Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.07.1967, Síða 1

Frjáls þjóð - 20.07.1967, Síða 1
Geriö skil í happdrættinu svo að hægt sé að birta vinningsnúmerin ALLT OF HÁIR SKATTAR Útsvarsálagning í Reykjavík er skerðing á kjörum launþega Hvað líður undirbúningi að staðgreiðslukerfi skatta ? Reykvíkingar hafa nú feng- ið skattseðla sína í hendnr, og að sjálfsögðu eru skattarnir helzta umræðuefni þeirra þessa dagana. Ýkjulaust má segja, að mörgum launþegan- um hafi brugðið illilega í brún, er hann Ieit þá upphæð, sem. honum er gert að greiða í út- svar til Reykjavíkurborgar og þá hækkun, sem þar hefur orð ið á. Enn einu sinni hafa laun- þegar áþreifanlega fundið fyr ir því, hversu aðstaða þeirra er veik gagnvart stórgróða- mönnum og fyrirtækjum, sem njóta verndar ríkis og borgar. Enn hafa þeir fundið það, að þeim er fyrst og fremst ætlað að standa undir hinum sameig inlegu útgjöldum, en öðrum er ætlaö að fleyta rjómann af þjóðartekjunum endurgjalds- lítið. Þá er það heldur engin furða, þótt menn spyrji, hvar sé nú sú „stöðvunarstefna“, sem svo ákaft var boðuð í vet- ur eða var hún einungis mark laust áróðursplagg, ætlað til að villa um fyrir fólki fram yf- ir kosningar? Eitt er víst: Launþegasamtökin, sem sýndu einstaka þolinmæði í kjarabar- áttunni undanfarin misseri, hljóta að bregðast hart við þeirri árás á launþega, sem út- svarsálagningin í Reykjavík er. HÆKKUNIN NÆR ÖLL A EINSTAKLINGUM Útsvörin í Reykjavík nema nú 722 milljónum 232 þúsund- um króna og hafa hækkað ,um liðlega 131 milljón króna frá því í fyrra. Af þeirri hækkun bera einstaklingar rúmlega 122,3 ínilljónir króna, en fé- lög liðlega 9 milljónir króna. Þetta segir sína sögu, bæði um óhóflega hækkun á launþeg- um, en einnig um versnandi liag smáfyrirtækja í iðnaði og linkind gagnvart stórgróða- fyrirtækjum á sviði verzlunar og innflutnings. Þetta er ekki ný saga, hún hefur verið end- urtekin hvað eftir annað, í mis munandi mæli eftir því, hve langt er til næstu kosninga. Nú má sjá, að langt er til þeirra næstu. HVAÐ UM STAÐGREIÐSLU? Nú, þegar tekjur mjög margra, einkum verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna, hafa töluvert lækkað frá fyrra ári og aðstæður til að mæta Framhald á bls. 6 MEÐAL EFNIS FURÐULEG RÁÐSTOFUN / Verð Viðeyjarlands óheyri- lega hátt og reist á röngum upplýsingum Baksíða AÐ BERJA HÖFÐI VIÐ STEIN Heimir Pálsson ritar um hjúkrunarkvenna- skort Bls. 5 Leiðin til friðar í Nliðjarðarhafslöndum Viðtal við Sartre Bls. 4 Hvergi mætast slíkar andstæður hér á landi sem í Hval- firði. Þar mætir manni hvalveiðistöð, dálítið óhrjáleg, en traust vitni íslenzkra bjargræðisvega, amerisk herstöð. með tilheyrandi kafbátalægjum, olíugeymum og hver veit hverju. Yfir þessu gnæfa fjöllin, svo fögur og tign- arleg, að ferðamaðurinn sannfærist um, að Hvalfjörð- ur verði alltaf glæsilegur íslenzkur fjörður, hverjum aur sem hann verður ausinn. — Ýmsum þykir krókur- inn fyrir Hvalfjörð langur og leiðigjarn, og sífellt er tal- að um Ieiðir til að losna við hann. Að sjálfsögðu væri það þarft vegna þeirra, sem brýn erindi eiga fyrir fjörðinn. En ferðamenn þeir, sem aka um landið sér til ánægju og heilsubótar, þurfa ekki að kvarta undan Hvalfirði. SUMARMYND

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.