta út með sinni alkunnu kostgæfni og vand- virkni. „Úr fylgsnum fyrri aldar" er rituð af séra Friðrik Eggerz og er ævisaga hans, föður hans, séra Eggerts Jónssonar á Ballará, og forföður, Bjarna Péturssonar á Skarði. í þessu riti kennir mjög hins sérkennilega og persónulega stíls séra Friðriks. En þótt rit þetta sé jafnstórt og fyrr er getið, er varð- veitt mjög mikið af heimildum í frumgögnum, er varpa öðru og skýrara ljósi á ýmsa þætti í sagna- riti séra Friðriks. Hann ritar sögu þeirra feðga sem málaflutningsmaður, en ekki sem efnistrúr sagnaritari og fer höndum um heimildir með hlið- sjón af því. Ætlan -mín með f rásögn þeirri; sem hér fer á eftir, er að skýra einn þátt í lífi séra Friðriks Eggerz Séra Friðrik Eg.aerz :¦ m| Lúövik Krístjánsson: Heimasæturnar í Akureyjum Frásögn af séra Friðrik Eggerz og biðlum dætra hans byggðan á heimildum, sem til eru í frumgögnum. Þær eru skýrar og afdráttarlausar og rekja sig svo sjálfar, að ekki gerist þörf að setjja utan um þær þykka málrófshesju. Mér þótti eðlilegast að færa stafsetningu til nútímaháttar. Styttingar all- ar óg skammstafanir eru leystar upp án þess að greint sé og latína er íslenzkuð í svigum. Heim- ildanna er að leita í Lbs. 241 fol., Lbs. 255a fol. og Lbs. 256a, fol. Á örfáum stöðum er vitnað til œvisögu séra Friðriks og verður það auðséð öllum, þótt ekki sé sérstaklega getið hverju sinni. Engin stúlka er syni hans hentugri------- Jón Pétursson hóf bréfaskriftir við séra Friðrik Eggerz 1847, en kunnugir hafa þeir verið orðnir áð- ur og er sennilegt, að með þeim hafi fyrst tekizt persónuleg kynni, þá er Jón var sýslumaður Strandamanna og var til heimilis að Prestsbakka hjá séra Búa Jónssyni, en milli Prestsbakkaheim- ilisins og Akureyjarheimilisins lágu gagnvegir. Jón varð 2. yfirdómari í landsyfirréttinum sumarið 1850 og settist þá að í Reykjavík. Kona Jóns var Jóhanná, dóttir Boga Benediktssonar bónda og fræðimanns á Staðarfelli. — Þann 9. ágúst 1852 ritar Jón séra Friðrik, er þá var bóndi í Akureyj- um og embættislaus, langt bréf, og hefur þá meðal annars þetta að segja: ,,. .. Það er víst um það, að án efa held ég að bezta lífið sé að vera efnagóður og vel menntaður bóndi, bæði sem þér nú eruð og eins og tengda- faðir minn sálaði var, og ef ég ætti dætur þá vildi ég helzt gefa slíkum mönnum dætur mínar. — Ég veit ekki, hvort þér þekkið Jón Thorarensen í Víði- dalstungu. Hann er stúdent og á Víðidalstungu- eignirnar allar. Hann á tvö börn, eina dóttur, sem er gift séra Jóni Sigurðssyni á Breiðabólsstað í Vesturhópi og einn son, sem heitir Páll Vídalín og sem er stúdent eins og faðirinn. Jón hefur ætlað sér að láta hann sigla til að studera jur., en tímdi ekki að sjá af honum, þégar til kom, með því að það er vilji hans, að hann setjist að á Víðidalstung- unni eftir sig. Fáll fær bezta orð, og þáð er víst um það, að ef hann líkist föður sínum, þá verður það Frjáteþjóð - Laugardagimi17. desemher 1960 duglegur maður, með því hann hefur og séð nóg forstand hjá honum og foreldrum sínum fyrir sér. Hvað ætluð þér munduð nú segja, ef Páll færi á leit við einhverja dóttur yðar? En það ætti þá að vera sú, sem hvað helzt væri gefin fyrir bú- skap, ef þau gætu fellt sig hvort við annað, þegar þau sæjust. Það er annars of djarft fyrir mig að vera að spyrja yður að þessu, en bæði hafið þér sýnt mér slíkan velvilga, að ég vona, að þér ekki misvirðið þetta við mig, eins og þeir feðgar og ekki' hafa misvirt við mig, þó ég hafi stungið upp á þessu við þá. Ég hefi Jóni Thorarensen mjög margt gott upp að unna. Ég veit að sönnu, að hann er ekki í þröng með að útvega syni sínum gott kvon- fang, en ég álít nú samt enga stúlku syni hans hentugri en einhverja dóttur yðar, eins og ég og hefi hugsað, að skaplyndi yðar væri svo, að þér eins vel vilduð dætrum yðar vel menntaða ríka bænd- ur sem embættismenn fátæka, er ekkert hafa við að styðjast nema laun sín. Hvort það væri nú gagn- stætt vilja yðar að gefa Páli einhverja dætra yðar, er hann vildi helzt fara á leit við og sem ekki væri fjarlæg að taka honum, ætla ég að biðja yður lofa mér að vita með fyrstu vissri ferð, sem þér fáið." „Þér spyrjið mig um dætur mínar-------• Þessu bréfi Jóns svarar Friðrik Eggerz hálfum mánuði síðar, eða 28. ágúst 1852 og þá á þessa leið: „Nú kem ég að seinasta atriðinu í bréfi yðar og dreg í milli —. Þér álítið bezta lífið í landi okkar að vera efna- góður og vel menntaður bóndi — af lítilli reynslu er ég yður samþykkur í því. Ævi fátækra presta hefir oftar orðið langvesæl þreytu- og ámælisfull. — Um hærri stöndin tala ég minna. Bóndastandið verður ábyrgðarminna og rólegast, en til þess að geta átt jafn- eða góð keypi eða svo vel fari, hvort sem er við það stand eða önnur, útheimtist, að maðurinn, sem við er keypt sé vænn, heilsugóður, vel kynjaður, hafi gáfur, góð efni og dugnað. Áð- ur taldist ættgöfgi og ríkidæmi stuðlar þeir, sem héldu ætt manna saman. Nú sýnist þar á móti, að það' séu einasta gáfur og meðhald, sem geti komið mönnum upp, enda af mesta óhræsis"fólki— já, ég tryði því, að tíðinni vinnist jafnvel að troða biskup út af Axlar-Birni og Sveini skotta. Nú, þó svo falli, verður of tast hætt við að rætist málshátturinn: „Kippir hverjum í kyn sitt". Ég veit dæmi til,að álitlegustu menn og stúlkur hafa aðhyllzt þenna skaðlega socialismum að taka eitthvað, sem væri hendi næst, þegar þörfin kallaði, og binda forlög sín við það. En betra er að fylgja dæmi hans í mörgu öðru. Af þessu sjáið þér, að mikið er ég fastur við gömlu trúna. Þó viðurkenni ég, að vænn og vel menntaður maður af góðri ætt, þó hann sé bláfá- tækur, er tíu sinnum betri en sterkefnaður maður %t) óknytta- eða illu fólki. Að vera vænn maður, yeí' menntaður og vel kynjaður er bezta auðlegð í bráð og lengd, sem engar jarðir og engir peningar geta jafnast við. Ég verð nú að víkja frá þessu. Þér spyirjið mig um dætur mínar og skylt væri, að ég reyndi að segja yður satt um þær, þó mér s'é skylt málið. — Þær eru 3. Þá elztu, Sigþrúði, hafið þér séð. Allar hafa þær verið okkur auðveld- ar, eru heilsugóðar það frekast ég veit — ekki ald- ar.upp við.imóð — viðurkennum hannekki. En þar á möti h'eld ég, iað þær stándi ekki að!baki annaíra, hvað dugnað við'SVeitabúskap sneríir, og óyart kemúr mér, ef mér væri sagt, að þær væru ósið- aðar í orðum eða illa innrættar. Sú elzta vill ekki giftast að svo komnu, og ég held ekki eiga nema embættismann, og hefur hún þó neitað presti og sýslumönnum. Svona eru h'ugir unglinganna. — Önnur heitir Guðrún eftir móður minni sálugu. Hún er hvað duglegust til búskapar. — Sú þriðja er EÍinborg, óráðinn unglingur. Guðrún hefði átt kost á að giftast presti eða ríkum bónda- manni. En sitthvað hefur okkur þótt að því og ekki gefið þess kost. Þér hafið heyrt nefndan gullsmið Rögnvald. Hann er sömu ættar og ég, vel efnaður innan stokks. Á að mestu leyti Innri-Fagradal, 40 hundraða væna jörð, og Hrúteyjar, 12 hundraða, allvænar eyjar. Hann er talinn vænn maður og okkur kunnugur, þar hann er á næsta bæ. Hann hefur oft farið fram á að fá Guðrúnar, en hún ekki viljað taka honum. — Ég læt mér líka hægt um það, því flest skyldfólk mitt hér, að undanteknum hjónunum á Ballará, hefur reynzt mér svo þungt í skauti og öfundsríkt, að annars staðar vildi ég heldur að börn mín'og efni, ef nokkur væru, lentu en hjá því. — Þetta eru nú náttúrlegar fylgjur af því, þegar margt af skyld- fólki býr hvað innanum annað. Nú hefi ég óbundið og með einlægni skrifað yð- ur um þetta, og sjáið þér af kringumstæðunum, að ekki getur verið spursmálið nema um Guðrúnu. Af því ég hefi alltíð reynt dyggð yðar og hrein- skilni mér til handa, og trúi yður, að ekki munduð segja manninn vænan heldur þegja um það, ef öðru vísi væri. En ég að öðru leyti þekki nokkuð ætt hans á báðar hliðar — þá viljum við hjónin taka vel undir þetta,' ef áð Guðrúnu og honum sýnist vel hverju um annað þá þau sæjust. En af því að aðrir, sem ég hefi nú látið yður ráða í, vilja eiga . lík erindi hingað, þó þau séu öldungis þýðingarlaus til þessa, þá væri manninum betra, ef þetta væri alvara, að koma hið fyrsta í haust, áður ísar koma á sjóinn, og geta þau þá séð hvort annað, og eftir kringumstæðum yrði þá fremur um það talað. Bezt mundi honum þá að gjöra það yfirbragð á ferðinni, að hann ætli vestur í Flatey og fá þangað flutning héðan, og haga ferðinni svo, að hann fari um á Prestsbakka og Kollsá, máske, að Guðmundur Einarsson, sem er vel kunnugur veginum, slæist þá í ferðina. Vegurinn liggur að Innri-Fagradal, þar væri að biðja um flutninginn, því Rögnvaldui\ er formaður góður, kunnugur til eyjanna og ólatur. Ef að sami yrði nú hugur mannsins, þá hingað kæmi, vænti ég eftir, að hann hefði meðferðis bréf frá föður sínum þessu viðvíkjandi, og eins og ég hefi nú viljað vera góðviljaður og hreinskilinn í þessu, svo vona ég líka hins samá og treysti yð- ur í þessu, sem þekkið fólkið. En eg er því öld- ungis ókunnugur — á því ríður okkur á allar hlið- ar., — Með elsku og virðingu vil ég alltið mega teljast yðar hreinskilinn vinur. Eggerz." Árni prestur lcemur til sögu. , i Sýslumenn þeir, sem Friðrik Eggerz segir að leit- að hafi kvonfangs í Akureyjum og fengið synjun, voru Brynjólfur Svenzon og Jón Thoroddsen,: en þeir voru báðir sýslumenn Barðstrendinga. Þeir koma ekki framar við þessa frásögn. Presturinn, sem Friðrik minnist á, er séra Árni Böðvarssbn, sem þá hafði Nesþing og bjó á Sveinsstöðum utan Framh. á 5. síðu. 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.