Frjáls þjóð - 11.02.1961, Blaðsíða 10
- Skarnið gnæfði jafn hátt
húsunum og daunninn af for-
arþrónum við hin glæsilegu;
hús Evrópumanna var við-
bjóðslegur (Um göturæsi var
ekki að ræða)
Belgarnir höfðu rofið vatns-
leiðslurnar til Kongóbúa og
þeir böðuðu sig, þvoðu föt sin
og sóttu sér drykkjarvatn í
sama lækinn. Þegar ég sá til
þeirra voru þeir hundruðum
saman, og sumir útsteyptir i
bólum eftir hitabeltissjúk-
dóma, að þvo sér í tjörn, en
vatn úr henni var leitt eftir
síki í vatnsból það, sém ev-
rópski bæjarhlutinn notaði. f
fyrstu siuna (við vatnsbólið)
safnaðist leðja, dökk og þykk
eins og sýróp.
Til að gæta þessa kerfis
voru aðeins Kongóbúar. „Að-
eins“ er hér alls ekki notað í
niðrandi merkinu, þvi að
kongóski aðstoðarmaðurinn á
rannsóknastofunni, sem ann-
aðist bakteríurannsóknirnar
var mjög vel til þess hæfur og
sá sem annaðist efnafræði-
störfin var einnig ágætlega
fær í sinu starfi. En, — Belg-
arnir, sem höfðu gefið fyrir-
mælin voru á brott og þess
hafði þarna verið gætt, sem
annars staðar í Kongó, að að-
stoðarmennirnir fengju ekki
vitneskju um hvernig störf
þeirra voru samrýmd.
Hitt dæmið sannar hið
sama. Farandflokkur lækna
og hjúkrunarliða frá WHO
að mestu leyti skipaður
Frökkum var sendur til hér-
aða, þar sem kýlapest, bólu-
sótt, gula og svefnsýkl voru
að komast í algleyming. Dr.
Varieras, ungur Frakki, kom
í veg fyrir að kýlapestin
breiddist út.
Til Leopoldville komu fregn-
ir um að hún væri að færast i
aukana í Bunia, sem er einn !
þeirra staða, þar sem hún er
landlæg. Dr. Varieras varð aö
búa til eigið bóluefni og bólu-
setja sjálfan sig opinberlega
til þess að sýna íbúunum að
bóluefnið væri öruggt. Hann
varð sjálfur að leita uppi fólk,
sem var dauðveikt af sjúk-
dómnum og kenna Kongóbú-
um að rannsaka sérhvert iík
og allar dauðar rottur til að
ganga úr skugga um, hvort
um drepsóttina væri að ræða.
Hann varð að skipuleggja og
kenna sóttvarnir og útrým-
ingu flóa og rottna. En með
þessum skjótu viðbrögðum
tókst honum að koma í veg
fyrir frekari útbreiðslu veik-
innar og einangra hana.
Þetta og mörg önnur dæmi
' samfærðu WHO um að hér
varð að gera róttækar ráð-
stafanir.
Með samþykki S. þj. réð
WHO þegar í stað 130 lækna
frá mörgum löndum og á-
byrgðist laun þeirra og starfs-
tima. Einnig komst WHO í
samband við prófessora og
kennara, svo að læknadeild-
irnar í Kongó gætu þegar i
stað tekið við fleiri stúdent-
um. Aðrir stúdentar til viðbót-
ar voru sendir til Evrópu
samkvæmt: því ætti Kongó að
hafa á að skipa um 500 út-
lærðum læknum árið 1970, en
það er þó mun færri en þarf
til þess að halda læknamálum
í því horfi, sem þau voru í
áður en Belgarnir hvurfu á
braut. Næstu 15—20 ár mun
Kongó nauðsynlega þarfnast
utanaðkomandi aðstoðar á
sviði heilbrigðismála.
S. þj. sættu gagnrýni fyrir
að lóka flugvöllunum og út-
varpinu í Leopoldville. Það
var stjórnmálalegt nauðsynja-
verk gert til þess að halda
Furðuleg sorpgrein
Fyrir skömmu birtist í blaði
einu hér í Reykjavík furðuleg
grein, sem bar yfirskriftina:
Er öryggi farþega með íslenzk-
um flugvélum ógnað með
drykkjuskap flugmanna? Enda
þótt hvergi sé svo í grein þess-
ari vikið einu orði að íslenzkum
flugmönnum heldur talað um
flugmenn og flugfélög almennt,
verður ekki hjá því komizt að
ætla, að sumt a. m. k. sem þar
er sagt sé ætlað íslenzkum að-
ilum, ef dæma á eftir yfirskrift
greinarinnar.
Greinarhöfundur leggur út af
slysi því, sem varð í Finnlandi
fyrir nokkru, en eins og kunn-
ugt er var kveðinn upp sá úr-
skurður að flugmenn þeir er
þar fóru sína hinztu för hafi
verið undir áhrifum áfengis.
Síðar hafa reyndar aðrir sér-
fræðingar kveðið upp þann úr-
skurð, að alkóhól geti myndast
í líkömum látinna manna, svo
ekki sé víst að hinir finnsku
flugmenn hafi verið undir á
hrifum áfengis, þegar slysið
varð. I grein þessari er talað
um „þrálátan orðróm“, er gangi
um áfengisneyzlu flugmanna
og. kröfur gerðar til flugfélag-
anna um að þau „hafi strangt
eftirlit með störfum flugmanna
sinna, meðan þeir gegna störf-
um.“
Eins og áður segir er hvergi
gefið í skyn, nema í fyrirsögn,
að þarna sé átt við íslenzka
flugmenn, en hennar vegna
hlýtur þarna að teljast vera
uppi lögurn og reglu. Áður
hafði slíkt hið sama verið
gert, og í það skiptið gat það
haft meiri hættu í för með
sér. Stjórn landsins er háð
starfsemi þessara tveggja að-
ila. Á’ður fyrr voru allar sam-
göngur og flutningar með
■skipum á Kongóánni. Járn-
brautir voru einungis þar,
sem fljótið var illfært vegna
straumiðu. Vegakerfið var því
næsta ófullkomið miðað við
víðáttu landsins. Á síðustu ár-
um fór mikið af samgöngun-
um fram í lofti, en þar voru
Belgir einráðir. Nýlendustjórn
Belga hafði miðstöð sína i
Leopoldville og þegar síma-
og útvarpsstarfsemi var rof-
in, lamaði það stjórnarstörf
og atvinnuvegi og viðskipti. í
raun og veru lamaðist þetta
allt eftir að Belgir fóru. Þegar
hið sérhæfða belgíska starfs-
fólk fór frá flugstjórnarturn-
unum og frá veðurrannsókn-
arstöðvunum, áttu Kongóbú-
ar að taka við stjórninni, en
það voru engir innfæddir veð-
urfræðingar til, né heldur
starfsfólk, sem fært var um
að stjórna flugsamgöngunum
og slíkt hið sama varð uppi á
teningnum varðandi síma og
útvarp. Veðurþjónusta og það
sem að henni laut var vel
skipulagt, og Kongóbúar
höfðu lært að gera veðurat-
huganir, en engum þeirra
hafði veiið leyft að nema veð-
urfræði, til þess að hann gæti
tekið að sér stjórn veðurstofu.
Þegar Belgir fóru,varð Kongó
hvitur blettur á veðurkortinu.
Af þessu leiddi, að bæði flug
til landsins og í landinu varð
hættulegt, svo að þetta snerti
einnig alþjóðaflug.
NiSurl. í næsta blaði.
Kafbátastöðvar -
mjög alvarleg og ómakleg að-
dróttun. Blaðið sneri sér tit
blaðafulltrúa íslenzku flugfé-
laganna af þessu tilefni, þeirra
Sigurðar Magnússonar hjá Loft-
leiðum og Sveins Sæmundsson
ar hjá Flugfélagi íslands. Sig-
urður sagði: „Þegar götustrák-
ur æpir, éttu skít manni, þá
verður sumum á að svara: Ett’
ann sjálfur, en aðrir halda leið-
ar sinnar eins og ekkert hafi í
skorizt. í þessu tilfelli vel ég
síðari kostinn.
Sveinn sagði: Ég tel þessa
grein alls ekki svaraverða. Það
gilda rr/jög strangar reglur hjá
1 íslenzku flugfélögunum í þessu
j efni. Hjá Flugfélaginu er það
til dæmis ófrávíkjanleg regla,
að flugmenn mega ekki hafa
•
neytt áfengis 18 klukkustundir
áður en þeir koma til starfs.
Síðar í greininni er því drótt-
að að flugfélögunum að þau
ofkeyri flugmenn sína með allt
of löngum vinnutíma og látið
1 í það skina, að þau beri alls
ekki fyrir brjósti öryggi far-
þega sinna, því tryggingarfé-
lögin borgi vélina. FRJÁLS
ÞJÓÐ hefur fengið þær upp-
lýsingar að hámarksflugstunda-
fjöldi hjá félögunum hér sé 120
klst. á mánuði og brot gegn
því varði réttindamissi.
FRJÁLS ÞJÓÐ fordæmir þessi
skrif og lýsir yfir fyrirlitningu
sinni á þeim. Það er alkunnugt
að íslenzk flugfélög njóta mik-
ils álits bæði hér heima og er-
lendis og má því til sönnunar
benda á að erlent kóngafólk
tekur sér far með flugvélum
þeirra landa milli, þar sem úr
nógu er að velja. Hér heima
tekur enginn þessi skrif öðru-
vísi en skort á forsíðuefni, en
því miður getur vel verið, að
óvandir erlendii' keppinautar
reyni að gera sér mat úr þeim.
Samkeppnin um flugfarþegana
er hörð og þar er margra ráða
neytt, og sjálfsagt þætti sum-
um,. sem mestum öfundaraug-
um sjá yfir velgengni hinna
þróttmiklu íslenzku flugfélaga,
matur í að koma því á fram-
færi erlendis að „blað“ uppi á
íslandi hafi gefið í skyn að það
væri þar „almannarómur", að
íslenzkir flugmenn væru ó-
reglusamir 1 starfi, enda þótt
sömu aðilar sækist eftir íslenzk-
um flugmönnum til starfa vegna
dugnaðar þeirra og samvizku-
semi. Vissulega áttu aðstand-
endur „blaðs“ þessa að leita til
forráðamanna flugfélaganna og
krefjast úrbóta, ef þeir teldu
þess þörf, en þetta frumhlaup
getur haft alvarlegar afleiðing-
Framh. af 1. siðu.
Enginn trúir lengur á það,
að ríkisstjórninni takist að
klóra í bakkann nema erlend
aðstoð komi til. Betliferð-
irnar til útlanda eru orðnar
mjög lýjandi, því að sendi-
menn verða fyrir alls konar
móðgunum, eins og því að
þeim er- bent á innstæður
finna manna erlendis og ráð-
lagt að „hirða þær bara“. 1
Atvinnuleysi vofir einnig yf-
ir í ýmsum atvinnugreinum Is-
lendinga og því yrði aukin at-
vinna greidd með erlendu fjár-
magni kærkomin hjálp í þreng-^
ingum afturhaldsstjórnarinnar.
Ekki er að efa, að bygging
slíks mannvirkis myndi eyða
öllu atvinnuleysi og af aftur-
haldsstjórninni talið gott dæmi
um „heilbrigt atvinnulíf“.
Blaðið hefur heyrt nokkrar
tölur nefndar í sambandi við
byrjunarframkvæmdir við þetta
mannvirki, sem sumir vilja
byrja á strax með vorinu og
eru þær frá 800—1100 millj.
íslenzkra króna. Þótt ekki kæmi
alit það fé til skipta milli inn-
fæddra, þar sem mikið af því
færi í stórvirkar vélar og er-j
lenda tækniaðstoð, væri þetta
þó gott hey í þeim harðindum,1
sem „viðreisnar“-stjórnin á nú
við að etja. I
Þögn.
Yfir þessu makki öllu hef-
ur hvílt fullkomin þögn, eins
og venjan er, þegar land-
sölusamningar hafa verið
gerðir.
FRJÁLSRI ÞJÓÐ er ekki
kunnugt um, hvort samningar
hafa átt sér stað eftir stjórnar-
skiptin í Bandaríkjunum, eða
fyrir þau.
Blaðinu er heldur ekki kunn-
ugt um á hvaða stigi málin
standa, né hvort samningar
hafa tekizt eða strandað.
Það er hart til þess að vita,
að eina von okkar Islendinga
er að maður að nafni Kenne-
dy hafi vit fyrir betlisjúkum
forráðamönnum okkar. En
svo er nú komið, að enginn
fslendingur getur lengur
borið traust til sinnar eigin
ríkisstjórnar, þegar um frels-
ismál þjóðarinnar er að
ræða.
Þeir munu jiræia.
Enginn vafi er á því að ís-
lenzk stjórnarvöld munu þræta
fyrir að makkið hafi átt sér
stað. Vonandi geta þau þrætt
fyrir það til eilífðarnóns, og
það munu þeir vissulega gera,
ef ekki gengur saman.
Tilkynning frá stofnlána-
1 deild sjávarútvegsms
%
Með tilvísun til 4. gr. reglugerðar nr. 2/1961, um opnun
** nýrra lánaflokka við stofnlánadeiíd sjávarútvegsins, til-
j kynnist hér með, að frestur til að skila umsóknum um lán
úr deildinni, rennur út 28. febrúar 1961. Umsóknir eiga
3 að sendast viðskiptabönkum umsækjanda.
ýíJ
7. febrúar 1961.
_ J
L.andsbaiik.i Idands
Seðlab.'mkinn
Einar ríki -
Framh. af 1. síðu.
enginn baggi á útgerðinni. Hver
ætli sé þá betur að þeim kom-
inn en hinn afburðasnjalli fjár-
málamaður?!
Auðvitað er það ek'ki slæmt
að dómi íslenzkra stjórnarvalda
þótt erlendir skopist að fjár-
málaspillingu innfæddra, en er
þetta ekki dálítið vafasöm ráðs-
mennska með opinbert fé?
Því fæst sennilega ekki svar-
að frá æðri stöðum, en samtj
er spurt. f
Tilkynning
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐIÍSLANDS.
I. Styrkur til vísinda- og fræðimanna.
Umsóknir um styrk til vísinda- og fræðimanna þurfa
að hafa borizt skrifstofu Menntamálaráðs, Hverfisgötu 21 í
Reykjavík, fyrir 15. rnarz n.k. Umsóknum fylgi skýrsla um
fræðistörf. Þess skal og getið; hvaða fræðslustörf umsækj-
andi ætiar að stunda á þessu ári. Umsóknareyðublöð fást í
skrifstofu ráðsins.
II. Styrkur til náttúrufræðirannsókna.
Umsóknir um styrk, sem Menntamálaráð veitir til
náttúrufræðirannsókna á árinu 1961, skulu vera komnar til
ráðsins fyrir 15. marz n.k. Umsóknum fylgi skýrslur um
rannsóknarstörf umsækjanda síðastliðið ár. Þess skal og
getið, hvaða rannsóknarstörf umsækjandi ætlar að stunda
á þessu ári. Skýrslurnar eiga að vera í því formi, að hægt
sé að prenta þær. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu
Menntamáiaráðs.
Reykjavík, 31. janúar 1961.
MENNTAMÁLARÁÐ ISLANDS.
10
Frjáls þjóð — Laugardaffinn 11. febrúar 19C1