Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.02.1961, Side 7

Frjáls þjóð - 11.02.1961, Side 7
Það hefði 'vcrið gaman að heyra hana hessa Spjallað viö Dr. Pál isóifsson bandið er feiknarlega sterkt þar á milli, og hvað þeir gera mikið hver fyrir annan. TVTú, — svo við tökum aftur ” upp þráðinn eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þegar þú fórst frá Leipzig', komstu þá ekki heim? — Nú, ég settist að hér heima 1921. Það var geysi- legur munur á því að hefja músíkstarf hér heima þá og nú. Það trúir því enginn hve miklar breytingar eru þar á oi'ðnar. Fyrsta konsertinn minn hélt ég nú hér i Dómkirkj- unni 5. marz 1916. þá var allt útselt og svo var í öll fyrstu skiptin, enda miklu færra við að vera. En fyrstu árin varm ég eingöngu fyrir mér með prívatkennslu. Það var ákaf- lega lýjandi starf og ég sleit kröftum mínum út á því. Eftir nokkur ár tók ég við Lúðrasveit Reykjavíkur og tel að hún hafi alveg bjargað mér í mörg ár. Ég minnist alltaf samverunnar við þessa vini mína í Lúðrásveitinni mcð mikilli ánægju. Áhuginn í þessum mönnum var ódrep- andi, þeir mættu alltaf á æf- ingar klukkan 6, sumir í vinnugallanum, og mér finnst einhvern veginn að á- huginn hafi verið hvað mest- ur þá, þegar allt var unnið í- sjálfboðavinnu. Þetta var erf- itt, við.héldum upp í 20 kon- serta á AusturveJIi yfir sum- arið og fórum út um land bæði sjóleiðis og landleiðis, en þetta var allt saman ákaf- lega skemmtilegt. Svo varð ég organisti í Frikirkjunni og var það til ársins 1939, þegar Sigfús Einarsson lézt, þá varð ég dómorganisti. Þegar Ríkisútvarpið tók til starfa varð ég tónlistarstjóri þess og gegndi því starfi þar til nú fyrir skömmu, . að Árni Kristjánsson tók við því, að undanskildu einu ári, sem Jón Leifs gegndi því. En — með stofnun Tón- listarskólans gerbreyttist allt v ðhorf í tónlistarmálum hér_ lendis. Áður höfðu að visu verið hér góðir prívatkenn- arar, en það var samt sem áður lítið músiklíf hérna, það vöru helzt karlakórarnir og lúðrasveitin og stundúm kór- konsertar, sem góðir menn eins og Sigfús Einarsson og Brynjólfur Þorláksson héldu uppi, en það komst ekki veru- legur skriður á þetta fyrr en skólinn tók til starfa. Ég' varð fyrsti skólastjóri hans, og var það þangað til Árni Kristjánsson tók við því fyrir nokkrum árum og nú síðast Jón Nordal, þegar Árni fór til útvarpsins. It/irarkmið það, sem Tónlist- arskólanum var í upp- hafi sett, var þríþætt. í fyrsta lagi að efla almenna tónlist- armenntun, í öðru lag'i að undirbúa efnilega nemendur til framhaldsnáms og í þriðja lagi að skapa sinfóníuhljóm- sveit. Eins og ég sagði áðan ger- breyttust öll viðhorf í tón- listarmálum við stofnun Tón- listarskólans og eiginlega eru bæði skólinn og hljómsveitin afsprengi Lúðrasveitarinnar, þótt einkennilegt sé, því það voru menn úr Lúðrasveitinni, sem stóðu að stofnun skólans og mynduðu Tónlistarfélagið. Núna hefur tónlistarlífið blómstrað ákaflega mikið, þótt mörgu sé ennþá ábóta- vant. Við verðum að gæta að því að við erum mjög fá- menn þjóð og það er feyki- legt Grettistak að koma upp sinfóníuhljómsveit. Við verðum nefnilega að hafa sömu gæði upp á að bjóða og aðrir, en fólkið, sem á að rísa undir þessu er svo fátt. Þetta verða menn að skilja, þegar þeir eru að dæma um þessi mál, þeir mega ekki dæma of hart. Það eru sumir, jafnvel tónlistar- menn, sem vilja dæma hljóm- sveitina hart, en mundu á- reiðanlega ekki hafa gert betur sjálfir. Sá árangur, sem náðst hef- ur, er engum einum manni að þakka, heldur fjölmörgum og ekki svað sízt þeim, sem á undan voru og undirbjuggu jarðveginn. "BjTvað viltu segja um fram- tíð hljómsveitarinnar? — Ég held að allir séu sammála um, að hún megi ekkí leggjast niður. Náttúr- lega vantar mikið á að hún fái nægilegt fé, því sinfóníu- hljómsveit er ákaflega fjár- frekt fyrirtæki og má í raun- inni ekkert til hennar spara, en ég held nú að henni sé borgið úr þessu. Hún á, að mínu áliti, að vera „undir einum hatti“, ef svo má að orði komst, þ. e. a. s. annaðhvort eingöngu á vegum útvarpsins eða sjálf- stæð stofnun. Svo tel ég að taka þurfi upp áskrifenda- hljómleika hjá henni, eins og er hrá Tónlistarfélaginu, og reyndar víðast í heiminum, þá yr'ðu hljómleikarnir miklu betur sóttir og það þarf að trjrggja, að svo sé. Það er eftir að koma þessu á, en það hefur þegar verið rætt. Við höfum verið héppnir með stjórnendur, að öðru leyti en því, að við höfum ekki haft nógu lengi sama stjórnandann. Það, sem er mest áríðandi fyrir svona unga hljómsveit er, að hafa sama stjórnandann, eða þjálfarann lengi, svo geta gestir komið þar að auki. En nú höfum við ágætan stjórn- anda, Wodizco, og ég er ekki vonlaus um að hann verði jafnvel hjá okkur í nokkur ár. Það er reyndar ekki búið að ganga frá þessu ennþá, en, sem sagt, mér finnst það liggja í loftinu, að úr því geti orðið. Það væri líka vissu- lega mjög æskilegt, því eins og ég sagði áðan er vont fyr- ir svona unga hljómsveit að vera alltaf að skipta um stjórnanda, þeir hafa hver sín sjónarmið og skoðanir og menn „tætast í sundur“ á því. TT’yrst eftir að þú komst heim ferðaðistu mikið um landið, var það ekki? — Jú, jú, ég ferðaðist töluvert um. Ég man t. d. eft- ir því að fyrir eitthvað 38 ár- um var ég boðinn norður í Húnavatnssýslu til að halda þar 10 hljómleika á har- moníum. Ég fór ríðandi um allt héraðið með tvo til reið- ar og konan með mér, og ég hafði BÖðvar gamla Þorláks- son, organista á Blönduósi, sem meðreiðarsvein. Það var mjög skemmtilegt, ég kynnt- ist fólkinu vel og fékk ágætar viðtökur. Ég hélt til dæmis 2 hljómleika á Blönduósi. Þá kom ýmislegt skemmti- legt fyrir. Ég man t. d. að ég spilaði í sláturhúsinu á Borð- eyri og' í samkomuhúsinu á Hvammstanga var hljóðfær- ið hreinlega tekið af mér, þ. e. a. s. það var svo þröngt þar inni að þeir lágu utan í hljóð- færinu og ýttu því frá mér og ég varð alltaf að færa stólinn með á meðan ég var að spila minn Bach. Þar sá ég ein- hvern skemmtilegasta fót- bolta, sem ég hef séð á ævi minni. Þetta var á þjóðhátíð og' eitt skemmíiatriðið var fótboltaleikur. Ui'ðu áhorf- endurnir svo æstir, að þeir stukku að lokum inn á völl- inn og spiluðu með. Allt end- aði það þó stórslysalaust. Þar kynntist ég Jónasi Sveinssyni, sem ég raunar kannaðist við áður, því hann hafði registrerað hjá mér á konsertum í Rvík. Já ■— hann Jónas getur allt. Þá var hann læknir þarna, og á meðan ég stóð við, gerði hann sína fyrstu St'einach-óperasjón og bauð mér að vera viðstadd- ' 1926 fór ég-með Lúðrasveit Reykjavíkur, til Akúreyrar. Við fórum með „Gullfossi“ norður og héldum þar hljóm- leika. Svo fór- helmingurinn suður með skipinu aftur, en helmin'gurinn fór ríðandi suð- ur með lúðrana. Landferðin var mjög skemmtileg. Við spiluðum víða um allar sveit- ir og okkur þótti sérstaklega gaman að sjá hvernig lúðra- þyturinn verkaði á kýr og hesta sem voru í kring; það dansaði allt af fjöri og kát- ínu, þegar Iúðrarnir fóru af stað. Mér var sagt að þegar við spiluðum á Undirfelli i Vatnsdal hafi allar beljur þar í dalnum orðið nytlausar í heilan sólarhring — ekki veit ég hvort það er satt. En stundum hef ég verið að hugsa um það, þegar konsert- arnir hafa verið illa sóttir hjá manni, að líklega borgaði sig betur að spila í fjósunum. Annars er það nú ekki rétt- látt af manni að vera að klaga, ég held að íslending- ar sæki konserta bara miklu betur en aðrir, miðað við fólksf jölda. Já, þetta voru Ijómandi skemmtilegar ferðir, sem ég fór með lúðrasveitinni á þess- um árum. TVTú, — svo fór ég, í hljóm- leikaferð með Stefáni íslandi norður og austur, og það var mjög skemmtilegt. Davíð Stefánssön slóst í för- ina á Akureyri til Seyðis- fi'arðar. Við héldum tvenna konserta á Seyðisfirði og upplifðum margt skemmti- legt. Ég man að við vorum smá- vegis að stríða hver öðrum í bílnum. Stefán var töluvert fljótur að yrkja, en kannskL ekki að sama skapi háfleygur í skáldskapnum, og hann var stundum að kasta fram vísum þarna úr bílnum. En meður því að menn vissu af þjóð- skáldinu í bílnum, þá var allt, sem kom rímað þaðan eign- að Davíð. Davíð var ekk- ert sérlega hrifinn af þessu ogf í ræðusóli „hcima“ á Stokkseyri. ur. Ég gerði það og horfði á hann yngja tvo karla upp. Þetta sveif á annan karl- inn og það urðu málaferli út- úr því. Hann eignaðist nefni- lega erfingja rétt á eftir, en sveitarstjórnin var eitthvað ósamþykk því. Þessi mála- ferli urðu víðíræg, ég man að ég las um þau í blaði í Leipzig seinna og hafði gam- an af. vildi fá Stefán til þess a:lP hætta, en hann hélt samt á- fram. Þá sagði ~g við hann: „Ef þú hættir ekki að yrkja. hér í þessum bíl, þá skal ég: ná mér niðri á þér.“ Og þeg- ar hótunin nægði ekki, tók ég upp á því, þ''gar við fórum framhjá fólki,að syngja alveg eins hátt og ég gat, þvi það' vissu allii' að ef söngrödd. Framh. á 8. siðu. Frjals þjóð — Laugardaginn 11. íebrúar 1961 i*

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.