Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.03.1962, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 03.03.1962, Blaðsíða 10
Rex Stout: DULARFULLT DAUÐSFALL FJÓRÐI KAFLI. Arrow hafSi komið sér fyrir í rauða leðurstólnum inni á skrif- stofunni og strauk um hnakkann til þess að gefa til kynna, að handtök min hefðu verið heldur ómjúk. Það getur vel verið, að ég hafi tekið dálítið harkalega á honum, en það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, þegar mað- ur á í höggi við rciðan ókunnan mann. Ég settist niður og tók að at- huga hann með mikilli athygli. Hann var úran-milljóneri og hann var auðsjáanlega einnig þaulvan- ur hnefaleikamaður. Hann þekkti fallega lijúkrunarkonu, um leið og hann sá hana fyrst, og breytti satokvœmt því. Og nú var hann sennilega grunaður um morð. Hreint ekki svo slæm frammi- staða af svo ungum manni. Og þar við bættist að hann leit lireint ekki svo illa út. Hann liætti að strjúka hnakk- ann og leit forvitnilega á mig með sinuin brúnu, hláturmildu augum. — Þér kunnið svo sann- arlega tökin, sagði liann án þess nokkurrar óvinsemdar gætti í röddinni. Ég hélt sannarlega að þér liefðuð hálsbrotið mig. — Þér liefðuð svo sannarlega átt það skilið, sagði Wolfe illi- lega. Sjáið þér bara hvernig stóllinn er útleikinn. — Ó já, ég slcal með ánægju horga stólinn. sagði hann og dró búnt af samanvöðluðum peninga- seðlum upp úr vasa sínum. Hvað kostar hann? Herra Goodwin mun senda yð- ur reikning, hreytti Wolfe út úr sér. Skrifstofan min er enginn hnefaleikahringur. Þér eruð sjálfsagt komnir hingað vegna þeirra skilaboða, sem við gerðum yður? Hann hristi höfuðið. — Ég hef ekki fengið nein skilaboð. Þér hafið siálfsagt sent jiau til gisti- hússins. enn þangað hef ég ekki komið síðan í morgun. Um hvað voru bau skilaboð? — Aðeins að ég vildi endilega fá að tala við yður. Hann lyfti hendinni og strauk i hálsinn. — Og ég er hingað kom- inn, vegna bess að ég vildi endi- iega tala við vður. Ég vildi einnig endileaa hifta Pál Fyfe. en ég liafði enea hiiemynd nm. að hann væri hér að finna, það var hrein j hennni. Kn mig langar til þess |að ræða við liann um smá þorp- arabragð, sem hann er að reyna Jað leika ... Þér hafið sjálfsagt lieyrt um hitapokana? Wolfe kink-aði kolli. .Tá, — livað vilduð þér svo tala um við mig? — Ég vil tala við yður vegna þess, að mér skilst, að þér grun- ið mig um að hafa stytt meðeig- anda minum aldur. Get ég nokk- uð aðstoðað yður í starfi yðar? — Þér hafið fengið alveg rang- ar upplýsingar, herra Arrow, þrumaði Wolfe. Ég lief verið ráð- inn til þess að kynna mér kring- Umstæðurnar við datiða Bertrams Fyfe og að ganga úr skugga um, hvort ástæða sé til lögreglurann- sóknar, til þess þarfnast ég allrar þeirrar hjálpar, sem ég inögu- jlega get fengið. Ég gruna yður ekki um nokkurn skapaðan hlut. Vitaskuld var tilboð yðar sett fram í háði, en ég þigg það með þökkum. Eigum við að byrja? — JByria á hverju? — Fyrst og frenist að skiptast á almennuái upplýsingum. Það, seni þér vitið um þetta inál, liafið þér fengið að vita hiá ungfrú Gor- en, ekki rétt? Leiðréttið mig ef mér skjátlast Ég geri ráð t'yrir þvi, að þér hafið rætt við hana eftir klukkan 16 i dag. Ég efast ekkert um það, að hún hefur reynt að segja yður satt og rétt frá, en ef yður hefur virzt, að ég grunaði yður, þá skjátlast vður algjörlega. Er |iað rétt hjá mér, að það sé vegna upplýsinga ung- frú Goren, sem jiér eruð hingað komnir? — Já, það er rétt. Hún snæddi kvöldverð með mér, sagði Arrow ibygginn. — Þá ættuð þér einnig að gera yður það ljóst. að hún er ekki fullkomlega raunsæ, þótt hún liafi siálfsagt ekki viljandi skreytt frá- sögn sina neitt. En ég fullvissa yður um það, — og er reiðubúinn til þess að gera það skriflega ef hér óskið. að ég lief ennþá ekki fundið nokkra minnstti ástæðu til þess að setja yður í samband við dauða Bertrams Fyfe. Og snúum okkur nú að staðreyndun- um. Hvað vitið þér um hitapok- ana? Ég á ekki við, hvað aðrir hafa sagt yður, ekki einu sinni ungfrú Goren. Nei, það er yðar eigin persónulega vitneskja, sem ég lief áhuga fyrir. — Ég veit alls ekki neitt um þá. Ég hcf aldrei séð þá. — Og ekki heldur hreyft við þeim — Nei, alls ekki. Hvers vegna í ósköpunum skyldi ég liafa gert það? Og ef þér eruð að spyrja um það, vegna þess að þessi Páll Fyfe fullyrðir, að hann liafi fundið þá tóma, hvað kemur það staðreyndum við? — Sennilega ekki neitt. Hve- nær sáuð þér Bertram Fyfe síð- ast á lifi? — Áður en við fórum í leikhús- ið á laugardagskvöldið. Ég var smástund inni hjá honum. — Var ungfrú Goren þar líka? — Já, að sjálfsögðu. — Þér fóruð ekki inn til þess að lieilsa upp á hann, þeg-ar þér ikoniuð aftur úr leikhúsinu? | — Nei, og viljið þér líka vita hvers hvegna? — Það veit ég þegar. Þér fóruð strax til þess að liitta Pál Fyfe, er ekki svo? — Alveg rétt. Og ég f-ann hann lika. Það var hreint ekki svo erf- itt. Ég fann hann niðri á barn- um. — Og þar réðust þér strax á hann? — Já, að sjálfsögðu. Mig lang- aði °kkert til þess að skiptast á neinum kurteisískveðjum við hann, sagði Johnny Arrow og hló ánægjulega. Ég má víst vera ánægður með að lögregluþj|nn tók fram fyrir hendurnar á mér, því ég var satt að segja alveg sjóðandi reiður. — Og hvað svo? spurði Wolfe. Eftir því sem ég bezt veit, fóruð þér ekki aftur upp i ibúðina. — Nei, og ég var löglega afsak- aður. Ég var settur í járn og fhiítur á lögreglustöðina og lok- aður þar inni. Ég neitaði að segja lögreglunni, hver það væri, sem ég hafði ráðist á og hvers vegna ég hefði gert það. Að lokum leyfðu þeir mér að liringja og ég náði i lögfræðing, sem fékk mig lausan. Svo kom ég að lokum aft- ur til Cliurchill Towers, þar sem ég hitti þennan Pál Fyfe og einn- ig Tuttle og konu hans. Og Bert jyar dáinn. Læknirinn var þar einnig. j — Það hlýtur að hafa fengið á yður, að Bertram Fyfe var dá- inn. — Já, það getið þér reitt yður á. En það hefði ekki verið mik- ið áfall ef ég hefði sjálíur myrt liann, er það? bætti Arrow við og kreisti fram hlátur. Ég skal segja yður eins og er: Við Bert liöfum haldið saman gegnum þykkt og þunnt i fimm ár. Við dóum ekki úr hungri, en stund- um var mjótt á mununum. Það var engin barnfóstra, sem gætti okkar! Er við fundum Black El- bow, var það injög erfitt að fá kröfur okkar viðurkenndar í tima og hvorugur okkar hefði sennilega getað það án liins. Það var um þctt-a leyti, sem við feng- um lögfræðing til þcss að gera þcnnan samning um erfðirnar, til þess að enginn utanaðkomandi gæti troðið sér inn í félagsskap- inn og eyðilagt allt saman, ef annar okkar félli frá. Við vorum vinir; að lokum var svo komið, að hvorugur okkar gat án hins ver- ið. Það var ástæðan til þess, að ég kom með honum til New York, þegar liann bað mig ,um liað. Annars kærði ég mig ekkert um New York og það var alveg eins hægt að stjórna fyrirtækinu í Black Elbow eða Montreal. Ég kom svo sannarlega ekki með honum til New York til þess að drepa hann. — Hann hefur jiá ekki komið hing-að til New York í verzlunar- erindum? — Nei, jiað gerði hann ekki. Hann sagði, að ástæðurnar væru einungis persónulegar. Hann náði strax sambandi við systur sína og bræður, og mér fannst, að það væri eitthvert atvik úr fortíðinni, sem ávallt kveldi liann. ITann fór nokkrum sinnum til Mount Kisco, og ég fór með honum. Við heim- sóttum luisið, þar sem liann fædd- ist, — þar býr nú einhver ítölsk fjölskylda. Við komum einnig í apótek Tuttles. Og við ætluðum að heimsækja einíiverja konu, sem rak gistihús, sem Bert bjó í einhverntíman, en hún var flutt biirtu, fyrir mörgum árum. Fyrir úin það bil viku komst Bert að þvi, að hún bjó í Pouglikeepsie og þar heimsóttum við hana. Jolinny Arrow hallaði undir flatt, eins og hann væri að hugsa sig betur um, síðan liélt liann á- iram. Ég lók víst dálítið vægt til orða, þegar ég sagði, að það væri eitthvað i forlíð Berts, sem hefði kvalið hann. Hann sagði mér frá þvi eitt sinn í Kanada. Hann sagði mér, að ef okkur auðnaðist að græða penitiga, gæti vel farið svo, að hann færi lieim og gerði upp reikningana. Vitið þér um dauða föðuni Iians og að Bert var á- kærður fyrir að liafa myrt hann? Wolfe sagðist liafa lieyrt um það. — Bert sagði mér, að hann hefði aldrei krafizt sins hluta af arfinum, því hann vildi ekkert koma nálægt því máli meir. Það var honuin líkt að líta þannig á málin. Hann sagðist líka alltaf liafa verið stoltur yfir að liafa slegið striki yfir það og gleymt þvi, en nú vildi liann gjarna fara heini aftur og kynna sér málið betur, cf hann fengi tækifæri til. jÞað gerði hann svo. Hann sagði ímér aldrei, hver það væri sem iiann liefði horn i síðu á, en ég ímyndaði mér nú 'hitt og þetta. Þegar liann sagði fjölskyldu sinni, jað hann væri að fá endurriL af ! öilum vitnaleiðslunum i málinu, var auðvelt að sjá á svip þeirra, að þeim líkaði það ckki vel. Og iþeim féll heldur hreint ekki við það, þegar liann sagðist liafa jheimsótt konuna, sem hann leigði hjá á þeim tíma, sem faðir lians | dó. Það var auðséð, að hann skemmti sér vel við að láta þau brjóta heilann um það livað h-ann væri að fara. Johnnj' Arrow tierpti augun saman, svo allar hrukkur komu vel í Ijós. — Haldið samt ekki, að ég sé að reyna að gera cinlivern tortryggilegan í yðar augum. Læknirinn segir, að Bert liafi dá- ið úr lungnabólgu, og mér virð- ist hann vera ágætur læknir, sem liægt sé að treysta. fig vildi hara útskýra, hvers vegna Bert kom til New York. Viljið þér spyrja mig um eitthvað fleira? Wolfe Iiristi höfuðið. Nei, ekki núna, sagði hann. Ef til vill síðar. En ég stakk áðan upp á, að við skyldum skiptast á upplýsingum, Er eittlivað, sem þér viljið fá að vita? — Það kall-a ég svei mér nær- gætið! kallaði Arrow upp og svo virtist, sem hann raunverulcga meinti það. — Nci, það er víst ekker.t. Hann stóð upp og stóð kyrr smástund og hugsaði sig um. — En úr því þér finnið ekkert grunsamlégt við þetta mál, hvers vegna hættið þér þá ekki hrein- lega við rannsóknina? — Af því að ennþá er eitt grun- samlegt atriði, sem verður að upp- lýsast, áður en ég get sagt álit mitt, sagði Wolfe með áherzlu. — Og hvaða atriði er það? —Ég hef þegar spurt yður um það, en þér gátuð ekki útskýrt það. Næst, þegar ég spyr um það, skal ég vera betur undirbúinn. Goodwin sendir yður reikning fyrir slólnmn, slrax og við vitum, livað hann kostar. Sælir Arrow. Er hann var farinn, Iiallaði Wolfe sér aftur á bak í stól sín- um, lokaði augunum og Iinykl- aði brýrnar. Ég raðaði stólbrot- unum upp í einu horninu, setti aðra stóla á sinn stað, tók til á skrifborðinu mínu, læsti peninga- skápnum og sagði svo við Wolfe: Hvað voruð þér að fara? Voruð þér bara að rugla hann? Ef þarna er eitthvert dularfullt atriði um að ræða, hlýt ég bæði að vera blindur og heyrnaiTaus. Hvað er það? — Hitapokarnir, taulaði Wolfe, án þess að opna augun. Ilver get- ur það hafa verið, sem tæmdi liitapokana, og hvers vegna? — Sennilega Páll Fyfe. ITví ekki hann? — Af þvi að ég trúi því ekki. Lítið á málin eftir þvi sem hann sjálfur lýsti þeiin hér í kvöld. Hann fer inn til bróður síns og finnur hann látinn. Hann tekur

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.