Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.03.1962, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 03.03.1962, Blaðsíða 4
kvennasíða BOLLA! BOLLA! Rfómabollur 300 gr. hveiti 75 gr. smjörlíki 1 dl rjómi 35 gr. ger 25 gr. strásykur 1 egg 25 gr. flórsykur. Fylling og skraut: 2 dl rjómi (þeyttur) % mtsk vanilla Vz mtsk flórsykur Setjið smjörlíki, rjóma og 1 dl vatn í pott og velgið að- eins. Hrærið ger og strásyk- ur saman. Þeytið eggið og flórsykurinn. Blandið öllu saman og eltið vel. Látið standa og hefast. Hnoðið deigið aftur og bú- ið til bollur (ekki of smáar), látið þær á smurða plötu og hefist aftur. Bakist við 225° í ca 10 mín. Kælist á bökun- arrist. Skerið síðan í sundur og fyllið með stífþpyttum rjóma. Lokið sett á og stráð flórsykri. 1 ::: 1 Rfómabollur II 500 gr. hveiti 100 gr. strásykur 100 gr. smjörlíki IVz dl mjólk 4 tsk þurrger. Þurrefnin sigtuð saman, smjörlíkið mulið og vætt í með mjólkinni og þurrgerinu (sem hefur verið bleytt upp í ylvolgu vatni, alls ekki yfir 40 °C, og örlitlum sykri stráð yfir). — Látið hefast, síðan mótaðar bollur. Skornar í sundur, þegar þær eru orðn- ar kaldar og þeyttur rjómi settur á milli. Brúnar bollur 150 gr. hveiti, 100 gr. strásykur, 2 mtsk kakó 3 tsk ger 100 gr. smjörlíki 1 dl rjómi Til skrauts: 3 mtsk flórsykur sítrónusafi 1 mtsk saxað súkkat. Blandið saman hveiti, sykri, kakó, geri og myljið smjörlíkið í. Setjið rjómann í og blandið fljótt saman. Mótið litlar bollur og bakið á vel smurðri plötu, 8—10 mín við 200°. Látið bollurn- ar kólna næstum á kökurist og smyrjið síðan ofan á þær flórsykri, sem hefur verið hrærður með dálitlum sítr- ónusafa og stráið svo súkk- atinu á. fiiúmenbollur 1 egg 25 gr. flórsykur 125 gr. brætt smjörlíki Vz mtsk kúmen 1 Imífsoddur salt 450 gr. hveiti 1 mtsk ger 2 dl rjómi Þeytið egg og sykur mjög vel. Setjið kúmen, salt og brætt smjörlíki saman við. Sigtið hveitið og gerið sam- an og hrærið saman við deig- ið til skiptis með rjómanum. Sett með skeið á vel smurða og hveiti stráða plötu. Bakið við 250° hita. — Borðaðar volgar með köldu smjöri. Vínarbollur 150 gr. smjör 35 gr. flórsykur 1 egg 50 gr. rúsínur 1 mtsk ger 340 gr. hveiti 1% dl mjólk. Hrærið smjör og flórsykur hvítt, bætið eggjum í og hrærið vel. Síðan er hveitinu sem gerið hefur verið sigtað í, bætt í ásamt jrúsínunum, til skiptis með mjólkinni. Hnoð- ið fljótt saman. Fletjið út í þykka köku og brjótið sam- an þrisvar. Fletjið út og brjótið aftur saman 2 sinn- um. Fletjið síðan út ca % cm og mótið með glasi, og lát- ið á smurða plötu. — Ath. að ekki er gott að hnoða deig- ið upp aftur og því betra að leggja afgangana hvern ofan á annan og fletja út. Bakað í 7—9 mín. við 250°. Smyrjið þær um leið og þær eru teknar úr ofninum með dálitlu sykurvatni, og ef vill i smástjörnu úr marzipan of- an á. Sænskar bollur 300 gr. hveiti 100 gr. strásykur 3 tsk ger 2 egg 1 dl rjómi 125 gr. brætt smjörlíki V2 mtsk rifinn appelsínu- börkur. Blandið saman hveiti, sykri og geri, setjið eggin í (sem hafa verið þeytt með rjómanum). Hrærist síðast í smjörlíkinu og appelsínu- berkinum. Sett með skeið á smurða plötu og bakað við góðan hita (300°) ca 10 mín. Kisubollur 50 gr. smjörlíki 35 gr. strásykur 1 dl rjómi 25 gr. ger 1 egg 300 gr. hveiti eggjahvíta og súkkat. Hrærið smjörííki Ög sykur vel. Yljið rjómann og hrærið gerinu saman við. Blandið síðan öllu saman og hnoðið vel. Látið standa og hefast. Hnoðið deigið aftur og mótið bollur, sem eru látnar hefa sig aftur á smurðri plötu. Smyrjið bollurnar með eggja- hvítu og stráið dálitlu söx- uðu súkkati á. Bakist í ca. 8—10 mín við 250° hita. Skreyttar bollur 300 gr. smjörlíki 200 gr. strásykur 3 egg 600 gr. hveiti IV2 mtsk ger Hrærið smjörlíki og sykur. vel og setjið eggin í eitt í! einu. Sigtið hveiti og ger ogj hrærið allt saman. Mótið bollur og bakið ca 12 mín.j við 250°. Smyrjið nýbakaðar boll-j urnar með flórsykri, semj hefur verið hrærður með dá-j litlum sítrónusafa. Skreytið síðan með rúsínum og möndl- um eða sprautið myndir á bollurnar með lituðu flór- sykurskremi. Bryndís Sigurjónsdóttir Að þessu sinni minnumst við aldarafmælis mikillar skákkempu, Þjóðverjans dr. jj > Siegberts Tarrasch, sem fæddur var 5. marz 1862 og var um fjölda ára í tölu at- kvæðamestu skákmeistara heims. Sennilegt er, að um aldamótin hafi hann gengið næstur heimsmeistaranum dr. Emanuel Lasker að styrk- leika, a. m. k. varð hann efst- ur á mörgum skákmótum í Evrópu, þegar Lasker dvald- ist vestanhafs. Stóð þá til oft- ar en einu sinni að þeir kepptu um titilinn, en af því varð ekki fyrr en 1908, en þá mun Tarrasch ekki hafa ver- ið á hátindi lengur, því að Lasker sigraði með yfirburð- um: 10% gegn 5%, enda var hann nær sjö árum yngri. Tarrasch var fulltrúi hinnar rökrænu hugsunar. Hann taldi unnt að finna formúlur fyrir öllu og varð alltaf jafn undrandi þegar þær stóðust ekki prófið við skákborðið. Einkum gerði Lasker honum oft gramt í geði með dirfsku- fullum leikjum sínum og sál- rænum tiltektum. En Tarr- asch vann skáklistinni mikið gagn með rýni sinni, rann- sóknum og skrifum, og verð- ur minning hans í heiðri höfð með skákmönnum. Hér gefur að líta stutta skák, er hann tefldi á sextugsaldri við ó- nafngreindan mótherja í Múnchen árið 1915. Leiftr- andi sóknarskák. Tarrasch hefur svart, og tefldur er spænski leikurinn. 1 e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8.. dxe Be6 9. c3 Be7 10. Ilel 0-0 11. Rd4 Rxe! Hér væri vanhugsað að leika Dd7, því að þá yrði framhaldið: 12. RxB D (eða peð)) xR 13. HxR 0. s. frv. Tarrasch vill haga fórninni á annan veg. 12. f3 BdG 13. fxR Bg4 14. Dc2 Dh4 15. Hfl c5 Ræðst að riddaraniun og: hótar jafnframt að króa' biskupinn inni. 16. Bxd cxR 17. BxH HxB 18. cxd Hc8 Víki drottningin nú til f2 , vinnur svartur með drottn-, ingakaupum, en fari hún til, b3 nær svartur kverkatcikinu , með riddaraskák á f3. Þess , vegna ber hvítur riddarann , fyrir. 19. Rc3 Rc6 20. e5 Rxd 21. De4 (sjá stöðumynd). iM't litf Á e C D E F. G H 21. ... HxR’! Feikna fallegur leikur. - Hrókurinn er friðhelgur, því ( að drottningin tapast eftir riddaraskákir á e2 og g3, og sama máli gegnir um riddar- ann vegna leppunar frá c5. 22. Hf4 Re2t 23. DxR Bc5| 24. Khl IlhS! 25. gxH BxD 26. HxD Bf3 mát. Dr. Siegbert Tarrasch lézt 17. febr. 1934, nær 72 ára gamall. Þar féll einn hinna styrku stofna í skógarrjóðri' skáklistarinnar. Böðvar Darri. « 4 Frjáls þjóð — Laugardaginn 3. marz 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.