Frjáls þjóð - 28.01.1961, Blaðsíða 6
Eyðilagðir markaöir -
f Frh. af 8. síðu.
Jseirra, hvers fyrir sig, sem þeir
félagar höfðu tal af.
Kom þar, að sendimenn SSF
jnunu hafa verið búnir að fá
nóg af svo góðu og vildu hætta
frekari eftirgrennslan, eða eins
og Kristján segir:
i „Við dvöldumst aðeins tæpan
Öag í Feney.jum. Ég hefði kosið,
£ð mega vera þar lengur og
lika að geta komið í fleiri borg-
ír 'á þessu markaðssvæði, t. d.
Padua, Verona og víðar, til að
kynnast markaðnum betur og
hvaða kröfur eru gerðar
þfer. Mér er sagt, að þar sé helzti
niárkaðurinn fyrir smáan fisk
og þurinan á Ítalíu.
En heimþrá sendimanna
var orðin svo sterk, að þeir
gáfu mér þess engan kost,
Skýrsla S. S. F.
Síðan ræðir Kristján skýrslu
þá, sem sendimenn SSF gáfu
um förina og telur þá hafa gefið
beinlínis rangar upplýsingar.
Tilfærir hann þar mörg daémi,
m. a. um það hvernig einn fisk-
pakki eins kaupanda varð í
þeirra skýrslu að mörgum
pökkum margra kaupenda.
Kristján segir þá Braga hafa
borið saman bækur sínar 1
Khöfn á heimleiðinni og hafi
Bragi þá látið hann fá afrit af
skýrslu sinni og segist Kristján
gæíijað égvæn feormnn
í rúmið; háttaður, sofnaður;
vaknaður aftur og
farinn að éta;;.
Símanúmer vort verður framvegis
24425
Brunabótsfélag íslands
Laugavegi 105.
31. janúar
Frestur til að skila skatt-
framtöfum rennur út
Skaiisivfan í tteyhjjavík
hafa verið henni í öllum megin-
atriðum sammála.
En svo lítur út fyrir að sterk-
ir aðilar hafi „kippt í spottann“,
því þegar skýrsla sendimanna
kemur fyrir augu Kristjáns er
hún orðin mjög breytt.
Þar telur Kristján gæta nei-
kvæðs áróðurs fyrir afslöppun
óvöndun og undanhaldi frá
þeim lágmarkskröfum um gæði
og útlit, sem gerðar hafi verið
um skreið og mat fyrir Ítalíu-
markað. Það hefði þó sannarlega
verið meiri þörf á að hækka þær
kröfur en að lækka þær.“
Hroðvirkni
skreiðarframleiðenda.
Kristján gerir vaxandi hroð-
virkni við verkun skreiðarinn-
ar að umtalsefni. Hann segir
m. a.:
„Það hefur lengi verið eitt
helzta baráttumál SSF, að fá
felld úr gildi ákvæði þau er
gilda urn blóðhreinsun fisks
til herzlu. Afleiðingin hefur
orðið sú, að allri hreinsun
fisksins hcfur stórlega hrakað
ár frá ári. Allmargir hafa
lagt niður blóðhreinsun með
öllu og víða má sjá lifur,
maga og aðrar innyflaleifar
hanga niður úr fiskinum í
hjöllunum.“
Fleiri slík dæmi færir Kristj-
án fram máli sínu til stuðnings,
þótt þau verði ekki tekin upp
hér.
„Good Afrka“.
Eins og áður segir, var það
eitt höfuð baráttumál sendi-
manna SSF, að fá þvf fram-
gengt að selja ítölum svokall-
aða „Gcod Afrjca“ skreið. Svör
þeirra alira voru á þá leið, að
því aðeins væri hægt að selja
slíka skreið á Ítalíu, að þar
væri algjör vöntun á góðri
slcreið. Engu að síður vilja
sendimenn SSF halda því fram
í skýrslu sinni að slíkur fisktir
sé hæfur fyrir Ítalíumarkað og
segja frá einum kaupanda, sem
hafi keypt slíka skreið og sagzt
fá þar ódýran „ítaiiener".
Sannleikann í því máli kveð-
ur Kristján hins vegar vera, að
sá kaupandi hafi keypt 1000
pk. af slíkri skreið frá nafn-
greindum fiskkaupmanni, en
þegar hann hafi verið búinn að
fá 200 pk., hafi hann afþakkað
meira!
Alvarlegasti
hluturinn.
Lokakafli skýrslu Kristjáns
Elíassonar er þó einna alvarleg-
astur. Þar sýnir hann fram á
með óhrekianlegum sönnunum,
hversu mjög verkun skreiðar-
innar hefur hrakað síðustu ár-
in. Tekur hann þar fyrir hvern-
ig útflutt skreið hefur skipzt í
gæðaflokka undanfarin ár.
Árið 1957 fóru 0.88%
skreiðarinnar í I. flokk en á
fyrstu 6M* mánuði ársins
1960 0.0%. Árið 1957 fóru
2.45% í úrgang, en fyrstu sex
mánuði ársins 1960 34.5%.
Þessar tölur tala sínu 6-
hrekjanlega máli. Svo virð-
ist sem óprúttnir fjárplógs-
menn séu, x skjóli einokunar-
aðstöðu, vel á veg komnir
með að eyðileggja þessa
framleiðslugrcin okkar.
Þess verður að krefjast, að
við sé snúið á þessari braut
ÞEGAR í STAÐ, og full á-
herzla lögð á vöruvöndun.
Svar frá stjórn S.S.F.
Um það Ieýti, sem blaðið var
að fara prentun barst því eftir-
farandi bréf frá SSF.
Hr. ritstjóri.
Vegna skrifa í blaði yðar, sem
út kom þann 21. jan. sl. 3. tbl.
þar sem fram eru settar mjög
alvarlegar aðdróttanir að fyrr-
Kuldastrá —
Framh. af 5. síðu.
nokkrum kindastofni í Sölva-
nesi og hest átti hann lengi.
En þegar fækkaði um hjálp-
arfólk hans þarna í Sölva-
nesi, greip hann útþrá og
óyndi og losaði hann sig
við skepnurnar upp úr því
og varð lítið úr, enda var
honum fjármálahyggni ekki
lagin. Kom svo að hann
flæktist vestur yfir Vatns-
skarð að Vatnshlíð og gerðist
þar heimilismaður um nokk-
urt skeið og jafnvel víðar
þar vestra. Þó festi hann þar
ekki fullkomlega yndi og
fluttist aftur til Skagafjarð-
ar og dvaldi hér og þar í átt-
högum sínum upp frá því,
auðnulítill einstæðingur.
Hann dó í sjúkrahúsi Sauð-
árkróks orðinn nokkuð aldr-
aður og muia þá hafa verið
þurfamaður sveitarinnar.
Meðan Guðjón dvaldi
vestra í Húnaþingi var það
að hann hitti Þorvald Skúla-
son málara, mig minnir á
Blönduósi. Kom málarinn að
máli við hann og bað hann
að sitfia fyrir hjá sér meðan
hann málaði mynd af honum.
Guðjón tók því vel og sagð-
ist hafa setið fyrir sem næst
30 mínútur, án þess að hreyfa
sig neitt, meðan listamaður-
inn vann verk sitt. Var að
heyra á Guðjóni að myndín
hefði tekizt ágætlega. Er því
víst óhætt að slá föstu, að
góð mynd sé tií af þessum
sérkennilega mánni.
vérandi formanni Samlags
skreiðarframleiðenda, hr. Ósk-
ari Jónssyni, Hafr.arfirði, og
einnig að fyrrverandi forstjóra
þess, hr. Jóhanni Þ. Jósefssyni,
fyrrv. ráðherra, vill stjórn
Samlagsins taka fram, að þessar
aðdróttanir eru tilhæfulausar og
á engum rökum reistar.
Jóhann Þ. Jósefsson var fram-
kvæmdastjóri Samlags skreið-
arframleiðenda óslitið frá því
að það var stofnað, í ársbyrjun
1952, og til síðustu áramóta, er
hann lét af störfum samkvæmt
eigin ósk.
Óskar Jónsson var formaður
stjórnar Samlagsins frá upp-°
jhafi til síðasta aðalfundar, sem
haldinn var í desember 1960.
Síðastliðin ár hefur hann einnig
starfað á skrifstofu Samlagsins,
þar til snemma síðastliðið sum-
ár er hann varð að láta af störf-
um sökum heilsubrests, og sam-
kvæmt fyrirmælum læknis síns.
Hann var einn þeirra, er fyrstir
hófu skreiðaríramleiðslu á ný
hér á landi, en er nú hættur að
framleiða skreið.
Að Samlagið hafi á einu ári
tapað 5 milljónum, eins og seg-
ir í fyrrnefndri grein, er einnig
alveg tilhæfulaust. Á fyrstu ár_
um Samlagsins, meðan verið var
að vinna markað fyrir íslenzka
skreið í Nígeriu, varð það að
taka á sig nokkra áhættu, og
varð fyrir tiltölulega litlu tjóni,
sem ekki er nema örlítið brot,
eða um 3% af áðurnefndri upp-
liæð og enn ekki að fullu séð
nema það náist heim að meira
eða minna leyti, enda ekki óal-
gengt í útflutningsverzluninni,
þegar um er að ræða að vinna
nýja markaði.
Með þökk fyrir birtinguna.
Rvík, 26. jan. 1961.
Stjórn Samlags
skreiðarframleiðenda.
Vegna rúmleysis verða at-
hugasemdir blaðsins við þessu
„svari“ að bíða næsta tölublaðs.
I R i t s t j.
Vöru og þjónustu
Dagbókin 1961
er bræði hentug og falleg bók, og ómissandi öllum,
sem þurfa að sinna margbrotnum \-erkefnum eða
þeim, er vilja halda dagbók.
í henni er m.a.:
O Ein blaðsíða fyrir hvern dag ársins.
• EinfaH. og handhægt reikningsform yfir allt árið
fyrir innborganir og greiðslur.
• Vöru- og þjónustulykill með hátt á fimmta
hundrað vöru- og þjónustuheitum.
• Fyrirtiekjaskrá með hátt á fjórða hundrað nöfn-
um fyrirtækja í Reykjavík og úti á landi.
*
Dagbókin er um 400 blaðsíður i þægilegu broti, sterku
shirtingsbandi, en kostar þó aðeins kr. 56,65.
Þeir sem óska, geta fengið gyllt nöfn sín í bókina
gegn 10 króna gjaldi.
Prefrtsmiöjan KÓLAR hJ
Sími 24216 og 24032.
Prjáls þjóð'— Laugardagínn 28. janóár'tWl*