Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.02.1961, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 11.02.1961, Blaðsíða 8
Þá fór ég aö syngja Framh. af bls. 7. j heyrðist út úr bílnum, þá i hlaut hún að vera frá Stefáni. ; Þetta dugði og varð til þess að Stefán steinhætti að yrk.ja og friður komst á í bílnum. En söngrödd mín er sérlega Ijót. í leiðinni heimsóttum við j Jón í Möðrudal. Ég sagði við Stefán áður en við komum þangað: „Þú verður nú að syngja eitthvað fyrir hann Jón, hann er svo músikalsk- ur. Syngdu fyrir hann kirkju- , aríuna eftir Sti'adella, hana þekkja allir.“ Stefán lofaði því. Svo þegar við komum til Jóns þá spurði ég hann, hvort hann langaði ekki til að heyra Stefán syngja. „O- jú“, sagði Jón. Ég settist við hljóðfærið og Stefán hóf sönginn, en sem við vorum nýbyrjaðir, þá stóð Jón upp og gekk út. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, en lukum þó við þetta og biðum svo alveg eins og hala- klipptir hundar. En þegar við vorum rétt nýbúnir, kom Jón inn og settist við hljóðfærið og sagði: „Ég ætla að spila eitthvað og syngja eftir sjálf- an mig.“ Já — hann hefur sfálfstæð- ar skoðanir á hlutunum, hann Jón. TJitt er það Páll, sem við verðum að minnast á og það er Þjóðkórinn. — Þjóðkórinn já, hann var stofnaður í byrjun striðsins, þegar erlend áhrif flæddu hér yfir og allir voru syngj- andi erlenda slagara. Þá tók ég þetta upp í útvarpinu, sem víða var búið að taka upp er- lendis, það hét t. d. „Syng med“ í Danmörku. Við sung- um eitthvað á þriðja hundr- að laga, en þetta var aðallega gert vegna textanna, til þess að fá fólk til að syngja gömlu góðu ættjai'ðarljóðin meira. Þessu var mjög vel tekið, en hefur svo fallið niður, og var nú kannski rétt að íella það niður a. m. k. um sinn. En ég held að þetta hafi haft töluverð áhrif. Fyrst við erum að minnast á þetta, þá detta mér í hug' dægurlögin svokölluðu, sem ég er alls ekki að amast við, eða öllu heldur textarnir. Mér finnst það mjög vel til fundið að menn yrki góða dægurlagatexta. Til dæmis finnst mér Kristján 1 frá Djúpalæk vera góður, að hinum ólöstuðum, og hann hefur oft náð þarna góðum tóni. Og það er ekki einskis virði, því að sumir þessir er- lendu textar eru fyrir neðan allar andskotans hellur, og furðulegt að nokkur skuli leggja þá sér í munn. Úr þvij fólkið vill hlusta á þetta og læra, þá hlýtur að vera hægt að hafa það sæmilegt. Til er fólk, sem heldur að pað geti ekki haft gaman af klassískri músík svokall- aðri, en það er mesti misskiln ingur, hún er ekkert erfiðari en hvað annað. Fólk þai’f bara að hlusta dálítið oft á hana, þá kemur þetta. Þetta er skal ég segja þér uppeld- isspursmál, þeir sem eru ald- ir upp við svona músík skilja hana alveg og fylgjast með henni. Það er ekki nema eðli- legt að fólk, sem akhei hefur heyrt hana, eins og til dæm- is margir, þegar útvarpið byrjaði hérna og dembdi þessu yfir þjóðina, misskildi sumt af þessu fyrst. Það tek- ur sinn tíma að læra að njóta tónlistar og okkur hefur al- veg vantað grundvöllinn, en nú er hann að skapast með kennslu, bæði hérna í Reykjavík og úti á landi. Það hefur glatt mig að margir sem eru mjög róttæk- ir, til dæmis í djassi og þess háttar, þeir hafa líka hrifizt af klassískri músík, og þá er allt í lagi. Það er alls ekki hægt að fordæma djassinn að öllu leyti, hann er misjafn og það er áreiðanlega mai’gt gott i honum, sem menn hafa líka notfært sér, þótt svo sé líka margt af hinu í honum. Jæja, svo við snúum okkur aftur að hinu daglega brauði, hvaða stöi’fum gegn- irðu í dag? — Ég kenni organistum við Tónlistarskólann og svo er ég dómorganisti og því starfi vonast ég til að geta haldið sem allra lengst. Ég á orðið þar svo marga góða vini, starfa þar með ágætum kór og er orðinn samgróinn kirkj- unni, ai.t xtá barnsaldri aust- ur á Stokkseyri, þar sem íað- ir minn var organisti. Það er mikið starf, er það ekki? — Það getur verið það, jú. Það eru tvær messur alla sunnudaga að veti’inum og ein á sumrum og svo bætast við allar opinberar kirkjuat- hafnir hér í Reykjavík og svo náttúrlega allar jarðarfarirn- ar og sitthvað fleira. Annars er ég nú alltaf að bíða eftir að komast austur á Stokkseyi'i til þess að sjá mikið brim, en það er bara galli, að alltaf þegar mest á í’íður ei’u allir vegir ófærir. Sækii’ðu yrkisefni í það? -— Ég sæki allt gott þangað austur. Ég á alltaf heima þarna að vissu leyti og það var alveg eins, þegar ég var erlendis, það var alveg eins fast í huga mér þá. Það eru vissir staðir, sem mér finnst ég alltaf þurfa að heimsækja, sem mér finnst vera mínir staðir. Og þar sem sumarhús- ið mitt stendur þarna austur- frá, þar var minn bernsku- leikvöllur og þar þekki ég allt út og inn. A ð lokum Páll, langar mig til þess að spyrja þig' um, hvort þú viljir ekki gefa ungum tónlistarmönnum í dag eitthvei’t heih’æði, eða ,,mottó“? Það er mjög ei’fitt að átta sig á hlutunum í dag, þetta eru svo miklir umbrotatím- ar í heimi listanna yfirleitt, þar ríkir yfirleitt fullkomið „stjórnleysi'1 'óg ekki séð fyrir endann á því ennþá. En ég held að það hljóti að skap- azt eitthvað stórkostlegt úr þessu öllu saman, Nú eru uppi margir meistarar eins og Stravinský, Hindemith og Sjostakóvitsj og fleiri, en þeir eru þó ekki í fremstu línu lengur, hvað tízku snert- ir. Ég hef alltaf undrazt það dálítið að t. d. íslenzkir mál- arar skuli margir hverjir hafa fallið svo gjörsamlega fyrir manni eins og Picasso og misst þar með sjálfstæði sitt, þeir eiga þó ekki allir sama hlut að máli, t. d. hafði ég mjög gaman af síðustu sýningu Svavars. Og eins er það með músík- ina. Mönnum hættir til þess, sumum a. m. k., að vei’a að stæla það, sem er efst á baugi annars staðar, en því fylgir nefnilega hætta, mjög mikil hætta. Yfirleitt vei’ða menn að syngja hver með sínu nefi og ef menn ekki gera það, verður þetta falskt og til- gangslaust og hverfur. Það Framh. af 5. síðu. til ráðstefnu GE í Ne\v Jersey. Auglýsingastjóri fyrirtækisins, Lewis Rinker, sem réð stúlk- urr \r, og sölustjórinn, John \V. Murray, mættu fyrir rétti. Sölustjórmn viðurkenmli að háfa hi ái.c auglýsingastjórann um að úivega stúlkurnar. En fólk var ekki ánægt með þess- ar skýriugax’ og spurði: Hver btið .'.o.ustjórann? Báðir voru þeir reknir, Rinker og Murr- •a.v. og var þannig látið líta svo úl, sem þeir hefðu borið alla áhyrgð á þessu tiltæki. Síðar mættu þeir svo, öllum til mik- il'lar undrimar, fyrir rétti til þess að bera vitni gegn einni stúlkunni. Það hafði þau áhrif, að verjandi liennar sagði: Háttvirti réttur, við borgum öll okkar hluta í risnu General Elcctric, því lxún er skatt- frjáls, og hjálpum þannig starfsliði GE til þess að skemmiu sér með þessuin stúlkum. Eirii aðilinn að þessu máli, sem sleppur undan allri ábyrgð, er General Electric. En er stjórn þess nokkru betri í raun og veru en þess- ar stúlkur? Hvers vegna leiðast stúlkur út í þetta? Til þess ern marg- ar ástæður. Einni stúlku seg- ir Sara Harris frá, sem von- aðíst eftir skjótum l'rama i líf- inu í kvikmyndaleik, en \urð fyrir vonbrigðum og fékk livergi neitt hlutverk. Hún var orðin ákaflega ákjósanlegt fórnarlamb, þegar uinboð,- maður hennar kynnti hana dag einn fyrir fulltrúa fyrirtækis, sem kvaðst hafa vinnu handa henni. Hunn var að leita að stúlku til þess að hafa ofan af fyrir fullorðnum viðskipta- vini utan af landi og luin átti ekki i mörg hús að venda. Ilún var biiin að stunda þessa Vinnn i tíu ár, þegar Sara fann h-ana að máli. Þegar þessar stúlkur eru komnar inn í starfið haía þær nóg að bíta og brcnna og geta margar hverjar lifað „lúxus“- lífi. Bezta vertíð þeirra er að sjálfsögðu alls konar ráð- er betra að vera íhaldssam- ur og gamaldags í þessu öllu saman og segja það sem manni býi’ í brjósti, heldui’ en að vera að hugsa um það eitt að vera eitthvað skrýt- inn. Þess vegna vildi ég ráð- leggja ungurn mönnum í dag að stúdera g'amla meistara, jafnvel fyrir Bachs tíma, eins og til dæmis Hindemith og Stravinský og fleiri góð- ir menn gera, og hengja sig ekki í þessu flugnabandi, heldur læra meira og stúdera rneira. Það er, eins og góður maður sagði, þrennt sem er nauðsynlegt í allri list; það er í fyrsta lagi tækni, í öðru lagi tækni, og í þriðja lagi tækni. Með þessu er ekki ein- ungis átt við fingratækni heldur ekki síður við andlega tækni, sköpunartæknina, þannig, að maðurinn læri að hafa vald yfir efninu, og geti sagt það sem hann vill segja. Þetta þarf að læra og sá sem kann hlutina getur gert þetta fyrirhafnarlaust. m. stefnur, k-aupstefnur o. þ. h., og þá kemur það fyrir að sama stúlkan getur unnið sér inn nokkur þúsund dollara á einni viku. Ekki njóta þó allar launa sinna óskertra, því margar eru i þjónustu miðl- ara, sem lifa á þeim og bú-a gjarna með smá-hópi II—4 stúlkum i ibúð. Svo óhugnanleg aðferð, sem það vændi, er hér hefur verið lýst, er til ávinnings i viðskiptalífinu, er þó það versta cftir. Sara Harris lull- yrðir nefnilega, að „barna- væntli“ færist nú ört í vöxt í Bandarikjunum. Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir vilja heldur stúlkubörn á aldrinum 10—15 ár'a en fullþroska kon- ur, og fyrir „þörfum“ slikra úrhraka er einnig vel séð i bandarisku viðskiptalífi. Sara. segir sögu einnar siíkr- ar stúlku, sern hún nel'nir Dav- lene Gzerni. Dariene fæddist i litlunr náii- tbæ í Pennsyl- vania. Hún var alls ekkert vel- komin í þennan heim, tólfta barn fátækra foreldra, og fór á mis við fiest gæði þessa heims í uppvextinuxn. Þcgar hún fór' í skóla var hún í föt- um af bróður sínuin og henni var stritt óskaplega l'yrir Jietta. Hún kvaldist •;!' minni- máttarkeiind og skorti á um- hyggiu og ástúð. Hún var því ákjósanlegt fórnarlanib fyrir glíepamann- inn Michaei Manes, sem kom íil smábæjarin.s i leit að nýj- um efnivið i „starfslið" sitt, og stóð dag. eftir dag l'yrir framan barnaskólann og liorfði á smástúlkurnar. Hann var tíka fljótur að koma auga á Darlene litlu. Kítirlcikurinn var auðvelduj'. 'Iann kynnti sér hvef var faðir hemiar, og kom sér i mjúkinn hjá hon- rnn og varpaði sliku ryki í augu bæjarbúa, að ailir voru sannfærðir um að hann væri hreinræktaður heiðursmaður. Svo einn góðan veðurdag færði hann það í tnl við foreldra Darlene að Ivann og kona hans vœru ákaflega óhamingjusöm yfir Jjví að eiga engin börn, eins og þau liefði ríú samt langað til að eignast Ííti'á dóft'- ur. ()g hann bauð þéiiri að taka Darlene litlu riiéð sér fil New York'og koma lienni þar til mennta og búa að öllu leyti vel að henni. Foreldrarnir og Darlene voru að sjálfsögðu liiriiinlifandi yfir þessu óvænta liappi. Darlene varð ekk'i fyrir neinum vonbrigðuni. íbúðin var stórkostleg, og hún var kynnt fyrir þremur „fóstur- systrum" og innrituð i einka- skól-a með þeim. Hún fékk héil mikið af nýjum fötum og leik- föngum og nóg af öllu. Að viku liðinni fékk Darleiie að vita um hlutverk sitt. Micli- ael sagði lienni það á föður- legan hátt og hét henni að hann myndi ávallt ganga henrii i föður stað. Síðan kom kon- an, sem Darlene hafði verið sagt að væri frú Manes, og sagði litlu stúlkunni hvað liún yrði að gera, til þess að missa ekki ást og umliyggju „pabba“. „Þú átt alltaf að vera barns leg við menn,“ sagði hún. „Ef menn biðja þig um að gera eitthvað fyrir þá, átt þú að ger-a það, því þá gefa þeir okk- ur heilmikla peninga og l)á gelur pabbi keypt allt, sem þig langar í.“ Darlene var 14 ára, þegar Sara Harris liitti liana. Húa var ennþá hjá Michael Manes. Röddin var ennþá rödtl lítill-ar stúlku, en hún talaði eins og lífsreynd kona. Hún sagðist lifa hátt, enda eiga nú þegar minkakápu og oft færa Michael mikla pcn- ing-a, frá 700 doliurum og íillt upp í 2000. Darlene lifir 1 þeirri trú að einn góð- an veðurdág muni Micliael kvxen-ast henni. Sama héldu éinnig aðrar stúlkur um þessa menn, sem gengu þeim í föður stað, voru fjárhaldsmenn þeirra og elskhugar. Michael Manes er þvi miður ekkert einsdæmi í viðskipta- lifi Bandaríkjanna. Vetzlunay- raenn þar hika ekki við að notu stúlkubörn til framdrátt- ar viðskiptum sínum ef við afbrigðilega viðskiptamenn er að éiga. Þcssir miðlarar litlu stúlkn- anna eru svo sannarlega ó- hugjianlegar manngerðir. Þeir tifa furðulegu lífi og slá ryki í áugu samborgaranna, sem halda 'þá vera umhyggju.sama fósturfeður, enda eiga marg- ir þeirra sæti í foreldraráð- um skólanna. Hvað sögðu svo foryslu- menu í bandarísku viðskipta- lífi þegar Sara Hurris s])jall- aði við þá? í stuttu máli þetta: Það boi-gar sig að nota símavænd- isstúlkurnar, og áhugi ininn á þeim i Jjví skyni er sá eini sem ég hef á stúlkum. Ég er fjöhkyidumaður og fylgjandi einkvæni. En el' einhverjir viðskipíavina minna hafa uði'- ar skoðanir, þá verð ég að gera þéim dvölina eins á- nægjulega og mér er unnt. t>ess vegna útvega ég stúlkur, þegar um viðskipti er að ræða. Og ég held ekki að neinn geti ála.vað mér fyrir J>að. Ég get ekki séð að simavændiskerf- ið sé neitt verra, en ýmsar aðrai' aðferðir, seni notaðar cru í viðskiptalífinu til þess að yfirbjóðu képpinaulfnn.'1 Þaniiig er „The Americau way ....“. (lleimildir: Greir.-.ir el't- ir George Kringclbach í Tidcns Kvinder, nr. 52 1900 og nr. 1 1901.) Stúíkur í stað kvöldverðar- «8 Frjáls þjóð — Laugardaginn 11. fébrúar 1961

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.