Frjáls þjóð - 20.07.1967, Blaðsíða 5
Heimir Pálsson:
AÐ BERJA HÖFÐI VIÐ STEIN
FÁEIN ORÐ UM HJÚKRUNARKVENNASKORT
Á undangengnum mán-
uðum hafa heilhrigðismál
verið óvenjuofarlega á
baugi með þessari þjóð. Má
í því sambandi minna á við
ureign herlbrigðismálaráð-
herra við höfuðpíslarvott
Framsóknarflokksins, Ólaf
Ragnar Grímsson. Einna
nýjasta innlegg í þessi mál
hygg ég vera frétt í dag-
blaðinu Tímanum þriðju-
daginn 4. júlí s.l. Þar segir
í stórri fyrirsögn: Tvær
deildir lokaðar á Landspít-
alanum vegna hjúkrunar-
kvennaskorts. Nánari skýr-
ing fyrirsagnarinnar er síð-
an sú, að þegar hafi orðið
að loka tveim deildum
þessa umrædda sjúkrahúss
vegna sumarleyfa hjúkrun-
arkvenna. Varia munu sum
arleyfi hjúkrunarkvenna
lengri en annarra stétta, og
hin stærri fyrirtæki eru þó
vön að reyna að halda starf-
semi sinni nokkurn veginn
gangandi, þó svo þau neyð-
ist til að veita starfsfólki
jafnsjálfsögð mannréttindi
og sumarleyfi. í áðtrr-
nefndri frétt er ennfremur
stott viðtal við forstöðu-
mann Ríkisspítalanna, og
þar koma m. a. fram þær
athyglisverðu upplýsingar,
að forráðamenn þeirrar
stofnunar séu nú að átta sig
á, að „það þýðir ekkert ann
að en að fólk fái sín sumar-
frí, því að meiningin er að
starfsemin haldi áfram, og
þá er þetta grundvöllurinn
fyrir því.“ Gott er nú að
heyra þetta, en sumir hefðu
máski gert sér grein fyrir
því fyrr.
ENGAR ÚRBÆTUR
Ekki nefnir forstjórinn,
að nokkuð sérstakt sé á döf-
inni til úrbóta í þessum
málum, lætur jafnvel að því
liggja, að svo geti farið, að
nauðsynlegt verði að loka
fleiri deildum! Hann eða
blaðakonan endurtekur
hinsvegar það sém oft hef-
ur verið sagt, að „hjúkrun-
arkvennaskortur hefur mik-
ið sagt til sín á sjúkrahús-
unum undanfarin ár, og
virðist ekkert úr honum
draga, þrátt fyrir það, að á
hverju ári útskrifist tugir
hjúkrunarkvenna.“ — Má-
ske er það ekki nema í sam
ræmi við annað með þess-
ari blessaðri þjóð, að allir
eru reiðubúnir að lýsa undr
un sinni yfir því sem miður
fer, en harla fáum virðist
detta í hug að athuga mál-
ið og reyna að gera sér
grein fyrir, hvers vegna
þetta er svona. Þannig undr
ast allir hjúkrunarkvenna-
skortinn, segjandi sem svo,
hér höfum við sjúkrahúsin
(þó svo þau séu orðin úrelt
tíu árum áður en þau eru
tekin í notkun), svo útskrif-
ast alltaf 40—50 hjúkrun-
arkonur árlega, en samt er
stöðugur vinnuaflsskortur
við sjúkrahúsin. Virðist
helzt sem svo, að ýmsir vilji
engu um kenna nema and-
úð hjúkrunarkvenna sjálfra
á því starfi sem þær hafa
menntun til að gegna. Ekki
mun þó málið vera svo ein-
falt. Aðrir hamra á alltof
lágum launum hjúkrunar-
kvenna, og ekki skal þvi
neitað, að þau eru nánast
hlægileg, miðað við þriggja
ára samfedlt nám, og það
erfitt, og síðan erfiða vinnu,
sem auk þess krefst að sjálf
sögðu stöðugs framhalds-
náms, ef hjúkrunarkonum
á að vera kleift að fylgjast
með því sem gerist í kring-
um þær. Má á það benda,
að samkvæmt gerðardómi
eru föst laun hjúkrunar-
konu með 15, segi og skrifa
fimmtán, ára reynslu sem
deildarhjúkrunarkona, kr.
15.039 á mánuði, eða svip-
að og nú mun vera algengt
að boðið sé í góðar skrif-
stofustúlkur til bréfa-
skrifta. Menntun þeirra
þarf þó ekki að vera annað
en góð kunnátta í ensku og
einu Norðurlandamáli, auk
vélritunar! En mér er mjög
til efs, að þetta sé þó aðal-
ástæða fyrir hjúkrunar-
kvennaskortinum, heldur
hitt, að með núverandi
vinnuskipulagi á sjúkrahús
um er a. m. k. húsmépur
Framh. á bls. 6.
Svavar Sigmundsson:
ORÐ AF ORDI
AÐ SKOÐA LAND SITT
Tími sumarleyfanna er
hafinn, og það má sjá merki
þess á ýmsan veg. Ferða-
skrifstofur auglýsa ferðir
sínar í gríð og erg, og fólk-
ið, sem daglangt hefur strit
að á skrifstofu sinni eða búð
arholu allan guðslangan
veturinn, er nú ko’mið út
um hvippinn og hvappinn.
Ferðafélag íslands býður
upp á meira en sjötíu ein-
stakar ferðir í sumar, auk
fastra helgarferða í Þórs-
mörk, Landmannalaugar og
á Kjalveg. Á þennan hátt
gefst fjölda fólks tækifæri
til að skoða landið, auk
þess fjölda, sem á eigin veg
um fer um landið í sama
skyni, akandi, ríðandi eða
gangandi.
Til leiðbeiningar fyrir
alla þá, sem leggja land
undir fót, hafa nú verið
gefnar út ferðahandbækur
og kort í ríkara mæli en
fyrr. Þó að e. t. v. megi
deila um útgáfu sumra
þeirra, er þó framtak í
þessa átt virðingarvert, en
allar slíkar leiðbeiningar,
ef góðar eru, stuðla að því,
að menn kynnist landinu
sínu betur og gera ferðalög
ánægjulegri en ella.
Eitt af því, sem fólk leið-
ir hugann að á ferðum sín-
um, er hvað þessi eða hinn
staðurinn heiti. Það gefur
hverjum stað nokkurt gildi
að vita nafn hans. Það er
að vísu ofsagt hjá Tómasi,
að „landslag yrði lítilsvirði,
ef það héti ekki neitt,“ en
það er talsvert til í því.
— ★ — ,
Þegar landnámsmenn
komu hingað, hefur þeim
þótt nauðsyn að gefa stöð-
um nöfn, og í bók þeirri, er
rituð var um Iandnámið,
Landnámabók (Ari og Kol-
skeggur), (sem er eins kon-
ar Landið þitt (Örn og ör-
lygur) þess tíma) er mikið
safn örnefna hvaðanæva af
landinu. Landnáma er nú
sjálfsagt ekki í alla staði á-
reiðanleg fremur en ferða-
handbækur okkar tíma, þó
að við höfum tékið hana
trúanlega um aldaraðir.
Snemma hafa orðið til
sögur um það, hvernig ein-
stök örnefni urðu til, án
þess vitað væri um upp-
hafleg tildrög. Landnáma
verður ekki til fullsköpuð
fyrr en löngu eftir byggð
landsins og elztu nafngjaf-
ir. Landnámsmenn hafa gef
ið nöfn í landnámum sínum
á sama hátt og bændur-hafa
alltaf gert á jörðum sínum..
Það er sagt um Ingimund
gamla og fóstbróður hans,
að „síðan fóru þeir norður
um hérað og gáfu víða ör-
nefni.“
Það úir og grúir af per-
sónum og örnefnum í Land
námu. En hverju má treysta
af því? Voru allir þessir
menn til, sem nefndir eru?
Örnefnin eru mörg hver til
enn, svo að þau eru stað-
reynd, hvernig sem þau
hafa orðið til. En við lest-
ur Landnámu má spyrja
margs, *t. d.:
Bjó Hvati á Hvatastöð-
um?
Sprakk gölturinn Beigað
ur á Beigaðarhóli?
Týndi Auður djúpúðga
kambi sínum á Kambsnesi?
Var til þrællinn Rönguð-
ur,' sem hlóð Rangaðar-
vörðu? eða voru þessar
persónur búnar til eftir ör-
nefnunum, sem höfðu orð-
ið til á allt annan hátt?
Um mörg þvílík atriði
íjallaði Þórhallur Vilmund
arson prófessor í skemmti-
legum fyrirlestrum í vet-
ur leið. Hann lagði áherzlu
á, að náttúrunöfnin væru
algengari en menn héldu.
Mörg þau örnefni, sem
menn álitu vera af manna-
nöfnum dregin, gætu, verið
dregin gf auðkennum lands
lagsins einum saman.
Þessi atriði er vert að
hafa í huga, þegar menn
fara um landið og velta fyr-
ir sér örnefnum og merk-
ingu þeirra, og því eru þess
ar línur skrifaðar.
INGÓLFUR
Eitt af dæmum þeim um
riáttúrunöfn, sem Þórhall-
ur Vilmundarson nefndi í
vetur í fyrirlestrum sínum,
var Ingólfur 1 nöfnum eins
og Ingólfsfell og IngóKs-
höfði, sem kennd eru við
Ingólf Amarson. Hann taldi
fjallið hafa fengið nafii
sitt af lögun sinni (ing=
tindur, ólfur=langt, fram-
skagandi fjall). Því efaðist
hann um, að Ingólfur Am-
arson hefði nokkurn tíma
verið uppi, gat þess til, að
hann væri búinn til eftir
þessum örnefnum. Slíkar
spurningar leiða af sér ó-
tal annarra.
Síðari alda menn mundu
t. d. á sama hátt geta spurt:
Var Ingólfur á Hellu í raun
og veru til sem þingmaður
og ráðherra á Hellu? Er
ekki nafnið grunsamlegt,
Ingólfur á Hellu, er þetta
ekki dæmigert náttúra-
nafn? Var hann ekki búinn
til eftir Ingólfsfjalli, Hellu,
Hellisheiði jafnvel, örnefn-
um í kjördæmi sínu, búinn
til eins og nafni hans land-
námsmaður tæpum 1100 ár-
um fyrr?
Hver veit, nema svo verði
spurt að jafnlöngum tíma
liðnum, — og svarið liggi
þá jafnljóst fyrir um báða.