Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 6
gallalaus, væn stúlka og heilsan góð, kann vel til
allrar vinnu, utan og innan baéjar, og búkonueíni
gott, og hver maður er, að rhinni meiningu, vel
sæmdur af henni. Hvað sem um mig kann að vera,
þá hefur móðir hennar fengið gott orð, og víst er
um, að gengið hefur hún í öllu undan börnum sínum
með góðu eftirdæmi, svo óvart kæmi okkur, ef sagt
yrði, að Elinborg væri illa upp alin. — Næst að
biðja góðan guð að ráða fyrir börnum, verður þá að
ítreka það aftur, að ég trúi yður manna bezt, og
því megið þér benda P. V. að hann komi, ef hann
vill og viti, hvort þeim getur sýnst hverju um ann-
að, og yrði það svo, mundi okkur foreldrunum
þykja mikið fyrir að brjóta það í bága. Ég get
ekki að þessu sinni meira um þetta skrifað. Ef
hann kemur í vor, þá er bezt að hann komi að
Innri-Fagradal og gjöri það yfirbragð að, að hann
ætli vestur í Flatey, og fala flutning af Rögnvaldi
hingað. Fari hann þá með Hrútafirði og komi að
Kollsá til madömu Solveigar. Hann má, ef hann
vill, spyrja hana nálega um hagi manna hér út
>frá, og fá Guðrriund Einarssón að fylgjö sér. — Sat
> de.hic (nóg um það).“
Öðalið í sömu ætt frá tíð Gissurar galla.
Séra Friðrik á í ofangreindu bréfi við Stefán
bróður sinn á Ballará, en ekki verður ráðið, hvor
af sonum hans hefur farið á fjörurnar við Elin-
borgu. Vera má, að þessi orð séra Friðriks í bréfi
til Stefáns bróður hans, 6. des. 1855, lúti að þessu
kvonbænamáli: ,,Alls_ekkert er það frá minni eða
Arndísar síðu, er hafi spillt því, að vilja þeirra (sona
Stefáns) yrði framgengt i því, er nú einhvern tíma
kom til tals okkar á milli.“ — Ekki fer á milli
mála, að það urðu fleiri til þess að stíga í /æng-
inn við Elinborgu, þv.í að Jón Ormsson í Króks-
fjai'ðarnesi bað hennar til handa Eggert syni sín-
um, er síðar varð bóndi á Kleifum, en fékk synj-
un. Séra Friðrik segir að upp frá því hafi ætíð
setið kuldi og ónot í Eggert til sín. Madama Sol-
veíg, ekkja séra Búa á Prestsbakka, var nú gift
Guðmundi Einarssyni á Kollsá, en dóttir hans af
seinna hjónabandi, varð löngu siðar en hér er kom-
ið sögu tengdadóttir séra Friðriks Eggerz. — Síð-
ast greindu bréfi Friðriks svaraði Jón Pétursson
z. rnarz 1853:
„ ... Ég er nú búinn að skrifa Jóni í Víðidals-
tungu og segja honum, að þið foreldrarnir ekki
munuð hafa móti syni hans, ef Páll og Elinborg
geti fellt sig hvort við annað, og veit ég þetta
gleður karlinn, ef Páll hvergi hefur nú trúlofað sig
síðan í vetur, af því ég þá skrifaði föður hans, að
honum mundi ekki duga að leita til yðar, en ég
heíi samt ekki heyrt það. Það er víst um það, að
öllum eigendum Víðidalstungu hefir liðið vel frá
fyrsta af. Sú eign hefir einlægt legið hjá sömu
ætt fi’á tíð Gissurar galla eða fyrr, sem fæddist
sama ár og Gissur jarl dó, nema um tíma, sem hún
var beneficium og Gottskálk grimmi náði henni.
Ég hef nú sagt eða réttara hvatt Jón til, að ef yrði
af þessu, skyldi hann gjöra samning við séra Jón
tengdason sinn um að leyfa Póli að innleysa til sín
mót sanngjörnu verði, er tiltekið væri í samningn-
um, þann hlutann í Víðidalstungunni, sem séra Jóni
eðá réttara sagt konu hans kynni að falla í arf
eftír þau hjónin á sínum tíma, hvað ég veit séra
Jón gjörir, því bæði er honum vel við Pál og líka
gætu tengdaforeldrar hans þá gefið Páli víst fjórð-
ungsgjöf, er tilfinnanlegra yrði fyrir séra Jón.“
Eg held yður iðn aldrei að gefa honum
dóttur yðar.
Þegar Jón Pétursson veit, að för Viðidalstungu-
feðga í Akureyjar er ráðin, ritar hann Friðrik (28.
maí 1853);
„ . . . Gaman þykir mér að frétta, hvernig yður
hefir litizt á Pál. Það veit hamingjan, að ég álít það
vænan mann. En hann er ógn hægur og bágt að
sjá enn, hver dugnaður liggur í honum. En hann
ólikist þá foreldrum sínum, ef hann ekki verður for-
stöndugur. Systir hans er driftarkona. Ég held yð-
ur iðri aldrei, þó þér gefið honum dóttur yðar, og
ég er ókvíðinn um, að ég þurfi að naga mig í hand-
arbakið eftir á fyrir það, þó ég hafi hvatt hann eða
föður hans til að leitast fyrir hjá yður og yður til
að taka honum vel. I hið minnsta er það mín trú.“
Þegar strendur og eyiiar tjölduðu sína bezta skrúði
i háeggtíð komu Víðdælir á fari Rögnvalds í Innri-
Fagradal til Akureyja, eins og séra Friðrik hafði
fyrir lagt.
Eftir veru Víðidalstungufeðga í Akureyjum, eða
6
Séra Árni Böðvarsson
22. júní 1853, ritar séi'a Friðrik Jóni Péturssyni á
þessa leið:
„Jón Friðriksson og Páll sonur hans komu hing-
að, og sýndist mér vel um þá, og með því að Elin-
borg vildi taka Páli, svo höfum við samþykkt í, að
hann fái hennar. Og þannig hafa þá bréf yðar, sem
hafið verið okkur velviljaðir á báðar síður, fært
ávöxt, sem guð blessi.“
Síðar um sumai'ið, eða 31. ágúst 1853, ritar Frið-
rik Páli Melsteð amtmanni:
„ „Að yðar hávelborinheitum vildi náðugast
þóknast að útgefa allra náðugast leyfi upp á með-
fylgjandi „Allex'undei’danigst Ansögning“ um vígslu-
bréf fyrir stúdent Pál Jónsson Vídalín í Víðidals-
tungu og dóttur mína Elinborgu Fi'iðriksdóttur mót
siðmannalegri boi'gun fyrir slík leyfisbréf — er
mín undii’gefnasta bæn.“
Þann 8. október um haustið voru Elinborg og
Páll gefin saman, hún 19 ára, en hann 26 ára. Svara-
menn voru séra Friðrik og Jón í Víðidalstungu.
Með þessari giftingu höfðu tengst gamlar höfð-
ingjaættir, Skai'ðverjar og Víðdælir. — Moi’guninn,
sem ungu bi’úðhjónin héldu frá Akureyjum, eða
11. október, var Páli Vídalín afhent eftirfarandi
bréf:
„Hér með afhendum við undirskrifuð dóttur okk-
ar elskulegi'i, Elinboi'gu Friðriksdóttur, í hennar
heimanmund Daismynni 16 hundruð að dýrleika
með 3 kúgildum liggjandi í Norðurái'dal og Mýra-
sýslu og hálfa jörðina Hauga í Stafholtstungum 8
hundruð að dýrleika með IV2 kúgildi í sömu sýglu.
Þessum jörðum er ekkert undanskilið, en allt til-
skilið sem fylgir, fylgt hefur og fylgja ber að lög-
um, og byrjar dóttir okkar fyrst að uppbera af
þeim landskuldir, er lúkast eiga á næstkomandi
vori. — Til staðfestu eru okkar undirskrifuð nöfn.“
Eggei’z. A. Pétursdóttir.
Eg á nú eina dóttur heima.
Þegar Jón Pétursson taldi sínu milligöngustarfi
lokið, ritar hann Friðrik Eggerz 2. okt. 1853:
„Um þessar mundir mun nú dóttir yðar vera að
giftast P. V. og óska ég henni og vona, að sú
gifting verði henni ánægjuleg. Þér hafið nú sjálfir
séð hann og föður hans og sjáið, hvort ég muni
hafa sagt skakkt frá. Ég veit og svo, að þeir feðg-
ar eru mjög vel ánægðir með þessa giftingu í alla
staði og prísa sig sæla við hana.“
Næst þegar séra Friðrik Eggerz skrifar Jóni Pét-
urssyni. en það var 25. ijanúar 1854, hefur hann
þetta að segja:
„Þann 8. október giítust Páll og Elinborg hér í
Akureyjum. Okkur fellur Páll vel í geð. Hann mun
vera vel viti borinn, vænn maður og stilltur, og ég
vona, að hann finni, að Elinbox-g er gædd þýðlyndi,
siðgæði og dugnaði, og góðrar vonar er ég um, að
hvort þeirra vei'ði öðru til yndis og aðstoðar og
að guðs blessun verði með þeim. — Yður, sem
af mannkærleika og velvild við okkur á báðar
hliðar, hafið stuðlað til þessa ráðahags segi ég mitt
ástskyldugasta þakklæti, og lætur það mig með
öðru fleiru geyma minningu yðar í elsku og heiðran.
Síðan að G'uðrúnu dóttur minni skánaði heilsan,
er oi'ðið hið ástúðlegasta milli hennar og Rögnvalds.
Og er mér það því gleðilegi’a, sem síðumennirnir
lugu því upp eins og fleiru, að ég hefði gift hana
nauðuga, sem ég er saklaus af „en — öll svikráð
manna og atvik ill — —“
Ég á nú eina dóttur heima, Sigþrúði. Um hana
þykir mér miklu máli skipta, hvernig hún ráðstaf-
ast. Og ekki er ég ánægður fyrir hana, nema eg
fengi «ins vænan mann og ég álít Pál Vídalín vera,
því hún er — þó mér sé málið skylt — vissulega
verðug fyrir góðan mann, og fyrir' systrum sínum
að gáfum og kunnáttu, sem líka er. von, því hún
er þeim eldri, en Elinborg þeirra yngst, og hefði
átt að vera lengur heima. — Menn hafa verið að
geta í vonirnar um, að séra Árni, sem hefur kom-
ið hingað tvisvar, vildi fá hana, og er það satt.
En öldungis höfum við foreldrar stúlkunnar og
hún afslegið því — svo henni gramdist eins og
okkur yfir komu hans í seinna sinni, úr því hon-
um var i fyrstu gefið afsvar.“
Hlóð ekki seglum fyrr en á Skarði.
Nú verður að nefna til sögu nýjan mann, en
það er Þorvaldur Sivertsen, margsettur sýslumað-
ur, alþingismaður og óðalsbóndi í Hrappsey. Hann
á son, Skúla að nafni, sem er 6 árum yngri en Sig-
þrúður í Akureyjum. — Snemma hafði brandur
Hlaupið á rriilli þeirfa Ffiði'iks og ÞorValdá" og Vafð
af stæk óvinátta, sem þö gætti meira undir rifðfi
en á yfirborði, en fór þó ekki dult. Friðrik segir, þeg-
ar hann lýsir Þorvaldi: „Hann sigldi til Sjálands,
vai'ð ,,gartner“, kom inn með plóginn, en aldi’ei síð-
an tók hann á jarðyrkju, ekki varð það til annars en
Lúövík Kristjánsson:
að geia vind. En þann vind sigldi Þorvaldur og ás-
aði út með því að skrifa sig Sivertsen og hlóð ekki
seglum fyrr en að Skai'ði, naustaði þar með re-
commendatíons (meðmæla) bréfi frá amtmanni
Bjarna Þorsteinssyni og giftist Ragnhildi Skúladótt-
ur. — — Þorvaldur komst i vináttu við Helga
biskup, séra Jón prófast og son hans, prófast séra
Þorleif í Hvammi, og marga höfðingja og. hélt
bréfaskriftum við þá um Vestur-, Norður- og Suð-
urland og tíndi allt, er hann gat, undir rósa- og
fagui'mælum, til þeirra af Ströndinni, og var hin
einstakasta höfðingjai'ófa, lipur og slunginn að
koma sér í mjúkinn, svo nálega sýndist, að þeir
yrðu svæfðir fyrir honum. En reyndar var hann.
fégjarn, óheiil og óhreinlyndur og séra Eggert (föð-
ur Friðriks) hinn óhollasti maður.“ Þá segir Frið-
rik, að Þorvaldur hafi vei'ið kallaður maðurinn
með áttkantaða höfuðið og enn fremur hafi hann
verið nefndur ,,alrefur“ en séra Ólafur bróðir hans
,,hálfrefur“. Hélt séra Friðrik þessum nafngiftum
mjög á loft.
Nú hafði svo atvikazt, þá er Sigþrúður var orðin
ein eftir heimasætanna í Akureyjum, að fjarað
hafði undan óvináttu séra Friðriks og Þorvalds og
tekizt með þeim heilar sættir um stund. Þá er það,
að Sivertsen í Hrappsey ritar Friðrik sérlega þýð-
ingarmikið bréf. Það er að vísu glatað, en af
svarbréfi séra Friðriks, sem er ritað 6. júní 1855,
má ráða til fulls, um hvað þar heíur verið rætt. En
bréf Eggerz í Akureyjum er þannig i heilu líki:
Rögnvaldur Sigmundsson
Frjáls þjóð - Laugardaginn 17. desember 1960