Frjáls þjóð - 15.12.1962, Page 11
:í 'I
i;
! í
HATTURINN
Persónur: Hinrik og kona hans.
Hinrik: (Tilbúinn að fara út með skjalatösku i hendinni
og hattinn á höfðinu). Vertu sæl, elskan mín. Nú
þarf ég að flýta mér. Ég ætla að hringja heim til
þín, svo að þér leiðist minna, meðan ég et í burtu.
(Litur fram i dyrnar). En hvar er hatturinn minn,
sem alltaf á að hanga þarna á snaganum? Hvað
hef ég oft sagt þér það? Ja, reglan á þessu heimili.
Konan: En góði Hinrik....
Hinrik: Já, góði, góði. Það er hægt að segja það. En ég
er ekki góði, þegar búið er að týna hattinum
mínum, og ég er að verða of seinn á skrifstofuna.
Þér væri nær að finna hattinn minn en að standa
og segja bara góði, góði.
Konan: Lofaðu mér að komast að til að segja það, sem
ég ætla að segja.
Hinrik: Já. Nú ætti ég að lofa þér að komast að að segja
það sem þú ætlar að segjal En mér finnst þú
venjulega hafa óþarflega mikið að segja Og þeg-
ar þú ert búin að fara með hattinn minn á
heimsenda eða kannske lengra, þá hef ég ekki
tíma til að standa hér og hlusta á það, sem þér
þóknast að segja.
Konan: Hlustaðu á mig, maður.
Hinrik: Já, hlusta. Einmitt það. Nú á ég bara að hlusta!
Og hvað á ég lengi að hlusta? Líklega þangað til
við erum bæði komin undir græna torfu! Ekki
verður þú fyrr búin, ef þú færð að komast að og j
ég læt það eftir þér að hlusta.
Konan: Já, en góði Hinrik. Þú hefur . . . .
Hinrik: Nei, ég hef ekki týnt honum. Það hefur þú gert!
En nú er nóg komið. Ég er orðinn alltof seinn.
Þú ætlar kannske að láta mig fara hattlausan og
láta mig verða að athlægi?
, Kanan: En Hinrik. Hatturinn er ....
Hinrik: Ekki á sínurn stað! Var það ekki það, sem þú
ætlaðir að segja? En ]rú þarft ekki að segja mér
það. Ég veit það vel. Og ég veit vel, að óreglan
með hlutina hérna á heimilinu gerir mig grá-
hærðan áður en varir. Mig vantar bara spegil til
að sjá, hvort ég er ekki þegar orðinn það
Konan: Já, Hinrik minn. Þarna komstu með bað. Þig
vantai einmitt spegil. Fyrst ég hef aldrei getað
komizt lil að segja þér, hvar hatturinn er, þá er
bezt að ég sýni þér það. (Sýnir honum i spegil.)
Hinrik: Já, þarna ertu lifandi komin. Þarna hefur þú
látið hann. Það var sannarl^ga þér líkt að láta
hann á svona vitlausan stað! (Snarast út i fússi).
ENDIR
Jólainnkaup
því fyrr, því betra
fyrir ydur, fyrir okkur
,af ávöxtunum
skuluð þér þekkja þá”
ATLI M'Alt
Vantar yður bíl? Ef ekki — þá má alltaf notast við 180
þúsund krónur núna fyrir jólin. Við bjóðum yður ein-
stakt tækifæri að eignast glæsilegan ópelcaravan fyrir
aðeins 25 krónur.
Vinningar í happdrætti okkar eru tveir ópelbílar, hvor
um sig aö verðmæti 180 þúsund krónur. Annar bíllinn
er blár með hvítum toppi, hinn hvítur með bláum toppi.
Notið þetta einstaka tækifæri til að reyna heppnina og
láta 25 króna seðil breytast i splunkunýjan ópel-
caravan-bíl. — Dregið á Þorláksmessu.
Happdrætti Framsóknarflokksins
Sími 12942.
__________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Frjáls þjóð — Iaugardaginn 15. desember 1962. J J