Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.01.1961, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 28.01.1961, Blaðsíða 4
frjáls þjóö XJtgeíanái:^Þjoövaniq}:ílokkur Istyids. w ,, "» Ritstjóri: yiagnús'.>Bjarnfre6sson, ábui. *, V Framkvæmdastjóri: Rristmáhn Eiösson. Afgreiðsla: Laugavegi 31. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árg. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Kaupdeilur og fiskverð A llar horfur eru á ,að kaup- og kjaradeilur setji veru- ■^*- legan svip á það ár, sem nú er nýbyrjað. Gæti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fýrir hag þjóðarheildarinnar ef langvinn verkföll eða verkbönn næðu að lama athafna- lífið á hávertiðinni. Verður því að gera þá kröfu til aðila, að þeir leiti allra tiltækra úrræða til að koma í veg fyrir slíkan voða sem illvígt stéttastríð hlyti að hafa í för með sér. Mitt blandast að vísu engum sanngjörnum manni hug- ur um, að kaup verkamanna og margra annarra launþega er nú svo lágt orðið, miðað við hið háa verðlag í landinu, að ekki verður af því lifað mannsæmandi lífi. Þeir einir, sem notið hafa verulegrar eftir- eða aukavinnu, hafa getað bjargazt nokkurn veginn, en jafnskjótt og úr henni dregur, gerast afkomuskilyrðin með öllu óviðunandi. TAeilur sjómanna og útgerðarmanna um skiptingu aflans á bátaflotanum virðast nú að nokkru leystar, þótt ekki gildi það enn sem komið er nema sums staðar á land- inu. Hafa sjómenn fengið kjör sín allverulega bætt. Má bú- ast við að verkalýðsfélög, sem nú hafa sagt upp samning- um og mörg boðað vinnustöðvun ef samkomulag næst ekki, vitni til kjarabóta sjómanna og telji óhjákvæmilegt, að verkafólk í landi hljóti svipaða leiðréttingu sinna mála. En þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvernig útvegur- inn sé undir það búinn að taka á sig auknar byrðar til sjóðs og Iands. Verður tæplega sagt að þar sé til gildra sjóða að grípa, verði ekki gerðar sérstakar ráðstafanir í því sam- bandi. Mun þá margur spyrja: Hverjar eru þær ráðstafanir, sem þar koma helzt til greina? TTér í blaðinu hafa hvað eftir annað verið birtar harðar og rökstuddar ádeilur á fiskeinokunarhringana, sem fengið hafa að leika lausum hala og skammta sjómönnum og útvegsmönnum fiskverð, sem er svo lágt að undrun sætir. Margsinnis hefur verið bent á þá staðreynd, að verð það.- sem norskir aðilar greiða fyrir fisk, er miklu hærra en það sem íslenzkir fiskútflytjendur þykjast geta borgað. Munar hér svo gífurlegum upphæðum, að furðulegt má heita. Mismunurinn er svo mikill, að væri um sama fisk- verð að ræða í báðum löndunum gæti íslenzkur sjávarút- vegur mætt öllum sanngcörnum kaupkröfum og staðið þó á traustari rekstrargrundvelli eftir en áður. Oíðustu fréttir frá Noregi eru þær, að fiskverð fari þar ^ enn heldur hækkandi. Hér virðist aftur á móti allt eiga að sitja i hinu sama fari. Útvegsmenn telja sig að- þrengda og leitast við að færa að því margvísleg rök að reksturinn megi sízt við auknum útgjöldum. Sjómanna- samtökin knýja fram allverulegar kjarabætur. Verkalýðs- samtökin leggja fram ótvíræðar sannanir fyrir því, að kaup- gjald alþýðustéttanna sé svo lágt miðað við verðlag, að ekki verði af því lifað. Verkföll standa fyrir dyrum, Af- leiðingarnar fyrir þjóðarheildina geta orðið geigvænlegar. Þrátt fyrir þetta verður ekki séð að stjórnarvöld ætli að hreyfa hönd eða fót til að rannsaka framferði Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og annarra fiskeinokunarhringa, svo að í ljós komi hvernig stendur á hinum gífurlega mun á íslenzku og norsku fiskverði. Ologlegur gjaldeyrir T fyrravetur var frá þvi skýrt, að einn kunnasti og valda- -*• mesti hagfræðingur landsins hefði talið öll rök hníga að því, að ólöglegar bankainnstæður íslenzkra aðila er- lendis næmu á annað þúsund milljónum króna. FRJÁLS ÞJOÐ hefur oftar en einu sinni krafizt þess, að stjórnar- völd fyrirskipi gagngera rannsókn málsins og geri síðan fullnægjandi ráðstafanir til að rikið öðlist umráð þessa mikla gjaldeyris. Nú er svo ástatt, að harðvítugar kaupdeilur eru yfir- vofandi. Talið er, að helzta framlag ríkisstjórnarinnar til „lausnar“ þeim sé að hafa í hótunum við atvinnurekendur ef þeir dirfist að ljá máls á samningum um bætt kjör verka- manna. Nú ber almenningi í landinu að taka hiklaust und- ir þá kröfu, að allra tiltækilegra ráða sé leitað til að koma í veg fyrir langvinna framleiðslustöðvun og harðvítugt stéttastríð. Tvenns konar ráðstafanir myndu í því efni vera mikilvirkari en nokkrar aðrar. Afnám útflutningseinokun- ar fiskafurða og hagnýting ólöglegra gjaldeyrisinnstæðna íslenzkra fyrirtækja og einstaklinga erlendis. I. árus Lárusson frá Holta- staðakoti í Langadal mun hafa verið yngstur systkina sinna. Hann var sonur Lárusar bónda Er- lendssonar og konu hans Sig- ríðar, dóttur Bólu-Hjálmars skálds. Mörg voru þau systk- in og flest mikilhæf, þar á meðal Pálmi, sem ungur maður fór til Vesturheims, hinn merkasti maður, á lífi til næsta skamms tíma. Ingi- björg húsfreyja, síðast á Blönduósi, fjölhæf gáfukona og rithöfundur, og Jón Lár- usson, landskunnur söng- maður og kvæðamaður, sem ég hef heyrt að hafi verið bóndi í Hlíð á Vatnsnesi. Hann var vel hagmæltur, sem vitni ber lítill ritlingur eftir hann, sem hefur að geyma m. a. 200 örnefnavís- ur er hann orti. Þykir mér rétt að minnast þessa, því að Jón Aðalsteinn Jónsson var með vangaveltur í útvarpi um part úr einni vísunni og heppnaðist að fá mynd af henni einhvers staðar austur á fjörðum. Þar með taldi hann víst að vísan væri aust- firzk. Ritling Jóns sá ég fyr- ir mörgum áratugum. Hann var prentaður í prentverki Odds Björnssonar á Akur- eyri, og mun hafa verið 16 bls. í átta blaða broti. Mun það litla kver því hafa við- ast átt skamman aldur. Ótal- inn er enn Hjálmar mynd- listarmaður, albróðir þessara systkina, sem líka hafði ver- ið skáldmæltur vel. Öll munu þessi systkin nú látin, nema ef vera skyldi Pálmi. Þá vil ég hverfa aftur og minnast Lárusar bróður þeirra, sem var hinn eini er ég sá af systkinum þessum. En hann var talinn þeirra minnstur fyrir sér að öllu atgervi. Svo var sagt, að Lár- us hefði ungur verið efnileg- ur, en fengið heilabólgu og orðið upp úr því andlega vankaður, eða vantað í hann, eins og komizt var að orði. — Lárus hafðist við um tíma í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði. Var þar á ýmsum basj- um sem þarfakarl við ýmis stöi'f, einkum þau sem erf- ið voru, svo sem útstungu taðs, torfristu og síðast en ekki sízt akstur skarns á hóla í htjólbörum. Þetta voru hans venjulegu verk með öðrum verkum, t. d. vatns- burði, því að þá voru vatns- leiðslur í bæi óvíða, hv’að þá í gripahús. Hygg ég að Lár- us hafi verið þybbinn og öt- ull við verk, þó að. aldrei sæi ég hann við vinnu. Hann kom stöku sinnum á heimili mitt um þessar mundir, stundum með Guðjóni frá Sölvanesi, sem þá var laus- ingi og slóst í för með Lárusi. Minnist ég hans síðar betur. Báðir höfðu þeir gaman af söng og kveðskap og spöruðu ekki rgddfærin. Lárus var raddsterkur en víst ekki mjög lagviss og mun Guðjón hafa háft þar yfirburði. Þeir munu hafa verið á likum aldri og höfðu báðir sameig- inlegt að vera heldur oln- bogabörn þjóðfélagsins og utanveltu í lífinu. Hneigðust þeir því hver að öðrum inn- an vissra marka. Báðir áttu þeir að sjálfsögðu sín hugðar- mál, sem þeir duldu að .öll- um (jafnaði. Báðir höfðu þeir jafnan verið konum óháðir og þá farnir að eldast. En Jóh. ðrrt Jónsson: þess minnist ég þegar imprað var á kvenfólki við Lárus, að hann lét þau orð falla, að náttúru til kvenna hefði hann fyrst kennt, er hann var 50 ára. Lárus var lágur vexti, heldur hálsstuttur, beinn í baki, en hokinn í lendum og sýndist því leggjastyttri en ella. Hann var þétthærður og siétthærður. Hárið svart. Alskegg jarpt og. ræktarlegt, en stutt. Hann hafði fi’ekar lágt enni og bjartan hörunds- lit. Augun dökkgrá, föst og harðleg. Mátti heita vel far- inn í andliti. Skýrmæltur og snöggur í tali. Dálítið íbygg- inn og drjúgur með sjálfan sig. Var þó enginn málskrafs- maður að mér fannst. Löng- um alvörugefinn, svo ekki minnist ég þess, að ég sæi honum stökkva bros. Þrátt fyrir það má vel vera að hann hafi stundum brugðið á glens í gárungahópi. Hann dáði Hjálmar afa sinn og taldi sig líkan honum i kveð- skap. Ég hafði heyrt að Lár- us væri leirskáld nokkurt og hefði lagt fyrir sið þá grein kveðskapar, sem nú þykir fín og kallast atomljóð, en í þá daga var jafnað við aumasta rugl eða leirburð. En þegar ég kynntist Lárusi vildi hann ekkert tala um þá fram- leiðslu sína, enda ól ég lítt á því við hann. Þó kom á gang ein slik ,,vísa“, sem Lárus átti að hafa ort um þessar mundir; hún er svona: Guðjón fór í biðilstúr til stúlkunnar í Móum. Allir ui;ðu hissa, sem nærstaddir voru. . Má vera, að fleira slíkt haíi verið eignað honum, en þá er ég buinn að gleyma því. Um þesssr mundir var annað, sem Lárus hafði á- huga á. Það var að láta menn yrkja um sjálfan sig. Urðu margir til þess að gefa honum vísu eða vísur, jafn- vel sumir sem áður voru lítt eða ekki kunnir að hag- mælsku. Lárus átti vasabók, sem hann lét menn ' skrifa ‘vísurnar í, og man ég ekki betur en hún væri orðin út- skrifuð. Bókina bar hann í brjóstvasa sínum. Flest munu þetta hafa verið lofyís- ur um Lárus, meira og minna kryddaðar með tvíræðum glósum. Ég Ieit litið eitt í bókina, en lærði aðeins eina vísu, sem var eftir Stefán bónda á Efra-Koti. Lárus átti hund, sem hann kallaði Neró og fylgdi honum trú- lega. Því isagði Stefán: Höfundur þessarar frásagnar, á Steðja á Þelamörk, andaðist síði kunnur fróðleiksmaður, gaf m „Sagnablöð hin nýju“. — Jóh. Öi tnikið safn óprentaðra sagnaþátta Neró, Lalli og Ijóðafjöld labba um Skagafjörðinn. Svona líður ár og öld, eldast skötubörðin. 'T'inu sinni að vetri til kom Lárus framan úr Vest- urdal og ætlaði út i Tungu- sveit. — Þegar hann kom að Dalkoti utan við Goðdali var veður í uppgöngu og stórhríð í aðsigi. Lárus hitti þarna Halldór Jónsson, fjármann frá Goðdölum er var við gegningar á beitarhúsunum og kom að máli við hann að fylgja sér út að Tunguhálsi, sem er alllöng leið. Halldór þóttist hafa ærið að starfa og neitaði bón hans eindregið. Skildu þeir síðan og fór Lár- us leiö sína i hálfgerðu fússi. Litlu síðar gerði sortakafald og fór Lárus bráðum villur vegar, enda var hann þarna lítt kunnugur. Samt flæmdist hann eitthvað áfram lengi, unz hann staðnæmdist við kennileiti nokkurt. Man ég ekki hvort það var tóftabrot nokkurt, sem hann þekkti þó ekki, eða steintröll, • sem stendur í mýrarsundi, ekki alllangt frá Tunguhálsi. Varð •nú ráð Lárusar að halda þar kyrru fyrir um sinn, heldur en flana kannski í -opinn dauðann. Þarna hélt hann svo kyrru íyrir um nóttina og barði sér sem ákafast öðru hvoru þegar kuldi sótti: á hann, enda var þetta á ber- svæði. Er auðsætt að þetta var þrekraun ærin í all* Tvö kuldastra Frjáls þjóð r~ Laugardaginn 28. janúar löé*

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.