Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 7
„Vprkenndu mér, að ég get ekki hrapað aðþessu;" „Elskulegi Sivertsen minn! Ég hefi meðtekið' þitt ástúðlega bréf, sem ég alúðlega þakka,. og veit ég nú ekki, hvort ég get látið þennan seðil hitta þig í Fagradal. Stormarn- ir liggja alltaf á. Stærsta bátinn léði ég vestur í Flatey. Á minni bátnum fara þeir núna í sela- lagnir. Annar er segllaus. Fólkslaus er ég heima. Nokkuð er upp á Gröfum, og Pétur minn er með konu sinni úti í Stykkishólmi. Ég reyni þá, ef ekki tekst betur til, að koma bréfinu til Jóns Eggerts- sonar. Eins og ég vil óska, að faðir okkar allra gleymi mínum möi'gu og stóru ávirðingum, að þær ekki verði mér, mínum eða öðrum til áfellis, svo er það líka hfjartans mál mitt, að ég vil gleyma öllu óþægilegu, sem milli hefur fallið á vegferðinni, og .m.innumst aldrei frerrjur- á það tijheimuglegs, kala. Það er okkur þáðum fyrir beztu á okkar aldri og guði þóknanlegt. Jón Eggertsson (bróðir séra Friðriks) hafði eftir sínu iagi tvisvar munnlega drepið á það, sem þú minnist á í bréfi þínu, en lunderni mitt er svo stirt. að þó ég vilji bera mig að vera honum meiniitill, tek ég í flestu lítið mark á þvi, sem hann segir. Ég má þó fullvissa þig um það, að enginn hefur heyrt það eftir okkur og mun ekki heldur verða, en hvernig það fer með það uppi á bæjunum eða venjulegar getgátur, getum við ekki að gjört. Þú segir, að þú vitir, að ættin sé góð, hvað móðernið snerti, og mun mér ekki bera að þræta fyrir það, þó hún hafi ekki orðið — að móður minni undanskildri — heillaþúfa fyrir mína kynsmenn um að þreifa — og kringumstæðurnar hafi mót ætlan mimii bundið mig enn fremur til hennar í Fagra- dal, og þú gizkar á, að ég hefði ktt þess kost á Ballará. Af því sérðu, að ég gjöri engu minna úr föðurættinni beint rakinni. í henni voru mikið Jón Ttioroddsen merkilegir menn í fram kynið. Um siðumenn get- ur enginn ráðið, þegar blandast í verri ættir. Satt er það, að efnin eru orðin ails staðar lítil. Við getum þó báðir sannað af reynslunni, að þau geta aukist af guðsblessan. En venjulegast liggja til hennar margar greinir, vitsmunir, dugnaður og hriðing m. fl. En minn elskanlegur, þau bætast lika ekki alllítið við það, að guð vilji rétta börnunum blassun sina eins og verðlauri hlýðni þeirra í gegn- xim höndur foreldranna, og það er þeim mikils- varðandi, hvernig sem heimurinn dæmir um það, . sem oft segir af ógætni. hið illagott og góða illt. En hvernig þitt álit er um þetta eða hvort sarría Jón Pétursson tilfinning getur vakað fyrir þér, hvað Sigþrúði snertir, veit ég 'ekki. — Tíðirnár'eru orðriar svo, þú veizt það vel, að þar sem embætti er ekki lil að segja, fylgi.r foragt og þrautir fátæktinni, en nú er líka svo komið, að frá piltunum er tekið og gefið stúlkunum. En ég er nú kominn að svo stöddu of langt inn í þetta efni. Mér þykir svo miklu máli skipta um bréfsefnið, að ég get ekki að svo stöddu svarað þér upp á það, en vil þó gjörá það áður langt liður. Vor- kenndu mér, að ég get ekki hrapað að þessu. Ég vil, að guðs vilji verði á mér og mínum, og ég verð um stund og tíma að halda kyrru fyrir, ef ske mætti, að guð vildi verða í ráði mínu. — Álíttu ekki þar fyrir, að ég væri að hafa Skúla fyrir varaskeifu. Nei, það er engan veginn. Ég skyldi eins af hjarta annars staðar stuðla honum til góðs, ef þú vildir vinda svo bráðan bug að ráðstöfun hans, og stæði það í mínu ^valdi. En hér er nú hvergi orðið á a'ð líta, nema ef það væri á B.-dai. — Guð varðveiti þig og alla þína, þess óskar þér af allri alúð þinn elskandi Eggerz. Páll Vídalín NB. Þessu bréfi var forkastað, en annar stutt- ur seðill skrifaður, með hverjum ég lofaði að skrifa honum seinna, áður langt um liði. Það bréf fór með J. Sigm. þann 8. júní." Eigi hef ég getað ráðið hvað séra Friðrik á við með B.-dal, því að á þeim stöðum, sem helzt koma til greina að hann ætti við, eru engar ógefnar stúlk- ur samkvæmt manntalinu þetta ár, sem ætla mætti að hann hefði augastað' á sem konu'efni handa Skúla Sivertsen. Af neðanmálspistlinum má ráða, að fyrrgreint bréf hefur aldrei verið sent, en það geymir eigi að síður upplýsingar, sem eru betri en ekki. En aðal- svar sitt sendir Friðrik Þorvaldi 2. júlí 1855: „£g hef ekki — minn elskanlegi — neitt á bak við eyrað--------" „Elskulegi Sivertsen minn! Ég má nú biðja þig forláts á, að dregizt hefur fyr- ir mér til þessa að svara þínu góða bréfi, og var það án alls annars tilgangs en þess að setja dóttur minni málefnið fyrir sjónir, þar ekki þurfti ég eins lengi að velta því fyrir mér, sem hefi allténd haft góðan þokka á syni. þínum og álitið hann miklu fremri jafnöldrum -sínum,. þeim, sem ég hafði gott tækifæri á að þekkja, vandaðan, fámæltan og út-< sláttarlausan. Hvað móður- og föðurætt hans snertir, þarf ekki svo að láta, að ég gjöri meira úr hinni fyrrtpldu, og þó hún sé mér skyld, mundi ekki jafn kunnug- ur maður mér öðru visi um það dæma. Hin ættin. er beint rakin góð og stórmerkilegir menn í fram- kynið, og því hefur mér aldrei með sjálfum mér komið óvart með þig og bróður þinn séra Ólaf, þó ég hafi séð greind og hamingju standa ykkur til. annarrar hliðar. En hvað síðulínur í ætt þinni snertir, ræður þú ámóta mikið fyrir hennar að- íengnu brestum, eins og ég fyrir margri óham- ingju og auðnuleysi til hliðar í móðurætt minni, og sums staðar máske líkum göllum. Satt er það, að efnin eru alls staðar orðin lítil og einkum hjá piltunum, hjá því sem var, síðan. nýja iöggjöfin dró helminginn frá þeim. Og samU sé ég^að þetta gæti bættst nokkuð að ósekju, þar sem hlýðninnar endurgjald finnur sér stað, og um. það þykir mér-.alltíð vera mikið að.gjöra, með -því ég líka held, að efnin séu meðal til —> og að allir verði — að lifa. Þó ég geti ekki þrætt fyrir, að kringumstæðurnar hafi leitt mig frá því jarðneska sinnislagi, sem sumir svo kalla það — svo þetta var, á allar hliðar skoðað, ekki fjarlægt okkar for- eldranna ráði — en hvað er um að Jala. Hún segisti ekkert geta að manninum fundið og trúa, að hanri sé vænn og vel innrættur (sem Pétur minn sem kunnugur hefur líka fullvissað hana um). En að svo komnu segist hún ekki hafa nokkra hugsun á að giftast eða nýtast nokkrum manni, og biður okkur. sem standa að þessu málefni á báðar hliðar, eins: og sjálfan hann, að reiðast sér ekki né látá sig gjalda þessa einlyndis síns. Og hvað get ég þá sagt. Ég hef samt þá von til þín, að þetta standii þá heldur ekki framvegis í vegi fyrir okkar endur- nýjaða — og réttara sagt — nýbyirjaða vinskap, sem ég á mína síðu vil fölskvalaust við þig rækja. — Guð gleðji þig og gefi þér sínar blessanir. Þess óskar af hjarta þinn skuldbundinn vin Eggerz. Ég haf ekki — minn elskulegi — neitt á bak við eyrað í þessu efni. Sigþrúður er engum lofuð, þöj menn hafi gjörzt til að fara þess á leit. Og hvergi hef ég litið á mann fyrir hennar hönd, með því. mér þykir lika sjálfum vænzt um, meðan hún sjálf vill og get.ur verið svona ógift hjá okkur til styrkt^ ar móður sinni, sem er farin að verða lasin." Þegar séra Friðrik Eggerz ritar ævisögu sína iöngu síðar, er viðhorf hans til þessa atburðai* þannig: „Þorvaldur í Hrappsey hafði beðið Sigþrúðar Friðriksdóttur til' handa syni sínum, Skúla, um, vorið 1856, en Friðrik vildi ekki tengjast við Þor- vald né Skúla, af þeim hafði honum og föður hansi jafnan staðið óheillir og mæða, og með því að þjóf- ar og ótuktarlýður voru í Þorvaldar ætt og Ragn- hildur kona hans óvönduð og Skúli sonur þeirra 'drykkfelldur og einfaldur etc." Verið, minn vinur, hughraustur og ókvíðmn. Þegar séra Friðrik Eggerz ritar bréf sitt til Þor- valds í Hrappsey 2. júlí 1855, gætu þau tíðindí hafa verið honum kunn orðin, sem urðu kveikja að bréfi, sem hann sendir frá sér iimm dögum síðar og þá til Jóns Péturssonar: „Velborni elskulegi herra vinur! Ég hefi meðtek- ið mér sorglegt tilskrif yðar af 20. f. m. og gefc af hjarta samhryggst yður í fráfalli konu yðar, eix hvað er um að tala omnia sub suas mors vocat. citra leges — að deyja er svo almenn og troðin. þjóðbraut, sem allir verða að ganga, að hinir lif- endu mega ekki láta sér bregða of mjög til sorg- ar við slík tilfelli. Bótin í öllu er sú, að vinir og frændur finnast innan skamms tíma á gleðinnar landi, og það er sú kristinna manna trú og von til guðs, sem jafnan leiðir guðiega hugsvölun og* huggun inn í syrgjandi hjörtu. Svo gefst mönnum eins vottur um guðs góðgirni og nákvæmu afskipti af högum okkar, þegar hann er að leiða og laða hjartans þanka til sín með mótlætinu, eins og þeg- ar hann kallar þá til lofgjörðar og þakklætis við sig, við meðlætið. Verið, minn vinur, hughraustui* og ókvíðinn. — Guð er nákvæmur og náðugur fað- ir okkar allra, og yfirgefur aldrei þá, serri hann ótt« ast og elska." Framh. á 9. síðu. Frjáls þjóð - Laugardaginn 17. desember 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.