Frjáls þjóð - 03.03.1962, Blaðsíða 5
wmmmmmmmwmmmmmmBi
mBiisii I
:::!:::::::::::::::l::i;
Eldri.og yngri glímumenn úr Ármanni á æfingu í janúar 1962.
Guðmundur Ágústsson sigraði í Skjaldarglímunni
fjögur ár samfleytt, 1942—1946, og hlaut einnig
oftast fegurðarglímuverðlaunin. Hann vann ís-
landsglímuna fimm ár í röð, 1943—1947. Guð-
mundur notaði mjög hnébrögðin sem úrslitabrögð
með glæsilegum árangri. Á myndinni sést Guð-
mundur taka sniðglímu á Iofti. Viðfangsmaður lians
er Gísli Guðmundsson, sem varð annar í Skjaldar-
glímunni 1955 og þriðji 1956.
1937 Skúli Þorleifsson.
1938 Lárus Salómonsson.
1939 Ingim. Guðmundsson.
1940 Sigurður Brynjólfsson.
1941 Kjartan Bergmann
Guðjónsson.
1942 Kristmundur Sigurðss.
1943 Guðm. Ágústsson.
1944 Sami.
1945 Sami.
1946 Sami.
1947 Sigurjón Guðmundss.
1948 Guðm. Guðmundsson.
1949 Sami.
1950 Ármann J. Lárusson.
»1951 Rúnar Guðmundsson.
1952 Sami.
1953 Ármann J. Lárusson.
1954 Sami.
1955 Sami.
1956 Sami.
1957 Trausti Ólafsson.
1958 Ármann J. Lárusson.
1959 Sami.
1960 Sami.
1961 Kristm. Guðmundsson.
1962 Trausti Ólafsson.
Skjaldarglíman
fimmtíu ára
Glímufélagið, sem stofnað
var 11. marz 1873 var fyrsta
íþróttafélagið í Reykjavík,
sem iðkaði glímu. Stofnandi
þess var Sverrir Runólfsson
frá Maríubakka í Skaftafells-
sýslu. Rúmlega áttatíu menn
gengu þegar í félagið. Þetta
félag mun hafa verið við lýði
þar til árið 1880.
En 1888 stofnuðu svo Pét-
ur Jónsson blikksmiður í
Reykjavík og Helgi Hjálm-
Hjörvar (í svörtum bún-
og Magnús Kjaran, sýna
fyrir ljósmyndavél Ólafs
Magnússonar 1916.
arsson frá Vogum í Mývatns-
sveit, Glímufélagið Ármann.
Árið 1889 var svo fyrsta
kappglíma Ármanns háð.
Helgi Hjálmarsson bar þar
sigur úr býtum og hann sigr-
aði einnig næsta ár. Keppni
féll svo niður þar til sjö ár-
um seinna en þá sigraði Þor-
grímur Jónsson, Laugarnesi.
Kappglímur voru svo háðar
árlega eftir það fram til árs-
ins 1908, en það ár var fyrsta
Skjaldarglíman háð. Skjald-
hafar hafa þessir menn orð-
ið:
1908 Hallgrímur Benediktss.
1909 Sami.
1910 Sigurjón Pétursson.
1911 Sami.
1912 Sami.
1914 Sami (ekki glímt 1913)
1915 Sami.
1916 Sami.
(ekki glímt 1917-18).
1921 Tryggvi Gunnarsson.
1922 Björn Vigfússon.
1923 Magnús Sigurðsson.
1924 Sami.
1925 Þorgeir Jónsson.
1926 Sami.
1927 Jörgen Þorbergsson.
1928 Sigurður Thorarensen.
1929 Jörgen Þorbergsson.
1930 Sigurður Thorarensen.
1931 Sami.
1932 Lárus Salómonsson.
1933 Sami.
1934 Sami.
1935 Ágúst Kristjánsson.
1936 Sami.
Menningarvika -
Framh. af bls. 12.
Þriðjudagur 6. marz, klukk-
an 9: íslenzk myndlíst á 20.
öld: Björn Th. Björnsson list-
fræðingur flytur erindi með
skuggamyndum. Þá leikur Jór-
unn Viðar á píanó sónötu op. 1
eftir dr. Hallgrím Helgason.
Fimmtudagur 8. marz, kl. 9:
Kristinn Hallsson syngur ís-
lenzk lög. Undirleik annast
Fritz Weissliappel. Þá lesa og
eftirtalin skáld úr verkum sín-
um: Ásta Sigurðardóttir, Geir
Kristjánsson, Baldur Óskarsson,
Guðmundur Böðvarsson.Hannes
Sigfússon, Jóhannes úr Kötlum,
Jón Óskar, Jón úr Vör og Þór-
bergur Þórðarson.
Föstudagur 9. marz, kl. 9:
Frá ungu fólki. 1) Ari Jósefs-
son, Dagur Sigurðarson, Ingi-
björg Haraldsdóttir og Jón
Reynir lesa frumsaminn skáld-
skap. 2) Strokkvartett Icikur
þátt úr kvartett eftir Mozart (í
kvartettinum eru: Hafliði Hall-
grímsson, Helga Hauksdóttir,
Jakob Hallgrímsson og Sturla
Tryggvason). 3) Að trúa stáli:
Erindi, sem Þorsteinn frá Hamri
flytur.
Laugardagur 10. marz, kl. 5:
Um íslenzk handrit: dr. Jakob
Benediktsson. Þá leika Sigurð-
ur Örn Steingrímsson og Krist-
inn Gestsson sónötu nr. 10 í B-
dúr eftir Mozart.
Þessar dagskrár eru allar
fluttar í Listamannaskálanum,
og er aðgangseyrir að þeim 25
krónur í hvert sinn. Á sunnu-
daginn 11. marz, kl. 2 lýkur
menningarvikunni svo í Austur-
bæjarbíói. Þá flytur Sveinn
Skorri Höskuldsson, mag. art.
ræðu, Hanna Bjarnadóttir syng-
ur lög eftir Fjölni Stefánsson
við Ijóð úr Tímanum og vatn-
inu eftir Stein Steinarr, Jórunn
Viðar leikur undir. „í sölu-
mannsins klær“, samfelld dag-
skrá úr íslenzkri sögu 1944—‘62,
tekin saman af Jóni Helgasyni
ritstjóra og Þorsteini frá Hamri.
Alþýðukórinn syngur undir
stjórn dr. Hallgríms Helgason-
ar og Þóroddur Guðmundsson
rithöfundur flytur lokaorð.
irrmniBinniTTwwiMnimiwiiiiiiiii i miiiiiiii
HALLGLÍTJA -
Framh. af 1. síðu.
voru skrifaðar af hreinni
móðursýki og gegnum þær
allar skcin einlæg von um, að
þetta skjall dygði nú til þess,
að nokkrir dalir rynnu til
réttra aðila, sem viðurkenn-
ing.
Sem dæmi má nefna, að
Tíminn, „blað fyrir bændur“,
notaði fyrirsagnaletur, sem
var fjórir og hálfur scnti-
metri á hæð, til þess að
skýra frá afrekinu, neðar á
síðu þessa „blaðs fyrir sam-
vinnumenn* var svo frétt um
það, að allar Iíkur væru á
því, að brátt yrði stofnaður
Samvinnubanki á Islandi. I
fyrirsögn á þá grein nægði
tveggja og hálfs senimetra
hátt fyrirsagnaletur! Á Vísi
gamla, sem Iét sér nægja
litla tveggja dálka fyrirsögn,
þegar Gagarin fór fyrstur
manna út í geiminn, mátti
helzt skilja, að loksins væru
geimferðir manna hafnar!
Vandséð er, hverju slíkur
málflutningur þjónar. Afrek
Bandaríkjamanna er vissu-
lega mikið; meðan geimferð-
ir standa enn á því stigi,
sem þær gera, er hver ný
geimferð manna mikið af-
rek, og full ástæða til þess
að samfagna Bandaríkja-
mönnum og þó einkum fjöl-
skyldu geimfarans. En svona
móðursýkisskrif eru aðeins
til þess að menn brosa í
kampinn og finna enn betur
en ella, hversu langt Bánda-
ríkjamenn og blindir þjónar
þeirra, telja sig á eftir Rúss-
um í þessum málum.
Frjáls þjóð — Laugardaginn 3. marz 1962
5